Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Síða 14
„þögnin var verst“ A ð mörgu leyti hata ég margt í sjálfum mér,“ segir Elvar Jak- obsson, sem varð fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi af hálfu Karls Vignis er hann var vistaður á barnaheimilinu Kumbaravogi á sjö- unda áratugnum. Fljótlega eftir að hann kom á Kumbaravog byrjaði Karl Vignir að gera sér dælt við hann, en Elvar var þá um níu ára gamall. „Þetta byrj- aði, líkt og hjá okkur öllum; við vor- um kallaðir inn á skrifstofu og hann sat við borðið sitt með fullt af sæl- gæti. Svo tældi hann mig til sín, lét mig setjast á hné sér og byrjaði að þukla á mér. Þetta var ekkert alvarlegt fyrsta daginn, en svo fór þetta alltaf dýpra og dýpra,“ segir Elvar: „Fljótlega var hann byrjaður að koma upp í her- bergi, við vorum þrír sem sváfum saman í herberginu og hann fór að þukla á okkur á nóttunni.“ Þagði yfir ofbeldinu Afleiðingar ofbeldisins hafa alla tíð fylgt Elvari, en fyrstu viðbrögð hans við ofbeldinu voru að reyna að byrgja það inni, hann flúði til Þýskalands og hefur búið erlendis lengi. „Ég lokaði á þetta í 35 ár. Ég datt niður í svarta holu og vildi ekki viðurkenna þetta, þetta var eitthvað sem ég vildi aldrei minn- ast á, ekki einu sinni við mig sjálfan. Ég gerði raunar allt til þess að geta lokað á þetta ljóta sem er inni í mér – þessa gríðarlegu skömm.“ Það var skömmin sem meðal annars varð til þess að Elvar þagði um ofbeldið og Karl Vignir gerði sitt til þess að tryggja þögnina, magn- aði upp skammartilfinninguna sem mörg fórnarlömb kynferðisofbeld- is finna fyrir: „Hann lét þig finna fyr- ir því að þetta væri þér að kenna. Svo sagði hann að enginn myndi trúa mér. Við máttum aldrei tala um þetta því enginn mundi trúa okkur. “ Afleiðingar ofbeldisins Árið 2007 kom Elvar fyrst fram opin- berlega með ásakanir gegn Karli Vigni í DV. Það var í kjölfar þess að strák- arnir á Breiðavíkurheimilinu komu fram opinberlega. Þegar það gerð- ist gat Elvar ekki byrgt ofbeldið inni í sér lengur. „Þá brotnaði ég bara niður. Þá opnaðist fyrir flóð inni í mér,“ seg- ir Elvar en í kjölfar þessa steig hann fram. „Lögreglan gerði ekki neitt í þessu,“ segir Elvar og bendir á að ef rannsókn á brotum Karls Vignis hefði verið tekin fastari tökum þá hefði það bjargað öðrum börnum frá honum. Elvar glímir enn við alvarlegar af- leiðingar ofbeldisins, jafnvel eftir að hafa verið í sálfræðimeðferð frá árinu 2007. Hann getur ekki treyst fólki og hefur gífurlega slæma sjálfsmynd: „Ég hef aldrei treyst fólki í lífinu. Svona var búið að brjóta okkur niður sálar- lega. Þetta er bara okkar eðli í dag – að treysta ekki neinum.“ simon@dv.is 14 Fréttir 1.–3. febrúar 2013 Helgarblað H enry Lárus Ragnarsson er einn þeirra sem steig fram í Kastljósi og sagði söguna af því hvernig Karl Vignir Þor- steinsson misnotaði hann á Hótel Sögu þegar hann vann þar sem pikkoló-strákur aðeins þrettán ára gamall. Það var erfið ákvörðun að koma fram fyrir alþjóð og segja þessa sögu en því fylgdi einnig léttir. Áður hafði Henry sagt sínum nánustu að- standendum frá því sem gerðist, kært atvikið til lögreglu og leitað sér að- stoðar. „Ég ætlaði aldrei að tala um þetta, aldrei nokkurn tímann,“ segir