Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2013, Síða 21
Sport 21Mánudagur 7. janúar 2013
F
yrsta spurning: Hvor þessara
tveggja einstaklinga leggur
meira á sig; handknattleiks
maður sem er einn ein
asti hluti verðlaunaliðs
sem telur fjölmarga fyrsta flokks
handknattleiksmenn eða fatlaður
sundmaður sem algjörlega einn
og óstuddur syndir til gulls á
Ólympíuleikum og setur tvívegis
heimsmet í leiðinni?
Önnur spurning: Hvort er merki
legri árangur að vinna gull og
setja heimsmet í sundi fatlaðra á
Ólympíuleikum eða ná í úrslit í spjót
kasti á sömu leikum og enda þar í
ellefta sætinu?
Báðum spurningum var svarað
fyrir um það bil viku þegar Sam
tök íþróttafréttamanna völdu Aron
Pálmarsson, handknattleikskappa
hjá Kiel, íþróttamann ársins. Þeir
settu jafnframt Ásdísi Hjálmsdóttur
spjótkastara, í annað sætið meðan
sundkappinn fatlaði, Jón Margeir
Sverrisson, kom þriðji eins og sjá má
á meðfylgjandi töflu.
Lesendur ósammála
íþróttafréttamönnum
Meira til gamans en nokkurs annars
forvitnaðist DV um það hjá lesend
um sínum áður en tilkynnt var hver
hefði hlotið nafnbótina íþróttamaður
ársins hver þeim fyndist eiga þennan
heiður skilinn. Í þeirra huga lék
enginn vafi á að Jón Margeir,
heimsmethafi í sundi fatlaðra, stæði
upp úr í íþróttum á nýliðnu ári. Þar
fékk Aron Pálmarsson næstflest at
kvæði og Íris Mist Magnúsdóttir fim
leikakona kom þriðja.
Alls greiddu tæplega sjö hundruð
manns atkvæði í þessari vefkönnun
DV sem eins og fyrr sagði var meira
til gamans, ekki hávísindaleg og ber
því að taka með drjúgum skammti
af salti. En munurinn á valinu er
athyglis verður engu að síður.
Epli og appelsínur
Ekki er verið að kasta rýrð á niðurstöðu
íþróttafréttamannanna sem þátt tóku í
valinu og væntanlega allir fylgdu sinni
eigin sannfæringu. Reyndar hafa nú
nokkrir þeirra íþróttafréttamanna sem
þátt tóku opinberað hvernig þeir kusu
og fært rök fyrir. Óumdeilt er einnig að
íþróttafréttamenn hafa lifibrauð sitt af
því að fylgjast með íþróttafólki okkar
og hafa mun betri yfirsýn en þorri al
mennings.
Heldur er ekki verið að gera lítið
úr afrekum Arons Pálmarssonar
sem hampaði nánast öllum titlum
handaboltans með liði sínu Kiel auk
þess að vera orðinn mjög mikilvægur
íslenska landsliðinu í handknattleik
eins og sýndi sig best á Ólympíuleik
unum í sumar. Þá er Aron aðeins 22
ára og ferill hans í raun rétt að hefj
ast. Hann mun koma til greina sem
íþróttamaður ársins næsta áratuginn
ef fram heldur sem horfir.
Engu að síður er athyglisvert
hve mikill munur er á milli lesenda
annars vegar og íþróttafréttamanna
hins vegar. Og hvað sem íþrótta
fréttamenn segja þá er einfaldlega
ekki hægt að bera saman hand
knattleik og einstaklingssund. Það er
í raun eins og að bera saman epli og
appelsínur og það þykir hvergi ýkja
góð latína.
Hver er skilgreiningin á því
„besta“?
Kannski liggur vandinn í því að það
er afar mismunandi hvaða hæfileikar
þurfa að vera til staðar í mismunandi
íþróttagreinum sem þó eru lagð
ar að jöfnu í valinu um íþróttamann
ársins. Lágvaxið fólk mun aldrei
keppa á Ólympíuleikum í stangar
stökki. Skák telst til íþrótta en enginn
skákmaður græðir sérstaklega á
því að vera í góðu líkamlegu formi í
íþrótt sinni. Það þykir jafnvel kostur
í greinum á borð við kringlukast og
kúluvarp að vera í þyngri kantin
um og þybbnir keppendur algengir
í slíkum greinum. Þeir hinir sömu
munu aldrei etja kappi við Usain Bolt
í hundrað metra hlaupi.
