Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2013, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2013, Síða 14
Sandkorn E rlendir vogunarsjóðir hafa aldrei verið eins valdamiklir á Íslandi og eftir hrunið 2008. Raunar má segja að völd og áhrif þessara sjóða hér á landi hafi verið lítil sem engin fram að því þrátt fyrir að þeir hafi í einhverjum tilfellum hagnast á stöðutöku gegn krónunni eða íslenskum fyrirtækjum á árunum fyrir það. Erlendir vogunar- sjóðir eru því ný og lítt þekkt fyrir- bæri í efnahagslífinu á Íslandi. Umsvif þeirra og völd á Íslandi eru þó óhjá- kvæmilegur fylgifiskur efnahagshruns- ins árið 2008. Völd vogunarsjóðanna eru þó ekki sýnileg heldur koma þau fram sem hluti af hagsmunum „kröfuhafa“ Glitnis og Kaupþings og óbeinna, stórra eigenda arftaka þeirra, Íslands- banka og Arion, og fleiri fyrirtækja, eins og til dæmis Klakka, áður Exista. Þá hafa vogunarsjóðirnir keypt hluti í fjárfestingarbankanum Straumi og matvælafyrirtækinu Bakkavör. Þessir „kröfuhafar“ – meðal annars vogunar- sjóðirnir – ráða til sín íslenska aðila, ýmiss konar ráðgjafa og lögmenn, sem aðstoða þá við að gæta hagsmuna sinna á Íslandi. Svo reyna þeir að hlut- ast til um málefni þrotabúa bankanna með þrýstingi í gegnum ráðgjafa sína. Vogunarsjóðir, og ýmsir aðrir fjár- festingarsjóðir, eiga um helming allra krafna í þrotabú Glitnis og um þriðj- ung krafna í bú Kaupþings. Verðmæti þessara krafna hleypur á mörg hund- ruð milljörðum króna og er stærsti hluti þessarar upphæðar beinn hagn- aður vogunarsjóðanna á viðskiptum með skuldabréf Glitnis og Kaupþings í kjölfar efnahagshrunsins. Vogunar- sjóðirnir sem hér hafa fjárfest sérhæfa sig margir hverjir í viðskiptum með svokallaðar ómarkaðshæfar eignir (e. distressed assets); eignir sem hafa hrunið í verði, svo sem eins og skulda- og hlutabréf greiðsluþrota banka og annarra fyrirtækja. Fyrir vikið eru þeir stundum kallaðir „hrægammasjóðir“ því þeir reyna að margfalda pund sitt með fjárfestingum í illa stöddum eða hrundum félögum. Í grein um vogunarsjóðina í tímaritinu Þjóðmálum segir fjárfestir- inn Heiðar Már Guðjónsson, sem þekkir starfsemi þessara sjóða vel, að vogunarsjóðirnir hafi strax eftir hrunið byrjað að kaupa upp skuldabréf ís- lensku bankanna. Verðið á kröfun- um var um 5 prósent af höfuðstól, að sögn Heiðars Más, og því var um að ræða afslátt upp á 95 prósent. Síðan þá hefur verðið á kröfunum farið upp í 30 prósent af höfuðstól í tilfelli Glitnis og 27 prósent í tilfelli Kaupþings. Virði krafnanna hefur reyndar lækkað eft- ir að hafa náð hæstu hæðum haustið 2010 en ætlaður hagnaður sjóðanna á viðskiptunum með þær er ennþá margfaldur. Aðallega var um að ræða kröfur sem vogunarsjóðirnir keyptu af þýskum bönkum en þeir voru stærstu lánveitendur bankanna hér á landi. Tap þýskra banka á íslensku bönk- unum nemur um 21 miljarði dollara, samkvæmt bók bandaríska blaða- mannsins Michaels Lewis, „Boomer- ang: The Meltdown Tour“, sem út kom 2011. Svo segir Heiðar Már: „Vogunar- sjóðirnir sitja því á miklum hagnaði og hafa sumir hverjir margfaldað fé sitt á síðustu 4 árum. Vogunarsjóð- irnir vilja núna fá fjármagn sitt til baka. Þeir eru því að reyna að loka nauðasamningum og fá heimildir til að færa verðmæti frá Íslandi.