Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Síða 44
Súrmeti, rauðvín og veðbanki 44 Fólk Hvað er að gerast? 1.–3. febrúar Föstudagur01 feb Laugardagur02 feb Sunnudagur03 feb Ef lífið væri söngleikur Söng- og leikararnir Bjarni Snæbjörnsson, Margrét Eir, Orri Huginn Ágústsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir flytja ódauðleg lög úr söngleikj- um sem áhorfendur hafa grátið yfir og hlegið með. Þetta er tón- leikaröð sem kemur við hjarta leikhús- og söngleikjaunnenda í flutningi framúr- skarandi listamanna. Tónlistarstjórn er í höndum Kjartans Valdemarssonar en flutt verða lög úr söngleikjum eins og Guys and Dolls, Kiss Me Kate, Porgy og Bess, West Side Story, Company, Sween- ey Todd og The Sound of Music Salurinn Kópavogi 20.00 Caput: Kínversk nútímatónlist Tónleikar í tilefni af 60 ára afmæli KÍM – kínversk-íslenska menningarfélagsins. Einleikari er Wei-Ji sem spilar á hið forna kínverska hljóðfæri gu-zheng. Heiðurs- gestir verða Ma Jisheng, sendiherra Kína á Íslandi, Xiaogang Ye, listrænn stjórnandi Beijing Modern Music Festival og Katrín Jakobsdóttir, menntamála- ráðherra. Norðurljós 17.00 Skálmöld í Hofi Skálmöld heldur útgáfutónleika þar sem nýja platan Börn Loka verður leikin í heild sinni og sagan sem platan geymir verður rakin í tónlist, máli og myndum. Hljómsveitin hefur stimplað sig inn í íslenskt tónlistarlíf síðustu árin en hún spilar melódískt víkingarokk af þyngri gerðinni sem virðist eiga upp á pallborðið hjá ungum jafnt sem öldnum. Miðar seld- ust upp svo ákveðið var að halda auka tónleika síðar um kvöldið. Hof, Akureyri 23.00 Þekktu mitt gula sjálf Einu sinni var listamaður sem átti uppáhalds lit, það var gulur. Eins og margir listamenn nú á tímum hafði hann nokkur viðfangsefni sem hann hafði einskonar stjórn á með huganum. Einn daginn þegar hann var í sínum gulu hugleiðing- um ákvað hann að búa til fleiri listamenn úr viðfangsefnunum sem hann átti í geymslu í hans gula hugarheimi. Verkið er eftir „Color Coded Concomittance“ í samvinnu við Norðurpólinn listafélag. Norðurpóllinn 20.00 Úr ljóðum Laxness Kammerkór Norðurlands flytur lög við ljóð Halldórs Laxness en þann 23. apríl síðastliðinn voru 110 ár liðin frá fæðingu Nóbelsskáldsins. Á efnisskránni verða þekkt kórlög við ljóð Laxness og einnig hefur kórinn fengið til liðs við sig nokkur tónskáld sem hafa samið ný lög fyrir þetta tilefni. Flutt verða lög eftir; Jóhann G. Jóhannsson, Báru Grímsdóttur, Jón Ásgeirsson, Hróðmar Inga Sigurbjörns- son, Jón Nordal, Heimi Sindrason og Hauk Tómasson. Stjórnandi Kammerkórs Norð- urlands er Guðmundur Óli Gunnarsson. Hamrar 20.00 1.–3. febrúar 2013 Helgarblað Sjö lög keppa um að verða framlag Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Svíþjóð nánar tiltekið í Malmö, í maí. Margir gera sér daga- mun á þessum degi og eru haldin sérstök Eurovision- partí með tilheyrandi stemningu. DV heyrði í nokkrum einstaklingum og forvitnaðist um plön þeirra fyrir söngvakeppnina á laugardagskvöldið. É g læt Eurovision-undankeppn- ina aldrei fram hjá mér fara,“ seg- ir Ellý Ármannsdóttir fjölmiðla- kona þegar hún er spurð um hvað laugardagskvöldið