Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Qupperneq 2
2 Fréttir 17. júlí 2013 Miðvikudagur
Þ
essi júlíbyrjun er sú tíunda
lakasta í 64 ár og sú lakasta
síðan 1993,“ segir Trausti
Jónsson, veðurfræðingur
á Veðurstofu Íslands, og er
þar að vísa í hitatölur á suðvestur-
horninu í júlí. Júlímánuður hefur því
ekki verið kaldari í 20 ár. Meðalhit-
inn hefur verið 9,6 stig, samanbor-
ið við 12,5 stig á sama tíma í fyrra og
11,8 stig, ef tekið er meðaltal síðast-
liðinna 10 ára. En það er ekki bara
kaldara í veðri. Þennan júlímánuð
höfum við fengið færri sólarstundir
og meiri úrkomu, sé miðað við nefnt
meðaltal. „Hérna í Reykjavík höfum
við fengið 63 sólskinsstundir,“ seg-
ir Trausti en meðaltal síðustu 10 ára
er 96 sólskinsstundir. Munurinn er
því heilar 23 sólskinsstundir. „Það er
frekar mikill munur. Það var svolítil
sól fyrstu dagana í júlí, það bjargaði
þessu eiginlega,“ segir Trausti en þá
er ekki öll sorgarsagan sögð. „Síðan
höfum við fengið tvöfalt meiri úr-
komu.“
Svipað hitastig hefur verið á
Suðurlandi og á norðvesturlandi,
en á Norðurlandi hafa hitatölurnar
verið rétt undir meðaltali. „Þó ívið
kaldara,“ segir Trausti. Staðan er
hins vegar allt önnur á Austurlandi.
Þar er bongóblíða og hefur verið
allan júlímánuð; hitastigið vel yfir
meðaltali.
Suðupotturinn Egilsstaðir
„Það er allt stappað á tjaldsvæðinu
og á öllum gististöðum; fullbókað
alls staðar,“ segir Sara Tumadóttir
hjá upplýsingamiðstöð Austurlands
og nefnir einnig að um aukningu
sé að ræða frá því í fyrra. En er þetta
allt fólk sem er að elta góða veðr-
ið? „Jú jú, það er einn og einn sem
nefnir það,“ segir Sara en bætir við
að það séu aðallega Íslendingar
sem eru eltingaleik við veðrið.
Ferðamennirnir séu yfirleitt með
skipulagða dagskrá og síður í slíkum
pælingum. Þeir eru hins vegar dauð-
fegnir að koma á Austurland. „Þeir
tala alltaf um að þeir séu að koma úr
rigningu og í góða veðrið til okkar.“
Aðspurð hvar á Austurlandi besta
veðrið sé svarar Sara: „Egilsstaðir er
algjör suðupottur, þá ertu náttúru-
lega ekki við sjóinn. En það hefur
líka verið yndislegt niðri á fjörðum.“
Skýringar á huldu
„Nei, ekki frekar en vanalega. Það
er tilviljunarkennt – mynstrið í
veðrinu,“ segir Trausti spurður um
ástæður þessa óvenjulega veður-
fars, sérstaklega á suðvesturlandi.
Hann vísar kenningum blaðamanns
um að hlýnun jarðar sé hugsanlega
að ganga til baka hins vegar á bug.
„Þetta kemur henni ekkert við. Það
er búið að vera ótrúlega gott veð-
urfar undanfarin ár; umfram það
sem við hefði mátt búast með til-
liti til hnattrænnar hlýnunar,“ seg-
ir Trausti; eðlilegt sé að hitinn rokki
lítillega á milli ára. „Svo er sumarið
ekki búið ennþá.“ En kemur bráðum
betri tíð? „Ég held ekki.“
Íssala í hættu
Júlímánuður er mesti íssölumánuð-
ur ársins, ef marka má orð Elínar
Þórðardóttur, framkvæmdastjóra
Emmessíss. „Íssala er mjög tengd
veðrinu,“ segir Elín en engar sölutöl-
ur eru komnar fyrir júlímánuð. „Við
verðum bara að leggjast á bæn og
vona að þessar lægðir fari eitthvað
annað en til okkar,“ segir hún létt
og bætir við: „En svo hefur auðvitað
verið fínt veður á Norður- og Aust-
urlandi og salan í samræmi við það.“
Kaffihús og sundstaðir blæða
Það eru ekki bara íssalar sem bölva
veðurguðunum, heldur einnig kaffi-
hús. Café París hefur lengi verið eitt
vinsælasta kaffihús miðborgarinn-
ar, enda með veglega útiaðstöðu
steinsnar frá Austurvelli. Um sum-
armánuðina streyma þangað ferða-
menn og innfæddir til að sleikja sól-
ina og gæða sér á kaffi og croissant
eða sumaröli og saltstöngum. Guð-
ný Aradóttir er framkvæmdastjóri
kaffihússins. „Vanalega er fullt úti,
en hálftómt inni á sumrin. En núna
er þéttsetið inni, en lítið úti,“ segir
Guðný. Þó eru ennþá nokkrir sem
sitja ennþá úti, en ekki til að baða
sig í sólskini. „Þetta fólk situr undir
tjöldum með hitara, teppi og kerta-
luktir,“ segir Guðný sem viðurkennir
að kuldabolinn sé orðinn Þrándur í
götu rekstursins.
