Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Page 4
4 Fréttir 1.–3. febrúar 2013 Helgarblað Metro aftur í gjaldþrot n Nýr eigandi sagður vinur Jóns Garðars L íf og heilsa ehf., sem frá árinu 2010 hefur rekið skyndibita- staðina Metro, hefur með úr- skurði Héraðsdóms Reykjavík- ur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Félagið tók við rekstrinum eftir að Lyst ehf. varð gjaldþrota. Jón Garð- ar Ögmundsson, sem átti Lyst og er framkvæmdastjóri Líf og heilsu er fyrrverandi eiginmaður Kristínar Jó- hannesdóttur, dóttir Jóhannesar í Bónus og systir Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar. Lyst rak áður McDonalds veitingastaðina á Íslandi. DV greindi frá því í júlí árið 2010 að Jón Garðar hefði, þegar Lyst var úrskurðað gjaldþrota, fært rekstur skyndibitakeðjunnar yfir á Líf og heilsu, sem var í eigu kærustu hans, Ásgerðar Guðmundsdóttur. Engar skuldir fylgdu með í þeim kaupum, þær urðu eftir í hinu gjaldþrota fé- lagi. Samkvæmt heimildum mbl.is fæst lítið upp í 400 milljóna króna kröfur sem gerðar voru í þrota- bú Lystar, þvert á yfirlýsingar Jóns Garðars á sínum tíma. Skiptum á bú- inu er ekki lokið. Mbl.is hefur eftir Jóni Garðari að ástæðu gjaldþrotsins nú megi rekja til þess að fyrirtækinu hafi ekki tek- ist að semja um greiðslu opinberra gjalda en að eignir félagsins muni duga upp í allar skuldir, um 100 milljónir króna. Fram kemur í frétt mbl.is að nýr rekstraraðili sé þegar kominn fram. Það félag heitir M-Veitingar en eig- andi þess er Jón Heiðar Pálsson, ná- granni Jóns Garðars á Seltjarnarnesi og samkvæmt heimildum DV, góður vinur. Jón Heiðar er sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs Maritech. Mbl.is hefur eftir Jóni Garðari að miklir pen- ingar séu á leið inn í félagið en hann vilji ekki gefa upp hverjir nýir kaup- endur séu. Þess má geta að M-Veitingar var stofnað í lok september og var skráð til heimilis að Smáratorgi 5, þar sem Metro er til húsa. Undir stofnskjöl- in skrifuðu meðal annars systir Jóns Garðars og faðir. n baldur@dv.is Ný prjónablöð frá Rauma með íslenskri þýðingu Ármúla 18, 108 Reykjavík Sími 511 3388 Opið mán - fös 9 - 18, lau 11 - 15 Á hausinn Félagið var úrskurðað gjald- þrota í janúar. Íhugar framboð til varaformanns „Ég staðfesti að ég er að hugsa málið,“ segir Ólína Þorvarðardótt- ir, þingkona Samfylkingarinnar, sem útilokar ekki að blanda sér í slaginn um varaformannssæti flokksins á komandi landsfundi. DV hefur heimildir fyrir því að vaxandi þrýstingur sé á Ólínu innan flokksins að gefa kost á sér en framboðsfresturinn rennur út klukkan 13:00 næsta laugardag. Ólína hefur hins vegar legið und- ir feldi og herma heimildir inn- an flokksins að hún muni bíða og sjá hvor hreppi formannsstólinn, Guðbjartur Hannesson eða Árni Páll Árnason, áður en hún tekur ákvörðun. Það gæti því ekki legið fyrir fyrr en á laugardagsmorgun hvort Ólína fari fram. Þegar er ljóst að Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Katrín Júl- íusdóttir, fjármála- og efnahags- ráðherra, gefa kost á sér í varafor- mannskjörinu. Gáfu Vilborgu nuddinniskó Starfsfólk kvenlækningadeild- ar 21A á Landspítala afhenti Vilborgu Örnu Gissurardóttur suðurpólsfara gjafir þegar kaffi- boð henni til heiðurs var haldið á deildinni á miðvikudaginn. Vil- borg gekk 1.140 kílómetra og safn- aði áheitum fyrir Líf, styrktarfélag kvennadeildar LSH. „Sérstaklega var safnað fyrir kvenlækninga- deildina til að bæta aðbúnað fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Nú þegar hafa safnast yfir 13 millj- ónir króna,“ segir í tilkynningu. „Starfsfólk kvennadeilda lýsti að- dáun sinni á þeim kjarki og þori sem Vilborg Arna hefði og óskaði henni innilega til hamingju með þetta mikla afrek. Við komuna af- henti starfsfólkið henni gjafir, þar á meðal nuddinniskó fyrir lúna fætur,“ segir í tilkynningunni. Sömu dómarar sýknuðu Styrmi n Mögulegt að stjórnendur hafi lagt á ráðin um Exeter Holdings-viðskiptin H éraðsdómur Reykjavík- ur sýknaði Styrmi Braga- son af ákæru um umboðs- svik í Exeter Holdings í annað sinn á fimmtudaginn. Arn- grímur Ísberg, Guðjón St. Marteins- son og Ragnheiður Harðardóttur kváðu upp dóminn. Þau Arngrímur og Ragnheiður kváðu líka upp dóm- inn í Exeter Holdings-málinu árið 2011 og sýknuðu Styrmi þá líka. Spari- sjóðsstjóri og stjórnarformaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson og Jón Þor- steinn Jónsson, voru einnig sýknaðir af ákæru í málinu, líkt og Styrmir, árið 2011 en Hæstiréttur Íslands snéri þeim dómi í fyrra og dæmdi þá í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Í sama dómi vísaði Hæstiréttur Ís- lands málinu gegn Styrmi Bragsyni aftur heim í hérað til efnismeðferðar með eftirfarandi orðum: „Eins og áður er rakið var ákærði X [Styrmir Braga- son; innskot blaðamanns] sýknaður í héraði af báðum þessum ákæruliðum með þeim rökum einum að ákærðu Jón og Ragnar teljist ekki hafa framið það brot sem í I. kafla ákæru greinir.