Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Side 22
Elmar Árnason Sæl Katrín. Finnst þér eðlilegt að fjár málaráðherra þjóðar geri fátt annað en að tala eigin gjaldmiðil niður í erlendum fjölmiðlum ?  Katrín Sæll Elmar, ég tel það hlut- verk mitt að gefa eins skýra mynd af stöðunni eins og hún blasir við mér. Með því að tala fyrir upptöku annars gjaldmiðils er ég að tala fyrir meiri stöðugleika. Kolbeinn Svavarsson Mun bensín lækka og matvörur, lán i bönkum og húsnæðislán núna þegar við þurfum ekki að borga Icesave?  Katrín Ekkert mun beinlínis lækka vegna dómsins en nú er hinsvegar ljóst að skuldir ríkissjóðs munu ekki aukast og framtíðin verður bjartari. Örvar Arnarson Við höfum lært af þessu Icesave máli að best sé að stjórnmálamenn séu ekki að tjá sig mikið um fjárhagsstöðu fjármálastofnana. Í ljósi þess telur þú að það séu mistök að stjórnmálamenn séu að tjá sig um hugsanlegar útgreiðslur í framtíðinni frá gamla Landsbankanum til innistæðueigenda í Bretlandi? Ég spyr í ljósi þess að þú gerðir það nú nýlega.  Katrín Þrotabúið er að greiða út. Er þegar búið að greiða um 50 prósent af forgangskröfum og meta stöð- una þannig að þau muni geta greitt þær allar. Ég var bara að endursegja það sem áður hefur komið fram. Laufey Kristjánsdóttir Sæl Katrín! Hvaða skoðanir hefur þú á því að fara í almenna leiðréttingu á verðtryggðum lánum?  Katrín Þessi ríkisstjórn hefur stað- ið fyrir mörgum aðgerðum til að koma til móts við skuldug heimili. Ein sú stærsta er niðurgreiðsla vaxtakostnaðar heimilanna í gegn- um vaxtabótakerfið. Það er aðgerð sem nær til mjög margra. Nokkra hópa þarf þó enn að skoða svo sem þá sem eru með lánsveð og reyna að mæta þeim sérstaklega og það munum við gera. Þá finnst mér mikilvægast af öllu að ráðast að rótum vandans svo lánin haldi ekki áfram að vaxa eftir leiðréttingu. Það gerum við með því að skipta um gjaldmiðil. Inga Auðbjörg Sæl Katrín! Þú ert yngsti sitjandi þingmaður Samfylkingarinnar, en hefur þó setið á þingi í heil 10 ár. Hvað heldurðu að valdi því að yngra fólk virðist eiga erfitt uppdráttar í flokksvali og prófkjör- um og hvað getum við gert til að bæta starfsumhverfið og -skilyrðin til þess að ungt fólk fái meira vægi?  Katrín Takk Inga fyrir að benda á þetta. Ég var nefnilega ekki yngst þegar ég settist á þing fyrir tæpum 10 árum en er það núna! Þarna þurfa stjórnmálaflokkarnir að horfa í eigin barm og halda vel utan um og styðja við unga fólkið í flokkunum. Mikilvægast er að styðja vel við ungliðahreyfingar og tryggja með öllum tiltækum ráðum að þær séu með sterka stöðu innan flokkanna. Örn Jónsson Telur þú að lokun St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, hafi verið rétt, það hafi verið staðið faglega að henni og myndir þú beita þér fyrir því að opna spítalann aftur í óbreyttri mynd?  Katrín Húsnæði St. Jósefsspítala verður að komast í gagnið aftur. Við eigum í viðræðum við bæjaryf- irvöld í Hafnarfirði um það. Hvað það nákvæmlega verður get ég ekki sagt til um á þessari stundu. Varðandi lokunina þá tel ég að menn hafi verið að spila eins vel og þeir gátu úr þröngri stöðu. Bryndís Jónsdóttir Issa Langar að vita hvar gengistryggðu lánin fyrir einstaklinga eru stödd í kerfinu?Ætlið þið ekkert að fara að ýta á að eitthvað sé gert í þeim?  Katrín Við erum búin að hitta fulltrúa lánastofnana til að ýta á eftir þessu. Höfum lagt á það þunga áherslu. Þessi óvissa er óþolandi fyrir þá sem bíða. Við munum halda áfram að þrýsta á að útreikningum ljúki. Guðni Jónasson Sæl Katrín, þessi spurning er mér hjartans mál. Ert þú femínisti?  