beri í skauti sér. „Bæði ég og yngsta dóttir okkar fylgj- umst vel með keppninni þetta árið. Hún er fimm ára gömul og syngur og dansar með lögunum. Nú bið- ur hún okkur um að fá að hlusta á Birgittu Haukdal og Unni Eggerts- dóttur á Youtube. Mér finnst yndis- legt að heyra hana syngja með og hvað hún sýnir þessu mikinn áhuga,“ segir Ellý. Búið þið fjölskyldan til ein- hverskonar leik í kringum keppnina? „Nei engir leikir – bara notalegheit,“ segir hún að lokum. Kolbrún Ólafsdóttir Spenn- an tekur völdin Að sjálfsögðu horfi ég á, stemn-ing í því,“ segir Kolbrún Ólafs-dóttir sem starfar sem móttöku- stjóri hjá Baðhúsinu sem segir enga sérstaka uppskrift að keppniskvöldinu. „Kannski frekar þegar stóra keppnin er, þá er sko partí.“ Aðspurð um leiki segir hún stemninguna nægja. „Ætli leik- urinn sé ekki bara hver held- ur með hverjum, og út frá því kemur spenna og keppnisandinn tekur völdin,“ segir Kolbrún að lokum. Já ekki spurning!“ segir Grétar Örvars, spurður hvort hann ætli að horfa á söngvakeppnina á laugardagskvöldið. Hann er enda enginn nýgræðingur þegar kemur að Eurovision. „Ég luma því miður ekki á sérstakri júró- uppskrift þó svo ég hafi gaman að því að fylgjast með, heyra ný lög og sjá nýja kepp- endur stíga inn á sviðið. Tek þetta svona eft- ir aðstæðum hverju sinni. Það verður væntan- lega eitthvað súrmeti á boðstólum þar sem ég mun verja laugardagskvöldinu.“ Spurður um leiki og keppni segir hann veð- bankann ómissandi. „Í fyrra var ég í júró-partí hjá dóttur minni og þá var að sjálfsögðu settur veðbanki í gang sem er ómissandi á slíku kvöldi og það eykur á spennuna hjá mannskapnum,“ segir Grétar, sem tekur þetta alla leið með súrmeti á kantinum og vonandi fulla vasa af skotsilfri eftir veðmál kvöldsins. Grétar Örvarsson Súrmeti og skotsilfur Já ég horfi alltaf á hana, það er bara einhver hefð hjá manni. Mér finnst skemmtilegra að horfa á undankeppnina hér heima heldur en stóru aðalkeppnina,“ segir Erna Dís, sem er mörgum kunn fyrir frábæra frammistöðu sína í útvarpsþættinum sáluga Magasín sem fluttur var á FM 95,7. „Gott júró-kvöld er að vera um- kringd vinum og/eða ættingjum, borða góðan mat og allir kátir og glaðir. Ég horfði á keppnina síð- asta laugardagskvöld með bróður mínum og fjölskyldunni hans. Það fannst mér yndislegt. Það er gaman að upplifa keppnina í gegnum litlu frænkur mínar. Minnti mig á hvað mér fannst þetta allt svo flott og merkilegt þegar ég var yngri,“ seg- ir Erna Dís. Tekur þú þetta af fullri alvöru og stundar veðmál þar sem háar fjár- hæðir skipta um hendur þegar úr- slit eru kunn? „Ég hef einu sinni tekið þátt í alvöru söngvakeppnisleik. Það var mjög gaman en ég er bara svo lé- leg að giska á hvaða lög komast áfram. Við tókum okkur til á gamla vinnustaðnum mínum og giskuð- um á topp 10 minnir mig í stóru keppninni og hve mörg stig Ísland myndi fá í heildina. Ég var langt frá því að vinna! En tók því ekkert illa og stend í báðar fætur eftir þetta kvöld,“ segir Erna Dís sem er alls ekki tapsár. Ellý Ármannsdóttir Dóttirin dansar með Allir kátir og glaðir Erna Dís Schweitz Eriksdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.