Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2013, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2013, Síða 23
T ónlistarmyndband úr sýn- ingu söngleiks Verslunar- skólanema, We Will Rock You, komst í fréttir á dögun- um og sagt klámfengið. Í myndbandinu sem má finna á vefsíðu Youtube, daðra nokkrar stúlkur við mann í ákveðnum til- gangi. Á samfélagsmiðlum er mynd- bandið meðal annars sagt klám- fengið og ákveðin tímaskekkja. Björk Jakobsdóttir, höfundur verks- ins og leikstjóri, segist ekki leng- ur geta orða bundist og segir framkomu gagnvart ungmennum í Verslunarskólanum minna á ein- elti. Söngleikurinn sé ádeila á ís- lenskt samfélag og umdeilt atriðið þjóni þeirri ádeilu. Í verkinu leggi ungmennin metnað í að brjóta upp staðalímyndir í stað þess að festa þær í sessi. Boðið á rennsli „Nú get ég ekki orða bundist. Síðan hvenær er svona sjálfsagt að ausa úr vandlætingarfötum og fullyrða hluti án þess að hafa nokkra hugmynd um eðli málsins. Fréttablaðið slær fram fyrirsögn um daginn. „Versló söngleikur talinn klámfenginn“. Síðan hvenær er það frétt að eitthvað sé talið vera einhvern veginn … og ekki einu sinni vitnað í þann sem heldur að hlutirnir séu ein- hvern veginn … án þess að hafa séð söngleikinn. Frábær fréttamennska eða hitt þó heldur. Ég vil taka fram að þeim var strax boðið að kíkja á rennsli eins og öllum sem höfðu þörf til að tjá sig um málið. Enginn af þeim þáði það enda skemmtilegra að búa til grípandi fyrir sögn en að taka upp- lýsta umfjöllun 150 nemendur hafa unnið að þessum söngleik frá því í október. Þau hafa gefið allan sinn aukatíma og hæfileika í þetta verkefni. Ég, Hallur Ingólfs tónlistarstjóri, Stella Rósinkranz danshöfundur og Helga Marzellíusar raddþjálfari erum ótrú- lega stolt af þeim og sýningunni sem er frumsaminn söngleikur með Queen-lögunum. En það þykir sem sagt sjálf- sagt mál að hrauna yfir alla þeirra vinnu án þess að kíkja á sýn- inguna. Við erum alltaf að reyna að kenna unglingunum okkar að bera virðingu hvert fyrir öðru. Framkoma nokkurra fullorðinna einstaklinga í þeirra garð núna þykir mér ekki bera vott um virðingu. Hún minnir meira á einelti,“ segir Björk. Femme fatale-atriði þjónar sögunni Björk útskýrir myndbandið og ítrekar að atriðið þjóni sögunni sem fjallar um svínaríið fyrir hrun. „Umrætt myndband sem hefur snert þessar viðkvæmu taugar hjá sumum er lítill partur af söngleikn- um. Þetta er síðasta atriði fyrir hlé þegar Killerkvín mætir með ráðgjafa- teymi sitt frá Cayman Islands til að tæma endanlega hirslur bankans og koma Rikka bankastjórasyni í hjónaband. Þær eru að leika vonda liðið. Og jú, þær nota kynþokka og völd til að ná sínu fram. Það verða því miður alltaf til ákveðn- ar manngerðir sem haga sér svona. Femme fatale er eitt okkar elsta sagnaminni. Það sést greinilega að Rikki er mjög vandræðalegur yfir þessu öllu saman og ekki til í tuskið. Og ég get ekki séð hvað er svona ofsalega klámfengið við þetta. Í verkinu kemur svo berlega í ljós að þetta er ekki málið og þær fá á baukinn. Söngleikurinn er ádeila á þessar stöðluðu kynjaí- myndir og á sukkið og svínaríið sem tíðkaðist korter í hrun. Sam- hliða þessu segjum við svo mjög fallega óhefðbundna ást- arsögu.“ Svíður undan umræðunni Björk segist svíða undan umræðunni enda hafi hún lagt sig fram um að smíða fallegan boðskap og segist ekki geta beðið eftir því að þeir sem hafi hæst þurfi að taka orð sín aftur. „Þessi umræða svíður extra mikið af því að ég held að ég hafi aldrei verið með jafn- fallegan boðskap í neinum mennta- skólasöngleik sem ég hef gert. Hand- ritið hefur tekist mjög vel. Krakkarnir algerir snillingar. Söngur, leikur, dans bara allur pakkinn. Við erum með hljómsveit á sviðinu og flytjum öll lög- in „live“. Þau eru öll á íslensku nema tvö. Ég get ekki beðið eftir að frumsýna til að vandlætingarliðið geti étið ofan í sig klámhysteríuna. En ætli þau vilji nokkuð koma. Það er svo miklu þægi- legar að sitja bara heima og fussa og sveia.