Með öðrum orðum; Aron Pálm
arsson hefur verið frábær í íþróttum
frá unga aldri og ekki aðeins hand
knattleik. Hann er náttúrutalent og
á aðeins eftir að verða betri í sinni
grein. En hann leikur handknattleik
sem er liðsíþrótt og í slíku er ekki
hægt að taka einn einasta mann út
fyrir sviga. Hefði Kiel unnið færri titla
hefði Aron ekki leikið með liðinu?
Engan titil? Svari nú hver fyrir sig.
Jón Margeir hins vegar þarf að
treysta hundrað prósent á sjálfan sig.
Hann þarf ekki aðeins að kljást við
miklar hindranir í íþrótt sinni held
ur og andlegar hindranir. Hann getur
ekki beðið um skiptingu í miðju sundi.
Löng og góð hefð
Sigurður Elvar Þórólfsson, formaður
Samtaka íþróttafréttamanna, segir
skiptar skoðanir um valið eðlilegt
mál en bendir á að samtökin hafi val
ið íþróttamann ársins um áratuga
skeið, á það sé komin hefð og því
verði ekki breytt.
„Þeir íþróttamenn sem hafa hlot
ið nafnbótina hafa verið mjög stolt
ir af og margir þeirra sagt að þetta sé
stærsta viðurkenning sem þeir hafi
fengið á ferlinum. Hér áður fyrr voru
nokkrir fjölmiðlar sem sérstaklega
völdu sinn eigin íþróttamann ársins
og fengu aðra niðurstöðu. Svo er vert
að benda á að 24 sérsambönd tóku
til gamans saman sína eigin lista yfir
íþróttafólk ársins og sendu Frétta
blaðinu. Þar er íþróttamaður ársins
reyndar annar en hjá okkur íþrótta
fréttamönnum, Ásdís Hjálmsdóttir,
en af þeim tíu sem þar þykja bera
af voru átta á listanum okkar. Auð
vitað eru alltaf skiptar skoðanir en
að mínu mati átti Aron Pálmarsson
fyllilega skilið að hljóta nafnbótina
nú.“ n
„Að mínu
mati átti
Aron Pálmarsson
fyllilega skilið að
hljóta nafnbótina
Munurinn á vali lesenda
og íþróttafréttamanna
n Jón Margeir íþróttamaður ársins að mati lesenda DV.is n „Alltaf skiptar skoðanir“
Gagnrýnisraddir
héðan og þaðan„ Það er náttúrulega út í hött að halda því fram að
samkeppnin sé minni í íþrótt-
um fatlaðra en ófatlaðra. Sérstaklega
þegar borin er saman keppni í sundi, í
flokki S14 þar sem Jón Margeir keppir,
og jaðarsport eins og handbolti sem er
eingöngu stundaður í litlum hluta af
löndum heims.“„ Aron frábær handboltamað-ur átti titilinn skilið, en spurn-
ing að fara að hafa þetta
Íþróttamaður og Íþróttakona ársins,
því karlmaður hefur bara aðeins verið
kosinn 53 sinnum í kjörinu en kvenmaður
aðeins 3svar.“„ Þetta er bara skrípaleikur sýnir bara annað og þriðja
sætið. Kona sem átti eitt
gott kast endar í ellefta sæti fær annað
sætið í valinu en maður sem vinnur gull
á ólympíuleikum og setur heimsmet
endar þriðji.“
Úrslitin
Úrslitin í kjöri Íþróttamanns ársins
2012. Íþróttafréttamenn kusu.
1 Aron Pálmarsson Handknattleikur
2 Ásdís Hjálmsdóttir Spjótkast
3 Jón Margeir Sverrisson Íþróttir fatlaðra
4 Gylfi Sigurðsson Knattspyrna
5 Þóra B. Helgadóttir Knattspyrna
Val lesenda
Val lesenda DV.is á íþróttamanni
ársins 2012.
1 Jón Margeir Sverrisson Íþróttir fatlaðra
2 Aron Pálmarsson Handknattleikur
3 Íris Mist Magnúsdóttir Fimleikar
4 Ásdís Hjálmsdóttir Spjótkast
5 Þóra B. Helgadóttir Knattspyrna
Albert Örn Eyþórsson
blaðamaður skrifar ritstjorn@dv.is