Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2013, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2013, Qupperneq 16
Kristin Arnthorsdottir Komdu sæl Guðrún! Hverju finnst þér ábótavant við barnalögin þar sem 97 kærumál af 100 eru felld niður og nánast 100% sönnunarbyrði hvílir á börnunum? Einnig hvað fyndist þér um að lögreglan hefði lygamæli sér til aðstoðar í þessum erfiðu málum? Alltaf er rætt um erfið mál en eru ekki til ráð sem bæta aðstöðu barnanna og að þau fái að njóta vafans? Finnst þér ekki þessi útkoma passa við það hversu margir barnaníðingar eru þarna úti og athafna sig í „friði og ró“ sbr. Karl Vignir?  Guðrún Jónsdóttir Sæl og blessuð Kristín. Þú ert væntanlega að tala um barnaverndarlög? Mér finnst slæmt hversu erfitt það er fyrir réttarkerfið á Íslandi að ná utan um kynferðisbrotamál. Það hefur þó sem betur fer margt lagast og tilvist Barnahúss skiptir sköpum. Það er þó ekki notað af barnaverndaryfirvöldum allra sveitarfélaga, t.d. ekki Reykjavíkur. Þessi mál eru þau erfiðustu sem ég þekki til, því sjaldnast eru vitni að þeim og því orð gegn orði. Því yngri sem börnin eru, því erfiðara er að ná fram sönnun. Ég hef ekki trú á lygamælum, þeir virka ekki sem sannanir. Ástasigrún Magnúsdóttir Eru til næg úrræði fyrir menn sem beita ofbeldi?  Guðrún Jónsdóttir Sæl Ásta Sigrún. Nei, það er sjálfsagt að til sé meðferðarúrræði fyrir alla þá kynferðisbrotamenn sem hugsanlega vildu nýta sér hana. Hins vegar held ég að fæstir þeirra átti sig á þörfinni fyrir hjálp. Það er líka svo að við vitum um þá fæsta og því verður meðferð aldrei nein allsherjarlausn í kynferðisbrota- málum. Þórarinn Einarsson Hversu algengt er að gerendur í kynferðisbrotamálum eða kaupendur kynlífsþjónustu séu þjóðþekktir eða valdamiklir einstaklingar? Getur verið að gerendur njóti óeðlilegrar verndar yfirvaldsins vegna klíkuskapar?  Guðrún Jónsdóttir Sæll Þórarinn. Kynferðisbrotamenn koma úr öllum stéttum, af öllu landinu. Þeir byrja stundum mjög ungir og brotamenn sem níðast á börnum, halda oft áfram út lífið. Þeir eru þverskurður af þjóðinni, og því leynast á meðal þeirra þekktir og valdamiklir einstaklingar. Í ljósi stöðu sinnar eru þeir stundum „ósnertanlegri“ en aðrir. Fólk vogar sér ekki að kæra þá. Vésteinn Gauti Hauksson Sæl Guðrún – nú hef ég vandað mig mjög mikið við að kenna mínum börnum um einkastað- ina (friðhelgi þeirra) og hef trú á að það hjálpi til við að koma í veg fyrir ofbeldi gagnvart þeim. En eru til einhverjar rannsóknir sem sýna fram á að þetta hafi einhvern tilgang?  Guðrún Jónsdóttir Mögulega, ég hef ekki yfirsýn yfir þær. Það er fínt að fræða börn og gera það sem hægt er til þess að börn geti sagt frá, ef þau eru beitt órétti. Það er þó þannig að mörg gera það ekki, þrátt fyrir alla fræðsluna og því verðum við að passa að gera þau ekki ábyrg fyrir eigin öryggi. Treystum því ekki að þau séu örugg vegna fræðslunnar. Kynferðisbrot eru oftast framin í skjóli trausts og því erfitt fyrir börn að segja frá. Fræðslan þarf að vera þannig uppbyggð að þau verði ekki gerð ábyrg. Vésteinn Gauti Hauksson Er fræðslan þá mögulega á einhverjum villigötum? Hvernig fræði ég barnið mitt á bestan máta að þínu mati?  