Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2013, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2013, Side 20
20 Sport 25. febrúar 2013 Mánudagur Tveir á gjörgæslu og 33 særðir n Alvarlegt slys í Nascar-kappakstrinum T æplega 40 áhorfendur slös- uðust þegar harður árekstur bíla í Nascar-ökukeppninni í Bandaríkjunum kastaði vélarhlutum upp í áhorfendastúku. Þykir ótrúlegt að enginn hafi látið líf- ið en tveir hinna slösuðu voru þó í lífshættu og eru á gjörgæslu. Sterkar öryggisgirðingar eru með- fram öllum kappakstursbrautum sem keppt er á í Nascar en í þessu tilfelli dugðu þær engan veginn til þegar nokkrir bílar skullu það hart saman að einn þeirra þeyttist upp í loft og vél og hjólbarðar þess sama bíls fóru yfir og í gegnum girðinguna og upp í pakkfulla áhorfendastúku. Var keppninni í Daytona hætt í kjölfarið en sú braut þykir sú allra hættulegasta í Nascar-kappakstrin- um. Þar hafa frá upphafi Nascar hvorki fleiri né færri en tólf ökumenn látið lífið í árekstrum og mikill fjöldi slasast alvarlega. Alls hafa 24 öku- þórar látið lífið í Nascar í heildina. Þá eru slys á áhorfendum ekki nýlunda en brak úr klesstum bílum hefur ítrekað kastast upp í áhorf- endastúkur með alvarlegum af- leiðingum. Tafði það björgunarstörf á svæð- inu í þessu tilfelli að hópur fólks reyndi að komast sem næst vettvangi slyssins til þess eins að taka myndir. Tveir einstaklingar voru í lífs- hættu eftir slysið en meiðsl flestra annarra voru minniháttar og þurftu aðeins rúmlega 20 á sjúkrahús. Er talin mikil mildi að fólk hafi ekki látið lífið en ökuþórarnir sjálfir sluppu al- veg ómeiddir utan einn sem kvartaði yfir brjóstverkjum eftir slysið.n Tottenham stærri klúbb- ur en Arsenal Gareth Bale segir engan vafa leika á að lið hans Tottenham hafi nú loks fellt Arsenal af stalli sem helsta félagsliðið í norður- hluta London. Bæði sé liðið betra og leikmannahópur Tottenham breiðari og sterkari heilt yfir en reyndin er hjá Arsenal. Á þessa skoðun hans mun reyna næstu vikurnar nú þegar enska úrvals- deildin fer að styttast í annan end- ann en bæði liðin keppa um fjórða sætið í deildinni sem er ávísun á Meistaradeildina á næstu leiktíð. Messi plumar sig ekki á Ítalíu Hollendingurinn Mark van Bommel segir að Leo Messi gæti aldrei náð viðlíka árangri á Ítalíu og hann hef- ur gert á Spáni sökum þess að á Ítal- íu sé leikurinn með öðru sniði og stærri félagslið eigi auðvelt með að loka á andstæðinga sína með þeim hætti sem AC Milan gerði í síðustu viku í glæsilegum 2–0 sigri í fyrri leik liðsins í Meistaradeildinni gegn Barcelona. Mark van Bommel segir enga tilviljun hversu vel Milan tókst að loka á Börsunga í þeim leik og telur víst að Ítalirnir fari áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á kostnað þeirra spænsku. Ódýrt á úrslitaleik Þeir sem verða svo heppnir að næla sér í miða á úrslitaleikinn í Meistaradeildinni þetta árið sem fer fram á Wembley í London þurfa ekki að greiða svo ýkja mik- ið fyrir herlegheitin. Allra ódýrasti miðinn í boði það kvöldið kostar ekki nema tæpar tólf þúsund krónur sem er ekki mikið dýrara en gengur og gerist í hefðbundn- um deildum Evrópu. Allra dýrustu miðarnir slaga hins vegar hátt í 65 þúsund krónur. Miðaskráning er hafin en eðli máls samkvæmt fá færri en vilja og verður dregið úr þeim sem skrá sig fyrir miðum. Persie klár gegn Real Madrid Markahrókurinn Robin van Persie ætti að ná sér að fullu fyrir leik Manchester United gegn Real Madrid þann fimmta mars en hann slasaði sig í deildarleik gegn QPR um helgina. Féll Hollendingurinn ofan í myndavélagryfju við leikvöll- inn með þeim afleiðingum að hann varð að hætta leik. Læknar liðsins segja allar líkur á að hann verði orðinn fínn eftir viku. Svakalegt Einn bíllinn kastaðist af brautinni, eins og sjá má á myndinni. MyNd REUTERS H versu margir knattspyrnu- þjálfarar