Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2013, Blaðsíða 12
Ö ll þjóðin krefst þess að þessi skrímsli verði hengd. Ég er sammála þeim.“ Þetta segir faðir 23 ára konu sem var fórnarlamb hrottalegrar nauðgunar í strætisvagni þann 16. desember í Nýju-Delí á Indlandi. Nauðgunin og árásin sem konan varð fyrir var svo hrottafengin að hún lést af sárum sínum í Singapúr 12 dögum síðar, þann 28. desem- ber. Málið hefur vakið mikla reiði á Indlandi og er það almenn skoðun fólks á Indlandi að ekki sé nógu hart tekið á ofbeldi gegn konum og jafnvel sé horft framhjá því. Árásarmennirnir voru sex en fimm þeirra voru ákærðir á fimmtu- dag og bíða þeir nú dóms. Verði þeir fundnir sekir geta þeir fengið dauðadóm. Kölluð „hin hugrakka“ Unga konan hefur verið kölluð „hin hugrakka“ í indverskum fjölmiðl- um. Samkvæmt indverskum lög- um varðar það tveggja ára fangelsi að nafngreina fórnarlömb kynferð- isofbeldis og þess vegna hefur nafn hennar ekki verið gert opinbert. Af sömu ástæðu hefur ekki heldur ver- ið birt mynd af henni. Konan unga var frá þorpinu Mandwara Kalan í Uttar Pradesh-héraði á Indlandi og þar ávarpaði faðir hennar fjölmiðla- menn sem vildu ná af honum tali. Greint hefur verið frá því að einn eða tveir ofbeldismannanna hafi verið undir 18 ára aldri og því ekki sakhæfir. Faðir stúlkunnar sagð- ist krefjast þess að breytingar yrðu gerðar á lögum þannig að heimilt yrði að dæma til dauða einstaklinga undir 18 ára aldri. Vildi bara hjálpa Í ávarpi sínu talaði faðirinn hlýlega um dóttur sína og sagði hana ávallt hafa verið reiðubúna til að hjálpa öðr- um. Hún stundaði nám í sjúkraþjálf- un í Nýju-Delí og sagði faðir hennar að hún hefði heitið því að leggja sitt af mörkum til að bæta lífskjör íbúa í heimaþorpi sínu. „Hún sagði: Pabbi, í þorpinu er allt mjög vanþróað. Ef ég verð læknir einn daginn þá verð- ur mitt fyrsta verkefni að bæta kjör íbúanna hér.“ Mál ungu konunnar virðist hafa ýtt undir ákveðna vitundarvakningu í þessu næstfjölmennasta ríki heims. Í umfjöllun Reuters-fréttastofunnar kemur fram að kynferðisglæpir séu tilkynntir á að meðaltali tuttugu mín- útna fresti á Indlandi. Mikil mótmæli hafa sprottið upp og á fjöldasamkom- um er ungt fólk oftar en ekki í for- grunni. Þessi mótmæli virðast hafa komið einhverri hreyfingu á indversk stjórn- völd því nú þegar hafa verið skipað- ar tvær sjálfstæðar nefndir sem hafa það hlutverk að finna leiðir til að bæta öryggi indverskra kvenna. Önn- ur nefndanna, sem meðal annars er skipuð fyrrverandi hæstaréttar- dómurum, hafði fyrir helgi fengið sautján þúsund uppástungur frá al- menningi um það sem betur mætti fara. Nefndinni er ætlað að skila fyrstu niðurstöðum sínum fyrir lok mánaðarins. Hengingar sjaldgæfar Alls er óvíst hvaða refsing bíður hrottanna sem nú hafa verið ákærð- ir. Margir eru þeirrar skoðunar að þeir eigi að hljóta grimm örlög og vera hengdir. Hengingar eru lög- legar í Indlandi en þeim er beitt afar sjaldan. Þeirri refsingu var síðast beitt í nóvember síðastliðnum þegar uppreisnarmaðurinn Mo- hammed Ajmal Kasab var tekinn af lífi. Hann var einn þeirra sem gerðu hryðjuverkaárás á hótel í Mumbaí árið 2008. Áður en þeim dómi var framfylgt höfðu átta ár liðið frá síð- ustu aftöku með hengingu. Vildu kenna henni „lexíu“ Lögregluyfirvöld í Nýju-Delí hafa upplýst að mennirnir hafi játað að hafa nauðgað ungu konunni og beitt hana hryllilegu ofbeldi. Sam- kvæmt upplýsingafulltrúa lögreglu vildu þeir „kenna henni lexíu“. Hún er sögð hafa barist hetjulega gegn þeim og bitið þrjá af þeim. Þegar mennirnir höfðu hent henni út úr strætisvagninum reyndi ökumaður- inn að aka yfir hana en maður sem var með henni í för og varð einnig fyrir