Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Síða 18
18 Myndir vikunnar 1.–3. febrúar 2013 Helgarblað
Ljósmyndarar Reuters fylgjast með því helsta sem
gerist í heiminum. Mannskæður eldsvoði í Brasilíu,
mótmæli í Belgíu og átök í Egyptalandi og Sýrlandi er á
meðal þess sem setti svip sinn á vikuna sem er að líða.
Sáu Obama fljúga burt
Þessi skemmtilega mynd er tekin af sjöttu
bekkingum í Park Maitland skólanum í
Flórída. Á myndinni eru nemendurnir, og
kennarar, að fylgjast með því þegar Barack
Obama Bandaríkjaforseti tekur á loft í Mar
ine One, þyrlu sinni frá Hvíta húsinu. Þaðan
var för hans heitið til Las Vegas.
„Fordæmalaus hryllingur“ Uppreisnarmennirnir í Frelsisher Sýrlands
hafa haft í nógu að snúast undanfarna mánuði og misseri. Sendimaður Sameinuðu þjóð
anna í málefnum Sýrlands, Lakhdar Brahimi, lýsir ástandinu í Sýrlandi sem fordæmalausum
hryllingi. Landið virðist vera að liðast í sundur og blóði er úthellt daglega. Þessi hermaður
lét hins vegar fara vel um sig þegar fréttaljósmyndara Reuters bar að garði, nálægt Menagh
herflugvellinum í Aleppo, og kveikti sér í vatnspípu.
6 lögreglumenn særðust
Belgísk eldri kona leitar skjóls hjá óeirðar
lögreglu í borginni Liege í Belgíu. Fyrir
utan þinghúsið í borginni mótmæltu á
miðvikudag verkamenn í stáliðju stór
fyrirtækisins Arcelor Mittal. Fyrirtækið er
það stærsta í heimi á sínu sviði og hefur
starfsemi í fjölmörgum löndum. Til stendur
að loka stálsmiðjunni með þeim afleiðing
um að 1.300 manns munu missa vinnuna.
Verkamennirnir vilja að hið opinbera stöðvi
áformin. Alls meiddust sex lögreglumenn
í mótmælunum en þeir voru grýttir með
múrsteinum. Því svöruðu þeir með táragasi
og vatnsbyssum.
Bunki
af byssum
Paul Gracy, lögreglu
maður í Seattle,
sést hér burðast
með vopn sem íbúar
borgarinnar skiluðu
inn í vikunni. Allir þeir
sem skiluðu inn virk
um skotvopnum til
lögreglunnar fengu
100 dollara gjafabréf
í staðinn, andvirði
tæplega 13 þúsund
íslenskra króna.
Þeir sem skiluðu inn
hríðskotabyssum
fengu tvöfalt meira.
Fjölmargir nýttu
tækifærið og skiluðu
inn skotvopnum
sínum á þeim fjórum
tímum sem það var
hægt. Á áttunda
hundrað byssum var
skilað og alls runnu
út gjafabréf fyrir um
tíu milljónir króna.
Mótmæla Morsi Mótmælendur úr röðum stjórnarandstæðinga í Egyptalandi
reyndu að verjast skothríð óeirðarlögreglunnar í Kaíró á miðvikudag. Myndin er tekin á Kasr
El Nille brúnni, en hún er skammt frá Tahir torginu fræga, sem hefur verið aðal vettvangur
mótmæla á undanförnum misserum. Yfirmaður Egypska hersins hefur látið hafa eftir sér
að vaxandi óstöðugleiki ógni ríkinu og að stjórnin riði á barmi falls en herinn stýrði landinu
þar til Mohamed Morsi forseti, sá fyrsti lýðræðiskjörni í sögu landsins, tók við völdum. Morsi
virðist ekki ætla að takast að lægja öldurnar. Ofbeldi á götum úti og ófriður er daglegt
brauð. Önnur bylting gæti verið í pípunum.
Syrgja ástvin Tvær stúlkur
gráta í fangi móður sinnar við Boate Kiss
næturklúbbinn í háskólaborginni Santa
Maria í Brasilíu. 231 er látinn og einhverjir
eru í lífshættu eftir að eldur varð laus á
skemmtistaðnum. Lögreglan rannsakar
tildrög slyssins en talið er að óhappið megi
rekja til flugelda sem talið er að hljómsveit
hafi kveikt á sviðinu. Allt að fimm hundruð
manns voru á staðnum þegar eldurinn
braust út en um helmingurinn brann, andaði
að sér eiturgufum eða tróðst undir í ringul
reiðinni sem skapaðist.