Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2013, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2013, Síða 6
6 Fréttir 7. janúar 2013 Mánudagur Á tján ára stúlku, Ástrós Lind Eyfjörð, brá heldur betur í brún þegar hún áttaði sig á því daginn fyrir gamlársdag að búið væri að koma fyrir öryggismyndavélum í leiguhúsnæði hennar. Leigusalar hennar höfðu þá þegar komið fyrir tveimur myndavél­ um á sameiginlegum gangi sem og í eldhúsi án þess að láta leigjendur sína vita. Þegar í ljós kom að myndavélarn­ ar höfðu verið settar upp til þess að fylgjast með því hvort og þá hvaða leigjendur sinntu húsverkum ákvað Ástrós að pakka saman og flytja á brott. Hún telur að brotið hafi verið á sér og vill fá tryggingarféð sitt endur­ greitt. Því neitar leigusalinn hins vegar og segist hafa farið fullkomlega að lögum. Móðir Ástrósar, Halldóra Eyfjörð Skjaldardóttir, hyggst kæra málið til Persónuverndar. „Hundrað prósent löglegt“ „Ég er búinn að ráðfæra mig við ein­ hvern helsta sérfræðing á þessu sviði og þetta er hundrað prósent lög­ legt, þannig að ég þarf ekki að ræða þetta frekar,“ segir leigusalinn, Einar B. Ísleifsson, í viðtali við DV. Ein­ ar er annar þeirra tveggja sem leigja út herbergi til ungmenna í iðnað­ arhúsnæði í Hraunbergi. Aðspurð­ ur hvers vegna þeir hafi ákveðið að setja öryggismyndavélarnar upp inni í leiguhúsnæði ungmennanna segir hann: „Það var út af vandræðum með umgengni.“ Hann bætir því við að myndavél­ arnar hafi einnig verið settar upp til að koma í veg fyrir þjófnað, málið snúist þannig um öryggismál hússins. Móð­ ir stúlkunnar segir þessa útskýringu hans engan veginn standast: „Þetta hefur ekkert með öryggi að gera því þá hefði hann bara sett vélarnar við útidyrnar.“ Það hefði hins vegar alls ekki gengið upp að sögn Einars: „Það er ekkert hægt, það myndi ekki gera sama gagn.“ Fylgst með uppvaski „Þetta eru meira og minna ungir krakkar og mér finnst ekki forsvaran­ legt að maðurinn geti sett upp ein­ hverjar njósnamyndavélar inni á heimili þeirra,“ segir Halldóra í viðtali við DV. Í tölvupósti þar sem leigu salinn svaraði umkvörtunum Halldóru sagð­ ist hann hafa sett myndavélarnar upp til þess að fylgjast með því hvort leigj­ endur vöskuðu upp. „Þegar við leigjum út herbergi lof­ um við þrifalegu húsnæði þar sem næði er til að læra og líða vel. Okkur hefur ekki tekist að fá leigutaka sem ekki virða húsreglur til að bæta sig og því var eini raunhæfi kosturinn að setja upp eftirlitsmyndavélar í sam­ eiginlega rýminu.“ Þá segir í póstinum að upptökur verði einungis skoðaðar í þeim tilgangi að finna út hverjir það séu sem vaska ekki upp eftir sig eða þrífa ekki til. Friðhelgi einkalífs rofin „Ég sendi póst þegar myndavélarn­ ar voru komnar upp,“ segir Einar að­ spurður hvers vegna leigjendur hafi ekki verið látnir vita af öryggismynda­ vélunum. Hann er þeirrar skoðun­ ar að það hafi verið eðlilega að öllu staðið. „Ég sé ekki að þetta sé eitthvað blaðamál, þetta er ekki inni á „prí­ vasí“ hjá neinum, það þarf varla að ræða þetta.“ Móðirin Halldóra er ekki sammála Einari um að með öryggis­ myndavélunum sé ekki verið að seil­ ast inn í einkalíf ungmennanna. Herbergið sem Ástrós hefur leigt er eitt af tíu herbergjum í ósamþykktu atvinnuhúsnæði fyrir ofan Hraun­ bergssjoppuna í Breiðholti. Her­ bergin eru leigð út til ungmenna á 50 þúsund krónur hvert. „Þær eru með leigusamning og ég er að fara hund­ rað prósent eftir þeim samningi,“ seg­ ir Einar. Samkvæmt leigusamningi er að­ gangur að salernisaðstöðu, eldhúsi og sameiginlegum gangi, innifalinn í leigunni, en þar er ekkert minnst á öryggismyndavélar. Halldóra segir að brotið hafi verið á friðhelgi einka­ lífs dóttur hennar, meðal annars með því að fylgjast með salernisferðum hennar. Illa farið með ungt fólk „Ég get sagt það að fyrir mitt leyti myndi ekki vilja hafa þessar mynda­ vélar yfir mér þegar ég væri að vinna í eldhúsinu. Eða þegar ég væri að fara á klósettið á nóttunni. Ég tel þetta alls ekki vera rétt,“ segir Halldóra sem er á því að leigusalarnir myndu ekki koma svona fram við fullorðið fólk. „Svona er farið með unga fólkið okkar, þau geta enga björg sér veitt.