Henry þar sem hann situr í sófanum við hlið eiginkonunnar sem hefur stað- ið eins og klettur við hlið hans í gegn- um þetta ferli. Ástæðan fyrir því að Henry ætlaði aldrei að tala um þetta var skömm. „Skömmin var hjá mér,“ segir hann. „Mér leið eins og ég hefði haft eitthvað með þetta að gera. Svo leið tíminn og ég áttaði mig á því að ég var fórnarlamb – eða slysfari eins og ég vil frekar orða það. Ég hafði ekk- ert með þetta að gera, ég var bara á röngum stað á röngum tíma. Þegar ég uppgötvaði það fór mér að líða betur. Samt var ég ekki tilbúinn að tala um þetta því ég var hræddur um að fá einhvern stimpil á mig. Ég óttað- ist að fólk myndi koma öðruvísi fram við mig. Ég hélt að fólk væri svo gagn- rýnið og fordómafullt, að ef ég myndi segja frá þá yrði ég útskúfaður og fengi þennan stimpil, að í hvert sinn sem fólk sæi mig þá myndi það alltaf hugsa um þetta. Mér fannst þá betra að þegja en að fá einhvern aulastimp- il á ennið. Ég var ungur og í hausnum á mér var þetta stærra en í veruleik- anum. Svo þegar ég kynntist konunni minni þá ákvað ég að segja henni frá þessu en sagði bara að ég hefði lent í karli þegar ég var ungur og það hefði verið mér erfitt. Hún hvatti mig til þess að gera eitthvað í málinu og ég sagði foreldrum mínum frá. Þá fékk ég svo mikinn stuðning, bæði frá þeim og konunni minni að ég lét til skarar skríða og fór til lögreglunnar. Þar fékk ég eitt stærsta reiðarslagið á minni lífsleið þegar lögreglan sagði að málið væri fyrnt, hún gæti ekk- ert gert en vissi af honum og þakkaði mér bara fyrir að koma. Það gerði mig svo vondan.“ „En þú ert strákur!“ Í kjölfarið leitaði Henry sér aðstoð- ar en það var ekki auðsótt. „Þetta var árið 1993 og lítið talað um kynferðis- ofbeldi gegn strákum og fá úrræði í boði, ef einhver. Ég hringdi meira að segja í Stígamót og sagðist hafa lent í þessu og að ég vildi tala við einhvern. Þá sagði konan í símanum, „já, en þú ert strákur!“ Ég játti því en hún sagði mér engu að síður að koma sem ég gerði, og þar öðlaðist ég nýja sýn á það sem gerðist. Fólk sem hafði lent í þessu sjálft sá í gegnum bullið í mér þegar ég var að reyna að fegra hlutina eða ásaka sjálfan mig. Eftir það leitaði ég aðstoðar hjá sálfræðingi þar sem ég lærði að takast á við þetta og lifa með þessu. Seinna í lífinu lærði ég að fyrirgefa, sem var mjög mikilvægt skref fyrir mig því það má ekki gleyma því að megnið af þessu fólki er sárlasið.“ Málinu var þó ekki lokið og Henry átti erfitt með að sætta sig við úrræða- leysi lögreglunnar. Hjálp í neyð Það er nefnilega það. Úrræðaleys- ið virtist vera algjört og enn má bet- ur bæta. Henry telur að hér vanti við- bragðsteymi sem getur tekið á móti fólki sem hefur lent í svona reynslu. „Þegar ég lenti í þessu þá gat ég ekki leitað til neins nema mömmu og pabba en ég var ekki tilbúinn til þess að tala við þau. Ég hefði kannski frekar verið tilbúinn til þess að ræða við einhvern ókunnugan aðila. Mér finnst að það ætti að vera hjálp í neyð, símanúmerið 113 sem er opið allan sólarhringinn og veitir alla viðeig- andi aðstoð. Þar sem þú getur hringt og gengið inn í eitthvað ferli sem ég myndi helst vilja að Landspítalinn sæi um. Að neyðarmóttaka vegna nauðgana næði yfir þessi mál líka þannig að þeir sem hafa þagað um svona í áraraðir geti líka gengið þar inn og fengið alla aðstoð sér að kostn- aðarlausu. Það væri jafnvel hægt að leggja fólk inn því þeir sem lenda í þessu fara í klessu og það er engin töfralausn við því. Það tekur mörg ár að vinna úr svona áfalli, sérstaklega ef þú færð ekki aðstoð strax.