Katrín Já, ég er femínisti Guðni! Kynin eru enn ekki jöfn í okkar samfélagi, hvort sem er í launum eða stöðum í samfélaginu. Að ekki sé minnst á kynbundið ofbeldi. Á meðan staðan er þannig þá trúi ég á aðgerðir og að stjórnvöld eigi að beita lagasetningu til að koma málum í betra horf. Ég hef líka sýnt það í verki og þegar ég fór úr emb- ætti iðnaðarráðherra voru konur 51 prósent af öllum þeim sem áttu sæti í nefndum og ráðum á okkar vegum. Svo eitt dæmi sé tekið. Sólrún Halldórsdóttir Sæl, hvað segir þú um þær ásakanir að þú getir ekki orðið varaformaður ef Árni Páll sigri formannskjörið því þið séuð bæði „hægri kratar“?  Katrín Ég er fyrst og fremst jafnaðarmaður og tel ekki hægt að setja á mig einhvern hægri eða vinstri stimpil. Ég hef sterkar skoð- anir á því að hlutverk stjórnvalda sé að reka sterkt velferðarkerfi og öflugt menntakerfi úr opinberum sjóðum. Og að jafnframt þurfi að tryggja stöðugt og hagfellt um- hverfi fyrir atvinnulífið. Þetta þarf að fara saman. Ég get unnið með þeim báðum og ekki á að skipta neinu máli hvor verður formaður. Sigurjón Guðmundsson Myndir þú telja að for gangs röðun ríkisins sé í samræmi við það sem teljast megi skynsamlegt hvað varðar til dæmis stöðu aldraðra sem og sjúkra? Nú er það að verið sé að leggjast í fram kvæmdir á 4. stjörnu „hóteli“ fyrir fanga. Hvaða skilaboð eiga að felast í því?  Katrín Þessi ríkisstjórn hefur lagt á það mikla áherslu að verja velferðakerfið í þeim erfiða niðurskurði sem við höfum þurft að standa í eftir bankahrun. Og núna þegar tækifæri gafst til í fjárlögum þessa árs þá sjást þessi merki að þetta eru þeir málaflokkar sem við erum byrjuð að auka fjármagn til aftur. Fangelsi þarf að byggja, hér eru langir biðlistar í fangelsin og mikilvægt að vinna á þeim. Ég held að það sé ekkert 4 stjörnu við það að vera ekki frjáls ferða sinna og sitja á bakvið lás og slá. Bylgja Hilmarsdóttir Er verið að vinna í málum þeirra sem tóku húsnæðislán, að hluta til með veði í húsi foreldra (eða annarra nákominna)? Eiga þeir ekki rétt á að njóta 110 prósenta leiðarinnar eins og aðrir sem skuldsettu sig fyrir íbúðakaupum fyrir hrun?  Katrín Ráðherranefnd um skulda- mál heimilanna hefur verið að vinna með þetta mál og vænti ég niðurstöðu fljótlega. Það sem hefur verið hvað þyngst í þeirri vinnu er að ná samkomulagi við lífeyrissjóðina sem eiga mikið af þessum viðbót- arlánum. Viljann hefur ekki vantað en verkfærin eru fá. Eymundur Eymundsson Sæl Katrín. Nú kom út svört skýrsla frá landlæknisembætti um þjónustu á geðsviði hér á Akureyri. Er einhver von að það verði gert í því máli. Nú þarf fólk að fara reglulega suður með börn sín á BUGL með tilheyrandi kostnaði fyrir ríki og foreldra. Væri ekki nær að láta þann pening í að byggja upp samskonar starfsemi fyrir norðan ? Væri ekki nær að fækka sendiráðum og nota þann pening í heilbrigðiskerfið ? Trúi varla að það þurfi öll þessi sendiráð í dag þar sem tæknin er orðin svo mikil ?  Katrín Ég þekki ekki til skýrslunnar en auðvitað væri best ef við gætum veitt þjónustu sem næst heimahögunum. Þetta er mikilvæg en viðkvæm þjónusta sem BUGL veitir og ég get ímyndað mér að það sé líka álag fyrir börnin sem þurfa þjónustuna að þurfa að rífa sig upp úr sínu samfélagi til að sækja hana. En ég skal kynna mér efni þessarar skýrslu og sjá hvað hægt er að gera. Sigurður Arnason er það rétt að verðtryggð lán heimilanna hafi hækkað um 9,5 prósent vegna skattahækkana á kjörtímabili þessarar ríkistjórnar? Og ef svo er, er það réttlætanlegt að fólk borgi bönkum og lífeyrissjóðum gjald (verðbætur) fyrir það að fá hærri skatta?  