Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 7. janúar 2013 Mánudagur Tvíbrotnaði og fór úr lið eftir hálkuslys n Gagnrýnir sinnuleysi við hálkuvarnir n Ung dóttir hennar meiddist á höfði Þ að var alveg skuggalegt hvernig aðkoman var á bílaplaninu,“ segir Aníta Runólfsdóttir sem snéri sig illa á ökkla á sunnudaginn 30. desember í mikilli hálku, með þeim afleiðingum að hún tvífót­ brotnaði og fór úr lið. Hún hélt á eins árs dóttur sinni þegar slysið varð. Aníta er einstæð móðir sem býr á stúdentagörðunum í Grafarholti en þar var hvorki búið að salta né sanda þegar hún datt, og ekkert hafði verið aðhafst í málinu næsta fimmtudag á eftir, þann 3. janúar. Slysið varð á á bílaplaninu fyrir utan stúdenta­ garðana, sem er hluti af einkalóð og því sér borgin ekki um mokstur og hálkuvarnir þar. Reykjavíkurborg býður þó upp á salt og sand á fjórum sértilgerðum hverfisstöðvum. Barnið skall með höfuðið í jörðina „Ég var að taka stelpuna mína úr barnastólnum,“ segir Aníta um at­ vikið – í kjölfarið snéri hún sig illa á ökkla þegar hún var við það að missa dóttur sína sem er eins árs. „Ég rétt svo greip hana, en hún skall aðeins með höfuðið á jörðina, það blæddi úr höfðinu á henni,“ segir Aníta. Kallaðir voru til lögreglubílar og sjúkrabíll en það er til marks um hálkuna að tveir lögregluþjónar sem mættu á vettvang runnu einnig til og duttu í hálkunni. „Þetta var hrika­ leg aðkoma. Það komu tveir lög­ reglubílar að mér og tveir af lög­ reglumönnunum duttu líka. Þetta er ekki boðlegt. Maður kemst ekki einu sinni út í búð án þess að detta á hausinn.“ Aníta fór á slysadeild en þar kom í ljós að hún var tvíbrotin og hafði far­ ið úr lið. Hún kveðst hafa verið í losti síðan slysið varð: „Maður er búinn að vera í líkamlegu áfalli eftir þetta.“ „Viðbrögðin eru ekki nein“ „Það er búið að senda margar til­ kynningar um að það þurfi að moka, en ekkert gerist,“ segir Aníta en hún hefur haft samband við Byggingafé­ lag námsmanna vegna málsins og fékk að eigin sögn dræmar viðtökur. „Viðbrögðin frá Byggingafélaginu eru ekki nein. Ég er búin að tala við nágranna mína í sambandi við þetta og það hafa fleiri sent þeim boð um að það þyrfti að moka. Einn bauðst til þess að moka fyrir þá – en þeir vildu það ekki.“ Framkvæmdastjóri Bygginga­ félags námsmanna, Böðvar Jónsson, harmar mjög slysið í viðtali við DV og segir sérstaka vaktmenn fylgjast með aðstæðum við stúdentagarða félagsins. Allir gangstígar séu reglu­ lega sandbornir eða saltaðir og bíla­ stæði eftir því sem þörf sé á. Það sé þó eðli málsins samkvæmt erfitt að halda öllu íslausu í því árferði sem verið hefur að undanförnu. Böðvar segir þó ekki rétt að send­ ar hafi verið margar tilkynningar um að moka þyrfti og sanda. Þvert á móti hafi engin skeyti eða símtöl borist fyrr en eftir að slysið átti sér stað. „Skrifstofan okkar var lokuð á milli jóla og nýárs og því ekki hægt að ná í okkur símleiðis þann tíma. Sömuleiðis hafði enginn reynt að hafa samband við vaktmenn á svæðinu fyrr en þann þriðja janúar og þá strax skoðuðum við málið. En okkur þykir þetta afskaplega leiðin­ legt.“ Hætta í hálkunni Nokkuð var um meiðsl vegna hálk­ unnar fyrir helgi og um helgina, en til að mynda var lögreglan á höf­ uðborgarsvæðinu kölluð til þrisvar sinnum á tuttugu mínútna tímabili á fimmtudeginum, vegna fólks sem hafði slasast í hálkunni. Í tveimur tilvikum höfðu kon­ ur fallið, ein var talin fótbrotin en hin meiddist á öxl. Í því þriðja hafði fjögurra ára stúlkubarn orðið fyrir meiðslum. Þann sama dag, upp úr klukkan 13, hafði bifreið oltið vegna hálkunnar á Krísuvíkurvegi. Hverfis­ stöðvar Reykjavíkurborgar afgreiddu yfir 100 tonn af salti og sandi þann daginn. n Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is Hætt komin Aníta Runólfsdóttir tvíbrotnaði á ökkla og fór úr lið á hættulegum hálkubletti við stúdentagarðana í Grafarholti. Hún hélt á eins árs dóttur sinni, sem skall í jörðina og blóðgaðist á höfði. Mynd Sigtryggur Ari Neitaði að koma niður Lögreglan á Ísafirði var kölluð út um miðnætti á laugardagskvöld vegna karlmanns sem klifrað hafði upp á þak húss á Ísafirði. Frá þessu greindi héraðsfrétta­ miðillinn