Guðrún Jónsdóttir Sæll aftur. Ég held að meginatriðið sé að hafa þannig samband við barnið sitt að það treysti sér til þess að segja frá „vondum“ leyndarmálum. Að barnið geti treyst foreldrum sínum til þess að sleppa sér ekki, heldur ráða við slík mál. Það er mikilvægt að kenna þeim um mörk og um yfirráðrétt yfir sjálfum sér. Ég bara minni á að ofbeldi gegn börnum er framið í aðstæðum þar sem valdamunurinn er svo mikill að það er vafasamt að barnið ráði við að leita sér hjálpar, hversu vel sem við fræðum það og þá er það samt ekki barninu að kenna, eins og það gæti haldið sjálft. Ólafur Benediktsson Langar að spyrja um eitt varðandi Stígamót. Kom með fyrrverandi eiginkonu minni til ykkar fyrir mörgum árum síðan. Hún hafði verið misnotuð sem barn á hræðilegan hátt. Okkur fannst við finna svo mikla reiði og biturleika hjá svo mörgum, einnig forsvarsmönnum. Er ekkert í ykkar prógrammi, sem segir að við þurfum að fyrirgefa gerandanum? Það að lifa með reiði og biturleika í hjarta er mjög skaðlegt fyrir okkur. Munum orð Jesú um það að við verðum að fyrirgefa og biðja fyrir óvinum okkar.  Guðrún Jónsdóttir Sæll Ólafur. Þetta er mikilvæg spurning. Stígamót eiga nú langa sögu og hafa starfsaðferðir verið bættar og nú eru allar starfskonur Stígamóta með háskólamenntun sem nýtist í starfi, auk þess að hafa kynjaða sýn á samfélagið. Spurningin um fyrirgefningu er oft rædd. Margt af okkar fólki hefur þörf fyrir að fyrirgefa, eða getur ekki fyrirgefið. Spurningin er líka um það hverjum ætti að fyrirgefa? Fólk er oft þjakað af sektarkennd, svo ósann- gjarnt sem það er. Kristin Arnthorsdottir Finnst þér ekki Guðrún að við ættum að beina sjónum okkar að öllum þessum niðurfelldu málum og fá almennileg svör við því hvers vegna svona fá mál koma til kasta dómstóla? Hér á eftir er svar Guðbjarts Hannessonar til mín á facebókinni: Sammála þér Kristín, það er umhugsunarefni hvers vegna svo fáar kærur hafa borist og hve fáir dómar fallið. Takk fyrir þína baráttu, haltu áfram að veita okkur sem stjórnum landinu aðhald. Nú eru þessi mál öll komin í endurskoðun og gott að hafa fólk sem fylgist með.  Guðrún Jónsdóttir Sæl Kristín. Hlutfall niðurfelldra mála miðað við dóma er meginbrotalömin í réttarkerfinu okkar. Við það má bæta öllum þeim málum sem ekki eru kærð. Aðeins 11–12% okkar fólks leggur í að kæra, svo það er annað aðalatriði. Það þarf að gera allt sem mögulega er unnt til þess að gera réttarkerfið þannig að fólk treysti sér til þess að leita réttar síns. Takk fyrir góðar kveðjur. Baldur Guðmundsson Hvað finnst þér um þá miklu umfjöllun sem kynferðis- brotamál hafa fengið í fjölmiðlum síðustu vikur? Og hvernig hefur sú bylgja haft áhrif á starf ykkar hjá Stígamótum?  Guðrún Jónsdóttir Sæll Baldur. Þegar umræðan er málefnaleg, eins og mér finnst að hún hafi verið sl. hálfan mánuð, þá er hún fyrst og fremst til góðs. Mjög margir hafa nú leitað sér hjálpar hjá okkur og aðrir hafa kært til lögreglu. Umræðan hefur snúist um hvað við getum gert til þess að bæta móttökuskil- yrðin þegar fólk leitar hjálpar og hvernig við getum aukið fræðslu og forvarnir. Við höfum í síðustu viku verið boðaðar á fund allsherj- arnefndar. Borgarstjórn heimsótti Stígamót og fleiri valdhafar. Regina Eiriksdottir Sérfræðingur sagði að 1% karla væru haldin barnagirnd. Er til tala um barnagirnd kvenna?  Guðrún Jónsdóttir Sæl Regína. Það eru til dæmi um hvað sem er í þessum heimi. Líka um konur sem nauðga og drepa og gera ýmislegt slæmt. Það eru sannarlega til kon- ur sem beita kynferðisofbeldi og ég held að þær séu fleiri en okkar tölur segja til um. Prósentutölur eru mjög breytilegar eftir því um hvaða rannsóknir er að ræða. Þær geta komist upp í 10–20% og ljóst er að „skuggatölur“ eru nokkrar. Hannes Baldursson Nokkrir hafa verið sýknaðir af nauðgunarkærum með vörninni „ég hélt hún vildi þetta“ eða einhverju í þá áttina. Hversu algengt er að slík mál komi upp á borðið hjá Stígamótum og hverja telur þú vera orsök þessa „misskilnings“?  