Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2013, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2013, Side 14
Sandkorn U mmæli forstjóra Útlendinga­ stofnunar um „asylum tourism“ eða ferðamenn í hælisleit lýsa viðhorfum sem eru varhugaverð í stofn­ un sem fer með jafn viðkvæm mál. „Þá er fólk bara að fara til útlanda og kynnast landi og þjóð og nýti sér þá þjónustu sem hælisleitendum standi til boða,“ sagði Kristín Völundardóttir þegar hún lýsti áhyggjum sínum í viðtali við RÚV. Kvartaði hún undan málafjölda og langri málsferð og sagði þessar aðstæður skapa ákveðna hættu á að fólk myndi misnota kerfið. „Það getur verið dálítið aðlaðandi fyrir fólk sem að er ekki beinlínis hælisleitendur, sem ætlar að vinna ólöglega eða koma í öðrum tilgangi, að koma til Íslands. Þetta getur verið fýsilegur kostur, að fá frítt fæði og húsnæði þegar málsmeðferðin er svona hrikalega löng.“ Það má vera að inni á milli séu svartir sauðir sem hingað koma á fölskum forsendum en forstjóri Útlendingastofnunar getur ekki leyft sér að tala um málefni flóttamanna af slíkri léttúð. Í þessum ummælum felst vanvirðing við skjólstæðingana. Flóttamaður flýr heimaland sitt af ótta við ofsóknir vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis eða vegna stjórnmálaskoðana. Flóttamaður á í sumum tilfellum hættu á að sæta dauðarefsingu, pyntingum eða annarri ómannúðlegri meðferð eða refsingu í heimalandinu. Hann fór af illri nauðsyn og lagði allt í sölurn­ ar í von um betra líf. Margir þurfa að skilja maka eða aðra ástvini eftir, án þess að vita hvort eða hvenær þeir muni sjá þá aftur. Flestir sækja um hæli í nágranna­ löndum. Vesturlöndin virðast hafa reist múra í kringum sig og aðeins örfáir flóttamenn sækja um hæli hér á landi, hlutfallslega fáir miðað við önnur lönd. Engu að síður leyfir Kristín sér að tala svona um málefni flóttamanna. Til þess að setja ummæli Kristínar í samhengi við aðstæður og afdrif flóttamanna hér á landi er áhugavert að slá upp orðinu hælisleitandi á leit­ arstreng Google.is. Fyrsta fréttin sem upp kemur er af fimmtán ára hælisleitanda, Bilal, sem var dæmdur í fangelsi fyrir að fram­ vísa fölsuðum vegabréfum. Fangels­ ismálastofnun og Barnaverndarstofa gripu inn í og komu honum í fóstur. Þarna, fjórum mánuðum síðar, sagð­ ist hann aldrei vilja yfirgefa Ísland, en hafði ekki enn fengið bráðabrigða­ kennitölu og óvíst var um fram­ haldið. Næsta frétt fjallar um Askarpour Mohammad, 41 árs gamlan hælis­ leitanda frá Íran, sem var vistaður á geðdeild Landspítalans vegna sjálfsvígshættu. Hann kom hingað til landsins árið 2009 en var sendur til Grikklands, þar voru aðstæður taldar ómannúðlegar svo hann var sendur aftur til Íslands. Um miðjan júní var honum sagt að mál hans fengi flýtimeðferð og hann fengi svör innan fjögurra vikna. Fréttin birtist daginn eftir að sá tími var liðinn en Útlendingastofnun bar því við að við­ bótargögn hefðu tafið málsmeðferð. Þriðja fréttin segir frá Mehdi Kavyanpoor, hælisleitanda frá Íran, sem var úrskurðaður í tveggja vikna öryggisvistun eftir að hann reyndi að kveikja í sér í húsi Rauða krossins í Reykjavík. Hann hafði verið á Íslandi í sjö ár og á þeim tíma hafði honum fjórum sinnum verið synjað um dvalar leyfi þar sem honum tókst ekki að afla gagna sem sýndu fram á að hann hefði verið pyntaður í írönsku fangelsi. Kristín hefur áður tjáð sig um mál­ efni hælisleitenda á Íslandi. Um hlut­ verk stofnunarinnar hafði hún meðal annars þetta að segja: „Við erum líka útvörður íslensks velferðarkerfis. Ef við tökum þá geðþóttaákvörðun að ætla að veita öllum hæli eða dvalar­ leyfi án lagaheimildar þá fyllum við velferðarkerfið af fólki sem við getum í rauninni ekki boðið upp á mannsæmandi líf.