“ Hagsmunir vogunarsjóðanna liggja aðallega í hundruð milljarða króna eignum þrotabúa Glitnis og Kaupþings. Til að mynda á vogunarsjóðurinn Burlington Loan Management tæplega áttatíu milljarða króna kröfu á Kaup- þing, líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um, en samtals nema eignir búsins rúmlega 860 milljörðum króna. Vog- unarsjóðirnir vilja að gengið verði frá nauðasamningum Kaupþings og Glitn- is til að geta innleyst hagnað sinn af viðskiptunum með skuldabréf þeirra. Í tilfelli Burlington Loan Management mun félagið eignast, og væntanlega selja fljótlega, hlut í Arion banka og fá greidda fjármuni út úr búi bankans en það á 373 milljarða króna í reiðufé. Sömu sögu má segja um aðra vogunar- sjóði, og kröfuhafa íslensku bankanna. Þessari stöðu í íslensku efnahagslífi hefur verið lýst sem „stærstu eignatil- færslu Íslandssögunnar“ þar sem er- lendir vogunarsjóðir ná á milli 400 og 500 prósenta ávöxtun á fjármuni með viðskiptum sínum með skulda- og hlutabréf greiðsluþrota fyrirtækja hér á landi. Íslendingar höfðu litla sem enga þekkingu eða reynslu af alþjóðlegri bankastarfsemi fyrir áratug síðan eft- ir að innlendir bankar höfðu verið í ríkis eigu áratugum saman og starfsemi þeirra hafði verið bundin innan lands að langmestu leyti. Með útrásinni á árunum 2003 til 2008, og gegndar- lausri skuldsetningu hinna einka- reknu íslensku banka erlendis, tók íslenska hagkerfið skrefið inn í alþjóð- lega fjármálakerfið þar sem alþjóðleg markaðslögmál ráða ríkjum en ekki miðstýring eða hentistefna einstaka ríkisstjórna. Þessi staða sem komin er upp varðandi eignarhald vogunarsjóða á íslensku bönkunum og stórum fyrir- tækjum hér á landi er óhjákvæmileg í þeim skilningi að erlendir kröfuhafar hinna hrundu banka gátu gert það sem þeir vildu við kröfurnar á hendur þeim, selt þær til hæstbjóðanda eða átt þær sjálfir áfram. Hvernig og hvað stjórn- völd á Íslandi gera til að bregðast við þessari eignatilfærslu, meðal annars til að reyna að afstýra útflæði fjármagns upp á mörg hundruð milljarða með til- heyrandi veikingu krónunnar, er svo önnur saga. Rétt eins og fyrir tæpum tíu árum, þegar Ísland tók stökk inn í alþjóð- lega markaðshagkerfið eftir einkavæð- inguna – nánast á einni nóttu – með öllum kostum þess og göllum, er þessi veruleiki vogunarsjóðanna framandi fyrir landsmenn sem átta sig eðlilega á ekki á því hvernig þeir geta hagnast svona ævintýralega á hruni íslensks efnahagslífs. Ef efnahagslegur upp- gangur, lántökur í erlendum bönk- um, uppkaup á erlendum fyrirtækj- um og ótrúleg styrking krónunnar var jákvæður fylgifiskur þessa stökks á árunum 2003 til 2008 má segja að innkoma vogunarsjóðanna í íslenskt efnahagslíf sé neikvæð afleiðing þess að velmegunin reyndist byggð á sandi. Íslenska hagkerfið og við Íslendingar erum ennþá eins og blóðrjóð, saklaus börn þegar kemur að skilningi okkar á þessu alþjóðlega markaðshagkerfi. Þetta er kannski eðlilegt þar sem fjár- málafyrirtæki voru eins og hverjar aðr- ar ríkisstofnanir hér á landi þar til fyrir tíu árum síðan, bakgrunnsstofnanir sem fólk