Guðrún Jónsdóttir Eftir tilkomu Neyðarmóttöku vegna nauðgana árið 1993, hefur oft verið hægt að sanna að menn hafi haft „samræði“ við konu og þá var það nærtækt fyrir menn að segjast hafa haldið að athöfnin færi fram með vilja beggja. Við þekkjum mörg dæmi þess, líka þar sem um líkamlega áverka var að ræða og konur sýndu merki mikils áfalls. Ég held að í samskiptum fólks ætti að ríkja sú meginregla að kynin virði hvert annað og kynlíf eigi sér þá og því aðeins stað að ljóst sé að þátttakendur vilji það báðir. Auður Ketilsdóttir Sæl vinkona. Þú hefur nefnt lágt hlutfall sakfellinga hér að ofan en hvaða öðrum málum myndir þú vilja sjá ráðamenn beita sér fyrir að ná í gegn? Hver eru þrjú efstu á óskalistanum?  Guðrún Jónsdóttir Sæl og blessuð Auður. Ég hef beitt mér fyrir því að Neyðarmóttaka vegna nauðgana verði stórefld. Minni á það hvílíkt fyrirmyndarúrræði Barnahúsið þykir vera, þannig á Neyðarmóttakan líka að vera, en hún er nú staðsett inni á Neyðarmóttöku. Ég myndi vilja að lögreglan forgangsraði sínum mál- um þannig að hún fylgi eftir lögum sem banna kaup á konum og ég myndi vilja að nektarbúllunum yrði lokað. Þar að auki hef ég leikið mér að hugmyndum um sérstakan saksóknara og sérstakan dómstól í kynferðismálum. Heiða Heiðars Sæl Guðrún. Hvaða skoðun hefur þú á aðferðum Blátt áfram þar sem börn eru notuð í auglýsingum og segja sín mörk?  Guðrún Jónsdóttir Sæl Heiða. Ég dáist að dugnaði og þrautseigju Blátt áfram-kvenna og finnst þær hafa gert margt gott. Ég er ekki sammála öllu í þeirra hugmynda- fræði, en hef ákveðið að gagnrýna þær ekki opinberlega. Vonandi virðirðu það við mig. Guðrún Gunnarsdóttir Sæl Guðrún, af hverju má ekki upplýsa um þessa menn, þetta eru nánast alltaf karlmenn, með nafni, eins og gert er t.d. í Bandaríkjun- um? Það er gert til varnar, svo að t.d. foreldrar átti sig á því hvort barnakynferðisbrotamaður búi í næsta nágrenni.  Guðrún Jónsdóttir Sæl Guðrún. Það er tvíeggjað sverð að nafn- greina brotamenn. Hins vegar hafa nokkrir haft samband við okkur eftir stóra Kastljósmálið og varpað fram hugmynd um skrá yfir brota- menn. Það hringdu nokkrir til okkar sem Karl Vignir hafði beitt ofbeldi og sögðu frá því að þau hefðu ekki haft hugmynd um hversu stórtæk- ur hann hefði verið. Þau héldu að hann hefði bara beitt sig ofbeldi. Draumar eru til um að til sé skrá sem geyma mætti á heimasíðu eða hjá lögreglu þar sem menn eru á einhvern hátt auðkenndir t.d. með upphafsstöfum eða öðru kenni- merki, þannig að fólk geti kannað hvort nauðgarar þeirra hafi brotið gegn fleirum. Ég skil mjög vel þá þörf, en veit ekki hvernig hægt væri að framkvæma þetta, án þess að brjóta lög og varpa tortryggni á fólk sem ekkert hefur af sér gert. Mögulega er þetta verkefni sem lögregla gæti útfært. Fundarstjóri Þessi spurning barst í tölvupósti: Í Kastljósi 10. janúar sagðir þú að ef loka ætti af alla kynferðisafbrotamenn þyrfti að byggja yfir Akureyri og Kópavog. Það gera rúmlega 45.000 manns. Ert þú á þeirri skoðun að þriðjungur karlmanna sé kynferðisaf- brotamenn?  Guðrún Jónsdóttir Ég sló þessu fram til þess að undirstrika að þeir eru margir og að lausnin sé ekki að loka þá inni, heldur aðeins stórvirkustu síbrotamennina sem vitað er að hætta ekki nema þeir séu stöðvaðir og þeir eru örfáir svo vitað sé. Enginn veit hversu margir kynferðisbrotamenn eru, en ýmsar rannsóknir benda til þess að þeir séu skuggalega margir. Samkv. rannsókn Hrefnu Ólafsdóttur frá 2002 er talið að 17% barna gætu hafa verið beitt kynferðisofbeldi. Rannsókn og greining hafa nefnt 10–12% ef ég man rétt. Kristján Sigurður Kristjánsson Hví ekki að skilgreina „barnagirnd“ eins og hverja aðra kynhneigð?  Guðrún Jónsdóttir Sæll Kristján. Fólk hefur hnotið um orðið barna- girnd. Girnd er kennd sem þarf ekki að leiða til ofbeldis og því ætti ekki að nota orðið. Í sannleika sagt, hef ég ekki hugsað um þetta og á ekkert gáfulegt svar. Þarf að hugsa þetta og ræða til þess að mynda mér skoðun. Róslín Valdemarsdóttir Finnst þér að íslensk stjórnvöld ættu að grípa inn í mál þriggja íslenskra stelpna í Danmörku, þar sem íslensk yfirvöld sendu þær í hendur föður þeirra og stuttu síðar lætur yngsta dóttirin, 5 ára, vita af því að henni sé illt á því svæði þar sem enginn má snerta og elsta dóttirin var send á sjúkrahús með greinilegt handarfar eftir föður?  