Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2013, Qupperneq 4
4 Fréttir 21. janúar 2013 Mánudagur
Dagur styður
Guðbjart
Dagur B. Eggertsson, fráfarandi
varaformaður Samfylkingarinn-
ar, styður Guðbjart Hannesson
velferðarráðherra í formannsslag
flokksins. Þessu greindi Dagur frá í
Silfri Egils á sunnudaginn og sagð-
ist treysta Guðbjarti bæði mál-
efnalega og til stjórnarmyndun-
ar í kjölfar kosninga. Í netkönnun
sem gerð var fyrir útvarpsþáttinn
Sprengisand hlaut keppinautur
Guðbjarts, Árni Páll Árnason, um
55 prósent atkvæða en Guðbjartur
45 prósent. Guðbjartur hefur þó
forskot á meðal flokksbundinna
samfylkingarmanna, 52 prósent
gegn 48 prósentum, samkvæmt
sömu könnun.
Þegar upp er staðið eru það
flokksmenn Samfylkingarinnar
sem velja sér formann og er það
gert með rafrænni kosningu. Hófst
hún fyrir helgi og lýkur 28. janúar
en atkvæðisrétt hafa allir skráðir
félagar í Samfylkingunni sem voru
skráðir í flokkinn fyrir 11. janúar.
Ljóst er að barátta Guðbjarts og
Árna Páls er afar tvísýn en niður-
staða kosningarinnar verður
kunngjörð fyrir landsfund Sam-
fylkingarinnar sem fer fram 1.–3.
febrúar næstkomandi.
Oddný vill verða
varaformaður
Oddný Harðardóttir, þingmaður
og fyrrverandi fjármálaráðherra,
hyggst bjóða sig fram til emb-
ættis varafor-
manns Sam-
fylkingarinnar
á landsfundi
flokksins. Hún
hefur feng-
ið byr undir
báða vængi á
síðustu miss-
erum og er
skemmst að minnast stórsigurs
hennar í prófkjöri Samfylkingar-
innar í Suðurkjördæmi þar sem
hún skaut Björgvin G. Sigurðssyni
ref fyrir rass. Dagur B. Eggertsson
sækist ekki eftir endurkjöri.
G
uðjón Guðjónsson, af
mörgum kallaður „riddari
götunnar,“ lést á heimili sínu
miðvikudaginn 16. janúar
síðastliðinn. Laugardaginn
12. janúar varð hann fyrir fólskulegri
árás sem tengdist bílþjófnaði. Fjöl-
skyldan er bæði hrygg og sár yfir að-
gerðaleysi lögreglu en hún frétti af
líkamsárásinni fyrir tilviljun.
Þeir sem leggja reglulega leið sína
um Laugaveginn kannast ef til vill
við Guðjón. Hann var vanur að keyra
rúntinn niður Laugaveginn og skrúf-
aði þá gjarnan bílrúðuna niður á bíl
sínum og spilaði tónlist á hæsta styrk.
Hann var litríkur og opinskár og van-
ur að ræða um daginn og veginn við
vegfarendur út um bílgluggann.
Hann sagði í viðtali við Frétta-
blaðið árið 2008 að hann væri jafnan
látinn óáreittur og ræddi þá um hvað
hann hefði gaman af því að spila tón-
list fyrir vegfarendur.
„Við komumst að því fyrir tilviljun
að hann varð fyrir alvarlegri líkams-
árás laugardaginn 12. janúar, sem
hann kærði til lögreglunnar,“ segir
dóttir Guðjóns, Rósa Björk.
Stöðvaður af ókunnugum
manni
„Faðir minn hafði verið af ferðinni
eftir kaffisopa á Café París og keyrði
upp Hverfisgötuna og var þar stöðv-
aður af ókunnugum manni. Sá
ókunnugi gekk í veg fyrir bílinn á
Hverfisgötu og neyddi hann til að
stöðva og taka sig upp í bílinn. Hann
lét föður minn síðan keyra sig upp í
Kópavog og vísaði honum leið að bíl-
skúr. Þar stal hann af honum bíln-
um og skildi hann eftir stórslasaðan,“
segir Rósa frá.