“ Þakkar foreldrum Hún vill þakka foreldrum unglinganna og biðst afsökunar á óvæginni um- ræðu sem þau hafa þurft að þola. „Foreldrum þessara unglinga sem hafa unnið með mér vil ég þakka sér- staklega fyrir lánið á þessum ótrúlegu snillingum. Ég veit að þið hafið ekki séð mikið af þeim undanfarið og bara til hamingju með krakkana. Eitthvað hafið þið gert rétt úr því að þið eruð að skila þessum stórkostlegu einstak- lingum út í samfélagið og mig langar að biðja ykkur afsökunar á óvæginni og óréttlátri umræðu sem krakkarn- ir hafa þurft að þola undanfarið. Þau myndu aldrei koma svona fram við aðra án þess að kynna sér málið bet- ur, en þau eru jú líka svo vel upp alin. Að lokum er gaman að segja frá því að við vorum með okkar fyrstu gesti í gær – 10. bekk úr Laugalandsskóla. Skólastjóri, krakkar og foreldrar voru í skýjunum með sýninguna.“ Fáðu Já! Auður Finnbogadóttir er formað- ur listafélags Nemendamótsins og fer með eitt aðalhlutverka í sýningunni, Killerkvín. Konu sem kemur til lands- ins undir því yfirskini að bjarga Íslandi en hefur annarlegri markmið í huga. Auður segist undrandi á fréttaflutningi af verkinu. „Við buðum blaðamönn- um á rennsli til okkar, en þeir mættu ekki. Þess í stað var fjallað um verk- ið með sleggjudómum. Verkið okkar dæmt út frá einu atriði svo af því fæst röng mynd, segir Auður frá. „Umrætt atriði er sagt fullt af kven fyrirlitningu, það er rangt. Þetta er ádeila og atriði er eitt af mörgum ætlað til að fjalla um þessi kynjahlutverk sem við erum föst í. Í verkinu er það meginþráður- inn. Við leiðum svo seinna í verkinu fram boðskapinn, Fáðu Já! Svo atriðin þjóna heildinni.“ n Framkoman minnir á einelti n Söngleikur sagður klámfenginn n „Ósatt,“ segir leikstjórinn, Björk Jakobsdóttir n Femme fatale-atriði þjónar sögunni n Söngleikurinn er fyrir alla fjölskylduna Getur ekki orða bundist Björk Jakobs- dóttir segir framkoma nokkurra fullorðinna einstaklinga gagnvart ungmennum í Verslunarskólanum minna á einelti. „Ég get ekki beðið eftir að frumsýna til að vandlætingarliðið geti étið ofan í sig klám- hysteríuna. Sýning fyrir fjöl- skylduna Björk segir nemendur í Verslunarskól- anum hafa lagt sig alla fram og framkomu nokkurra fullorðinna einstaklinga minna á einelti. Atriði úr umdeildu myndbandi Sýning Verslunarskólans var sögð klámfengin eftir birtingu myndbands sem kynnti söngleikinn. Fólk 23Miðvikudagur 6. febrúar 2013 Landinn hringir í íslenskan John Grant Síminn hringir án afláts hjá kerfis- stjóra Þjóðskrár, John Harmon Grant, nafna tónlistarmannsins víðkunna John Grant. „Þetta eru þó nokkur símtöl, ég fékk um níu símtöl um helgina,“ segir John Harmon Grant sem fær aldeilis að finna fyrir vinsældum nafna síns hér á landi. Helst eru það fjöl- miðlamenn og aðdáendur sem vilja ná tali af tónlistarmanninum. Hann segir sem betur fer lítið um persónuleg skilaboð til nafna síns. Fluttur af landi brott Brynjar Már, tónlistarmaður og fyrrverandi útvarpsmaður, er fluttur til Flórída. Brynjar Már flutti ásamt kærustu sinni, Önnu Christine Aclipen, en stór hluti af fjölskyldu Brynjars býr í Ameríku. Brynjar Már, sem var einn af þáttastjórnendum Magasín um tíma, sagði frá ástinni í lífi sínu í DV í fyrra. Þar sagði Brynjar að Anna væri hans fyrsta ást. „Við vorum saman fyrir átta árum og fundum hvort annað aftur fyrir stuttu. […] Hún er yndisleg, skemmtileg, falleg og góð og með hlýtt hjarta. Við smellum saman eins og flís við rass.“ Kviðslitinn Garðar Knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson fór undir hnífinn í vikunni þegar ljóst var að hann, sem hefur kennt sér meins síð- an í sumar, var kviðslitinn. Garðar fór í aðgerð á þriðju- daginn og verður að öllum líkindum að jafna sig í fjórar, fimm vikur. Eins og allir vita er Garðar fyrrverandi eiginmað- ur glamúrbombunnar Ásdísar Ránar. Garðar var til umfjöllunar í DV á dögunum þar sem kom fram að þessi fyrrverandi herra Ísland væri á lausu en nýlega slitnaði upp úr sambandi hans og kærustu hans til nokkurra mánaða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.