“ Vegna þess að Jón Þorsteinn og Ragn- ar Z. voru dæmdir í Hæstarétti taldi dómurinn að fjalla þyrfti aftur efnis- lega um mál hans. Nú hefur héraðs- dómur hins vegar komist að því að Styrmir hafi ekki framið lögbrot með aðkomu sinni að málinu. Ríkissaksóknari, Sigríður Frið- jónsdóttir, mun taka ákvörðun um það hvort málinu verður vísað til Hæstaréttar. Losnuðu við lán Exeter Holdings-málið snýst um 1.100 milljóna króna lán sem Byr veitti eignarhaldsfélaginu Exeter Holdings á seinni hluta ársins 2008. Lánið var notað til þess að kaupa stofnfjárbréf af stjórnendum Byrs, meðal annars Jóni Þorsteini og Ragnari Z., auk MP banka, á yfirverði. Líkt og rakið er í dómi Hæstaréttar hafði MP banki gjaldfellt lán þeirra Jóns Þorsteins, Ragnars Z. og fleiri aðila sem tengd- ust Byr í byrjun október 2008 og kraf- ið þá um greiðslu á lánum sem þess- um aðilum hafði verið veitt til að fjárfesta í stofnfjárbréfunum í Byr. Jón Þorsteinn og Ragnar voru í ábyrgðum fyrir lánunum og höfðu því hagsmuni af því að láta Byr lána Exeter Holdings fjármuni til að kaupa af þeim bréfin svo þeir losnuðu undan ábyrgðun- um. Styrmir lagði á „ráðin“ Fyrir liggur að Styrmir Bragason kom að því að leggja á „ráðin“, eins og það var orðað í dómi Hæstaréttar yfir þeim Jóni Þorsteini og Ragnari Z. á sínum tíma, að skipuleggja lánveitingarnar út úr Byr til stjórnenda Byrs en þess- ir fjármunir voru síðan notaðir til að endurgreiða MP banka lánin. Dóm- ur Hæstaréttar yfir þeim Ragnari Z. og Jóni Þorsteini bendir til að rétturinn sé líklegur til að túlka aðkomu Styrm- is að Exeter Holdings málinu með víðari hætti en héraðsdómur. Í samtali við DV í nóvember 2009 sagði Margeir Pétursson, stjórnar- formaður og aðaleigandi MP banka á þeim tíma, frá því að bankinn hefði haft milligöngu um að finna kaup- anda að bréfunum og tekið þátt í fjár- mögnuninni á þeim. „Ég staðfesti að við höfðum milligöngu um þessi við- skipti og að þau voru boðin með fjár- mögnun.“ Eigandi Exeter Holdings, sem keypti bréfin af Jóni Þorsteini og Ragnar Z. og fleirum, var Ágúst Sindri Karlsson sem var einn af stofnendum MP banka og einnig stjórnarmaður í félögum á vegum hans. Slapp við gjaldfellingu Í aðalmeðferðinni í Exeter Holdings málinu í héraði kom fram að Ágúst hefði sloppið við gjaldfellingu 50 millj- óna króna láns hjá MP banka gegn því að kaupa bréfin til Exeter. Nokkrum dögum eftir Exeter Holdings snún- inginn í október 2008 sendi yfirmaður áhættustýringar MP banka tölvupóst til regluvarðar bankans þar sem fram sagði: „ÁSK var ekki gjaldfellt vegna Byr-dílsins.“ Ýmis konar upplýsingar í mál- inu benda því til að MP Banki hafi skipulagt viðskiptin með Byrsbréfin enda hafði bankinn mikla hagsmuni af því að fá til baka þann milljarð króna sem hann átti útistandandi vegna fjármögnunarinnar á bréfun- um. Í stað þess að fá lánin greidd til baka frá Byr bókfærði MP banki hjá sér lán til Exeter Holdings fyrir bréf- unum í Byr sem skiptu um hendur. Það lán fékkst auðvitað aldrei greitt til baka enda voru bréfin búin að hrynja í verði og voru lítils virði þegar viðskiptin áttu sér stað. Skiptum á búi Exeter Holdings lauk í ágúst 2011 og fékkst ekkert upp í 1.600 millj- óna króna kröfur sem lýst var í búið en þar var krafan frá MP banka lang- hæst. n Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „ÁSK var ekki gjald- fellt vegna Byr-dílsins Sýknaður aftur Styrmir Bragason hefur nú verið sýkn- aður tvisvar af ákæru í Exeter Holdings-málinu. Orðalag í dómi Hæstaréttar Íslands bar þess merki að dómurinn vildi túlka aðkomu hans með víðari hætti en héraðsdómur. myNd SiGtryGGur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.