Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Page 11
Fréttir 11Helgarblað 1.–3. febrúar 2013
Á
stæðan fyrir því að ég byrj-
aði upphaflega að skrifa
bloggpistla um líf okkar með
drekanum, eins og við höf-
um kallað heilakrabba-
mein mannsins míns, er sú að það
greindist þegar við áttum heima í
Skotlandi fyrir sex árum og ég vildi
deila því sem gerðist með ættingjum
okkar og vinum heima á Íslandi,“ seg-
ir Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur.
Hún hefur bloggað opinskátt um
hetjulega baráttu eiginmanns síns,
Björgvins Ingimarssonar, við krabba-
mein sem er nú á lokastigi. Í nýjustu
bloggfærslunni sem Vilborg skrifaði
þann 28. janúar síðastliðinn kemur
fram að endalokin nálgist.
„Minn heittelskaði lifir nú sína
hinstu daga. ,,Þannig er þetta bara,“
sagði hann sjálfur á þriðjudags-
kvöldið fyrir tveimur vikum þegar
ég sagði honum að læknirinn hefði
sagt að sjúkdómurinn væri að áger-
ast hratt og nú væri ekki mjög langur
tími til stefnu.“
Blogg Vilborgar hefur vakið mikla
athygli langt út fyrir stórfjölskylduna
og snert við fjölmörgum.
„Drekinn“ óx utan um drekann
Fljótlega eftir að æxlið greindist í
höfði Björgvins fór fjölskyldan að
líkja því við dreka. Samlíkinguna má
upphaflega rekja til barnabókar sem
dóttir þeirra fékk í jólagjöf skömmu
eftir að æxlið greindist. Bókin fjall-
ar um prinsessu og prins sem þurfa
að berjast við dreka. „Drekinn þessi
virðist við fyrstu sýn ógnvekjandi og
illvígur en við erum ráðin í því að
snúa hann niður í sameiningu hvað
svo sem hann derrir sig, rétt eins og
hjúin í sögunni góðu,“ skrifaði Vil-
borg í janúar árið 2007. Síðar kom
í ljós að æxlið hafði vaxið utan um
hippocampus eða drekann í vinstra
gagnaugablaðinu á Björgvini, og
nafnið því enn meira viðeigandi.
Staðsetning æxlisins var þannig
að ekki var hægt að fjarlægja það
allt, en hluti þess var fjarlægður með
skurðaðgerð snemma árs 2007. Það
var því viðbúið að meinið myndi taka
sig upp aftur einhvern daginn.
Veikindin tóku sig upp í haust
Vilborg fann fljótt að skrifin hjálp-
uðu henni ekki síður en ættingjun-
um heima á Íslandi að takast á við
lífið. Þá opnaðist með blogginu leið
fyrir fólk til að sýna fjölskyldunni
hlýhug, sem hefur verið þeim mjög
mikilvægt. „Það styrkir mig líka að
margir hafa sagt mér að skrifin mín
hafi hjálpað þeim, þótt þeirra drekar
hafi ekki endilega verið krabbamein
heldur eitthvað allt annað.“
Á sama tíma og Vilborg hefur
skrifað um baráttuna við drekann
hefur hún bæði sín vegna, og þeirra
sem fylgjast með blogginu, þurft
að gera sitt besta til að sjá björtu
hliðarnar á lífinu.
Eftir að geislameðferðinni lauk
árið 2007 flutti fjölskyldan heim
til Íslands og bloggið lognaðist
tímabundið út af.
Vilborg segir lífið hafa gengið
sinn vanagang næstu fimm árin, eða
þangað til síðasta haust. Þá fékk fjöl-
skyldan þær erfiðu fréttir að meinið
hefði ekki aðeins tekið sig upp að
nýju heldur hafði annað æxli mynd-
ast í heila Björgvins.
„Þegar drekinn vaknaði úr rot-
inu og eignaðist „unga“ í haust tók
ég aftur til við skrifin af sömu ástæðu
og fyrr.”
„Þurftum að geta talað
um dauðann“
Vilborg segist hafa lært margt á
þessari göngu. Og nú þegar henni
er að ljúka hefur hún öðlast nýjan
skilning á mikilvægi þess að tala um
dauðann, rétt eins og lífið. „Það er í
hverfulleika lífsins sem gildi þess er
falið. Við elskum lífið vegna þess að
því lýkur, líkt og við hrífumst af feg-
urð blómsins vegna þess að það á
eftir að fölna og dögunina vegna þess
að við vitum að sólin á eftir að hníga
í sæ. Við þurfum að geta talað um
dauðann, á honum á ekki að hvíla
bannhelgi,” segir Vilborg æðrulaus.
Að ósk Björgvins hefur krabba-
meinslyfjameðferð nú verið hætt,
enda skilar hún ekki árangri lengur.
Lyfjagjöfin þessa síðustu daga mið-
ast því við halda niðri sjúkdómsein-
kennum á borð við flogaköst og höf-
uðverki. Og jafnframt við að gera
líðan hans eins góða og mögulegt er.
„Þau hrífa til þess sem þau eru ætluð
og fyrir það er ég óendanlega þakk-
lát að minn heittelskaði er ekki með
neinar líkamlegar kvalir, hvorki höf-
uðverki né ógleði,“ skrifaði Vilborg í
nýjustu bloggfærslu sinni.
Vill ekki nota orðin
sigur eða tap
Aðspurð hvernig henni líði í dag nú
þegar hinsta kveðjustundin rennur
brátt upp, segir hún erfitt að svara því.