ofbeldi náði að draga hana frá vagninum á síðustu stundu. Málið gegn mönnunum er viðamikið og hefur lögregla útbúið þúsund blað- síðna skýrslu sem verður notuð gegn mönnunum. Meðal annars er þar að finna vitnisburð manns sem var rændur eigum sínum af þessum sömu mönnum fyrr um kvöldið. Faðir stúlkunnar sagði í lok ávarps síns að það væri ósk hans að nafn dóttur hans yrði gert opinbert. Þannig yrði minningu hennar betur haldið á lofti. n „SkrímSlin“ verði hengd 12 Erlent 7. janúar 2013 Mánudagur n Faðir nauðgunarfórnarlambs á Indlandi opnar sig n Vill dauðarefsingu Jólagjafir á eBay Nokkur þúsund jólagjafir rata á uppboðsvefinn eBay á hverju ári og virðast jólagjafirnar um ný- liðin jól ekki hafa verið upp á marga fiska. Breska blaðið Daily Mail fjallaði um þetta á dögun- um en þar kom fram að um þrjú þúsund jólagjafir þar í landi rati á uppboðsvefinn. Samkvæmt óformlegri könnun sem gerð var fyrir skemmstu kemur fram að fullorðinn einstaklingur fær að meðal tali tvær jólagjafir sem hann kærir sig ekki um. Það kemur því kannski ekki sérstaklega á óvart að margar þeirra rati á uppboðsvefi á borð við eBay. Sumir virðast þó láta tilfinningarnar ráða för þegar þeir ákveða að selja gjafirnar á vefnum. Í einni auglýsingunni eru þrjár óopnaðar gjafir boðnar til sölu í eins konar happdrætti en viðkomandi hafði nýlega hætt með maka sínum. „Uppboðið stendur í sólarhring og ég vil bara losna við þetta. Ég veit ekkert hvað er í pökkunum en ég veit að þær eru frá skítseiði sem heldur að gjafir séu leiðin að hjarta mínu.“ Útskrifuð af sjúkrahúsi Fimmtán ára pakistönsk stúlka, Malala Yousafzai, hefur verið út- skrifuð af sjúkrahúsi í Birming- ham á Englandi eftir þriggja mánaða sjúkrahúsdvöl. Mál stúlk- unnar vakti mikla athygli í lok síð- asta árs en hún var skotin í höf- uðið af stuttu færi í heimalandi sínu. Árásarmennirnir voru talí- banar sem vildu hana feiga vegna baráttu hennar fyrir bættum réttindum kvenna í Pakistan. Malala var flutt til Bretlands eftir árásina þar sem hún hefur verið undir stöðugu eftirliti lækna. Þótt ótrúlegt megi virðast er Malala við nokkuð góða heilsu og virðist hún hafa náð sér að fullu. Hún mun dvelja áfram í Bretlandi og gangast undir lýtaaðgerðir á höfði á næstunni. Færri vilja Ferrari en fyrr Sala á lúxusbílunum Ferrari og Maserati var heldur dræm á ný- liðnu ári, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins, BBC. Sú er að minnsta kosti raunin á Ítalíu, heimalandi bifreiðanna, en þar minnkaði sala á nýjum Ferrari- bifreiðum um 56 prósent frá árinu 2011 og voru einungis 248 bifreiðar keyptar á Ítalíu á liðnu ári. Sala á nýjum Maserati-sportbifreiðum dróst saman um 72 prósent. Efnahagsniðursveiflan á Ítalíu er talin hafa sín áhrif en samtök bílaframleiðenda á Ítalíu kenna auknum skattheimtum um minnk- andi sölu. Maserati og Ferrari eru í eigu Fiat. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Ef ég verð læknir einn daginn þá verður mitt fyrsta verkefni að bæta kjör íbúanna hér Úrbætur Almenningur hefur stormað út á götur og krafist úrbóta. Hér sést hópur lögmanna í Nýju Delhi sem krafðist þess að dómskerfið tæki harðar á nauðgurum og ofbeldishrottum. 99.135 42.968 35.565 24.206 8.618 8.570 9.652 Af hálfu eigin- manns eða skyldmennis Fjöldi tilkynntra mála árið 2011 Nauðgunarglæpir í hlutfalli við aðra glæpi gegn konum Ofbeldi gegn konum á Indlandi Kynferðisleg áreitni Mannrán Nauðgun 2007 2008 2009 2010 2011 Heiðurs- morð Kyn- ferðisleg áreitni á vinnustað Annað Nauðganir Annað 20.737 21.467 21.397 22.172 24.206 185.312 195.856 203.804 213.585 228.650 HeiMild: iNdia‘s NatioNal CriMe reCords Bureau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.