Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Qupperneq 6
6 Fréttir 1.–3. febrúar 2013 Helgarblað
Óskari Finnssyni stefnt
n Íslandsbanki fer í hart
A
thafna- og veitingamann-
inum Óskari Finnssyni,
sem meðal annars stofn-
aði veitingahúsið Argent-
ínu á sínum tíma og hefur tengst
sölu á Herbalife á Íslandi, hefur
verið stefnt vegna rúmlega 7 millj-
óna króna skuldar við Íslands-
banka. Þetta kemur fram í stefnu
í Lögbirtingablaðinu. Ekki hefur
tekist að birta Óskari stefnuna en
hann er búsettur á óþekktum stað
á Spáni.
Um er að ræða lán sem Óskar
tók upphaflega hjá Byr en Íslands-
banki yfirtók sjóðinn árið 2011.
Skuldin er á tékkareikningi Ósk-
ars í Íslandsbanka sem var áður
hjá Byr.
DV greindi frá því á seinni hluta
síðasts árs að Óskar hefði stað-
ið í stórfelldu gjaldeyrisbraski hér
á landi eftir hrunið 2008, ásamt
bróður sínum Sigurði. Breska
eignarhaldsfélagið Archbay Lim-
ited var notað í viðskiptunum en
það félag sótti um íslenska kenni-
tölu í ágúst 2009, í gegnum Byr, til
að geta stundað bankaviðskipti á
Íslandi. Óskar Finnsson er stjórn-
andi Archbay Limited samkvæmt
upplýsingum úr bresku hluta-
félagaskránni.
ingi@dv.is
Kaupverðið í
hreinan hagnað
n Skýrsla um fyrirtæki Ross Beaty, Alterra Power, og söluna á HS Orku
O
rkufyrirtæki Kanadamanns-
ins Ross Beaty, Alterra
Power áður Magma Energy,
gæti hagnast um tæpa 16
milljarða króna, 123 millj-
ónir dollara, við ætlaða sölu á tæplega
67 prósenta hlut fyrirtækisins í HS
Orku á Reykjanesi. Þetta kemur fram
í skýrslu sem breska verðbréfafyrir-
tækið Mirabaud vann fyrir Alterra um
stöðu og framtíðarmöguleika félags-
ins og er dagsett þann 7. desember
árið 2012. Skýrslan ber yfirskriftina:
„Bæ, bæ Björk?“ Þessi ætlaði hagnað-
ur byggir á því að Alterra Power selji
hlutinn á sama gengi og félagið seldi
rúmlega 33 prósenta hlut í félaginu
í tveimur hlutum til félags í eigu ís-
lenskra lífeyrissjóða, Jarðvarma slhf.
Fyrirtæki Ross Beaty keypti HS Orku
fyrir 280 milljónir dollara árið 2010.
Líkt og kom fram í fjölmiðlum í
síðustu viku eru viðræður íslensks
fjárfestahóps, sem Alexander Guð-
mundsson og Eldur Ólafsson fara fyr-
ir, um kaup á hlut Alterra í HS Orku
dottnar upp fyrir. Alexander segist að-
spurður vera bundinn trúnaði um við-
ræðurnar um kaupin og geti ekki tjáð
sig um af hverju þau upp duttu fyrir.
Búast við að selja á rúma
30 milljarða
Í skýrslunni frá Mirabaud kemur
fram að ef Alterra selur hlutinn á
sama gengi og rúmlega 33 prósenta
hlutinn í félaginu þá muni verðmæti
hans vera 243 milljónir dollara, eða
rúmlega 31 milljarður króna. Eft-
ir að fyrirtækið hefur greitt upp
skuldir vegna hlutarins, 120 millj-
ónir dollara, þá er búist við hagnaði
af viðskiptunum upp á áðurnefnda
upphæð, 123 milljónir dollara, eða
tæpum 16 milljörðum króna.
Þessi ætlaði hagnaður af sölunni
nemur nærri sömu upphæð og
kaup verðið sem fyrirtæki Ross Beaty
greiddi fyrir ríflega helming hlutafjár
í HS Orku um mitt ár 2010. Þá keypti
fyrirtæki Beatys hlutinn af Geysi
Green Energy. Ef af sölunni verður
á þessu verði mun Beaty því ná að
ávaxta sitt pund vel á Íslandi.
Lægra hagnaðarmat Mirabaud er
113 milljónir dollara, eða ríflega
14 milljarðar króna, af sölunni en
það byggir á því að gengi íslensku
krónunnar hefur lækkað talsvert
frá kaupunum á HS Orku árið 2010
auk þess sem heimsmarkaðsverð á
áli hefur lækkað. Í skýrslunni segir
að jafnvel þó að félagið hagnist um
113 milljónir dollara á viðskiptun-
um, eftir að búið verður að greiða
upp skuldir vegna fjármögnunar
hlutarins, þá sé það góður hagnað-
ur. „Þetta yrði mjög jákvæð niður-
staða...“ segir í skýrslunni.