Nánustu aðstandendur ekki
látnir vita
„Lögreglan í Kópavogi kom að hon-
um slösuðum og tók skýrslu af honum
þar sem hann kærði sjálfur árásina og
bílþjófnaðinn. Ég hef ekki lesið lög-
regluskýrsluna sjálfa. Lögreglan fór
svo með hann á slysavarðstofuna og
skildi hann eftir þar. Þaðan var hann
líklega sendur einn heim í leigubíl,
á sterkum verkjalyfjum en við vitum
ekki hvenær né hvernig eða í hvaða
ástandi hann komst heim. Það eru að
mínu viti óásættanleg vinnubrögð að
ekki hafi verið haft samband við nán-
ustu aðstandendur. Hann komst heim
einhvern veginn en lét ekkert okkar
vita af atburðinum. Það er vísbending
um að hann hafi ekki verið með fullri
rænu og hugsanlega hafi höfuðáverk-
arnir eða áfallið sjálft haft áhrif. Ég á
eftir að fá að vita hversu nákvæmlega
hann var skoðaður,“ segir Rósa sem
segist skiljanlega vera afar brugðið
yfir því að ekki hafi verið brugðist bet-
ur við árásinni. Nú sé faðir hennar lát-
inn og þótt bráðabirgðaniðurstaða
krufningar segi að hann hafi látist úr
hjartaáfalli, segir Rósa að krufningar-
læknir hafi sagt hann ekki hafa þolað
líkamsárásina. „Bráðabirgðaniður-
staða krufningar segir að hann hafi
látist úr hjartaáfalli. Hann var með
höfuðáverka sem ég hef ekki fengið að
vita meira um. Hún sagði það, krufn-
ingarlæknirinn, að hann hefði ekki
höndlað þessa árás. Hann væri ekki
dáinn núna ef hann hefði ekki orðið
fyrir þessari árás,“ segir Rósa.
Lögreglan hefur ekki enn haft
samband
Rósa segir tilviljanir hafi ráðið því að
fjölskyldan frétti af líkamsárásinni og
lögreglan svari engu um það. Yfir því
er hún bæði hrygg og reið. „Ég hafði
verið að reyna að ná í hann pabba
en með engum árangri og bað því
húsvörðinn að athuga með hann á
miðvikudaginn. Það var húsvörð-
urinn sem kom að honum látnum
og hringdi á lögreglu og bráðalið. Á
fimmtudaginn komumst við aðstand-
endur hans að því að hann varð fyrir
líkamsárás og að bíl hans var stolið
þá. Læknarnir flettu í sjúkraskýrsl-
um hans, þar sem finna mátti upp-
lýsingar um árásina. Við höfum ekk-
ert heyrt frá lögreglunni í Kópavogi
vegna árásarinnar þrátt fyrir óskir um
að fá að heyra frá henni. Bíllinn er
ekki fundinn og ég get því miður ekki
séð að það sé verið að lyfta litlaputta
til að finna árásarmanninn eða bílinn.
Ég er í hálfgerðu áfalli yfir að-
gerðaleysinu. Því auðvitað er maður
alltaf tvístígandi, maður vill ekki eyði-
leggja rannsóknina með nokkrum
hætti eða trufla. En eftir að ég áttaði
mig á aðgerðaleysinu, þá hlaut ég
að spyrja mig hvers vegna? Hvers
vegna er ekkert gert? Það hljóta að
vera til myndir í eftirlitsmyndavélum
á Hverfisgötu. Það hlýtur einhver að
hafa séð eitthvað?“
Glaður og góður maður
Ættingjar og aðstandendur hafa
brugðið á það ráð að auglýsa
eftir bílnum í von um að finna
árásarmanninn og fá einhvers konar
réttlæti til handa Guðjóni.
„Pabbi var opinn, glaður og góð-
ur maður sem var alltaf tilbúinn að
rétta öðrum hjálparhönd. Hann var
flugstjóri hjá Cargolux en kominn
á eftirlaun. Og þótt hann væri til-
búinn að hjálpa öðrum hafði hann
alltaf vaðið fyrir neðan sig. Hann
bjó í þremur heimsálfum á ævi sinni
og kunni svo sannarlega að lesa
fólk. Hann var ekki kallaður riddari
götunnar að ástæðulausu, því hann
var litríkur karakter, réttlátur og
skemmtilegur.“ n
n Bílnum stolið eftir líkamsárás n Sendur einn heim af slysavarðstofunni
Auglýsing
fjölskyldunnar
„Auglýst er eftir árásarmanni og þjófi
á svörtum Mercedes Benz #B-747 árg.
2006 sem var stolið af eldri manni á
laugardaginn 12. jan. í Rvk Hverfisgötu/
og Kópvogi. Líklegast er að búið sé að
skipta um númer á bílnum ef hann er
á ferðinni. Ef einhver hefur mögulegar
upplýsingar þá vinsamlega hringið beint
í lögregluna.
Ps. Riddari götunnar er eldri maðurinn
sem rúntar miðbæ Rvk og Laugaveginn
með músíkina í bílnum með rúðurnar
skrúfaðar niður.“
„Hann
var litríkur
karakter, réttlátur
og skemmtilegur
Kristjana Guðbrandsdóttir
blaðamaður skrifar kristjana@dv.is
Glaður og góður maður „Pabbi var
opinn, glaður og góður maður sem var
alltaf tilbúinn að rétta öðrum hjálp-
arhönd,“ segir Rósa Björk Guðjónsdóttir
um föður sinn sem lést í síðustu viku eftir
skelfilega lífsreynslu. MyNd FréttabLaðið
Dó stuttu eftir
árás og bílrán
MEÐGÖNGUJÓGA- MÖMMUJÓGA- KRAKKAJÓGA
KARLAJÓGA- MJÚKT JÓKA- BYRJENDA-
NÁMSKEIÐ- JÓGA NÍDRA
Guðjón Guðjónsson
F. 22. júní 1936
D. 16. janúar 2013