“ Þögnin var verst Henry segir að það sé engu að síður erfitt að taka þá ákvörðun að segja frá. „Það er ekkert svo langt síðan að það var aldrei talað um að karlar lentu líka í þessu. Þegar þetta kom fyrir fór ég bara heim og lét eins og ekkert væri. Ég held að ég hafi bara verið rosalega tilfinningalega dofinn lengi vel. Ég talaði ekkert um þetta, skammaðist mín og ásakaði mig fyrir það sem gerðist. Ég var mjög ungur á þessum tíma og man ekki nákvæmlega hvern- ig mér leið en þetta var hrylling- ur, hreinn hryllingur. Þögnin braut niður allt sem heitir sjálfstraust og sjálfsvirðing. Það var ósanngjarnt og óréttlátt að lenda í þessu en þetta kom bara fyrir og því lengur sem ég þagði því verra varð það. Það að þegja hjálpaði mér ekki. Þögnin var verst.“ Það voru því blendnar tilfinningar sem Henry upplifði þegar Kastljósið hringdi og bað hann um að segja frá sinni reynslu af Karli Vigni. „Þá byrj- aði rússíbanareiðin, fyrsta hugsun var já, næsta nei. Þannig fór ég fram og tilbaka í huganum en tilgangurinn var alveg ljós í mínum huga, ég vildi stoppa manninn. Ég vildi líka segja öðrum sem hafa lent í kynferðisof- beldi að það er líf eftir ofbeldið ef þú vinnur úr því. Þú gerir engum greiða með því að gráta ofan í koddann. Þess vegna ákvað ég að stíga fram, ef ég get gert það þá geta aðrir von- andi tekið fyrsta skrefið og opnað sár- in, talað við einhvern. Vegna þess að á meðan fólk þegir halda níðingarnir áfram. Mér finnst erfitt að kyngja því.“ Sigurtilfinning Eins og fyrr segir þá var það ofboðs- lega erfið ákvörðun að opna þessi sár. Henry gerði það ekki fyrr en hann var orðinn 22 ára gamall, níu árum eftir að ofbeldið átti sér stað. „Það var ekkert auðvelt við það og ég held að það sé það aldrei. Sumt var ég búinn að grafa niður og gleyma en þegar ég byrjaði að opna þetta þá flæddi þetta fram á fullri ferð og það hafði ekki eins mikil áhrif á mig og ég hefði haldið. Það var þess virði að tala og verður það eflaust fyrir aðra líka. Allt í einu fór sólin að skína og fuglarnir að tísta. Allt sem ég hafði óttast var fjarri sanni og mér var vel tekið af öllum. Öll viðbrögð sem ég hef fengið hafa verið jákvæð. Fólk er yndislegt, hlý- leikanum sem ég hef fundið fyrir er ekki hægt að lýsa. Ég er eiginlega hálfkjánalegur yfir því hvað fólk hef- ur verið indælt. Ég brosi út að eyr- um yfir því hvað ég hafði rangt fyrir mér, það gefur mér svo mikið búst, ég finn fyrir svo mikilli sigurtilf- inningu. Því nú lít ég ekki lengur á mig sem fórnarlamb heldur sigur- vegara, ég lenti í þessu en ég leyfði því ekki að eyðileggja lífið fyrir mér heldur tókst á við það og stend uppi sem sigurvegari. Það skemmir held- ur ekki fyrir að það er verið að pikka þessa menn upp eins og gorkúl- ur. Því fleiri sem stíga fram því fleiri níðingar verða opinberaðir, því fleiri verða stöðvaðir og það er það sem skiptir öllu máli. Við eigum öll börn og við verðum að hugsa um hag þeirra.