væru ekki mjög sáttir eftir 6–1 sigur síns liðs á erfiðum andstæðingi? Og hversu margir knattspyrnu- þjálfarar myndu gera stórmál úr því að leikmenn mættu í mislitum sokk- um á æfingar og beittu leikmennina sektum fyrir vikið? Ætli þeir finnist fleiri en hinn lit- ríki Jupp Heynckes, þjálfari Bayern München? Karlinn sá hefur fyrir all- löngu lýst yfir að hann ætli að setja punktinn yfir farsælan þjálfaraferil sinn að lokinni þessari leiktíð. Menn sem til hans þekkja segja að hann eigi sér aðeins einn einasta draum eftir og það sé að leiða Bayern í úrslit Meistaradeildar Evrópu og hafa sigur þar. Það yrði sannarlega glæstur endi á ferli þessa makalausa þjálfara. Bayern aldrei betra Fróðir sparkspekingar í Þýskalandi telja margir að Bayern München hafi sjaldan eða aldrei verið betra lið en einmitt nú, þó deila megi endalaust um slíkt. Leiktíðin heimafyrir hef- ur gengið vonum framar og hefur Bayern sautján stiga forskot á Þýska- landsmeistara Dortmund. Nán- ast formsatriði fyrir Bæjara að klára deildina með stæl og það löngu áður en henni lýkur. Sömuleiðis á Bayern ágæta möguleika á að leika til sigurs í þýsku bikarkeppninni, DFB Pokal, en á miðvikudaginn kemur mæta Bæjar- ar einmitt Dortmund í fjórðungsúr- slitum þeirrar keppni. Þá finnast fáir sem telja að Arsenal eigi mikla möguleika gegn Bæjurum í seinni leik þessara liða í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Margir stórir veðbankar setja bestu líkur sínar á Bayern að sigra Meist- aradeildina ef undan er skilið lið Barcelona. Ólíkt Spánverjunum eiga þeir þýsku heimaleik næst með þrjú mörk skoruð á útivelli meðan Börs- ungar mæta AC Milan með tvö mörk í mínus. Töluvert má ganga á til að þeir spænsku fari mikið lengra en þegar er orðið. Fullkomnunarsinni af guðs náð Heynckes er sagður fullkomnunar- sinni og gott dæmi um það er óánægja karlsins með 6–1 sig- ur Bayern á Werder Bremen um helgina. Bremen er ekki með bestu liðum deildarinnar en þeir eru fjarri því lélegir og slíkur sigur makalaust frábær úrslit fyrir Bæjara. En ekki Heynckes sem var hreint ekki sáttur við að Bayern fékk á sig mark í þeim leik. Þá er og fræg sagan af því þegar tveir leikmenn liðsins, Schwein- steiger og Kroos, mættu á eina æf- ingu fyrr í vetur í hvítum sokk- um en þeir eiga strangt til tekið að vera svartir í stíl við æfingabúninga liðsins. Heynckes ærðist og sendi fyrirliða sinn, Philipp Lahm, til að sekta þá félaga um væna upphæð fyrir hvítu sokkana. Náðist þó sátt að lokum og er ekki vitað til að nokkur annar mæti nú á æfingar í öðru en reglubundnum æfingafatnaði. Þyrnum stráður vegur Mörgum er enn í fersku minni úr- slitaleikur Meistaradeildarinnar á síðasta ári þar sem Chelsea hafði betur gegn Bayern eftir vítakeppni. Sárgrætileg úrslit fyrir flesta nema aðdáendur Chelsea því Bæjarar réðu lögum og lofum í leiknum eins og tölfræði leiksins gefur skýrt til kynna. 35 skot á mark gegn 9 skot- um Chelsea. 20 hornspyrnur á móti einni slíkri hjá Chelsea fyrir utan að vera mun meira með boltann en þeir ensku. Þrátt fyrir að vera betri aðilinn í leiknum dugði það ekki til á end- anum og stóra spurningin hvort Heynckes hafi eitthvað lært af þeim leik. Öllum má ljóst vera að heima- fyrir er Bayern í öllu falli að spila mun betri leik en á síðustu leiktíð. Þá var það aðeins Meistaradeildar- titillinn sem var innan seilingar hjá Bæjurum en nú berjast þeir á þrem- ur vígstöðvum. Hvort það tekur toll þegar nær dregur er ekki ólíklegt en það gæti líka hvatt leikmenn sérstak- lega til dáða. n Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is n Litríkur þjálfari Bayern München vill enda ferilinn á Meistaradeildartitli Árið hans heynckes Harður í horn að taka Heynckes var ekkert sérstaklega ánægður með 6–1 sigur sinna manna um helgina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.