Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.2013, Blaðsíða 10
10 Fréttir 7. janúar 2013 Mánudagur Þ órir Ingvarsson rannsóknar­ lögreglumaður hjá lögregl­ unni á Höfuðborgarsvæð­ inu ræddi við blaðamann um meiðandi ummæli og hót­ anir á netinu. Þórir getur ekki tjáð sig um einstök mál en eins og fjallað var um í helgarblaði DV virðist allt of algengt að fólk sendi öðrum alvarlegar orðsendingar í gegnum netið. Getur varðað tveggja ára fangelsisvist Innan lögreglunnar er hins vegar engin sérstök deild sem tekur á slíkum mál­ um – hótanir og annað slíkt er með­ höndlað á hverfastöðvum en meið­ yrðamál falla ekki undir lögregluna þar sem þau eru svokölluð einkarefsi­ mál og fólki er í sjálfvald sett hvort það ákærir vegna þeirra eða ekki. „En auð­ vitað sinnir lögreglan hótunarmál­ um eins og verið hefur,“ segir hann og bætir því við að það sé í raun enginn munur á meðferð mála hvort sem hótanirnar eru settar fram á netinu, augliti til aug litis eða með öðrum leið­ um, en samkvæmt hegningarlögum varðar það allt að tveggja ára fangelsi að hafa frammi hótun sem er til þess fallin að vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra. „Lögin gilda jafnt um það sem gerist á netinu og annars staðar. Það er svipað hvernig farið er með slík mál. Það er hins vegar erfitt að gefa út einhverja ákveðna línu um það hvað er í lagi og hvað ekki. Eins og einn kollegi minn sagði, þetta er ekki svart hvítt, þetta eru all­ ir litir regnbogans. Það er svo mis­ munandi hvernig hlutirnir eru og þess vegna verður alltaf að skoða hvert og eitt mál sérstaklega. Stundum vill fólk kæra en hefur ekki kæruefni og þá verður að hjálpa því eftir öðrum leið­ um. Stundum er kæruefni til staðar. Það má heldur ekki gleyma því að þótt lögin nái ekki yfir allt þá gilda alltaf þessar sömu samskiptareglur og við lærum sem börn. Þær gilda á netinu sem og annars staðar.“ Gamalt vandamál Þórir bendir jafnframt á að það sé mjög sterk dómaframkvæmd í þessum mál­ um og löng hefð fyrir meðferð hótun­ armála. „Það er líka í lagi að benda á að öll þessi gögn eru til á netinu, þetta er eins og önnur útgáfa. Því er að mörgu leyti auðveldara að nálgast þetta núna þegar þetta er skrifað og vistað en áður þegar orð féllu frekar manna í millum persónulega. Þetta snýst um okkar grundvallar­ samskipti og er gamalt vandamál með nýjum tækjum. Netið er ekki að finna upp ný samskipti. Það eru ekki ný samskipti að tala saman í tölvu. Þetta eru bara ný tæki.“ Aðspurður hvort fólk sé ekki gjarnt á að láta meira flakka á netinu segir hann að það sé að breyt­ ast. „Það er mín til finning. Við höfum að mörgu leyti séð með dómum sem hafa verið að falla að það er farið að taka meira á meiðyrðum sem falla á netmiðlum og ég held að það gefi tón­ inn. En það er bara mín tilfinning og kemur lögreglunni í raun ekki við því eins og ég sagði þá eru meiðyrðamál ekki á borði lögreglu.