Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2013, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2013, Blaðsíða 11
Fréttir 11Mánudagur 7. janúar 2013 F riðjón Björgvin Gunnarsson, eigandi netverslunarinnar buy.is, hefur skipulega fært starfsemi netverslunarinn­ ar buy.is á milli kennitalna á undanförnum árum til þess að losna við að greiða aðflutningsgjöld. Starf­ semi buy.is felst að mestu í sölu raf­ tækja en þegar þau eru flutt inn þarf að greiða af þeim tolla og virðis­ aukaskatt eða svokölluð aðflutnings­ gjöld. Er nú svo komið að ýmis fé­ lög sem tengjast Friðjóni samkvæmt fyrir tækjaskrá skulda um 50 milljónir króna í opinber gjöld. DV fjallaði ítarlega um meint brot Friðjóns og félaga hans í júní árið 2012. Var tilefnið ítrekaðar ásakanir á hendur honum um skipulagt kenni­ töluflakk og stórtæk skattsvik á spjall­ svæði Verðvaktarinnar. „Kennitölu­ flakk er ekki ólöglegt. Kennitöluflakk er ekki einu sinni siðlaust,“ skrifaði Friðjón á vefsvæði Verðvaktarinnar til að verjast ásökunum á hendur sér. Fréttastofa RÚV greindi síðan frá meintum brotum Friðjóns í lok des­ ember síðastliðnum. Í samtali við fréttastofu RÚV viðurkenndi Frið­ jón að hann stofnaði ný félög reglu­ lega og greiddi ekki aðflutnings­ gjöld. Það væri gert viljandi í þeim tilgangi að fyrirtæki hans gæti stað­ ið í samkeppni við stærri fyrirtæki á raftækjamarkaði. Hann sagðist hafa rætt við lögmenn sem teldu athæf­ ið ekki ólöglegt – það væri hins vegar mögulega á gráu svæði siðferðilega séð. RÚV greindi hins vegar ekki frá nafni Friðjóns og nefndi heldur ekki fyrirtækið buy.is. Brotin nú til rannsóknar Fullyrðingar Friðjóns um að ekki sé ólöglegt fyrir fyrirtæki að sleppa því að greiða aðflutningsgjöld virðast ekki eiga við rök að styðjast. Samkvæmt heimildum DV eru meint brot Friðjóns í gegnum félagið buy.is nú til skoðun­ ar hjá skattrannsóknarstjóra ríkisins og hjá embætti tollstjórans í Reykjavík. Bryndís Kristjánsdóttir skatt­ rannsóknarstjóri sagðist í viðtali við DV ekki geta tjáð sig um einstök mál sem væru til rannsóknar en staðfesti að embættinu væri kunnugt um það mál sem DV spurðist fyrir um. Ekki náðist í embætti tollstjórans í Reykja­ vík við vinnslu fréttarinnar. Á félag í Hong Kong Fyrirtækið China 4You Limited sem einnig er í eigu Friðjóns er talið stunda brot á gjaldeyrislögum. Á heimasíðu buy.is kemur fram að ef óskað er eftir því að greiða fyrir vörur með svokölluðu PayPal þá fari greiðslan til fyrirtækisins China 4You Limited. Það félag er skráð í Hong Kong og samkvæmt gögnum sem DV hefur undir höndum er Friðjón skráður eigandi þess. Þess skal einnig getið að sam­ kvæmt gögnum úr fyrirtækja­ skrá framkvæmdi sýslumaðurinn í Reykjavík árangurlaust fjárnám á hendur Friðjóni árið 2010 og er íbúð sem hann er búsettur í skráður á eigin konu hans samkvæmt kaup­ mála þeirra á milli. Samkeppnisaðilar óánægðir Samkvæmt heimildum DV hafa selj­ endur á tölvum og raftækjum hér­ lendis lengi verið ósáttir við starfs­ aðferðir Friðjóns. „Auðvelt að bjóða svona verð þegar þú skiptir um kennitölu á hverju ári,“ sagði Sig­ urður Þór Helgason, eigandi fyrir­ tækisins Frameworks sem rekur verslunina iphone.is, á spjallsvæði Verðvaktarinnar en hann stofnaði umræðuþráð um meint brot Frið­ jóns. Verslunin buy.is er samkvæmt skráningu á vefnum rekin af fyrir­ tækinu 1949 ehf. Sjálfur er Friðjón skráður eigandi lénsins. Í rekstr­ arsögu Friðjóns kemur fram að frá 2008 hafa fimm fyrirtæki í hans eigu farið í þrot eins og sjá má í töflu með fréttinni. Síðast fyrirtækið 1992 ehf. sem kom að rekstri buy.is Ekki náðist í Friðjón við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar til­ raunir. Hið sama átti við þegar DV fjallaði um málefni buy.is í júní 2012 þar sem óskað var eftir við­ brögðum hans. „Það er að mínu mati síðasta úrræðið að skipta um kennitölu en á meðan það er lög­ legt að gera slíkt, þá sé ég ekkert