Baldur Eiríksson
blaðamaður skrifar baldure@dv.is
„Síðan
höfum við
fengið tvöfalt
meiri úrkomu
Kaffihús tapa á
leiðinlegu veðri
n Lægstu hitatölur frá árinu 1993 n Meiri úrkoma og minni sól n Blíða á Austurlandi
Nauthólsvík Það hafa ekki verið mörg tækifæri til að slappa af í sólinni í Nauthólsvík í sumar.
Hressir ferðamenn
Nú er úti veður vott.
Það versta í 20 ár.
Hagstætt
veður bjarg-
aði bændum
„Úrkoman hérna fyrir norðan að
undanförnu er bara til bóta og
sprettan er betri. Ekki veitir okk-
ur af.“ Þetta segir Þórarinn Ingi
Pétursson, formaður Landssam-
taka sauðfjárbænda, í samtali við
Vikublað á Akureyri. Eftir snjó-
þungt vor er öllu léttara yfir bænd-
um norðan heiða enda veðurfar
verið einstaklega hagstætt undan-
farnar vikur.
„Sprettan í júní var frábær,
enda veðrið sérstaklega hagstætt á
flestan hátt. Þótt úrkoma hafi ver-
ið lítil í mánuðinum, er mikill raki
í jörðu eftir snjóþungan vetur og
erfitt vor. Júní hreinlega bjargaði
öllu í þessum efnum, það er bara
svo einfalt. Það er því öllu léttara
yfir okkur, en við vitum ekkert fyrr
en í haust hvernig staðan raun-
verulega verður. Þeir bændur sem
þurftu að endurvinna tún vegna
kals, þurftu sannarlega á þessari
góðu tíð að halda,“ segir Þórarinn.
Stúdentar
stefna ríkinu
Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur
stefnt Lánasjóði íslenskra náms-
manna og íslenska ríkinu vegna
breyttra lánveitingarreglna. Stúd-
entaráð telur að stjórnsýsluleg lög
hafi verið brotin í málinu. Þetta
var tilkynnt á blaðamannafundi
seinnipart þriðjudags.
„Við í SHÍ einsetjum okkur
að standa vörð um hagsmuni
stúdenta og þar sem að samn-
ingaleiðin gekk ekki, eftir að við
reyndum á málefnalegan hátt að
benda á ýmsa vankanta, og leggja
til aðrar sparnaðartillögur, þá er
orðið ljóst að málið verður aðeins
útkljáð fyrir dómstólum,“ segir í
tilkynningu frá Stúdentaráði.
Málið verður þingfest á
fimmtudag og fær flýtimeðferð.
Því ætti niðurstaða að liggja fyrir
eftir um mánuð að sögn Maríu
Rutar Kristinsdóttur, formanns
Stúdentaráðs.
Illugi Gunnarsson mennta-
og menningarmálaráðherra
gerir kröfu um niðurskurð hjá
lánasjóðnum en stjórnvöld hafa
ákveðið að ráðast í flatan 1,5
prósenta niðurskurð í öllum
ráðuneytum og málaflokkum.
Enn lokanir á
hálendinu
Enn er nokkuð um lokanir á
hálendisvegum en borið hefur
á því að ferðamenn virði ekki
lokanir. Mikil bleyta orsakar
það að vegir eru viðkvæmir og
geta skemmst mikið ef lokanir
eru ekki virtar. Þá vinnur vega-
gerðin að lagfæringu brúar gólfs
á Arnarnesvegi í Garðabæ fram
á föstudag og er umferð stórra
ökutækja bönnuð fram að því.
Þá er einnig verið að byggja
undirgöng á Reykjanesbraut við
Hvaleyrarholt í Hafnarfirði. Um-
ferð er beint um hjáleið á meðan
en Vegagerðin biður ökumenn
um að sýna tillitsemi og aðgát.