“ Því fer fjarri að flóttamenn reyn­ ist byrði á velferðarkerfinu, flótta­ mennirnir taka þátt í samfélaginu líkt og aðrir innflytjendur og auðga mannlífið með menningu sinni. Fái þeir tækifæri til þess að mennta sig, taka þátt í atvinnulífinu og aðlagast samfélaginu geta þeir opnað dyr að alþjóðlegum samskiptum og við­ skiptum við önnur ríki. Það er mikilvægt að forstjóri Útlendingastofnunar beri virðingu fyrir þeim sem til hans leita og taki málefni flóttafólks alvarlega. Við þekkjum ekki afdrif þeirra sem vísað er úr landi. William Roberts er einn þeirra sem sendur var í burtu. Saga hans var svona: Hann missti alla fjölskylduna og marga af sínum bestu vinum í stríðinu í Líberíu. Hann var hand­ tekinn, barinn og pyntaður. Hendur hans og fætur voru brenndar og hann var lokaður inni í myrkrakompu dög­ um saman. Á hverjum degi var fangi drepinn og hann lifði í ótta um að nú kæmi að honum. Þegar fangels­ ið var sprengt upp skapaðist tækifæri til þess að flýja og hann flúði. Hann faldi sig í skipi án þess að vita hvert ferð þess væri heitið og kom í land í Hollandi. Þar var honum neitað um hæli svo hann varð sér úti um vegabréf og flaug til Bandaríkjanna eftir talsvert hark í Hollandi. Í Bandríkjunum sat hann í fangelsi í tvö ár áður en hann var sendur til Íslands árið 2005, en hér hafði hann millilent. Hann beið hér í þrjú ár áður en hann var send­ ur aftur úr landi. Til hans hefur ekki spurst síðan. Erfitt er að ímynda sér annað en að William hefði þótt lífið sem hefði beðið hans hér á landi mannsæm­ andi, hefði hann fengið tækifæri. Árni í Iceland n Jóhannes Jónsson kaup­ maður dró sig skyndilega út sem aðalstjórnandi Iceland­ keðjunnar sem undir hans stjórn hefur svo sannarlega tekið flugið. Skýringin er að veikindi hans tóku sig upp að nýju. Nýr aðaleigandi er Árni Pétur Jónsson, eigandi 10­11. Frá því Iceland var stofnað hef­ ur verið uppi orðrómur um sameiningu við 10­11. Flest­ ir töldu þá að Jóhannes yrði aðalmaður. Árni Þórður hef­ ur lengi verið í innsta hring Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og hafa þeir félagar átt í góðu samstarfi. Hrossaborgarar n Það er athyglisvert að Jóhannes Jónsson yfirgaf Iceland sama dag og versl­ unarkeðjan varð fyrir því stóráfalli að innkalla þurfti hamborgara vegna gruns um að í þeim væri að finna hrossakjöt í stað hreins nautakjöts. Þegar þetta áfall bætist við það að andlit keðjunnar hverfur á braut er framtíð Iceland á Íslandi óljós. Mál gætu farið á þann veg að 10­11 verði ofan á og Iceland hverfi jafnskjótt og það birtist. Grautfúll vara- þingmaður n Össur Skarphéðinsson utan ríkisráðherra ver af vígfimi þá ákvörðun ríkis­ stjórnarinn­ ar að fresta viðkvæmustu hlutum ESB­ viðræðn­ anna fram yfir kosn­ ingar. Inn­ an flokks ráðherrans er þó mikil ólga og telja margir aðgerðina vera mikil svik við málstaðinn. Nær hefði verið að mæta Steingrími J. Sigfús- syni af hörku og láta reyna á það hvort stjórnarsamstarfið héldi. Meðal þeirra sem eru grautfúlir er varaþingmað­ urinn Baldur Þórhallsson sem staðhæfir að málið stórskaði Samfylkinguna. Bitur háðfugl n Eftir því er tekið þessa dagana að Davíð Oddsson, ritstjóri Moggans og fyrr­ verandi seðla­ bankastjóri, er nær við­ þolslaus af skapvonsku. Davíð var í viðtali við Björn Bjarna- son á ÍNN þar sem hann fór hamförum og hraunaði yfir allt sem fyrir var. Var svo að skilja á gamla háðfuglinum að flestir fulltrúar stjórnlaga­ ráðs og þeir sem fylgja stjórn­ arflokkunum að málum séu hálfgerðir vitleysingar. Aug­ ljóst er að hann hefur ekki jafnað sig á því að hafa verið borinn nauðugur út úr Seðla­ bankanum. Sjaldan hefur ver­ ið á borð borið stærra safn af neikvæðni en þarna gerðist. Flestir eru opnir Mér brá smá Marteinn Þórsson segir tabú í samfélaginu varðandi alkóhólisma. – DV Tobba Marinós var til umfjöllunar í fyrirlestri í Háskóla Íslands. – DV Draumalandið: „Frítt fæði og húsnæði“„Við erum líka útvörður íslensks velferðarkerfis Á kjörtímabilinu hefur Björn Valur Gíslason, BVG, þingmaður VG, vakið á sér athygli fyrir orðbragð sem misbýður dagfarsprúðu fólki. Hann hefur í þingræðu kallað forseta Íslands „forsetagreyið“ og bætt um bet­ ur í skrifum og brúkað orðið „forseta­ bjáninn“. Hvoru tveggja án