athugavert við það, svo fremi sem það skaðar engan annan. Ég skipti um kennitölu til þess að tryggja að ábyrgðarþjónusta haldist og buy. is lifi,“ var meðal þess sem hann skrifaði á vefsvæði Verðvaktarinn­ ar til þess að réttlæta gjörðir sínar. „Ég heiti Friðjón, ég er kennitölu­ flakkari, þunglyndissjúklingur, fað­ ir, góður maður og á og rek buy.is,“ bætti hann við. n BUY.IS GRUNAÐ UM STÓRFELLD BROT n Eigandi buy.is í kennitöluflakki til að losna undan aðflutningsgjöldum Skipulagt kennitöluflakk Friðjón Björgvin Gunnarsson, eigandi netverslunarinnar buy. is, viðurkennir að stunda skipulagt kennitöluflakk og greiðir ekki aðflutningsgjöld til þess að geta staðið í samkeppni. „Kenni- töluflakk er ekki ólöglegt. Kennitöluflakk er ekki einu sinni siðlaust. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Félög tengd Friðjóni ✘ Starfandi ✔ Gjaldþrota Félög tengd Friðjóni Kennitala ✘ 1680 ehf. 510912-0550 ✘ 1690 ehf. 450712-0430 ✘ 1720 ehf. 520312-0560 ✘ 1820 ehf. 510512-1890 ✘ 1920 ehf. 560112-1140 ✘ 1949 ehf. 560112-1060 ✔ 1990 ehf. 650609-2120 ✔ 1992 ehf. 680111-0730 ✘ B Import ehf. 670511-1540 ✘ Centurion Group ehf. 451007-0170 ✔ FBG ehf. 420210-1160 ✘ Import ehf. 691111-0240 ✔ Innfl. og ráðgjöf ehf. 470809-0510 ✘ Netverslun ehf. 601100-2820 ✔ Terra ehf. 590711-0550 ✘ Tokina ehf. 461112-2260 ✘ Tölvuverkstæðið ehf. 510512-1540 Lén tengd Friðjóni n buy.is n china4you.com n minningargreinar.is n markadslausnir.is n hundafot.is n jakkafot.is n nuddpottar.is Um buy.is Af heimasíðu buy.is: „Buy.is er net- verslun sem selur vörur af öllu tagi en aðallega raftæki. Leitast er við að bjóða ávallt lægsta verðið á markaðnum og ef það ekki tekst, þá frekar sleppum við því að selja vöruna. Við leitum því að þeim vörum sem aðrir eru að selja mest af og athugum hvort mögulegt sé að selja sömu vöru á lægra verði. Við höfum margra ára reynslu af því að kaupa og selja vörur og verulega góð sambönd, bæði innanlands sem utan.“ Á heimasíðu buy.is segir að fyrirtækið sé alfarið í eigu Friðjóns Björgvins Gunnarssonar og fjölskyldu. Svöng á suðurskautinu n Vilborg Arna á 88. breiddargráðu n Slæmar aðstæður til pólgöngu Í slenski pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir kveðst stríða við hungurtilfinningu þegar hún leggur til atlögu við síðustu kíló­ metrana að lokatakmarki sínu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem aðstandendur hennar sendu frá sér á laugardag. Vilborg lagði á suðurpólinn þann 19. nóvember síðastliðinn og var áætlað að gangan á syðsta punkt jarðar tæki 50 daga. Fyrir­ séð er að gangan muni taka lengri tíma en Vilborg er nú komin yfir á 88. breiddargráðu og á eftir að ganga um 220 kílómetra til að ná á pólinn, eða sem nemur vegalengd­ inni frá Akureyri til Vopnafjarðar. Og enn er á brattann að sækja því hækkunin sem eftir er nemur um 250 metrum. Á laugardag voru 47 göngudagar að baki og miðað við yfirferð Vilborgar síðustu daga má ætla að hún komist á pólinn eft­ ir um það bil viku, eða í kringum næstu helgi. Í tilkynningunni kemur fram að aðstæður til pólgöngu hafi verið slæmar síðustu daga. Mikill kuldi hafi verið á svæðinu og auk þess mjög mikið hvassviðri sem myndað hefur það háa rifskafla að vanir pólfarar segjast vart þekkja annað eins. Vilborg, sem þarf að hylja allt andlit sitt með grímu, er hins vegar hvergi bangin og er staðráðin í að ná markmiði sínu. Hún segir þessar aðstæður þvert á móti vera mikla áskorun fyr­ ir sig og þrátt fyrir að hún sé lítil­ lega kalin á lærum hefur henni aukist þróttur eftir því sem loka­ takmarkið nálgast. Hún segist þó vera sísvöng enda er maturinn sem hún hefur haft meðferðis á þrotum. Líkur eru á að hún þurfi að láta senda sér meiri vistir þar eð göngudagarnir verða væntanlega fleiri en hún gerði ráð fyrir. n Tæp vika eftir Búist er við að Vilborg nái á pólinn í kringum næstu helgi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.