Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2013, Blaðsíða 8
Sjálfstæðismenn
töluðu langmest
n Höfðu orðið í 42 prósentum tilvika n Vinstri-grænir töluðu lítið
E
inar Kristinn Guðfinnsson
er sá þingmaður sem talaði
lengst á nýafstöðnu þingi.
Hann talaði í samtals í tæpa
fjórtán klukkutíma, eða sam-
tals 838 mínútur. Hann er einn þriggja
þingmanna sem talaði í meira en 800
mínútur úr ræðustóli á Alþingi en
hinir eru Vigdís Hauksdóttir, 815 mín-
útur, og Pétur H. Blöndal, 808 mín-
útur. Tölurnar ná bæði yfir ræður og
athugasemdir sem þingmennirnir
hafa flutt. Ræðutími þingmanna ríkis-
stjórnarmeirihlutans var miklu styttri
en þeirra sem töluðu mest.
Vinstri-grænir hljóðlátir
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðherra, er
sá þingmaður stjórnarmeirihlutans
sem talað hefur mest. Hann talaði
samtals í rúmar sjö klukkustundir,
eða 437 mínútur. Steingrímur er eini
stjórnarþingmaðurinn, og þar með
eini ráðherrann, sem kemst á topp
tíu listann yfir þá sem töluðu mest.
Athygli vekur að fyrsti samfylkingar-
maðurinn á listanum er Guðbjartur
Hannesson velferðarráðherra en
hann talaði í 245 mínútur. Hann situr
í 25. sæti listans samkvæmt yfirlitinu.
Jóhanna Sigurðardóttir er í 26. sæti
listans eftir að hafa talað í samtals
221 mínútu á þinginu.
Ef litið er á heildarhlutfall þing-
manna og varaþingmanna Samfylk-
ingarinnar kemur í ljós að flokks-
menn töluðu þó aðeins lengur en
samstarfsmenn sínir í Vinstri-græn-
um. Samfylkingin talaði í 17,2 pró-
sent af heildartíma sem eytt var í
ræðustóli. Vinstri-grænir töluðu í
15,1 prósent af tímanum.
Sjálfstæðismenn bera af
Enginn flokkur kemst með tærnar
þar sem Sjálfstæðismenn hafa hæl-
ana þegar kemur að því að tala úr
ræðustóli. Þingmenn og varaþing-
menn flokksins töluðu í 42,4 pró-
sent af þeim tíma sem samtals var
eytt í ræðustóli þingsins. Það er
hærra hlutfall en hjá þingmönn-
um bæði Samfylkingar og Vinstri-
grænna, sem samtals töluðu í 32,3
prósent af heildartímanum. Þá töl-
uðu sjálfstæðismenn meira en tvö-
falt meira en félagar þeirra í Fram-
sóknarflokknum gerðu. Þingmenn
og varaþingmenn Framsóknar töl-
uðu í samtals 19 prósent af heildar-
tíma í ræðustóli þingsins.
Sé litið á heildina kemur í ljós að
samtals voru fluttar 6.015 ræður og
athugasemdir. Flutningur þeirra tók
samtals vel rúmar 210 klukkustundir,
eða samtals 12.628 mínútur. Hefði
þingtímanum verið þjappað saman
í einn samfelldan ræðutíma hefði
ræðan staðið í tæpa níu sólarhringa,
án þess að nokkuð hlé væri gert. Inn
í yfirlitinu er ein níu mínútna ræða
Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Ís-
lands, þar sem yfirlitið nær yfir allan
þann tíma sem einhver stóð í ræðu-
stóli í þingsalnum og talaði. Yfirlitið
nær ekki yfir umræður á nefndar-
fundum en þar fer einn af stærstu
hlutum starfs þingmanna fram. n
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
2.551 þingræða var flutt.
3.461 athugasemd var flutt.
12.628 mínútur tók að flytja allar
ræðurnar.
5.404 mínútur tók að flytja allar
athugasemdirnar.
Málglaðir
þingmenn
Einar Kristinn Guð-
finnsson, þing-
maður Sjálfstæðis-
flokksins, talaði í 838
mínútur.
Vigdís Hauksdóttir,
þingkona Framsókn-
ar, talaði í 815 mín-
útur.
Steingrímur J. Sig-
fússon, ráðherra
Vinstri-grænna,
talaði 437 mínútur.
Þór Saari, þingmaður
Hreyfingarinnar,
talaði í 371 mínútu.
Mörður Árnason,
þingmaður Samfylk-
ingarinnar, talaði í
297 mínútur.
Ein ræða frá
forsetanum Inn í
samantektinni á vef
Alþingis er ein ræða frá
forseta Íslands, Ólafi
Ragnari Grímssyni,
upp á níu mínútur.
Mynd Eyþór ÁrnaSon
8 Fréttir 7. janúar 2013 Mánudagur
Hóflegar verðhækkanir
n Íbúðamarkaðurinn hélt áfram að braggast árið 2012
B
úast má við hóflegum verð-
hækkunum á fasteignamarkaði
á næstu misserum að mati
Greiningar Íslandsbanka. Í
Morgunkorni Greiningar sem birt
var á vef Íslandsbanka á föstudag
kemur fram að íbúðamarkaðurinn
hafi haldið áfram að braggast á síð-
asta ári. Þó hafi heldur hægt á aukn-
ingu í veltu og verðhækkunum mið-
að við árið á undan. Veltan á landinu
jókst um tæp 20 prósent en á sama
tíma hækkaði íbúðaverð á landinu
öllu um 4,6 prósent að nafnvirði. Árið
2011 hækkaði íbúðaverð að nafnvirði
um átta prósent og jókst veltan það
ár um 45 prósent.