“ n n Þögnin braut niður sjálfstraust og sjálfsvirðingu n Upplifði sigurtilfinningu Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Ég hringdi meira að segja í Stíga- mót og sagðist hafa lent í þessu og að ég vildi tala við einhvern. Þá sagði konan í símanum, „já, en þú ert strákur!““ Elvar Lifir með ofbeldinu og afleiðingum þess, þrátt fyrir mikla vinnu. Byrgði skömmina inni Henry Lárus Allt í einu fór sólin að skína og fuglarnir að syngja, svo mikill var léttirinn við að segja frá. mynd Sigtryggur Ari Þeir sögðu frá ofbeldinu „Ég blokkeraði þetta út og ýtti öllum frá mér. Gerði mig bara það leiðin- legan að ég gat fengið að vera í friði. Þegar þú ert einn þá getur enginn meitt þig,“ sagði Hilmar Örn Þorbjörnsson í viðtali við Kastljós um misnotk- unina sem hann varð fyrir af hálfu Gísla Hjartasonar. „Þetta var svona fjögurra eða fimm ára tímabil. Byrj- aði upp úr fermingu og var ítrekað,“ sagði hann um ofbeldið: „Maður var í tilfinningalegu fangelsi. Maður gat ekkert gert.“ n „Mér fannst eins og ég hefði átt að stoppa þetta. Þess vegna fannst mér þetta vera mér að kenna, þetta var svo ofboðslega sterk skömm,“ sagði Gunnar Hansson leikari en hann varð fyrir of- beldi af hálfu Karls Vignis Þorsteins- sonar sem var yfirmaður hans. „Hann misnot- aði aðstöðu sína ansi gróft. Þetta gerðist nokkrum sinnum að hann fær mig með sér og leitar á mig og fær mig til að gera sama við sig,“ sagði Gunnar. n Hilmar T. Guðmundsson varð einnig fyrir misnotkun af hálfu Karls Vignis. Hann kvað það mik- ilvægt að fylgst sé með dæmdum níðingum, eins og Karl Vigni. „Það þarf að setja eftirlit á mann sem er kominn svona langt og sýnir svona mikinn brotavilja.“ n Bjartmar Guðlaugsson tónlist- armaður varð einnig fyrir barðinu á Karli Vigni. Bjartmar var þá ellefu ára gamall og bjó í Vestmannaeyj- um. Karl Vign- ir laðaði unga drengi inn á netaverkstæðið með sælgæti. „Karlarnir voru bara að vinna og hann tók okkur í fang- ið til þess að kenna okkur að hnýta. Þarna var strákur – ég horfði á hann og skildi ekkert í því að hann væri kominn innan klæða, kom- inn inn á buxurnar hans. Ég skildi ekkert hvað hann væri að gera. En samt kom að mér og ég settist í fangið á honum, ellefu ára gamall og vitandi hvað hann myndi gera,“ sagði Bjartmar við Kastljós. n „Ég upplifði mig hvergi öruggan, nema hjá gamla fólkinu í næsta húsi, vinum mínum. Annars treysti ég engum og hafði enga trú á sjálf- um mér. Ég var haldinn miklum ranghugmyndum um mig, taldi mig vera feitan, ljótan og leiðinlegan,“ sagði Júlíus Freyr Theodórsson í viðtali við DV, en hann varð fyrir langvar- andi kynferðisofbeldi í æsku. Of- beldismaðurinn bjó í sama þorpi, elti Júlíus Frey uppi og króaði hann af svo hann gæti komið vilja sín- um fram. n Ingólfur Harðarson var beittur kynferðislegu ofbeldi í æsku. Starfsmaður sjúkrahúss misnotaði hann fimm ára en þá hafði hann verið lagður inn vegna einkenna kyn- ferðisofbeldis og níu ára var honum nauðg- að af vörubílstjóra. „Við verðum að fá fólk til að opna augun,“ sagði Ingólfur við DV, en hann lokaði á minningarnar í 40 ár áður en hann tókst á við ofbeldið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.