“ Hún hef­ ur farið fram á það við leigu salann að hann endurgreiði dóttur hennar tryggingaféð sem hún reiddi af hendi fyrir leigunni en hann hafi hafnað því. „Þetta er bara broslegt, sko,“ segir Einar þegar hann er spurður út í persónuverndarsjónvarmið og held­ ur áfram: „Þetta er bara út í hött og ætlar þú að fara að skrifa frétt um þetta?“ Hann segist vera í leigu­ bransanum af hugsjón. Þeir hafi ver­ ið tveir félagar sem tóku sig til á sín­ um tíma og hófu að leigja út herbergi fyrir skólakrakka. „Eins og þú veist er mikill skortur á þannig herbergjum, þannig að þetta var svona blanda af hugsjón og því að geta haft einhvern pening upp úr þessu.“ n Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „Þetta er hundrað prósent löglegt Myndavél í skjóli nætur Ástrós Lind Eyfjörð og meðleigjendur hennar fengu ekkert að vita um öryggismyndavélar fyrr en búið var að koma þeim fyrir í leiguhúsnæði þeirra. Mynd sIgtryggur arI Hugsjónastarf Leigusalinn Einar B. Ísleifsson segir að það hafi verið af hugsjón sem hann keypti atvinnuhúsnæði í Breiðholtinu til að leigja út til ungmenna. Nú hefur hann komið fyrir öryggismyndavélum í húsinu leigjendum til mikils ama. Mynd sIgtryggur arI n Vildi fylgjast með ungmennum n Móðir hyggst kæra málið til Persónuverndar LeigusaLi setti upp njósnamyndavéLar Mörður Árnason: Þjóðkirkjan safni fyrir háskólann „Hér með legg ég til með full­ kominni auðmýkt að Hin lúthersk­ evangeliska Þjóðkirkja á Íslandi sjái líka aumur á Háskóla Íslands í væntanlegu söfnunarstarfi sínu,“ segir þingmaðurinn Mörður Árna­ son á vefsíðu sinni. Þar vekur hann athygli á fjárskorti í Háskól­ anum sem sé engu minni en á Landspítalanum. Mörður, sem er þingmaður Samfylkingarinnar, bendir rétti­ lega á að að þjóðkirkjan hyggist safna fé til handa Landspítalanum og biðlar til forsvarsmanna kirkj­ unnar um að hún komi Háskóla Íslands líka til bjargar. „Báðar þessar lífsnauðsynlegu ríkisstofn­ anir líða auðvitað fyrir aðhald og niðurskurð eftir hrun – þótt báð­ um hafi verið hlíft miðað við með­ alstofnanir á ríkisvegum,“ segir Mörður og bendir á að fræðilegu starfsliði í Háskóla Íslands hafi fækkað – nema í þeim deildum sem mestur efnalegur bógur þykir í. Tækjakaup hafa setið á hakanum í flestum greinum sem þurfa tæki og bókakaup þar sem þarf bækur. Hann segir þó að aðalástæð­ an liggi ekki í hruninu hjá þess­ um stofnunum. Hún sé sú sama á Landspítalanum og í Háskólanum. „Stjórnvöld – á vegum einkum Sjálfstæðis­ og Framsóknarflokks en enginn flokkur er hér ábyrgðar­ laus – hafa vanrækt þessar grunn­ stofnanir samfélagsins í kappinu við að koma upp samkeppnisfyr­ irtækjum sem einkabransinn átti að reka en tengja lífæð sína beint í ríkissjóð.“ Mörður spyr hversu mikill hluti tækjavandans á Landspítalan­ um kunni að stafa af því að spít­ alinn hafi misst yfir í einkabrans­ ann sértekjur sem áður fengust af göngudeildarþjónustu sér­ fræðinga, svo sem rannsóknum og minni aðgerðum sem byggjast á góðum tækjabúnaði? „Nú rennur þetta fé í skurðstofur og rann­ sóknastofur – sem kalla mætti einkaspítala, og hafa nýrri og full­ komnari tæki og fá borgað fyrir hvert viðvik hjá Sjúkratryggingum. Eftir því sem Lansinn stendur sig verr í þeirri samkeppni drabbast tækin lengra niður, og sértekjurn­ ar minnka sem áður gátu runnið í endurnýjun.“ Hann segist leggja fram þessa tillögu að næsta söfnunarverkefni í kristilegum dúr þar sem Þjóð­ kirkjan hafi tekið að sér að hefja kristilega safnaðarsöfnun og bæta fyrir misheppnaða einkavæðingu í heilbrigðismálum samkvæmt tískukreddum frá síðustu áratug­ um 20. aldar. „Báðar þessar lífsnauðsynlegu ríkisstofnanir líða auðvitað fyrir aðhald og niður- skurð eftir hrun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.