treysti í hvívetna. Vogunar- sjóðir hafa unnið með þessum hætti í öðrum löndum um áratugaskeið og hagnast á risi og falli efnahagskerfa og gjaldmiðla. Völd og óhjákvæmileg- ur ævintýralegur hagnaður vogunar- sjóðanna hér á landi er líklega aðeins einn þáttur í kapítalískri þroskasögu íslenska hagkerfisins. Þessi saga um umsvif vogunarsjóðanna, og hið ná- tengda mál hvernig eigi að aflétta gjaldeyrishöftunum, er þó líklega eitt stærsta og mikilvægasta málið í ís- lenskum samtíma. Steingrímur hræddur n Steingrími J. Sigfús- syni, formanni VG, er órótt þessa dagana vegna af- leitrar útkomu flokks hans í skoðana könnunum. Svo er að sjá sem Jón Bjarnason, brottrekinn ráðherra, sé með pálmann í höndunum í slagnum við formanninn. Jón staðhæfir að það sé ESB- þjónkun Steingríms sem hafi rústað fylgi flokksins. En nú, korteri fyrir kosningar, tekur Steingrímur skyndilega við sér. „Óumflýjanlegt er að endurmeta nú stöðu við- ræðna við Evrópusambandið í ljósi breyttra forsendna og búa um það mál með ábyrg- um hætti,“ segir hann í ára- mótaávarpi til félaga sinna. Stjórnin að springa n Innan raða stjórnarflokk- anna gætir nokkurs titrings vegna vinkilbeygju Stein- gríms J. Sigfússonar. Því er jafnvel spáð að hann muni slíta stjórnarsamstarfinu í næsta mánuði í kringum landsfund fremur en að halda áfram með ESB-um- sóknina óbreytta inn í kosn- ingar. Málið er erfitt því Össur Skarphéðinsson, helsti valdamaður Samfylkingar- innar, hefur sagt að það sé óðs manns æði að hætta við umsóknina áður en skýrist hvað sé í boði. Það er ljóst að stjórnin hefur aldrei verið eins nálægt því að springa. Friðbjörn týndur n Eitt af harðari nettröll- um Íslands hefur verið athafnamaðurinn Friðbjörn Orri Ketilsson, ritstjóri amx. is. Friðbjörn, sem er læri- sveinn Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, er foringi þess hóps manna sem kallar sig smáfuglana á amx. Þar hefur gjarnan verið reitt hátt til höggs og lamið hraust- lega á óvinum til vinstri. En nú er Bleik brugðið. Ekkert hefur verið skrifað und- ir Fuglahvísli síðan fyrir jól. Óljóst er hvað veldur hinu skyndilega brotthvarfi. Svandís reið n Svandís Svavarsdóttir um- hverfisráðherra er lítt hrifin af yfirvofandi olíuvæðingu Íslands. Leið- togi hennar, Steingrímur J. Sigfússon, átti sviðið í síðustu viku þegar hann undirritaði samninga um olíuleit við Ís- land og baðaði sig í ljóm- anum af yfirvofandi auð- legð. Svandísi er að sögn ekki skemmt yfir framgöngu Steingríms. Fullyrt er að hún sé formanni sínum reið og telji að svínað sé á um- hverfisstefnu VG og þar með landi og þjóð. Ég varð virkilega hrædd Sennilega hefði ég hlegið Tónlistarkonan Brynhildur Oddsdóttir hélt að hún væri að fá hjartaáfall. – DV Sölvi Tryggvason segir mikið vatn hafa runnið til sjávar síðan hann var feiminn strákur í Menntó. – DV „Stærsta eignatilfærsla Íslandssögunnar“„ Íslenska hagkerf- ið og við Íslendingar erum ennþá eins og blóð- rjóð, saklaus börn þegar kemur að skilningi á stöðu okkar á þessu alþjóðlega markaðshagkerfi. Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 7. janúar 2013 Mánudagur Vegferðin framundan N ýtt frumvarp um heildar- endurskoðun fiskveiði- stjórnunarinnar bíður nú framlagningar í þinginu. Eft- ir þriggja ára samráð með aðilum í sjávarútvegi, launþega- hreyfingunni og öðrum þeim sem að greininni koma, er það skylda rétt kjörins meirihluta Alþingis og ríkis- stjórnar að leiða málið nú til lykta á grundvelli fyrirheita sem stjórnar- flokkarnir hafa fengið lýðræðislegt umboð til að hrinda í framkvæmd. Undan hótunum og hræðsluáróðri sem dunið hefur á þjóðinni frá hags- munasamtökum útvegsmanna geta rétt kjörin stjórnvöld ekki látið. Þau mega heldur ekki missa kjarkinn, nú þegar stundin er runnin upp til þess að gera varanlegar breytingar til bóta, í átt til frekari opnunar á órétt- látu kerfi. Fyrsta skrefið í þá átt að rjúfa eigna- myndun útgerðarinnar á aflaheimild- um og tryggja þjóðinni sanngjarnan arð af fiskveiðiauðlind sinni var stigið með setningu laga um veiðigjald síð- astliðið vor. Veiðileyfagjaldið er reikn- að sem ákveðið hlutfall af umfram- hagnaði útgerðarinnar þegar allur rekstrarkostnaður hefur verið dreginn frá. Afkoma útgerðarinnar er nú með besta móti, hreinn hagnaður henn- ar var 60 milljarðar á síðasta ári en heildartekjur 263 milljarðar. Veiði- leyfagjaldið mun á þessu fiskveiði- ári gefa 13 milljarða króna í ríkissjóð. Það munar um minna þegar sárlega er þörf á að styrkja samfélagslega innviði eftir hrunið. Vegna veiðileyfagjaldsins verður nú unnt að ráðast í viðamiklar samgönguframkvæmdir á borð við Norðfjarðargöng og Dýrafjarðargöng, veita atvinnulífinu innspýtingu með framkvæmdum, fjárfestingum, rann- sóknum og þróun. En vegferðinni er ekki lokið. Síðara skrefið, breytingin á sjálfri fiskveiði- stjórnuninni, hefur ekki verið stigið enn. Með kvótafrumvarpinu sem nú bíður framlagningar er opnað á það lokaða kvótakerfi sem nú er við lýði. Frumvarpið gerir ráð fyrir tímabundn- um nýtingarleyfum gegn gjaldi í anda tillagna að nýju auðlindaákvæði stjórnarskrár. Með svokölluðum leigu- potti, sem verður opinn og vaxandi leigumarkaður með aflaheimildir og óháður núverandi kvótahöfum, losna kvótalitlar og kvótalausar útgerðir úr fjötrum þess leiguliðakerfi sem verið hefur við lýði. Þær munu eiga þess kost að leigja til sín aflaheimildir á grundvelli frjálsra, opinna tilboða úr leigupottinum sem verður í upphafi 20 þúsund tonn en mun vaxa með aukningu aflaheimilda. Þar með yrði komið til móts við sjálfsagða kröfu um aukið atvinnufrelsi og nýliðun. Frumvarpið sem nú bíður uppfyll- ir ekki alla drauma okkar sem vildum sjá breytingar á fiskveiðistjórnuninni til hins betra. Það er málamiðlun og málamiðlanir geta verið erfiðar. Engu að síður er það skref í rétta átt – skref sem ég tel rétt að stíga, fremur en una við óbreytt ástand. Hér er það mikið í húfi fyrir byggðarlög landsins og tug- þúsundir Íslendinga sem hafa beina og óbeina lífsafkomu af sjávarútvegi að krafan um „allt eða ekkert“ getur varla talist ábyrg afstaða. Hún getur einmitt orðið til þess að ekkert gerist. Og þá yrði nú kátt í LÍÚ-höllinni – en dauft yfir sveitum við sjávarsíðuna. Kjallari Ólína Þorvarðardóttir „Veiðileyfa- gjaldið mun á þessu fiskveiði- ári gefa 13 milljarða króna í ríkissjóð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.