rökstuðn­ ings. Vandséð er hvernig slík ummæli verði réttlætt. Í þingræðu hefur BVG sakað þing­ mann um að hafa þegið greiðslur frá breskri lögmannsstofu í Icesave­mál­ inu. Dylgjað rakalaust um mútu­ þægni. Í þingræðu hefur BVG einnig sakað þingmann að ósekju um ölvun í ræðustól. Hann hefur við annan mann ráfað bláedrú fyrir framan ræðustól Alþingis með mótmælaskilti og trufl­ að tjáningarfrelsi þingmanns og þing­ störf. BVG hefur sem varaformaður fjárlaganefndar, þvert á valdsvið forseta Alþingis, ráðist af óbilgirni að ríkisend­ urskoðanda og starfsmönnum hans. Dæmin eru fleiri. Að okkur Lilju Mós­ esdóttur hefur þingmaðurinn vegið í viðtölum og greinum og sakað okk­ ur um gunguskap og að hafa hlaupist undan ábyrgð. Enn án rökstuðnings gagnvart ítarlega rökstuddri afstöðu okkar gegn löngum og alvarlegum van­ efndum forystu VG á stefnu flokksins. Ég vísa til svika í ESB­ og Icesave­ málunum. Endurreisn fjármálakerfis­ ins á kostnað velferðarkerfisins, heim­ ilanna og grunnstoða samfélags okkar, allt að fyrirmælum Alþjóðagjaldeyris­ sjóðsins, er gegn stefnu VG og and­ stæð norrænum velferðarsjónarmið­ um. Kapp hefur verið lagt á að bjarga fjármálafyrirtækjum á kostnað heim­ ilanna. Orðfæri og orðum BVG hafa fjöl­ miðlar á stundum hampað sem kjarn­ yrtu sjómannamáli. Ég þekki marga sjómenn en kannast ekki við þennan dónaskap í þeirra röðum. Þegar ég var að alast upp var einn vinsælasti skemmtikraftur þjóðarinn­ ar búktalarinn Baldur með brúðuna sína, hann Konna. Baldur var kurte­ is og yfirvegaður maður en Konni kjaftfor, ókurteis, á köflum klám­ fenginn og bölvaði. Konni hneykslaði Baldur margsinnis með orðfari sínu og hlaut ítrekað skammir og siðavönd­ un Baldurs. Til þeirra félaga, Baldurs og Konna, hefur mér oft verið hugsað þegar BVG á í hlut, nánasti samstarfs­ maður formanns VG. Ekki hef ég heyrt formanninn álasa „Konna“ sínum fyrir orðbragðið. Hann virðist ef eitthvað er ánægður með kjafthátt og óskamm­ feilni „Konna“. Nú stefnir í „óefni“, BVG er að svo stöddu utan seilingar við þingsæti á næsta kjörtímabili. Formaðurinn hlýtur að kippa því í liðinn og setja „Konna“ sinn í kjöltu sína og launa honum „öflugt liðssinni“. Því hefur verið haldið fram með frambærilegum rökum að virðing Al­ þingis sé í skötulíki. BVG á þar nokk­ uð drjúgan hlut að máli. Er ástæða til að minna BVG og sporgöngumenn hans á eftirfarandi niðurstöður þing­ mannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis: „Þingmannanefndin telur fulla ástæðu til að taka alvarlega gagnrýni í umfjöllun vinnuhóps um siðferði um íslenska stjórnmálamenningu og legg­ ur áherslu á að draga verði lærdóm af henni. Alþingi á að vera vettvangur umræðu sem tekur mið af almanna­ hagsmunum. Góð stjórnmálaumræða næst fram með því að láta andstæð sjónarmið mætast þar sem byggt er á staðreyndum og málin eru krufin til mergjar. Íslensk stjórnmál hafa ekki náð að þroskast nægilega í samræmi við það. Stjórnmálaumræður á Al­ þingi hafa einkennst um of af kapp­ ræðu og átökum og því þarf að efla góða rökræðusiði á Alþingi. Mikilvægt er að Alþingi ræki umræðuhlutverk sitt og sé vettvangur lýðræðislegra og málefnalegra skoðanaskipta. Al­ þingismönnum ber að sýna hugrekki, heiðarleika og festu í störfum sínum. Brýnt er að Alþingi og alþingismenn endurheimti traust þjóðarinnar með orðum sínum og athöfnum.“ Þingsályktun þingmannanefndar­ innar þessa efnis og um margt fleira var samþykkt af öllum 63 alþingis­ mönnum þjóðarinnar, einnig af BVG. Alþingi og alþingismenn munu ekki endurheimta traust þjóðarinnar með orðum og athöfnum Björns Vals Gísla­ sonar, þingmanns VG. Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 21. janúar 2013 Mánudagur „Alþingi og al- þingismenn munu ekki endurheimta traust þjóðarinnar með orðum og athöfnum Björns Vals Gíslasonar, þingmanns VG Aðsent Atli Gíslason Leiðari Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Pólitískur götustrákur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.