Vantar fjármagn í kanadískt
verkefni
Út frá skýrslunni er ljóst að Alterra
hefur mikinn hug á að selja hlut-
inn í HS Orku fyrir rétt verð. Ein af
ástæðunum sem nefnd er í skýrsl-
unni er að með sölunni gæti félagið
fengið reiðufé til að fjármagna virkj-
anaverkefni í Kanada, nánar tiltek-
ið í Bresku Kolumbíu. Alterra starfar
víða um lönd, meðal annars í Síle.
Í skýrslunni segir meðal annars að
það jákvæða við að selja hlutinn í
HS Orku sé að þá geti félagið fjár-
fest á svæðum þar sem orkuverð er
ódýrara.
Um þetta segir meðal annars
fremst í skýrslunni: „Í júlí 2012 var
tilkynnt að Alterra hefði borist tilboð
í hlut þess í HS Orku. Samkvæmt
síðasta verðmati bréfanna og eft-
ir að gengið hefur verið frá endur-
greiðslu á Magma-skuldabréfunum
(sem notuð voru til kaupanna, gæti
salan á 67 prósent hlut Alterra leitt
af sér 113 milljón dollara hagnað (í
Kanada dollurum 0,24 á hlut). Slík
viðskipti gæti átt sér stað fyrir miðbik
ársins 2013 og þetta reiðufé gæti ver-
ið notað í önnur verkefni á svæðum
þar sem orkuverð er hagstæðara.“
Alterra og Ross Beaty virðast því
hafa mikinn hug á að selja hlut-
inn í HS Orku enda myndi fyrirtæk-
ið hagnast vel á honum. Ljóst er því
að Beaty lítur ekki lengur á HS Orku
sem langtímafjárfestingu en í til-
kynningu sem hann sendi frá sér
árið 2009, fyrst eftir að hann keypti
lítinn hlut í HS Orku, kom fram sú
skoðun hans að um langtímafjár-
festingu væri að ræða. n
„Bæ,bæ
Björk?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Ævintýralegur hagnaður
Hagnaður Ross Beaty af fjár-
festingunni í HS Orku er ansi mikill
ef marka má skýrslu Mirabaud.
Íslandsbanki
stefnir Íslandsbanki
hefur stefnt Óskari
Finnssyni vegna
rúmlega 7 milljóna
króna skuldar.
ASÍ stefnir LÍÚ
Alþýðusamband Íslands krefst
þess að viðurkennt verði fyrir Fé-
lagsdómi að Landssamband ís-
lenskra útvegsmanna hafi brotið
lög um stéttarfélög um vinnudeil-
ur þegar það beindi þeim fyrir-
mælum til félagsmanna sinna að
skip héldu ekki til veiða eftir sjó-
mannadaginn í fyrra. Þeim hafi
þess í stað verið beint til Reykja-
víkurhafnar 7. júní 2012 í mót-
mælaskyni gegn frumvörpum um
breytingu á stjórn fiskveiða og
veiðigjöld.
„Flestum ætti að vera í fersku
minni þau læti sem urðu við
Reykjavíkurhöfn í kringum svo-
kallaðan „samstöðufund“ út-
gerðarmanna sl. sumar. ASÍ gerir
enga athugasemd við þann fund
og viðurkennir fúslega rétt út-
gerðarmanna sem og annarra að
hafa skoðanir og halda kröfum
sínum á lofti. Ekki sé hins vegar
ásættanlegt að nær allur fiski-
skipafloti Íslands hafi verið stöðv-
aður í því samhengi, enda að mati
ASÍ engin rök sem hníga til þess
að LÍÚ hafi beint því til sinna fé-
laga með boði að ofan að veiðar
skyldu stöðvaðar þar til eftir fund-
inn. Að mati ASÍ hafi þessi stöðv-
un flotans falið í sér ólögmæta
vinnustöðvun eins og það hugtak
er skilgreint í nefndum lögum um
stéttarfélög og vinnudeilur.
Baðst afsökun-
ar á orðfærinu
„Þetta er íbúafundur og ég stíg
fram til að setja fram ákveðið
sjónarmið en óheppilegt orð-
færi, sem ég biðst afsökunar á,
fær alla athyglina,“ sagði Sigurður
Harðarson, stjórnarmaður í Félagi
Sjálfstæðismanna í Grafarvogi í
kvöldfréttum RÚV á miðvikudag.
Hann vísaði þar til ummæla sinna
á íbúafundi í Grafarvogi þar sem
hann kallaði meðal annars borg-
arstjóra hyski.
Sigurður sagði þó gagnrýnina
á borgaryfirvöld eiga rétt á sér þar
sem íbúar í Grafarvogi hafi þurft
að lifa við yfirgang í skólamálum.