Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2013, Side 20
20 Lífsstíll 7. janúar 2013 Mánudagur
12 ástæður til
að eiga gæludýr
1 Að horfa á kött eða hund eða fylgjast fiski synda um í búri í ör
fáar mínútur hefur jákvæð áhrif á stress.
2 Samkvæmt rannsókn á 240 hjónum kom í ljós að gæludýraeigend
ur eru með lægri blóðþrýsting en aðrir.
3 Önnur rannsókn sýndi fram á að kólesterólmagn í blóði gæludýra
eigenda er lægra en í öðrum. Líklega
hefur það eitthvað með lífsstílinn að
gera.
4 Í rannsókn, sem spannaði yfir 20 ár, kom í ljós að fólk sem hafði
aldrei átt gæludýr var 40% líklegra til
að deyja vegna hjartaáfalls en fólk sem
hafði átt gæludýr.
5 Enginn elskar þig jafn skilyrðislaust og gæludýrið þitt. Að
klappa kisu eða hundi hefur róandi áhrif
og það að sinna dýrinu færir þér góða
tilfinningu.
6 Með því að fara daglega í hálftíma göngutúr með hundinn þarftu ekki
að mæta í ræktina. Þú getur líka skipt
hálftímanum upp í tvö korter, fyrst um
morguninn og svo aftur um kvöldið.
7 Samkvæmt rannsóknum fá kattareigendur síður heilablóðfall
en þeir sem ekki eiga ketti. Kettir eru
mest róandi allra gæludýra.
8 Ein leiðin að heilbrigðum huga er eiga samneyti við annað fólk.
Gæludýraeigendur eru líklegri til að
stoppa og ræða við aðra gæludýra
eigendur úti á götu. Ef þú sérð einhvern
með hund úti er mun líklegra að þú
stoppir til að spjalla heldur en ef við
komandi væri ekki með hund.
9 Vísindamenn hafa komist að því að börn sem alast upp með
hundum eða köttum eru ólíklegri til að
fá ofnæmi. Dýrin eru einnig talin styrkja
ónæmiskerfið.
10 Eins ólíklegt og það hljómar virðist kattahald minnka líkur á astma
hjá ungbörnum þrátt fyrir að ofnæmi
gagnvart dýrum sé ein algengasta orsök
astma. Á þessu reyndist ein undantekn
ing. Börn mæðra með kattaofnæmi
reyndust þrisvar sinnum líklegri til að
þróa með sér astma eftir að hafa verið í
snertingu við kött.
11 Sumir hundar geta látið sykursjúka eigendur sína vita hvenær
þeir eru í hættu á blóðsykursfalli. Þessir
hundar finna það á lyktinni að efna
fræðilegar breytingar hafa átt sér stað.
Talið er að einn af þremur hundum hafi
þennan eiginleika.
12 Sumir sálfræðingar nota hunda í vinnunni. Þeir telja að vera
hunds á skrifstofunni skapi notalegra
andrúmsloft.
Líf er alltaf líf
n Kattavinurinn Ragnheiður Gunnarsdóttir er Norðlendingur ársins„Þegar fjöldinn er
kominn yfir ein-
hverja tugi er þetta auðvit-
að orðin ákveðin klikkun.
F
lestir í kringum mig skilja
þetta þótt einhverjir líti eflaust
á mig sem „skrítnu kattar-
konuna“,“ segir kattavinurinn
Ragnheiður Gunnarsdóttir á
Akureyri.
Bjargar kisum af götunni
Ragnheiður rekur Kisukot og var
á dögunum valin Norðlendingur
ársins. Hún segir viðurkenninguna
hafa komið sér ánægjulega á óvart.
„Ég vissi af einhverjum sem ætluðu
að kjósa mig en bjóst ekki við að
vinna. Ég hélt að einhver björgunar-
sveitarmaður sem bjargaði kindum
í haust ynni. En auðvitað er alltaf
gaman þegar einhver tekur eftir því
sem maður er að gera.“
Ragnheiður hefur alltaf elskað
ketti og var sex ára þegar hún eign-
aðist sinn fyrsta kött. „Það var samt
ekki fyrr en á unglingsárunum sem
ég fór að bjarga köttum. Ég hef verið
í því mun lengur en ég hef rekið
þetta athvarf. Flestir mínir eigin
kettir eru kettir sem ég bjargaði og
gat svo ekki látið frá mér.“
Reglur um kattahald hafa verið
hertar á Akureyri til muna og nú má
ekki eiga fleiri en þrjá ketti. Þegar
Ragnheiður er spurð hversu marga
ketti hún eigi brosir hún bara. „Þeir
eru ansi margir. Ég reyni að halda
tölunni leyndri. Fólk heldur að ég sé
eitthvað galin þegar það heyrir það.