„En kannski get ég sagt eins og
átta ára Skottan okkar sem strauk
sér um hnakkann í gær og sagði:
„Ég er leið hérna megin“ og síðan á
ennið á sér og sagði: „En ekki fram-
an á mér.““
Vilborg hefur skrifað um það
á blogginu sínu og vill ítreka að
henni þyki það leiðinlegur siður
hjá fólki að líkja sjúkdómsgöngu
við stríð. Og nota orðalagið að
sigra eða tapa í baráttu við sjúk-
dóminn. „Það talar um að einhver
hafi „barist við krabbameinið“ en á
endanum „tapað“ og „beðið ósig-
ur fyrir meininu.“ Var þá til einsk-
is gengin gatan um ævintýraskóg-
inn, úr því að þetta „tapaðist“ allt
á endanum? Við töpum ekki fyrir
dauðanum. Dauðinn er það sem
bíður okkar allra og við verðum
einfaldlega að veita því viðtekt og
gera það besta úr þeirri staðreynd
sem við getum gert, hvert og eitt.
Undirbúa okkur með því að leyfa
okkur að hugsa og tala um það að
deyja og á endanum, ef við fáum
tækifæri til, dáið vel.“
Undrandi yfir sterkum
viðbrögðum
Vilborg viðurkennir að hún sé dálítið
undrandi á því hversu sterk viðbrögð
bloggið hennar hefur vakið. Hún tel-
ur það merki um að mörgum finn-
ist, líkt og henni sjálfri, rétt og gott að
tala um dauðann, hinn óumflýjan-
lega endi sem bíði okkar allra.
„Það sem ekki má tala um verð-
ur enn þungbærara og ógnvænlegra,
orðin veita létti og við finnum að við
erum alls ekki ein á báti, “ segir Vil-
borg.
Hún vill að lokum þakka fyrir all-
ar góðu kveðjurnar sem fjölskyld-
an hefur fengið undanfarna daga.
Hún segir kærleikann í kveðjun-
um veita þeim mátt sem þau þurfa
til að komast í gegnum þessa erfiðu
reynslu. n
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
„Það sem ekki má
tala um verður enn
þungbærara og ógnvæn-
legra, orðin veita létti og
við finnum að við erum
alls ekki ein á báti.
n Vilborg bloggar opinskátt um erfið veikindi eiginmannsins
„Við töpum ekki
fyrir dauðanum“
Hjónin Vilborg og eiginmaður hennar Björgvin Ingimarsson. Hún hefur skrifað opinskátt um
veikindi hans.
Feðginin Saman á setustofunni á Landspítalanum rétt fyrir síðustu jól.
Hægt er að fylgjast með skrifum
Vilborgar á bloggsíðu hennar:
vilborgd.blogspot.com
að fara að skila flokknum auknu
fylgi. Líkt og fram kom í fjölmiðl-
um í gær virðist Framsóknarflokk-
urinn ætla sér að keyra á kröfunni
um afnám verðtryggingar. Var því
jafnvel haldið fram að flokkurinn
myndi setja þá kröfu fram sem skil-
yrði fyrir því að fara í ríkisstjórnar-
samstarf eftir komandi kosningar.
Átakamesta málið í áratugi
Gunnar Helgi segist ekki muna eft-
ir neinu öðru máli sem hafi valdið
jafn miklum átökum á Alþingi líkt
og Icesave-málið hefur gert allt
frá bankahruninu í október 2008.
„Mál sem koma upp í hugann eru
átök um Kárahnjúkavirkjun, fjöl-
miðlalögin og aðild að evrópska
efnahagssvæðinu en ég held að
Icesave-málið slái öllum þessum
málum út,“ segir hann. Ekkert mál
undanfarna áratugi hafi verið jafn
umdeilt.
„Ríkisstjórn á hverjum tíma
hefur tilhneigingu til þess að taka
það sem hún telur ábyrga og oft
íhaldssama afstöðu en veigrar sér
undan að taka áhættu á kostnað
almennings. Stjórnarandstaðan
er í því að gagnrýna það og það
gerðist í þessu máli. Stjórnarand-
staðan tók róttækari línu er ríkis-
stjórnin og það vildi þannig til að
til var neyðarheimild í stjórnskip-
uninni sem var málskotsréttur
forsetans. Þannig gat stjórnarand-
staðan haft áhrif á málið. Stjórn-
skipulega séð er þetta það já-
kvæða sem kemur út úr þessu
máli. Það eru hlutir í okkar stjórn-
skipun sem hjálpa okkur að vinna
skynsamlega og meirihluti Al-
þingis ræður ekki öllu alltaf,“ segir
Gunnar Helgi aðspurður um það
hvaða lærdóm íslenskir stjórn-
málamenn og flokkar geti dregið
af Icesave-málinu.
Gott dæmi um þetta er að á
meðan Steingrímur J. Sigfússon
var í stjórnarandstöðu gagnrýndi
hann ríkisstjórn Samfylkingar-
innar og Sjálfstæðisflokks fyrir
að upplýsa þingið ekki um mál-
efni Icesave og samninga við Al-
þjóðagjaldeyrissjóðinn í nóvem-
ber og desember árið 2008 rétt
áður en sú ríkisstjórn þurfi að
víkja. Þegar Steingrímur komst
sjálfur í ríkisstjórn snérist þetta
við. Var hann harðlega gagn-
rýndur fyrir að hafa haldið Ices-
ave-samningnum sem kenndur
er við Svavar Gestsson leyndum
fyrir þinginu sumarið 2009 og
fékk stjórnarandstaðan fyrst að
heyra um innihald hans í fréttum
RÚV. n
n Gunnar Helgi Kristinsson segir erfitt fyrir ríkisstjórnina að verja afstöðu sína í Icesave
LÍKLEGA EKKI KOSNINGAMÁL