Vestur.is og hafði eftir sjónarvottum að maðurinn hefði sjálfur klifrað upp á þak og neitað að koma niður. Lög­ regla reyndi hvað hún gat að fá manninn til að koma sjálfviljug­ ur niður en hann neitaði því og sat sem fastast á þaki hússins. Var því gripið til þess ráðs að kalla eftir aðstoð slökkviliðs Ísa­ fjarðar sem kom á vettvang með körfubíl. Maðurinn féllst loks á að koma niður með aðstoð körfubílsins. Ekki er vitað hvað manninum gekk til en hann var fluttur á brott í sjúkrabíl, sam­ kvæmt frétt Vestur.is. Braust inn í Borgarholtsskóla Brotist var inn í Borgarholtsskóla í Grafarvogi að­ faranótt sunnu­ dag að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Inn­ brotsþjófurinn, sem er tvítugur, náðist á hlaupum. Til­ kynning um innbrotið barst lög­ reglunni á höfuðborgarsvæðinu um þrjú leytið. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að innbrots­ þjófurinn hafi verið undir áhrifum fíkniefna og á honum hafi fundist fíkniefni. Líkt og tíðkast í tilfell­ um sem þessum var maðurinn vistaður í fangaklefa og var hann yfirheyrður á sunnudag þegar af honum var runnið. Ekki er talið að honum hafi tekist að stela neinu úr skólanum. Björn Valur gíslason: Stendur við orð sín um forsetann „Það er nú ekki eins og þetta ákveðna orð sé nú ýkja sterkt eða merkilegt. En ég sé ekkert athuga­ vert við að skrifa það sem mér finnst,“ segir Björn Valur Gísla­ son, þingmaður Vinstri­grænna, sem kallaði forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, forsetabjánann í bloggpistli á laugardag. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þingmaðurinn lætur niðrandi orð falla um Ólaf. Það gerði hann einnig fyrir ári í ræðustól Alþingis þar sem hann talaði um forseta­ ræfilinn og var ávíttur fyrir af for­ seta Alþingis. Í samtali við DV.is vegna máls­ ins undrast Björn hversu mikinn áhuga fréttastofa RÚV sýndi þessu orðbragði en minntist að sama skapi ekki orði á innihald pistils­ ins sem um ræðir. RÚV sá ástæðu til að fjalla sérstaklega um orð­ bragð þingmannsins í kvöldfrétt­ um sínum á laugardag en í pistl­ inum segir Björn forsetabjánann njóta stuðnings og aðdáunar sjálf­ stæðismanna við að auka völd sín á kostnað Alþingis. Þ ví kæru vinir bið ég um hjálp, mig vantar þrýsting, mig vantar þrýsting á ríkis­ stjórn Íslands.“ Þetta skrif­ ar Guðmundur Skúli Hall­ dórsson á bloggsíðu sína í pistli sem fengið hefur töluverða dreifingu á vefnum. Guðmundur Skúli greindist nýlega með Fabry­sjúkdóminn en hann hefur engin svör fengið um það hvort eða hvenær hann fái nauðsyn­ leg lyf eða ekki. „Við greiningu ráðleggja lækn­ ar að lyfjameðferð sé hafin án tafar, nú er vel liðið á annan mánuð síðan við bræðurnir fengum okkar grein­ ingu og við höfum engin svör fengið um það hvort eða hvenær við fáum þessi lyf, nú bíðum við ákvörðunar frá ríkis stjórn Íslands.“ Móðir Guðmundar Skúla lést í lok síðasta árs úr sama sjúkdómi eftir hetjulega baráttu. „Þessi sjúk­ dómur dró hana til dauða. Við fjöl­ skyldan jarðsettum móður mína laugardaginn 5. janúar, þar með var þeirri baráttu okkar fjölskyldunn­ ar með móður minni lokið,“ segir Guðmundur Skúli. „1. október fékk móðir mín Guðrún Samúelsdóttir blóðtappa í höfuðið þar sem við vorum stödd í fríi á Tenerife, áður en yfir lauk hafði hún fengið fimm blóðtappa, hún háði hetjulega bar­ áttu í þrjá mánuð áður en yfir lauk. Hún var hetja.“ Hann segir lækni þeirra hafa sagt að líklega yrði þeim ekki neit­ að um lyf sé tekið mið af fordæm­ um hér á landi. „En þetta er spurn­ ing um tíma, hjá mér eru byrjaðar skemmdir í æð í höfði, sams kon­ ar skemmdir og drógu móður mína til dauða, bróðir minn er á stans­ lausri lyfjagjöf við verkjum. Við höfum ekki tíma. Þetta eru dýr lyf en okkur og öðrum lífsnauðsynleg.“ Guðmundur Skúli biðlar í kjölfarið til allra að þrýsta á íslensk stjórn­ völd um að fá honum lyfin fyrr en seinna. n Fær ekki lyf við banvænum sjúkdómi n „Mig vantar þrýsting á ríkisstjórn Íslands“ Biðlar til stjórnvalda Guðmundur Skúli Halldórsson og bróðir hans greindust nýlega með svonefndan Fabry-sjúkdóm. Móðir þeirra lést úr sjúkdómnum á dögunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.