„Þessi þróun þarf svo sem ekki að
koma á óvart þegar haft er í huga að
íbúðamarkaðurinn var á árinu 2011
að koma upp úr djúpri lægð í kjölfar
hrunsins og var viðsnúningurinn sem
hófst á íbúðamarkaði í lok árs 2010
nokkuð hraður. Nú hefur hins vegar
hægt á þessu ferli og búast má við
hóflegum verðhækkunum á íbúða-
markaði á næstu misserum. Við telj-
um einnig að hér séu að verki sömu
kraftar og verið hafa að draga úr vexti
einkaneyslu undanfarið þ.e. hægari
vöxtur kaupmáttar launa en sterkt
samhengi hefur verið í gegnum tíð-
ina á milli kaupmáttar og íbúða-
verðs. Kaupmáttur launa hefur hækk-
að um 0,4 prósent síðustu 12 mánuði
og hefur hækkunartakturinn komið
niður hratt en í vor hafði kaupmáttur
launa hækkað um 5 prósent síðustu
12 mánuði þar á undan,“ segir í um-
fjöllun Greiningar.
7.600 kaupsamningar um íbúða-
húsnæði voru gerðir á öllu landinu
á síðasta ári en til samanburðar
voru gerðir 6.600 kaupsamningar
árið 2011. Heildarviðskipti með
fasteignir árið 2012 námu 205 millj-
örðum króna en 172 milljörðum
króna árið 2011.
66 fyrirtæki
gjaldþrota
Sextíu og sex fyrirtæki voru tek-
in til gjaldþrotaskipta í nóvember
síðastliðnum. Þetta kemur fram í
tölum sem Hagstofa Íslands birti
á föstudag. Flest gjaldþrot voru í
flokknum heild- og smásöluverslun
og í flokknum viðgerðir á vélknún-
um ökutækjum. Á vef Hagstofunnar
kemur fram að á fyrstu ellefu
mánuðum ársins hafi heildarfjöldi
gjaldþrota verið 977. Þetta er rúm-
lega 32 prósenta fækkun frá sama
tíma árið 2011 þegar 1.441 fyrirtæki
var tekið til gjaldþrotaskipta fyrstu
ellefu mánuði ársins. Flest gjaldþrot
það sem af er ári eru hjá fyrirtækj-
um í flokknum byggingastarfsemi
og mannvirkjagerð, eða 198 talsins.
Nýskráningum
fækkaði lítillega
Hundrað þrjátíu og tvö ný einka-
hlutafélög voru skráð í nóvember,
samkvæmt tölum sem Hagstofan
birti á föstudag. Þetta er lítilsháttar
fækkun frá sama mánuði árið 2011
en þá voru hundrað sextíu og fimm
ný einkahlutafélög skráð. Þrátt fyrir
þessa fækkun í nóvember fjölgaði
nýskráningum fyrstu ellefu mánuði
ársins 2012 miðað við sama tímabil
árið 2011. Fyrstu ellefu mánuði
nýliðins árs var fjöldi nýskráninga
1.605 en árið 2011 var fjöldinn
1.563. Jafngildir þetta aukningu
upp á tæplega þrjú prósent.
Vill fund vegna
nauðasamninga
Guðlaugur Þór Þórðarson og Pétur
Blöndal, fulltrúar Sjálfstæðisflokks
í efnahags- og viðskiptanefnd Al-
þingis, hafa farið fram á að nefndin
fundi um stöðu nauðasamninga
föllnu bankanna. „Því miður tókst
nefndinni ekki að klára að fara yfir
málið á síðustu dögum þingsins
en það er skilningur okkar að ekki
verður gengið frá samningunum af
hálfu Seðlabankans að svo stöddu.
Að öllu óbreyttu mun meginhluti
erlends gjaldeyrisvaraforðasjóðs
landsmanna verða greiddur út ef
af nauðasamningum verður. Gjald-
eyrisvaraforðasjóðs sem að stærst-
um hluta er fjármagnaður af lánum
með ríkisábyrgð,“ segir Guðlaugur í
erindi til Helga Hjörvars, formanns
nefndarinnar.
Í erindinu segir Guðlaugur að
auðveldara verði fyrir kröfuhafa
bankanna að fara á svig við gjald-
eyrishöftin eftir að þeir eru komnir
með eignarhald á bönkunum.
„Seðlabankinn hefur úrslitavald í
þessu máli en það er nauðsynlegt
að efnahags- og viðskiptanefnd
þingsins sinni laga- og eftirlitshlut-
verki sínu í þessu gríðarlega stóra
máli. Ef gerð verða mistök, verða
þau ekki aftur tekin og munu birt-
ast í mjög alvarlegum afleiðingum
fyrir íslensk heimili.“
Fasteignamarkaður Greining Íslandsbanka reiknar með að fasteignaverð haldi áfram að hækka.