Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Side 10
10 Fréttir 1.–3. febrúar 2013 Helgarblað
S
egja má að viðhorf Íslendinga
til Evrópusambandsins (ESB)
hafi að einhverju leyti litast af
Icesave-málinu á undanförn-
um árum. Enda er óhætt að segja að
Bretar og Hollendingar hafi reynt að
beita áhrifum sínum víða gegn Ís-
landi í tengslum við Icesave-mál-
ið. DV leitaði til Eiríks Bergmanns
Einarssonar, prófessors í stjórn-
málafræði við Háskólann á Bifröst og
spurði hann hvort úrskurður EFTA-
dómstólsins myndi hafa einhver
áhrif á viðhorf Íslendinga til ESB.
„Þessi niðurstaða er vitaskuld
frábær fyrir okkur Íslendinga. Og
gott að þetta ömurlega mál sé loks-
ins frá. Hefðum við hlotið dóm væri
vissulega erfiðara að klára aðildar-
samning við Evrópusambandið. Að
því leyti verður aðildarferlið líkast til
nokkuð léttara,“ segir Eiríkur.
Að hans mati eigi Íslendingar
kröfur á hendur Bretum og Hol-
lendingum vegna framgöngu þeirra
gagnvart Íslandi innan alþjóðlegra
stofnana, svo sem í stjórn Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins (AGS) eins og
nú hafi verið viðurkennt. „Hugsan-
lega væri hægt að fara fram á að sú
ólögmæta þvingun sem Ísland varð
fyrir verði bætt með einhvers kon-
ar fyrirgreiðslu í aðildarferlinu. Hins
vegar finnst mér þó ekki að það eigi
endilega að hafa áhrif á ákvörðun
okkar Íslendinga um hvort við vilj-
um í Evrópusambandið eður ei. Sú
spurning stendur áfram ein og sér
og alveg óháð Icesave. Hver borgari
þessa lands verður að svara henni
sjálfur án leiðsagnar annarra þar
um,“ segir hann.
Fleiri dæmi um átök við
aðildarviðræður
Þegar Eiríkur er spurður að því hvort
hann muni eftir einhverjum svipuð-
um átökum og Íslendingar hafa stað-
ið í varðandi Icesave samtímis að-
ildarviðræðum við ESB segir hann
nærtækast að líta til landa fyrrum
Júgóslavíu.
„Nærtækust í tíma er deila Króata
við Slóvena um Píran-flóann sem
lengi vel stóð í vegi samnings. Við
lok stríðsins í Júgóslavíu voru landa-
merkin dregin eftir miðjum flóanum.
Slóvenar fengu norðaustur ströndina
en Króatar suðurströndina en með
því móti var hafsvæði Slóveníu
klemmt á milli króatísks og ítalsks yf-
irráðasvæðis. Margir Slóvenar lentu
þá Króatíumegin. Þegar Króatía
sótti um aðild að ESB dró ríkisstjórn
Slóveníu samningagerðina úr hófi
fram og stóð hreint og beint í vegi
fyrir ESB-aðild Króatíu þar til samn-
ingar loksins náðust nýverið. En nú
er Króatía á leiðinni inn í ESB,“ segir
Eiríkur.
Segir lítið um ESB
Aðspurður um það hvað úrskurður
EFTA-dómstólsins kenni Íslending-
um varðandi stofnanir ESB segir Ei-
ríkur að það verði að horfa til þess
að dómsmálið var höfðað af Eft-
irlitsstofnun EFTA (ESA) fyrir EFTA-
dómsstólum. „Þessar stofnanir eru
ekki hluti af ESB heldur stofnanir sem
við rekum sjálf í félagi við Norðmenn
og Liechtenstein til þess að hafa eft-
irlit með skildum EFTA-ríkjanna á
innri markaði Evrópu, sem við höf-
um aðgang að í gegnum EES-samn-
inginn. Dómsmálið segir því sára-
lítið um samskipti við ESB þó svo að
framkvæmdastjórn þess hafi ákveðið
að hafa meðalgöngu með ESA þegar
málið var komið alla leið fyrir dóm-
inn. Dómurinn bendir hins vegar
til þess, að mínu mati, að Evrópu-
sambandið hefur gengið of langt í
reglusmíð sem lýtur að því að ríki
beri ábyrgð á kröfum í fallna banka.
Að sama skapi hefur Ísland líka að
minni hyggju gengið allt of langt í því
að tryggja skuldir bankanna, til að
mynda með því að tryggja allar inn-
stæður upp í topp,“ segir hann.
EFTA-dómurinn breytir ekki viðhorfi til ESB
Ekki áhrif á viðhorf til ESB Að mati
Eiríks ætti úrskurður EFTA-dómstólsins
um Icesave ekki að hafa mikil áhrif á
viðhorf Íslendinga til Evrópusambandsins.
R
íkisstjórnin kemur ekki vel
út úr Icesave-málinu. Þau
völdu leið sem hefði ekki leitt
til jafn góðrar niðurstöðu.
Spurningin er þá hvernig
þau ætla að útskýra það fyrir kjós-
endum,“ segir Gunnar Helgi Kristins-
son, prófessor í stjórnmálafræði við
Háskóla Íslands, í samtali við DV að-
spurður um það hvernig staða ríkis-
stjórnarinnar sé eftir að EFTA-dóm-
stóllinn úrskurðaði Íslendingum í vil.
