Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2013, Side 48
Flottir
krakkar í
Breiðholti!
Steinunn upplifði
líka einelti
n Jón Gnarr, borgarstjóri Reykja-
víkur, er greinilega ekki sá eini
sem fengið hefur slæmar mót-
tökur á íbúafundi í Grafarvogi.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrr-
verandi borgarstjóri, sagði frá því
á Facebook-síðu sinni í vikunni
að hún hefði lent í svipuðum að-
stæðum. „Man eftir nokkrum
fundum í Grafarvogi þar sem ég
upplifði svipað. Það hefur ekkert
með íbúa þessa góða hverfis að
gera en ég minnist þess að sömu
einstaklingarnir mættu alltaf á
fundi með eitt takmark
– að gera eins lítið og
þeir gátu úr persónu
borgarstjóra,“ sagði
Steinunn en Jón
sagðist eftir fund-
inn hafa upp-
lifað „einelti
og hreint og
klárt ofbeldi“
af hálfu
nokkurra
fundar-
gesta.
Töpuðu gegn
Landsbankanum
n Fótboltatvíburarnir góðkunnu,
Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, töp-
uðu dómsmáli gegn Landsbank-
anum á fimmtudaginn. Málið
höfðuðu þeir ásamt meðeigend-
um sínum að matsölustaðnum
Domo í Þingholtsstræti, Kormáki
Geirharðssyni og Skildi Sigurjóns-
syni, og snérist það um ábyrgð á
skuldabréfi í tengslum við sölu
staðarins. Fjórmenningarnir seldu
Domo árið 2009 en voru í ábyrgð
fyrir 10 milljóna króna skulda-
bréfi nýja eigandans við Lands-
bankann. Þegar nýi
eigandinn gat
ekki borgað féll
ábyrgðin á fjór-
menningana
og þurfa þeir að
reiða fram millj-
ónirnar tíu sam-
kvæmt dómn-
um.
Drakk afrískan
ógeðisdrykk
n Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur
þekktur sem Dr. Gunni, gerði sér
ferð í Kolaportið á dögunum þar
sem hann keypti sér
svaladrykk frá Mad-
ina í Ghana. „Ég
var mjög spenntur,
hafði aldrei smakk-
að gos frá Afríku áður
og sá fyrir mér sætan
svaladrykk úr pálma-
trénu. Ég varð fyrir mikl-
um vonbrigðum því þetta
er því miður algjört ógeð.
Smakkast eins og gambri
og blóð í einu, lyktar
ógeðslega og ég kom
ekki niður nema þremur
sopum,“ segir Dr. Gunni
á bloggsíðu sinni en tek-
ur þó fram að hann ætli
að halda áfram að kaupa
torkennilegt dót í Kola-
portinu.
K
rakkarnir eru orðnir þreyttir
á öllu tali um Breiðholtið sem
gettó. Þau vilja sýna fram á
að það komi ekki bara slæm-
ar fréttir úr Breiðholtinu, segir frí-
stundaráðgjafinn Kári Sigurðsson.
Hann heldur utan um starfsemi
ungmennaráðs í Breiðholti ásamt
Jóhanni Fjalari Skaptasyni, en ráð-
ið hefur skipulagt góðgerðarviku til
styrktar endurhæfingar- og stuðn-
ingsmiðstöð Ljóssins, sem er félag
fyrir krabbameinssjúklinga og að-
standendur þeirra.
„Þetta er allt að þeirra frum-
kvæði og byggir á hugmyndum
þeirra,“ segir Kári í samtali við DV.
Ásamt því að safna fé til styrktar
góðu málefni munu unglingarnir
hafa nóg að gera í vikunni. Föstu-
daginn 8. febrúar verður hin árlega
hæfileikakeppni „Breiðholt got
talent“ haldin með pompi og prakt.
Á laugardaginn verður boðið upp á
námssmiðjur fyrir unglingana en
vikan endar á sameiginlegu balli
þar sem allir gefa vinnu sína. Ágóð-
inn af þessum atburðum rennur
eins og fyrr segir til Ljóssins.
„Okkur datt í hug að láta gott
af okkur leiða,“ segir Katrín Björk
Kristjánsdóttir, fulltrúi í ung-
mennaráðinu. Hún segir góð-
gerðarvikuna vera hápunktinn á
starfi ráðsins: „Það er mjög mik-
il stemning fyrir þessu.“ Aðspurð
um hversvegna þau hafi ákveðið
að styrkja Ljósið segir hún að þrátt
fyrir að vera ekki áberandi sé félag-
ið afar mikilvægt. „Það er líka ein
stelpa í ráðinu sem missti pabba
sinn fyrr á árinu, og þetta hef-
ur hjálpað henni mjög mikið, og
hennar fjölskyldu.“ n
jonbjarki@dv.is
Eru þreytt á gettó-stimplinum
n Unglingar í Breiðholtinu láta gott af sér leiða og fara af stað með góðgerðarviku
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 1.–3. feBrúAr 2013 13. tbl. 103. árg. leiðb. verð 659 kr.
Láta gott af sér leiða Kristína Barðdal,
Silvía Hall, Ágústa Mekkín, Melkorka Embla
Hjartardóttir, Laufey Hanna Tómasdóttir og
Katrín Björk Kristjánsdóttir hafa skipulagt
góðgerðarvikuna ásamt fleiri ungmennum.
Mynd SiGtryGGur Ari