Guðrún Jónsdóttir Sæl Róslín. Ég þekki ekki þetta hrikalega erfiða mál og hef ekki sett mig inn í það. Hafi stúlkurnar sagt þetta, ber að sjálfsögðu að taka það alvarlega og rannsaka það. Gunnhildur Steinarsdóttir Hvers konar úrræði mundir þú vilja sjá fyrir dæmda kynferðisafbrotamenn þegar þeir hafa lokið afplánun?  Guðrún Jónsdóttir Sæl Gunnhild- ur. Aðallega myndi ég vilja að fleiri kynferðisbrotamenn væru dæmdir. Hlutfallið á milli kærðra mála og dóma er óviðunandi. Ég hef enga trú á hefnd eða refsingum, ég vil bara stöðva ofbeldi og að fólkið okkar fái viðurkenningu á að á þeim hafi verið brotið. Ég vildi að til væri meðferð sem væri 100% örugg, en ég hef hvergi heyrt um hana. Ég óska þess bara að þeir hafi fengið betrun og hætti að beita ofbeldi. 16 Umræða 21. janúar 2013 Mánudagur „Ég vil bara stöðva ofbeldi“ M y n d iR E y Þ Ó R Á R n A S O n „Hæfur sem ráðgjafi hjá hvaða banka sem er ;)“ Jón Páll Garðarsson við frétt DV af svikaslóð Halldórs Viðars Sanne sem meðal annars rukk- aði hundruð þúsunda fyrir lífvarðanám- skeið sem aldrei voru haldin. „Ég átti einu sinni svona nágranna og virkaði vel að hnoða bollur úr fiskimjöli og laxerolíu, þessu dreifði ég um nágrennið og mér er sagt að eigandinn hafi þurft að þrífa ræpuna ekki bara af veggjum heldur loftinu líka og öskrin í eigandanum eru mér enn í fersku minni.“ Sverrir Þór Einarsson við frétt um baráttu hótelstjórans Veigars Freys Jökulssonar við geltandi hund í nágrenni Hótel Brúar. „Hún er góður frétta- maður og á ekki að gjalda fyrir uppruna sinn.“ Rúnar Eiríksson við brot úr viðtali DV við Pál Magnússon út- varpsstjóra þar sem hann sagði dóttur sína Eddu Sif hafa sótt um starf íþróttafréttamanns án hans vitneskju. „Í blíðu og stríðu þangað til að ríkið aðskilur okkur.“ Hólmar Kr. Þórhallsson við frétt um þvingaðan aðskilnað hjónanna Páls Bergþórssonar og eiginkonu hans Huldu Baldursdóttur. Hún þarf að búa á hjúkrunarheimili vegna heilsubrests en hann getur ekki búið hjá henni. „Svo sláandi líkur sem hann er norninni í sögunni um Hans og Grétu, þarf hann varla að undrast að einhverjir vilji koma á hann böndum.“ Jóhannes Ragnarsson við frétt um ummæli Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar í viðtali við Sunday Times. Kvaðst Jón vera fórnarlamb nornaveiða. „Af hverju átti hún ekki að sækja um þetta starf?? Af hverju á hún að þurfa sneiða framhjá störfum sem hún er fullfær um að sinna og langar til að vinna við? Það væri mismunun ef hún þyrfti að sleppa því að sækja um þau störf sem í boði eru bara af því að pabbi hennar er í stjórnunarstöðu? Ég er bara ekki að skilja þessa heift og kjaftagang varðandi það að hún hafi sótt um þetta starf og verið ráðin í það. Hún hefur staðið sig með stakri snilld og það var góð tilbreyting að sjá hressa, orðheppna og brosmilda stelpu í þessu starfi. Munið aðgát skal höfð í nærveru sálar. P.s. Hversu mörg ykkar hafa lagt inn gott orð fyrir vini og vanda- menn, þegar verið er að ráða í störf þar sem þið þekkið til.... nei ég bara spyr.“ dagný Björk Hreinsdóttir við brot úr viðtali DV við Pál Magnússon þar sem hann ræddi mál dóttur sinnar. Vinsæl ummæli við fréttir DV.is í vikunni 22 15 28 10 19 12nafn: Guðrún JónsdóttirAldur: 58 ára Starf: Talskona Stígamóta Menntun: Félagsráðgjafi Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, var á Beinni línu DV.is á föstudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.