“ Lögreglunni hótað Hann segist ekki hafa yfirsýn yfir það hvað valdi svona framkomu á netinu, hverjir það séu sem helst hagi sér svona eða hverjir verði fyrir því. Eins er erfitt að átta sig á því hversu algengt þetta nákvæmlega sé. „Það þyrfti dýpri skoðun. Ég er ekki mikið í þessum mál­ um. Ég er aðallega í því að sinna þeim beiðnum sem koma inn í gegnum netið hjá okkur og koma þeim í réttan farveg. Við erum að fá alveg rosalega mikið af fyrirspurnum í gegnum Face­ book hjá okkur, eða um 200 í síðasta mánuði og þá varðandi alls konar mál. En lögreglan fær mikið af hótunum og mjög reglulega. Það er vel þekkt og er því miður alltaf hluti af okkar starfi. Það kemur einnig fyrir að við fáum svæsinn dónaskap inn á síðuna hjá okkur þannig að ég veit alveg um hvað er verið að tala,“ segir Þórir sem segist einnig þekkja dæmi þess að fólk hafi lent í verulegum vandræðum vegna framgöngu sinnar á netinu án þess að tilgreina nánar hvers eðlis þau eru. „Það er mjög mikilvægt að það sé skýrt að ég get ekki tjáð mig um einstaka mál og geri það ekki.“ Hótunarbréf frá barni Í mars var greint frá því að Hildur Lill­ iendahl Viggósdóttir hefði leitað til lögreglunnar eftir að henni barst bréf þar sem sagði meðal annars: „Ég vil sjá þig dauða. Ég vil sjá þig brenna lifandi, ég vil vera sá sem hellir yfir þig olíu og starir á þig á meðan þú grátbiður um miskunn, síðan sleppi ég eldspýtunni.“ Hildur gagnrýndi viðbrögð lög­ reglunnar sem benti henni á að hafa aftur samband á skrifstofutíma næsta mánudag, en bréfið barst á laugar­ dagskvöldi. Þegar það gerðist sagði Hildur: „Hann sagði fyrir rest að ég gæti leit­ að á hverfislögreglustöðina mína á Grensásvegi – en gaf jafnframt skýrt til kynna eins og ég skildi þetta að það myndi engu skila. Og þannig er það alltaf, ég hef áður hringt í lögregluna vegna hótana í minn garð, mér var sagt að hringja aftur ef maðurinn kæmi heim til mín.“ Seinna kom í ljós að það var barn sem sendi bréfið og tókst að leysa málið. Ekki hægt að veita öllum vernd Aðspurður hvort fólk geti fengið vernd vegna hótana sem það fær segir Þór­ ir að bakgrunnur þess sem hótar hafi þar margt að segja. „Ef það eru sér­ stakar ástæður fyrir því að fólk þarf að fá vernd þá er almennt séð til þess. Engu að síður er vert að hafa í hug að það er tiltölulega algengt að fólk segi eitthvað sem annar metur sem hótun og ég veit ekki hvort lögregla nokkurs staðar í heiminum hafi mannafla til þess að vernda alla þá sem verða fyr­ ir því sérstaklega. En í þeim tilvikum þar sem ástæða er til að ætla að mann­ eskja sé líkleg til þess að láta verða af hótuninni er reynt að hjálpa viðkom­ andi eins og hægt er. Svo er spurning hvað er hótun. Það sem þú tekur sem hótun er kannski allt annað en það sem ég ætlaði að segja. Það er þannig að í gegnum netið tap­ ast stundum sumt að því sem sagt er, það tapast ákveðin meining. Ég held því að við verðum að vera passasöm bæði varðandi það hvernig við segjum hlutina og eins hvernig við túlkum þá.“ Þór veltir einnig upp þeirri spurn­ ingu hvað ofbeldi sé. „Það er líka ágætt að spyrja hvað er ofbeldi? Ofbeldi er bara líkamlegt. Það er ekki gert ráð fyrir andlegu ofbeldi í lögum. Einhver tilvik sem gætu fallið undir eitthvað annað í lögum en það má líka velta því fyrir sér hvað er ofbeldi, hvað er dónaskapur, hvað er meiðyrði og hvað er hótanir. Það má ekki gleyma því að meirihlutinn af þessu er kannski bara dónaskapur – ég segi bara dónaskapur en hann er ekkert sérlega yndislegur. Margt af því sem er látið flakka þarna er alveg skelfilegt.“ „Skjótana í smettið“ Á meðal ummæla sem hafa verið látin falla um Hildi Lilliendahl inni­ halda mörg ógn ofbeldis eða meið­ andi orð. Þessi ummæli voru birt opinberlega af nafnlausum mönn­ um sem sögðu: „mikið rosalega eruð þið viðbjóðslegar. Ég væri sko til í að facefucka þig þangað til þú kúg­ ast og ælir Hildur og löðrunga þig líka hressilega á meðan brund leysist oní háls þér...