Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2013, Síða 18
18 Lífsstíll 25. febrúar 2013 Mánudagur
Elskar Búdda
n Hugleiðsla og málverk eru ástríða Kolbrúnar
K
olbrún Róbertsdóttir er
listakona sem rekur sína
eigin verslun á heimilis-
legum nótum. Hún málar
af áfergju og rekur verslun
sína Augnakonfekt sem endurspegl-
ar persónu hennar afar vel. Það
er ekki sjaldgæf sjón að sjá dætur
hennar sitja við heima lærdóminn
í búðinni og litla prinsinn, sem er
þriggja ára, að kubba eða teikna við
afgreiðsluborðið.
Hún er með verkstæði sitt í
verslun sinni og er ekki óalgengt
að viðskiptavinir hitti á hana í
vinnugallanum með málningar-
klessum þegar þeir koma að versla.
En það finnst Kolbrúnu bara nota-
legt og hefur enginn kvartað yfir
því – þvert á móti.
DV forvitnaðist aðeins um
þessa flottu konu.
Heimilið mitt
„Ég mundi segja að stíllinn minn
væri blanda af gamaldags stemm-
ingu, hráum og gylltum munum í
bland, málverkum og kertaljósum.
Íbúðin er full af húsgögnum og
alls konar munum sem ég hef flutt
inn í gegnum verslun mína. Ég hef
gaman af fallegum hlutum og tengi
öll rými á heimilinu með svipuð-
um stíl. Augljóst er að ég er hrifin
af Búddastyttum en þær eru all-
margar hjá mér,“ segir Kolbrún að-
spurð um stílinn á heimili hennar.
Myndlistin
„Ég fæ innblástur í verk mín
frá náttúrunni, áferð og alls
konar litadýrð sem grípur mig
á misjöfnum tímum. En ég
hef mjög gaman af því að mála
fólk og þá sérstaklega konur en
svo hef ég líka verið að mála
Búdda og hesta. En svo endur-
spegla myndir mínar mig sjálfa
og hugmyndir mínar og lífsstíl
en ég hef alltaf haft áhuga á hug-
leiðslu og líkamsrækt en fyrir um
15 árum byrjaði ég að mála svo-
kallaðar hugleiðslu-, jóga- eða
kærleiksverur. Einnig hef ég um
áratug málað fossa en fyrir mér
eru þeir tákn hreinsunar tifinn-
inga. Ég legg allt mitt hjarta í að
mála sérhverja mynd og óska þess
að góð orka fylgi henni til næsta
eiganda.“
Útrás
„Næsta skref fyrir mig er að vera
með sýningar erlendis en búið er
að gauka að mér að vera með sýn-
ingar bæði í Bandaríkjunum og
einnig í Þýskalandi sem ég er að
skoða. Mikil vinna fylgir svoleiðis
ákvörðunum og vanda þarf til
verks, því tækifærin eru mörg og
þá er ég sérstaklega að horfa til
Bandaríkjanna en ég er heilluð af
arkitektúr og innanhúshönnun
þar og mér finnst myndlist mín
tengjast mest þangað.“
Nú hefur þú mikið dálæti á hug-
leiðslu, segðu okkur aðeins frá því.
„Málið er að það sem gerist við
að fara í algjöra slökun í góðri hug-
leiðslu þá losum við okkur við allar
áhyggjur og stress í þann tíma sem
við förum í slökunarástand hugans
en það kallast Alpha.
Enn dýpra ástand næst með æf-
ingu sem kallast Theta. Þegar við
náum að slaka á öllum vöðvum
líkamans og öndum djúpt og vel í
djúpri slökun þá hægist á heila-
bylgjunum og við verðum miklu
meðvitaðri og náum að hugsa
miklu skýrar. Allar ákvarðanir sem
við tökum eru teknar með meiri
yfir vegun en ekki í fljótfærni eins
og oft vill verða undir miklu álagi.
Einnig segja fræðimenn að hug-
myndir og sköpun myndist í Alpha-
ástandi hugans og því fáum við oft
góðar og skýrari hugmyndir á með-
an við hugleiðum,“ segir þessi kær-
leiksríka kona að lokum. n
iris@dv.is
„Ég hef
gaman af
fallegum hlut-
um og tengi öll
rými á heimil-
inu með svipuð-
um stíl
Listaverk Hér er glæsilegt verk
eftir
Kolbrúnu.
Lykillinn að fegurðinni Heimil Kolbrúnar er fullt af einstökum munum.
Sjálfsmynd? Heima er svefnh
erbergið er uppáhaldsstaður
Kolbrúnar.
Glæsileg
Kolbrún stund-
ar hugleiðslu
af kappi.
MYNDIR SIGTRYGGUR ARI
7 áfangastaðir
fyrir barnlausa
París
Rómantískasta
borg í heimi.
Það er erfitt
að eiga inni-
legar stundir
með makanum
með ung börn
með í för. Farið með þau seinna,
þegar þau eru unglingar, á söfn og
á söguslóðir.
Nýja Sjáland
Langt og dýrt flug gerir áfanga-
staðinn síður barnvænan svona
til að byrja með. Nýja Sjáland er
náttúruperla og gaman að fara í
göngur upp kletta, kafa í djúpin og
sigla á milli eyja.
Disney World
Disney World
er ekki bara
fyrir krakka.
Barnlaus pör
geta skemmt
sér vel í Disney
World því þar er
nefnilega hugað alveg sérstaklega
að fullorðna fólkinu, enda vilja
stjórnendur garðsins ekki að þeim
leiðist.
Ökuferð
eftir
Route 66
Að keyra
klassísku
vegleiðina
númer 66 í göml-
um kádilják er skemmtileg lífs-
reynsla. En allra síst fyrir börn
sem vanalega þola illa langar bíl-
ferðir.
Vínsmökkunarferð
til Ítalíu
Börnin myndu seint samþykkja að
eyða mörgum dögum í að ferðast
á milli vínekra á Ítalíu. Vínsmökk-
un, ostar og rómantík í fallegu
umhverfi er rómantískt ferðalag.
Macao
Það dettur fáum
í hug að taka
börnin með til
Las Vegas eða
álíka áfanga-
staða. Fyrr-
verandi portú-
galska nýlendan Macao er slíkur
áfangastaður, staðsettur utan við
stórborgina Hong Kong. Þar eru
spilavíti og litríkt næturlíf.
Angkor Wat
Eitt af helg-
ustu hofum
heims. Þar á
að ríkja kyrrð
til hugleiðslu
sem jafnvel
prúðustu börn
í heimi ættu bágt með. Angkort
Wat er staðsett í norður Kambó-
díu og er afar vinsæll áfangastað-
ur ungra para.
Gervibrosið
virkar
Sem ráð við streitu er gott ráð að
setja upp bros, jafnvel þótt það
sé ekki gert í fullri einlægni. Ný
rannsókn sem var birt í ritinu
Psychological Science, sýnir að
með því að stýra andlitsvöðvun-
um í bros, styrkist heilsa hjartans.
Blóðþrýstingur lækkar umtalsvert.
En hvernig er mögulegt að falsa
bros?
Í ritinu er fólki bent á að bíta í
blýant. Við það að bíta í hann er
réttum vöðvum beitt og á réttum
stöðum.