Katrín Eftir bankahrunið var það alger lykilforsenda batans að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs með því að loka fjárlagagatinu. Nú hefur það tekist og fyrirséð að jöfnuður verði á fjárlögum á næsta ári. Til þess var farin blönduð leið niðurskurðar og skattahækkana. Jafnframt hækkuðu ýmis gjöld til að fylgja verðlagi. Það var vægast sagt úr þröngri stöðu að spila. Krónan heldur verðtryggingunni á lífi auk þess sem gengisfall krónunnar er ein stærsta ástæða hækkunar húsnæðislána. Á því þarf að taka! Ástasigrún Magnúsdóttir Ég vænti þess að miklar ráðstafanir hafi verið gerðar vegna fjárhags ríkissjóðs og Icesave. Hvernig verður þessum peningum nú varið? Gætu þeir t.d. leyst vanda Landspítalans?  Katrín Icesave var ekki enn orðinn hluti af ríkisfjármálaáætlun. Einungis var gerður fyrirvari í fjár- lagafrumvarpi vegna þeirrar óvissu um þennan þátt sem uppi var. Sem betur fer fór það mál á besta veg fyrir okkur og því þrengir minna að okkur og skuldastaðan versnar ekki. Svigrúmið verður þá meira lengra inn í framtíðina. En því miður voru þetta ekki fjármunir sem við getum nú sett í annað beint. Sigurður Arnason Katrín, þú svaraðir ekki spurningunni. Er það rétt að verðtryggð lán heimilanna hafa hækkað um 9,5 prósent vegna skattahækkana þessarar ríkistjórnar?  Katrín Einhverjar skattahækkanir hafa haft áhrif á verðlag, já. Óskar Guðmundsson Samkvæmt grein í Frétta blaðinu í dag hefur atvinnuleysi ekki minnkað og ljóst er að samdráttur í unnum klukkustundum hefur lækkað um 10,5 prósent. Hvað er það sem að þið teljið að hafi „batnað“ eftir hrun í velferðarmálum þjóðarinnar?  Katrín Atvinnulausum hefur sem betur fer fækkað úr nærri 9 í rúmlega 5 prósent og störfum hefur fjölgað. Enn er þó af nægu að taka og verkefninu ekki nærri lokið. Lækkun á tryggingagjaldi um 0,1 prósent á þessu ári, átakið allir vinna, endurgreiðslur á rannsóknar- og þróunarkostnaði fyrirtækja, endurgreiðslur í kvikmyndagerð og ívilnanir vegna nýfjárfestinga eru dæmi um verkfæri sem við höfum skapað til að örva atvinnulífið. Næst á dagskrá eru skattaíviln- anir vegna fjárfestinga í litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Davíð Þór Sæl. Á ekkert að fara að stoppa þetta svokallaða „kennitöluflakk“. Menn virðast geta fært eignir óhindrað milli félaga og skilið skuldasúpuna eftir með tilheyrandi tjóni fyrir kröfuhafa. Samanber frétt um Keiluhöllina hér á DV á dögunum. Er ábyrgð stjórnenda engin?  Katrín Við deilum áhyggjum af þessu Davíð Þór. Manni svíður að lesa þessar fréttir. Því miður hefur þetta verið lenska hér á landi lengi og ekki einfalt mál að fara í en ég ætla engu að síður að kemba verk- færakistuna vandlega og sjá hvort ekki sé meira sem hægt er að gera. Það sama á við um skattaundan- skot, en þar erum við að fara að taka fastar á málum. Sigurbjörn Tryggvason Ég upplifi að sjávarútvegurinn sé beittur þyngri kröfu um auðlindarentu en aðrar auðlindir, finnst þér ekki að jöfnuður eigi við gagnvart atvinnugreinum/auðlindum?  Katrín það er eðlilegasti hlutur í heimi að þjóðin fá arð af auðlindum sínum, sama hverjar þær eru. Auðlindarentan á sjávarútveginn leggst eingöngu á hluta hagnaðar- ins og ég tel hana sanngjarna. Natan Kolbeinsson Af hverju vilt þú verða varaformaður Samfylkingarinnar?  Katrín Það er svo margt sem mig langar að taka þátt í að gera með félögum mínum í Samfylkingunni. Við erum að fara inn í kosningar sem verða að snúast um framtíð- ina. Við erum með skýra stefnu og því vel undirbúin undir þá umræðu. Ég vil einfaldlega taka þátt í því að bera hana á borð. Mér finnst líka mikilvægt að á næsta kjörtímabili náum við að skapa víðtæka sátt um þétt vaxtaplan fyrir Ísland og að því vil ég vinna í forystu Samfylkingarinnar. Kári Kárason Sæl, mig langar að spyrja um verðtrygginguna. Er möguleiki að endurskoða hana á þeim forsendum að kippa út vörum þar sem ríki hefur verið einhliða að hækka, svo sem tóbak og áfengi?  