“, „Þú ert svo illa gölluð í hausnum hóran þín... Alveg hvað maður vildi óska að þú yrðir fyrir bíl ;)“, „Veistu.. ég væri til í að kyrkja þig með gaddavír hildur“. Slík ummæli eru hins vegar ekki aðeins látin falla í skjóli nafnleysis og af nógu er að taka þegar það kemur að ummælum nafngreindra manna. Birgir Björn kom til dæmis fram und­ ir nafni og mynd þegar hann sagði í fleiri en einni athugasemd: „skjótana í smettið.“ Brynjar Ingjaldsson sagði aft­ ur á móti „það nennir enginn að rök­ ræða við hænur með sand í píkunni.“ Nafni hans, Brynjar Valsson sagði: „Þetta eru helvítis hlandfötur með þurrt píkuprump og það ætti að bjóða þeim öllum í kaffispjall og lauma nokkrum rohipnol útí og kasta þeim svo niður í miðbæ á góðu laugardags­ kvöldi.“ „Svona virkar netið“ Miklar umræður spunnust á vef DV við fréttir af þessu um helgina en þar voru menn sem hafa viðhaft slík ummæli á netinu spurðir út í þau. Einn þeirra, Ólafur Vigfús Ólafsson, dró hvergi í land og sagði: „Í hvert skipti sem þetta fífl opnar munninn til að breiða út sinn hatursáróður, fasisma og skoðanakúg­ un, þá ætla ég að standa uppi í hárinu á Hildi Lilliendahl. Og ef þessi mann­ eskja myndi svo mikið sem snerta mig, þá mundi ég berja hana. Ég myndi berja hana í andlitið, því ég ber enga virðingu fyrir henni.“ Einn þeirra sem skrifaði athugasemd við þessa frétt var átján ára unglingspiltur, Fannar Páll Vilhjálmsson, sem sagði að svona sam­ skipti væru bara hluti af netinu, sjálfur hefði hann margoft fengið líflátshót­ anir og eins hafi hann verið spurður hvort honum þyki typpið á pabba sín­ um gott. Stundum hefðu slík ummæli verið látin falla út af jafn smávægilegu tilefni og tónlistar smekk hans. Þegar DV náði tali af Fannari sagði hann þetta væri bara svona á netinu. „Það er alltaf einhver að trolla. Þetta heitir troll. Þú ferð í keppni við manneskjuna um hver er betri í því að dissa. Sá sem vinnur er meistari troll. Þetta er djók á meðal unglinga en fullorðið fólk skil­ ur þetta ekki og tekur þetta allt of mik­ ið inn á sig,“ sagði hann og bætti því við að þetta væri alls staðar svona á netinu. „Þið eldra fólk eruð greinilega ekki að skilja þetta, svona virkar netið. Fólk er bara í tölvuleik og hugsar ekki út í að þetta sé raunveruleikinn þannig að það segir það sem það vill segja og gerir það sem það vill gera.“ n Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is n Bakgrunnur hótarans hefur áhrif n „Svona virkar netið,“ segir 18 ára unglingspiltur „Þið eldra fólk eruð greinilega ekki að skilja þetta, svona virkar netið Lögreglunni er hótað Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður segist þekkja það að sitja undir hótunum. Það megi lögreglan líka þola. „Ég myndi berja hana“ Ólafur Vigfús Ólafsson var ekki á því að draga fyrri ummæli um Hildi Lilliendahl til baka þegar blaðamaður DV náði tali af honum fyrir helgi heldur bætti hann í og sagðist myndu berja hana ef hún kæmi nærri honum. Ólafur Vigfús sendi Hildi þessi skilaboð. Svívirt vegna baráttu sinnar Hildur Lilliendahl hefur fengið morðhótanir, svívirðingar og alls kyns meiðandi ummæli á netinu. Ekki hægt að vEita öllum vErnd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.