Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Síða 16
16 Fréttir 1.–3. febrúar 2013 Helgarblað K lukkan er korter í tíu á hálf hráslagalegum miðviku- dagsmorgni í janúar. Gestir næturinnar í Gistiskýli Sam- hjálpar við Þingholtsstræti eru að tínast út, einn af öðrum. Það var fullt í nótt, segir umsjónarmaður- inn Tryggvi Magnússon. Öll tuttugu rúmin voru nýtt. Sumir koma í skýlið marga daga í röð og fá þá stundum að geyma lítil- fjörlegar eigur sínar í herbergjunum. Ef þeir láta vita að þeir ætli að koma aftur næstu nótt er ekki skipt á rúm- inu sem þeir sváfu í. Annars er alltaf hreint á rúmunum fyrir nýja gesti. Þakklátir fyrir þak yfir höfuðið Gistiskýlið er eingöngu ætlað karl- mönnum og er opið frá klukkan 17 síðdegis til 10 á morgnana. Þangað geta þeir leitað sem ekki eiga í önnur hús að venda, fengið næturgistingu og kvöld- og morgunhressingu. Flestir sem leita í gistiskýlið eru í ein- hverri neyslu en sumir eru utangarðs vegna geðrænna vandamála. Neysla vímuefna er ekki leyfð í skýlinu sjálfu, en að sögn Tryggva er ástand gestanna oft misjafnt þegar þeir koma þangað. Og stundum kemur til ryskinga þeirra á milli. Það kemur þó sjaldan fyrir að ráðist sé á starfsfólk, enda eru flestir þakklátir fyrir að fá þak yfir höfuðið. „Yfirleitt hlýða þeir en ef þeir gera það ekki þá hringjum við á lögregluna,“ segir Tryggvi. Brotnir einstaklingar Tæplega 200 manns falla undir þá skilgreiningu að vera heimilislausir í Reykjavík og er meirihlutinn karl- menn. Ef fullt er í gistiskýlinu vísar starfs- fólk þeim sem þangað koma á lög- regluna, sem skýtur oft skjólshúsi yfir þá sem ekki hafa annan sama- stað. Samhjálp fagnaði 40 ára af- mæli síðastliðinn fimmtudag, þann 31. janúar, og var blásið til hátíða- halda í tilefni dagsins. Í tilefni af- mælisins bauð Karl V. Matthíasson, framkvæmdastjóri samtakanna, blaðamanni að fylgja sér í Gistiskýl- ið, kaffistofuna og Hlaðgerðarkot og fræðast um starfsemina. Þeir sem leita í skýlið eru mjög brotnir einstaklingar, að sögn Karls, sem mæta oft miklum fordómum í samfélaginu. „En þetta eru börn guðs eins og allir aðrir. Það er grund- völlur starfs Samhjálpar, þessi hugs- un, kristilegur kærleikur. Ég brýni það alltaf fyrir starfsfólkinu að koma af mikilli virðingu fram við skjól- stæðingana.“ Samhjálp tók við rekstri Gistiskýl- isins af félagsmálastofnun Reykja- víkurborgar árið 1990. Mikið álag í lok mánaðarins Næsta stopp er kaffistofa Samhjálp- ar í Borgartúni sem hefur verið starf- andi síðan árið 1982, áður á Hverfis- götu. Hún opnar opnar klukkan 10 á virkum dögum og þegar okkur ber að garði rétt rúmlega tíu er setið við þó nokkuð mörg borð. Gestirn- ir eru að gæða sér á kaffi og nýbök- uðu bakkelsi frá Björnsbakaríi á Skúlagötu sem Samhjálp fær gefins. Á kaffistofunni hittum við fyrir Vilhjálm Svan Jóhannsson, dagskrár- stjóra kaffistofu og áfangaúrræða. „Nú er seinnipartur mánaðarins og þá er meira álag. Þá má búast við því að það komið hingað um 150 til 170 manns í dag,“ segir Svan, eins og hann er alltaf kallaður. Þá má gera ráð fyrir því að um 60 til 70 manns komi og borði heitan mat á kaffistofunni, sem borinn er fram klukkan hálf þrjú. Fram að því er bakkelsi á boðstólum. Tilgangurinn að gefa að borða „Við leggjum mikla áherslu á að gæðin séu góð í matnum hérna og að fólk fái gott að borða.“ Samhjálp fær mikið af mat gefins beint frá birgjum en sam- tökin þurfa engu að síður að leggja út fyrir ýmsu sem tengist kaffistofunni. „Kaffistofan hefur alltaf verið þungi á starfinu en þörfin fyrir hana er mikil. Samkvæmt útreikningum okkar síðastliðin ár eru heimsókn- irnar hingað um 40 þúsund á ári hverju og fer fjölgandi.“ Svan segir tilgang kaffistofunn- ar eingöngu að gefa fólki að borða, en þar fer ekki fram nein áfengisráð- gjöf. „Við hlaupum samt undir bagga með þeim sem eru illa á sig komnir og komum þeim þá til dæmis upp í Hlaðgerðarkot ef svo ber undir.“ Þurfa andlega vakningu Hlaðgerðarkot er næsti viðkomu- staður okkar Karls og á leiðinni þangað ræðum við um alkóhólis- mann og hvernig hann getur yfirtek- ið líf fólks. Karl þekkir sjúkdóminn af eigin raun, en fyrir tæpum þrjátíu árum gekk hann inn á geðdeild og fékk aðstoð við að losna við Bakkus úr lífi sínu. „Bakkus í vissum skilningi tekur mann svo gjörtækt að til þess að fara frá honum þá þarf maður að verða fyrir andlegri vakningu, líkt og talað Alkóhólismi er sjúkdómur sorgarinnar n Samhjálp fagnar 40 ára afmæli n Skjólstæðingar þurfa á fyrirgefningu að halda „Mjög margir alkóhólistar sem koma inn í meðferð eru með það á hreinu að þeir séu skíthælar og aumingjar sem hafi ekki rétt til neins Heimilislegt í Hlaðgerðarkoti Guðrún og Svan segja oft mikið stuð í Hlaðgerðarkoti. Þar myndist oft góður vinskapur á milli fólks sem endist út lífið. Mynd sigTryggur ari Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.