Katrín Þessi samsetning vísitölunnar hefur oft verið rædd í þessu samhengi og mér finnst við verða að ræða það áfram. Varðandi verðtrygginguna þá er eina raun- hæfa leiðin til að losna alveg við hana að taka upp gjaldmiðil sem ekki þarf að tryggja með þessum hætti. Ég held að flestir flokkar séu sammála um að við þurfum að losna við verðtrygginguna en við deilum um leiðir. Við í Samfylk- ingunni höfum lagt fram skýra stefnu og í næstu kosningum verð- ur þjóðin að kalla eftir því sama frá öðrum framboðum. Ástasigrún Magnúsdóttir Hvers vegna sóttist þú ekki eftir formannsembættinu?  Katrín Það var ákvörðun sem ég tók eftir þó nokkra umhugsun. Ég vildi frekar bjóða mig fram í em bætti varaformanns og vinna þannig enn þéttar með mínum félögum. Kári Kárason Takk fyrir svarið Katrín, málið er að gjald miðils breytingar eru ekki að gerast næstu dagana, mér finnst það ótrúlegt ósamræmi að ríkið sé að ná í aukatekjur en í leiðinni að auka byrðina á skuldara vegna tengingar við verðtrygginguna. Í rauninni ótrúlegt að þetta hafi verið oft rætt eins og þú sagðir en ekkert gert. Common Katrín þið hljótið að geta gert betur? Þjóðinni blæðir út.  Katrín Þetta er stærsta málið Kári að mínu mati. Við verðum að létta á skuldum heimila og fyrirtækja. Við verðum að tryggja þeim stöð- ugt efnahagsumhverfi. En þetta hangir allt saman. Ríkisfjármálin þurfa að vera í lagi og er það í raun forsenda alls annars. Ef við vitum hvernig við ætlum að haga gjald- miðilsmálum okkar í framtíðinni þá getum við gert áætlun um leiðina að því marki. Guðmundur Þorsteinsson Sæl vertu. Núna skilst manni að ómögulegt sé að taka upp evru án ESB aðildar, er hægt að fasttengja krónuna við evruna eins og til dæmis Danir og Svíar gera, án aðildar? Hefur upptaka USA dollars verið skoðuð af viti ?  Katrín Þverpólitísk nefnd skilaði niðurstöðu nú í haust og um eitt voru menn sammála þar og það var að einhliða upptaka annars gjaldmiðils væri ekki vænleg leið fyrir okkur. Ef við tökum upp evru þá erum við að gerast aðilar að myntbandalagi og eigum þá sæti við stjórnborðið. Einhliða upptaka og fasttenging (án aðildar að ESB) er svolítið eins og að teika bílinn á hjólabretti og vona að bílstjórinn taki ekki of skarpar beygjur. Ég útiloka þó aldrei neitt – kannski væri það betri kostur einhvern tíma. Jónas Halldórsson Sjálfur er ég útlægur í Noregi. Starfa í byggingargeiranum, flutti út í haust. Við erum orðnir ansi margir tæknimennirnir og aðrir kollegar sem störfum hér í útlegð. Það bíða allir eftir því að það fari að rofa til. Hvernig sérð þú fyrir þér að hjólin fari í gang aftur í mínum geira? Hversu lengi telurðu að ég og hinir mörg þúsund kollegar mínir þurfum að vera í útlegð?  Katrín Forsendur fyrir auknum vexti eru að skapast. Við höfum náð tökum á ríkisfjármálunum, sem er forsenda fyrir losun fjármagnshafta, aðgengi að fjár- magnsmörkuðum erlendis hefur opnast og áfram mætti telja. Nú er það lykilatriði að gera enn betur til að koma hér fjárfestingunni upp og að því er unnið og ég tel horfurnar jákvæðar. 22 Umræða 1.–3. febrúar 2013 Helgarblað „Verkfærin eru fá“ Katrín Júlíusdóttir var mikið spurð um verðtryggingu og skuldamál heimilanna á Beinni línu á fimmtudag Væri drengilegt að biðjast afsökunar Frosti Sigurjónsson, framsóknar- maður og meðlimur Advice-hóps- ins kom á stutta Beina línu Magnús Magnússon Finnst þér að allir þeir 44 alþingismenn sem sögðu „JÁ“ við Icesave 2011 ættu að segja upp tafarlaust og leyfa þjóðinni að kjósa?  