Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Síða 46
46 Fólk 1.–3. febrúar 2013 Helgarblað Dómnefnd um Menningarverðlaun DV í flokki arkitektúrs óskar eftir tilnefningum á verkum sem lokið var á árinu 2012. Leitað er eftir verkefnum á breiðu sviði manngerðs umhverfis. Tilnefningar ásamt stuttri lýsingu á verkefni, ljósmyndum og teikningum eftir því sem við á, skulu berast fyrir 11. febrúar 2013 á netfangið helgi@tvihorf.is sem pdf-skjal. Þau verk sem tilnefningu hljóta, verða ljósmynduð sérstaklega. Tilnefningar óskast Hætt saman A rnar Gauti Sverrisson og Jóhanna Pálsdótt- ir hafa slitið samvist- um, samkvæmt Séð og Heyrt. Arnar Gauti og Jóhanna þóttu með glæsilegri pörum í bænum og unnu saman hjá Elite skrifstofunni á Íslandi. Arnar sem listrænn stjórn- andi og Jóhanna sem fram- kvæmdastjóri. Þau ætla ekki að slíta sam- vinnunni hjá Elite þrátt fyrir að ástarævintýrið sé á enda. n Ævintýrið úti hjá Arnari og Jóhönnu Vaxandi veldi Jóns J ón Gunnar Geirdal stendur í stórræðum en hann opnar nýj- an veitingastað í mars. Staður- inn ber heitið Lemon og verður samblanda af stöðunum Joe & the Juice, sem er geysivinsæll í Dan- mörku, og Pret A Manger, sem er stærsti skyndibitasali í Bretlandi. Jón Gunnar stofnaði markaðs- og kynningarfyrirtækið Ysland á síð- asta ári, svo að viðskiptaveldi hans virðist vaxandi með hverju árinu sem líður. DJ Margeir sér um tónlist staðar- ins og parið Hálfdán Pedersen og Sara Jónsdóttir sjá um hönnun hans, en þau hönnuðu meðal annars Geysisbúðirnar og KEX hostel. n Opnar nýjan veitingastað í mars „Er EkkErt Hræddur“ n Gunnar á leið í stærsta bardaga sinn É g finn fyrir miklum stuðningi frá Íslendingum. Ekki spurn- ing,“ segir bardagamaður- inn Gunnar Nelson sem seg- ir stuðning þjóðarinnar hvetja hann áfram í hringnum. Gunnar er ekki þessi týpíski bar- dagamaður sem er húðflúraður og illur í sjón og svip. Hann vill þó ekki ganga svo langt að kalla bransann yfirborðskenndan. „Auðvitað getur þessi bransi verið yfirborðskennd- ur eins og allt annað en í honum er líka mikið af fólki sem er með hausinn á herðunum og fæturna niðri á jörðinni; gott fólk sem er skemmtilegt að vera í kringum.“ Gunnar hefur unnið huga og hjörtu Íslendinga með frábærum árangri sínum auk þess sem margir hafa dáðst af rólyndi hans og nálgun að íþróttinni. Sjálfur á hann í erfið- leikum með að útskýra hvernig hon- um takist að halda sér svona ró- legum áður en hann stígur í hringinn. „Eina leiðin til þess er bara að vera það. Auð- vitað tekur slíkt tíma. Við stjórnum ekki hugsunum sem poppa upp í höfuðið en við stjórnum hvað við gerum við þessar hugs- anir. Og það sama á við tilfinningar. Þetta lærist með tíman- um,“ segir Gunnar og játar því að hafa heyrt heimspeki sína og hand- boltastjörn- unnar Ólafs Stefánsson- ar verið líkt saman. „Ég hef samt aldrei talað við Ólaf. Auð- vitað hef ég séð hann spila og séð hann í viðtölum en ég hef ekki spáð mikið í hann sem persónu. Kannski ætti ég að gera það. Ég hef allavega heyrt tvisvar að við séum á svipaðri línu. Mér hefur alltaf fundist hann flottur íþróttamaður.“ Þrátt fyrir stífar æfingar seg- ist Gunnar gefa sér tíma fyrir önn- ur áhugamál sem eru meðal annars ferðalög. „Mér finnst mjög gaman að ferðast og svo líka bara að eyða tíma með vinum og fjölskyldu. Yfirleitt er ég fyrir mikla ró því þegar maður er búinn að djöflast allan daginn er gott að liggja bara fyrir og spjalla eða spila. Eða jafnvel fara norður í sveitina til afa og ömmu. Að fara þangað finnst mér mjög frelsandi og þægilegt. Það er svo gott að gera eitthvað allt ann- að; lifa allt öðruvísi lífi en ég geri dags daglega. Skipta út borgarlífinu fyrir sveitalífið,“ segir hann en neitar því að ætla sér að verða bóndi í framtíð- inni. „Maður á náttúrulega aldrei að segja aldrei en ég á mjög erfitt að sjá það fyrir mér. Ekki eins og staðan er í dag.“ Gunnar átti að keppa við við Justin „Fast Eddy“ Edwards þann 16. febrúar en vegna meiðsla Edwards hefur hann fengið nýjan andstæðing, „The Sandman“ Santiago. Sá á að baki 35 bardaga innan MMA og unnið 25. Vefsíðan Fight Matrix setur hann í 23. sæti listans yfir bestu bar- dagamennina en þar er Gunnar í 62. sæti. Aðspurður segir Gunnar þenn- an bardaga þann stærsta hingað til. „En ég er ekkert hræddur. Þetta er bara enn einn bardaginn. Það þarf ekkert að flækja það eitthvað frekar.“ Ósigraður Gunnar viðurkennir að ein- hverjir líki honum við Ólaf Stefánsson handboltakappa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.