Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2013, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2013, Síða 22
22 Menning 7. janúar 2013 Mánudagur S annleikurinn er sagna bestur stendur ein- hvers staðar. Margir hafa mótmælt að það eigi alltaf við, til dæmis foreldrar sem í gegnum aldirnar hafa auðvitað fengið ýmsar erfiðar spurningar frá afkvæmum sínum, spurningar sem hyggjuvit hinna eldri hefur leitt þá til að svara með ósannindum sem þeir réttlæta með því að kalla lyg- ina hvíta. Einstæða móðirin sem er aðalpersóna skáldsögunnar Hvít- feld – Fjölskyldusaga lifir ekki beint í samræmi við þessi þekktu orð um sannleikann. Jenna Hvítfeld kúvendir lífi sínu um tvítugt eftir það sem virðist hafa verið farsæl æsku- og unglingsár – hún var fimleikastjarna, afbragðs- nemandi, með útlitið með sér og foreldrarnir efnaðir – en eftir að hafa fengið inngöngu í eðlisfræðinám í bandarískum háskóla hættir hún fljótlega í skólanum, fer að búa með manni af góðum ættum og kveðst tilbúin að gerast vel stæð amerísk dama í vernduðu hverfi, móðir og eiginkona. Eðlisfræðiáhuginn var bara Trójuhestur, markmiðið var að yfirgefa ættingjana fyrir fullt og allt, en í samtali við þá og fjölmiðla lýgur hún óstjórnlega um merkar vís- indauppgötvanir sínar, fyrirhugaðar geimferðir, fyrirsætustörf og ástalíf með stórstjörnum. En í kjölfar and- láts systur sinnar fer Jenna aftur til fósturjarðarinnar ásamt dótturinni Jackie og neyðist þá til að horfast í augu við fortíðina. (Þeir sem ekki hafa lesið Hvít- feld en ætla að gera það ættu ekki að lesa þessa efnisgrein.) Því miður gerði ég þau mistök að lesa umfjöll- un um bókina í einum fjölmiðli áður en lestur hófst þar sem fram kom þetta með stóru lygar Jennu; að allt í einu uppljóstri hún – og það oftar en einu sinni – að nánast allt sem á undan var sagt, á tugum blaðsíðna, væri lygi. Finnst mér það skemma mikið fyrir lesanda ef hann veit þetta um söguna, má kannski líkja því við það ef básúnað hefði verið í fjölmiðlum áður en bíómyndin The Crying Game var frumsýnd að aðal- kvenpersónan væri í raun piltur sem áhorfendur komast að þegar nokk- uð er liðið á myndina. Hefði ég ekki vitað þetta fyrirfram um sögu Krist- ínar hefði lestrarupplifunin vafa- laust verið sterkari. Mikið er um spegla í sögunni, persónur horfa í þá og meðhöndla með neikvæðum formerkjum, sem er ekki að undra því einstaklingar sem ljúga eiga væntanlega flestir að minnsta kosti erfiðara með horfast í augu við sig en þeir sem hafa hreina samvisku. Samkvæmt skáldskapar- fræðum getur það sem speglast í skáldverki táknað eitthvað sem ekki verður höndlað; persónurnar í Hvítfeld höndla margar hverjar ekki sjálfa sig, ná ekki utan um neitt sem kallast gæti heilbrigð sjálfsmynd og ná þar með ekki almennilegum tökum á lífi sínu ef það er yfirleitt hægt, en virðast telja sig geta það frekar með lygum. Á hinn bóginn má segja að mannleg samskipti séu svo menguð af ósannindum að við erum hætt að taka eftir því þegar við bregðum þeim fyrir okkur – „Hvað segirðu gott?“ „Bara fínt,“ svarar sá sem kannski grét í koddann klukku- stund áður yfir tilhugsuninni um daginn framundan. Speglun Jennu í Britney Spears kemur líka afar vel út í sögunni, stjörnu sem lífið hrynur hjá þegar hún kiknar undan þeim ósanna heimi sem henni var skap- aður í von um frægð og frama. Kristín Eiríksdóttir hafði talsvert látið að sér kveða í ljóðlistinni þegar hún sendi frá sér smásagnasafnið Doris deyr fyrir ríflega tveimur árum. Þar sást hversu ofboðslega hæfileikaríkur rithöfundur hún er, eftirminnilegast finnst mér hvað hún sýndi þar næma tilfinningu fyrir mannlegum samskiptum með þeim vandræðagangi og innihalds- rýrð sem þeim geta fylgt. Sama er uppi á teningnum í Hvítfeld sem er veigamikill þáttur í hinni all- góðu persónusköpun sögunnar, sérstaklega í tilviki Jennu. Sam- skipti hennar við Jackie sátu líka í mér að lestri loknum, hvernig hún fær dóttur sína til að hylma yfir með sér í hluta ósannsöglinnar, en í fljótu bragði man ég ekki eftir því að hún ljúgi beint að henni. Það kveikir einhverja von um að lyga- mynstur fjölskyldunnar sé á undan- haldi þótt ósk foreldris um að barn sitt komi ekki upp um hinn full- orðna geti vart haft góð áhrif á af- kvæmið. En hvernig endalokin eru framsett skapar von um betri fram- tíð mægðnanna, auk innrömmun sögunnar með Jackie að leika sér og teikna broskall í fyrstu og síðustu málsgreinum hennar. Þessi fyrsta skáldsaga Kristínar lofar feikilega góðu. Engu er því logið þegar fullyrt er að höfundur- inn hefur með sínum fyrstu tveimur prósaverkum skipað sér í röð þeirra rithöfunda hér á landi sem mest spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni. Milljónir í styrki til kvenna Það verður blómlegt menningarlíf- ið en Menningarsjóður Hlað- varpans úthlutaði tæplega 12 millj- ónum króna til menningarmála kvenna í ár. Úthlutunin fór fram í Iðnó þann 3. janúar. Í þessari sjöttu úthlutun úr sjóðnum voru veittir 24 styrkir. Brúður Krists Hæsta styrkinn hlutu þær Rakel Garðarsdóttir og Ágústa M. Ólafs- dóttir fyrir verkefni sitt Brúður Krists, heimildarmynd um líf og hugarheim stúlkna sem loka sig ævilangt bak við rimla Karmelk- laustursins. Skrifar ljóð byggð á morði Gerður Kristný var á meðal þeirra sem hlutu styrk og er með í smíð- um ljóðabálk byggðan á raunveru- legum atburðum um konu sem er myrt á hroðalegan hátt af sambýl- ismanni sínum. Pörupiltar fræða um kynlíf Kvenfélagið Garpur fékk styrk til að framkvæma verkefni sitt Blómin og býflugurnar! – leiksýningu og uppi- stand um kynlíf og kynheilbrigði ætlað framhaldsskólanemum. Pörupiltarnir Dóri Maack, Nonni Bö og Hermann Gunnarsson fræða og skemmta en þeir pörupiltar eru leiknir af Sólveigu Guðmunds- dóttur, Alexíu Björgu Jóhannes- dóttur og Maríu Pálsdóttur. Engu logið Engu er því logið þegar fullyrt er að höfundur- inn hefur með sínum fyrstu tveimur prósaverkum skipað sér í röð þeirra rithöfunda hér á landi sem mest spennandi verður að fylgjast með í framtíðinni. Hvítfeld – Fjölskyldusaga Höfundur: Kristín Eiríksdóttir Útgefandi: JPV 295 blaðsíður Kristján Hrafn Guðmundsson Bækur Hvítar lygar og svartar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.