Óhætt er að segja að margir hafi
orðið hissa en að sama skapi af-
skaplega fegnir með úrskurð EFTA-
dómstólsins á mánudaginn er varð-
ar Icesave. Aðrir fullyrtu kokhraustir
að þeir hefðu allan tímann vitað að
þetta yrði niðurstaðan. Viðbrögð ís-
lenskra stjórnmálamanna við dómn-
um voru ansi misjöfn. Þannig virtist
Össur Skarphéðinsson, utanríkisrík-
isráðherra ná að koma nokkuð vel út
eftir að úrskurður dómsins var ljós.
Talaði um að málsvörn Tim Ward,
málflutningsmanns Íslands fyrir
dómstólnum hefði verið „lögfræði-
legt meistaraverk“ og hefur síðan
notað frasann „Til hamingju Ísland“
líkt og Silvía nótt forðum.
Hið sama er ekki hægt að segja
um þau Jóhönnu Sigurðardóttur, for-
sætisráðherra og Steingrím J. Sig-
fússon, atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðherra. Samfylkingunni til
happs hefur Jóhanna sem kunn-
ugt er tilkynnt að hún sé á leið út úr
stjórnmálum og því mun úrskurð-
ur EFTA-dómstólsins ekki hafa eins
neikvæð áhrif fyrir Samfylkinguna í
komandi kosningum líkt og niður-
staðan gæti haft fyrir Steingrím sem
mun leiða Vinstri-græna í kosninga-
baráttunni sem framundan er. Fylgi
Vinstri-grænna mældist um níu pró-
sent í síðasta þjóðarpúlsi Gallups í
upphafi árs en flokkurinn fékk um 22
prósenta fylgi í kosningunum 2009.
Líklega er niðurstaða EFTA-dóm-
stólsins ekki til þess fallin að auka
fylgi Vinstri-grænna. Þannig virt-
ist sem utanríkisráðherra hefði búið
sig mun betur undir jákvæða niður-
stöðu EFTA-dómstólsins heldur en
þau Jóhanna og Steingrímur.
Óvænt niðurstaða fyrir
ríkisstjórnina
„Úrskurður EFTA-dómstólsins virðist
hafa komið þeim Jóhönnu og Stein-
grími í opna skjöldu. Það áttu fáir
von á því að úrskurður dómsins yrði
svona afgerandi. Það er því lítið ann-
að að gera hjá þeim en að útskýra af
hverju þau völdu að fara þá leið sem
var farin,“ segir Gunnar Helgi. Að
hans mati er ólíklegt að fylgi Vinstri-
grænna minnki enn frekar vegna
þessarar niðurstöðu. Fylgi þeirra í
dag sé svipað og það sem flokkurinn
fékk í alþingiskosningunum árið
1999 þegar flokkurinn bauð sig fram
í fyrsta skipti og 2003. Þá fékk flokk-
urinn um níu prósent atkvæða sem
er sama hlutfall og flokkurinn mæld-
ist í síðasta þjóðarpúlsi Gallups. „Það
sem er orðið eftir af þeirra fylgi er
frekar harður kjarni,“ segir hann.
Icesave líklega ekki
kosningamál
Aðspurður um það hvort málefni Ices-
ave verði áberandi í komandi kosn-
ingabaráttu segir Gunnar Helgi að það
blasi við að Framsóknarflokkurinn
muni nýta sér það að hafa alltaf verið
á móti þeim samningum sem Alþingi
greiddi atkvæði um. „Samfylkingin og
Vinstri-grænir munu gera allt til þess
að tala um eitthvað annað. Sjálfstæðis-
flokkurinn er í aðeins flóknari aðstöðu.
Hann byrjaði á þessari samningaleið á
meðan að hann var í ríkisstjórn og for-
maður flokksins studdi leið ríkisstjórn-
arinnar í seinni Icesave-kosningunni,“
segir Gunnar Helgi.
Á móti megi hins vegar benda á
að Icesave-málinu sé lokið og því
eigi það ekki að verða neitt kosn-
ingamál. Íslenskir stjórnmálaflokkar
eru ekki að fara að gera neitt meira
í þessu máli sem hefur nú legið yfir
landsmönnum í meira en fjögur ár.
Að mati Gunnars Helga væri það
klókt fyrir Framsóknarflokkinn að
nýta sér niðurstöðu Icesave-máls-
ins í komandi kosningabaráttu en
hins vegar sé óvíst að það sé endilega
n Gunnar Helgi Kristinsson segir erfitt fyrir ríkisstjórnina að verja afstöðu sína í Icesave
LÍKLEGA EKKI KOSNINGAMÁL
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar annas@dv.is
Erfitt fyrir ríkisstjórnina Að mati Gunnars Helga
Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla
Ísland er ekki auðvelt fyrir ríkisstjórnina nú að útskýra fyrir
kjósendum þá leið sem hún fór í Icesave-málinu.
Ólík áhrif Ætla má að áhrif Icesave-málsins á Samfylkinguna verði ekki mikil í ljósi yfirvofandi brotthvarfs Jóhönnu Sigurðardóttur. Stein-
grímur J. Sigfússon mun hins vegar leiða Vinstri græna inn í komandi þingkosningar og er niðurstaða EFTA ekki beinlínis til þess fallin að auka
fylgi flokksins.
„Þau
völdu
leið sem hefði
ekki leitt til
jafn góðrar
niðurstöðu