Við mamma búum saman í tvíbýli
og hún er með hluta af þeim uppi
hjá sér og ég er með hina niðri hjá
mér,“ segir hún og hristir hausinn
þegar hún er spurð hvort þeir séu
fleiri en 20. „Það er ekki svo slæmt.
En ég get sagt að þeir eru fleiri en
hjá flestum. Þeim fer þó fækkandi.
Einn dó í gær þegar hann varð undir
bíl og ég er ekki að fara fjölga þeim,“
segir hún en bætir við að hún sé þó
ekki vön að hlusta á bæjarstjórnina
hvað kettina varðar. „Þeir vita vel að
ég er með alltof marga ketti en láta
mig vera. Þeir vita sem er að ég tek
þá af götunni og eru því ekki með
leiðindi við mig.“
Þekkir sín takmörk
Ragnheiður rekur Kisukot á heimili
sínu og mikið af hennar tíma og
peningum fer í kettina. „Upphaflega
fóru allir mínir peningar í þetta en
eftir að ég opnaði heimasíðuna hafa
kattarvinir styrkt mig. Sem betur
fer. Við höfum örugglega farið með
hundruð þúsunda króna í geldingar,
dýralækningar og mat. Ég gæti þetta
ekki nema með styrkjum,“ segir hún
og tekur sem dæmi að Gæludýr.
is útvegi henni til að mynda allan
kattamat. „Draumurinn er að geta
opnað athvarf í eigin húsi. Svona
eins og Kattholt.“
Þrátt fyrir að eiga fleiri ketti en
flestir segist hún hafa sín takmörk.
„Þegar fjöldinn er kominn yfir ein-
hverja tugi er þetta auðvitað orðin
ákveðin klikkun. Það ræður enginn
við svo marga ketti. Það segir sig
sjálft. Kisurnar væru alveg jafn illa
settar á götunni og hjá fólki sem get-
ur ekkert gert fyrir þær. Ég gæti ver-
ið með svo miklu fleiri en það er ekki
hægt að taka endalaust við.“
Kisur frekar en börn
Ragnheiður er á lausu og barnlaus.
Hún segist nýlega hafa hætt með
kærasta en hann sé enn duglegur
að hjálpa til með kettina. Hún segist
enn fremur hafa tekið þá ákvörðun
að ætla ekki að eignast börn. „Ég er
ekki jafn hrifin af börnum og þess-
um ferfættu. En maður veit aldrei.
Allavega ekki eins og staðan er núna.
Mér finnst bara ekkert sniðugt að
ætla að verða foreldri nema vera viss
um að geta sinnt því hlutverki vel. Ég
get bara ekki hugsað mér það þessa
stundina.“
Hún segir alltaf jafn erfitt að láta
svæfa kisu. „Stundum er ekkert ann-
að hægt. Það er til dæmis ekkert hægt
að gera fyrir gamla villiketti. Þeir geta
aldrei orðið heimiliskettir. Svo hef ég
líka þurft að láta svæfa slasaða ketti.
Ég hef samt aldrei látið svæfa kött
sem á möguleika á heilbrigðu lífi.
Það þarf bara að gera sér grein fyrir
því hvenær það er betra fyrir dýrið
að fá að fara. Þetta er samt alltaf jafn
erfitt, sama þótt það sé villiköttur eða
heimilisköttur. Líf er alltaf líf.“ n
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@dv.is
Viðtal
Kisukona Ragnheiður var valin Norðlendingur ársins af lesendum Akureyrar Vikublaðs.
Hún segir viðurkenninguna hafa komið sér á óvart.
Elskar ketti Ragn
heiður hefur bjargað
köttum síðan hún var
unglingur.