Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Qupperneq 29
„Þú átt enga samúð skilið“ 29Helgarblað 1.–3. febrúar 2013 morð á mánuði Richard Trenton Chase var bandarískur fjöldamorðingi sem tók líf sex ein- staklinga í desember og janúar 1972–1973. Hann fékk viðurnefnið vampíran frá Sakramentó þar sem hann drakk blóð fórnarlamba sinna og át líffæri þeirra. Hann var dæmdur til dauða, þrátt fyrir augljósan geðsjúkdóm, en framdi sjálfur sjálfsvíg í fangelsi árið 1980. 6 n Mamma hans afneitaði honum n Réðst á konur og börn É g veit að það er hræðilegt að segja það, en núna get ég verið róleg vitandi að hann situr í fangelsi. Ég fer að sofa á kvöldin og þegar ég vakna næsta dag og heyri af árás eða ráni þá veit ég að það er ekki Lenny,“ sagði móðir Leonard John Fraser, einum alræmdasta nauðgara og morðingja Ástralíu. Hann nauðgaði konum og myrti ungar telpur á löngum afbrotaferli. „Ég hef afneitað honum sem syni mínum.“ Með miklum trega sagði hún að líklegast væri þetta fyr­ ir bestu, syni hennar væri einfald­ lega ekki treystandi til að ganga lausum. Hann átti þó eftir að brjóta gegn fleiri konum og börnum þang­ að til hann var loksins dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2000. Augljós veikindi Þetta var árið 1974 og Fraser hafði verið dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til nauðgunar og tvær hrottafengnar nauðganir. Geðlæknir sagði hann vera samviskulausan og klókan og hann gerði hvað sem væri til að fá sínu framgengt. „Að þessu sögðu þá fellur hann ekki undir neinar skil­ greiningar okkar á geðveiki og við þekkjum enga leið til að meðhöndla augljós veikindi hans,“ sagði lækn­ irinn. Sjö árum seinna var hann laus á skilorði, þvert ofan í aðvaran­ ir dómara og geðlækna sem vildu að hann lyki afplánuninni. Neyddi þær til að leiðast Árið 1985 var hann svo handtekinn, grunaður um nauðgun. Hann játaði fljótlega að hafa elt unga konu um nokkurt skeið og hafa svo nauðgað henni á hrottafenginn hátt. Lögreglan hafði þekkt ofbeldisverkið á lýsingunum frá fyrri glæpum hans, en Fraser réðst iðulega að konunum aftan frá, reif hendur þeirra aftur á bak og nauðgaði þeim. Þá neyddi hann þær oft, þeim til mikillar skelf­ ingar, til að ganga með sér hönd í hönd í burtu þegar hann hafði lok­ ið sér af. „Þú átt enga samúð skil­ ið,“ sagði dómarinn og núna var hann látinn afplána allan dóminn eða 12 ár. Samfangar hans óttuðust hann enda var hann óútreiknanleg­ ur og ofbeldisfullur. Fangelsismála­ yfirvöld voru sannfærð um að um leið og honum yrði sleppt myndi hann brjóta aftur af sér. Réðst á litlar stelpur Eftir síðasta dóminn virtist ofbeldis­ hneigð Fraser hafa aukist og glæp­ irnir urðu enn skelfilegri. Árið 2000 viðurkenndi hann nauðgun og morð á níu ára telpu, Keyru Steinhardt. Hann neitaði að hafa átt þátt í morðinu, en þegar hann var hand­ tekinn sagði hann við lögregluna: „Mér þykir leitt að þetta gerðist og ég skil ekki hvernig það gat gerst.“ Þeir tóku því sem játningu og hann hlaut í kjölfarið dóm. Síðar, árið 2003, var hann svo dæmdur fyrir morðin á þremur konum – en nú skyldi tryggt að hann myndi aldrei aftur sleppa. Dómarinn sagði hann vera „ólæknanlegan“ og girnd hans til að kvelja konur og börn ættu sér varla hliðstæðu. Leonard Fraser hlaut þrjá lífstíðardóma. Hann lést eftir hjartaáfall í fangelsi árið 2006, 55 ára gamall. n Var bara níu ára Keyra var bara níu ára þegar Leonard réðst á hana; nauðgaði og myrti. Skelfileg grimmd Fraser á sér enga hliðstæðu að mati ástralskra fjölmiðla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.