Frosti Sæll Magnús, ég er reyndar ekki á því að þeir eigi að ganga út sem kusu með Icesave. Það er samt fullt tilefni til að skoða hvað fór úrskeiðis í þessu máli. Sigurður Eggertsson Hvað veldur óstöðugleika í fjármálakerfinu og hvernig getum við lagað það?  Frosti Sæll Sigurður, ég hef einmitt verið að skoða þetta mjög mikið síðan í hruninu og er á því að peningakerfið sé gallað. Góðu fréttirnar eru þær að það er hægt að laga gallann með því að færa peninga- valdið frá viðskiptabönkum til þjóðarinnar (Seðlabankans). Meira má lesa um þetta á www.betrapeningakerfi.is Egill Friðriksson Telurðu að Framsókn muni taka upp hugmyndir Betra peningakerfis?  Frosti Sæll Egill, ég vona það mjög innilega og er á fullu að kynna og upplýsa flokksmenn um þessa leið. En það verður að koma í ljós á landsfundinum hvort flokkurinn vill taka upp þetta málefni. Fundarstjóri Finnst þér ástæða fyrir íslenska ríkið til að leita réttar síns vegna hryðjuverkalaganna?  Frosti Mér skilst að réttur til að kæra breskar stjórnvaldsaðgerðir fyrir þarlend- um dómstólum sé runninn út. Birgir Olgeirsson Var þetta alveg skothelt mál? Var það ekki ábyrgðar hluti stjórnvalda að semja fremur en að taka áhættu með því að fara í þennan málarekstur?  Frosti Sæll Birgir, rökin voru okkar megin, en það var samt ekki 100 prósent að EFTA dómstóllinn myndi dæma okkur í hag. En þótt hann hefði gert það var mjög ólíklegt að það hefði leitt til skaðabóta sem hefðu verið hærri en þær greiðslur sem samið var um í Icesave III samningnum. Þess vegna var ábyrgara að fara dómstólaleiðina og láta reyna á réttmætið. Eiríkur Magnússon Hvernig getur þú séð fyrir þér að hægt verði að stýra hér stöðugleika í efnahagsmálum?  Frosti Sæll Eiríkur, Framsóknarflokkurinn hefur talað fyrir leiðréttingu skulda í mörg ár og lagt fram nokkrar leiðir. Til dæmis var hægt að gera hluti meðan nýju bank- arnir voru í eigu ríkisins. Sú leið er farin en við höfum verið að leita annarra leiða og munum kynna þær kjósendum. Vonandi boðar það gott. Hér er atvinnuleysi og töluvert svigrúm til hagvaxtar án þess að það leiði strax til verðbólgu. Svo höfum við hugmyndir um hvernig megi hemja peningaþenslu bankanna, sem er mikill verðbólguvaldur. Ingi Vilhjálmsson Á ríkisstjórnin að biðjast afsökunar í ljósi Icesave- niðurstöðunnar?  Frosti Sæll Ingi, það fyndist mér drengi- legt af þeim. Guðmundur Þorsteinsson Núna er fortíð framsóknar ekki beint flekk laus, og margir menn nátengdir flokknum hafa komist í fjölmiðla fyrir vægast sagt vafasama fjármálagjörninga. Hefur þú áhyggjur af að sú fortíð skemmi fyrir hug mynd um flokksins í dag meðal almenn ings?  Frosti [...]Flokkurinn hefur lært af reynsl- unni, hann setti sér siðareglur fyrstur flokka og þar er fyrsta greinin að þjóðar- hagur gangi ofar hagsmunum flokksins. Framtíð framsóknar er björt og hann hefur allavega það umfram ný framboð að hann hefur gert mistök og lært af þeim. Sigursveinn Þórðarson Sæll Frosti. Nú heyrist mikið að þær tafir sem urðu út af dómsmálinu hafi kostað Ísland nánast ávinninginn af því að vinna dómsmálið. Liggur fyrir, ef við hefðum tapað málinu hvað það hefði kostað okkur?  Frosti Kostnaðurinn við Icesave III samninginn hefði verið 80 milljarðar, eða 800.000 kr. á heimili. Ef við hefðum tapað EFTA-málinu þá hefði það ekki leitt til sekta. Bretar og Hollendingar, hefðu þurft að sýna fram á tjón sem var mjög langsótt. M y N D Ir S IG Tr u G G u r A r I Nafn: Katrín Júlíusdóttir Starf: Fjármála- og efnahags- ráðherra Aldur: 38 ára Nám: Stúdent frá MK 2004 og nám í mannfræði við HÍ 1995-1999.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.