Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Side 4
K ári Stefánsson, forstjóri Ís­ lenskrar erfðagreiningar, segir að rúmlega 562 millj­ óna króna skuldabréfaútboð fyrirtækisins snúist um að koma peningum frá bandaríska lyfja­ þróunarfyrirtækinu Amgen til lands­ ins. Skuldabréfaútboðið fór fram í lok júní en fyrr á árinu stóð Decode fyrir öðru eins skuldabréfaútboði upp á sömu upphæð. Amgen keypti Decode í lok síðasta árs og er flutn­ ingur fjármagnsins liður í fjármögn­ un íslenska erfðatæknifyrirtækisins. Söluverð Decode í lok árs 2012 var um 50 milljarðar íslenskra króna og er því aðeins um að ræða rúmt pró­ sent af þeirri heildarupphæð sem greidd var fyrir fyrirtækið. 20 prósenta afsláttur Skuldabréfaútboðið fer þannig fram að Decode gefur út skuldabréf sem Amgen kaupir með fjármunum er­ lendis frá, erlendum gjaldeyri, í gegn­ um Seðlabanka Íslands. Amgen fær 20 prósent af þeim íslensku krónum sem fyrirtækið kaupir sem svo eru notaðar til að greiða fyrir skuldabréfið. Þetta er hin svokallaða fjárfestingarleið Seðla­ banka Íslands sem lögbundin var til að liðka til fyrir erlendri fjárfestingu á Íslandi í kjölfar íslenska efnahags­ hrunsins. Með þessu móti getur nýr eigandi Decode fjármagnað félagið í krónum með 20 prósenta afslætti af íslenska gjaldmiðlinum. Gert í skömmtun „Þetta er sú aðferð sem Seðlabanki Íslands býður upp á til að menn geti tekið erlent fé inn í landið á hagstæð­ um kjörum. Þetta er hluti af þessum mekanisma sem Seðlabankinn hef­ ur sett upp til að laða erlent fjármagn til landsins,“ segir Kári aðspurður um málið. Forstjórinn segir að Decode muni á næstu mánuðum og árum nýta sér þessa fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands til að koma með frekara fjár­ magn til landsins. „Já, já, þetta kemur til með að halda áfram að verða gert á þennan hátt,“ segir Kári. „Þetta eru bara peningar frá Amgen.“ Dýr rekstur Líkt og komið margoft hefur fram í fjölmiðlum er rekstur Decode dýr og hefur fyrirtækið aldrei skil­ að rekstrar hagnaði frá stofnun þess. Rekstrarféð sem rennur í gegnum fé­ lagið er notað til rannsókna á sviði erfðafræði sem meðal annars nýtist við rannsóknir á hinum ýmsu sjúk­ dómum. Byggði fjárfesting Amgen í Decode á því að bandaríska félag­ ið hyggst nýta sér þá þekkingu sem Decode býr yfir í rannsóknum sínum á sjúkdómum og eftir atvikum við þróun og framleiðslu nýrra lyfja. Decode tapaði til að mynda þrettán milljónum dollara, vel á ann­ an milljarð króna árið 2011. Sú stað­ reynd að Amgen greiddi 50 milljarða króna fyrir Decode og fjármagnar nú félagið, sýnir hins vegar að verðmæti þeirrar þekkingar sem Decode býr til er mikið. Margra ára rekstrartap fé­ lagsins hefur því skilað af sér verð­ mætri þekkingu. Margfölduðu fé sitt Þessu til stuðnings má benda á að síðast liðin þrjú ár hefur Decode skipt tvisvar sinnum um eigendur. Árið 2010 keypti bandarískur fjár­ festahópur fyrirtækið og fjármagn­ aði það þar til Amgen keypti það í lok árs í fyrra. Í viðtali við DV fyrr á árinu sagði Kári að sá fjárfestahópur hefði lagt Decode til um 50 milljón dollara, nærri sex milljarða króna, sem fjár­ festahópurinn hefði svo fengið átt­ falt til baka með sölunni til Amgen: „Þetta voru aðilar sem vildu búa til peninga úr peningum og hafa gert það býsna gott. Þeir fengu svona átt­ falt út úr þessu sem er býsna gott á minna en þremur árum. Þeir voru mjög kátir.“ Peningarnir sem Amgen flytur nú til landsins í gegnum fjárfestingar­ leið Seðlabanka Íslands munu því fjármagna rekstur hér á landi næstu misserin. Miðað við fyrri reynslu af Decode mun rekstur félagsins verða röngum megin við núllið um kom­ andi ár, líkt og þau fyrri, en með þess­ um fjármunum mun Decode halda áfram vinnu sinni og væntanlega búa til frekari verðmæti sem eitt­ hvert annað fyrirtæki en Amgen gæti svo hugsanlega viljað kaupa fyrir enn meira fé þegar og ef bandaríska lyfja­ þróunarfyrirtækið vill selja það. n 4 Fréttir 17. júlí 2013 Miðvikudagur Byggir stærsta hótel landsins n Eykt fékk stórfelldar afskriftir út af Höfðatorgsreitnum V erktakafyrirtækið Eykt mun byggja stærsta hótel landsins á Höfðatorgsreitnum svokall­ aða við Borgartúnið í Reykja­ vík. Frá þessu var greint á vef mbl.is á mánudaginn. Eykt er í eigu Péturs Guðmundssonar. Íslandsbanki fjár­ magnar byggingu hótelsins og mun fyrirtækið Íslandshótel ehf., sem meðal annars á og rekur Fosshótel, sjá um reksturinn. Hótelið á að verða 17 þúsund fermetrar að stærð, á 16 hæð­ um og eiga herbergin að verða 342. Pétur Guðmundsson og Eykt voru einu eigendur bygginganna á Höfða­ torgsreitnum, Turnsins og byggingar­ innar þar við hlið sem hýsir skrif­ stofur Reykjavíkurborgar og nokkrar verslanir, þar til eftir hrun. Þá leysti Íslandsbanki til sín 72,5 prósent í eignarhaldsfélaginu sem heldur utan um eignirnar en Pétur Guðmundsson hélt eftir 27,5 prósentum. Þetta gerði Íslandsbanki út af erfiðri skuldastöðu félagsins. Nú stendur yfir söluferli á þessum eignum hjá Íslandsbanka og hefur allt hlutafé eignarhaldsfélags­ ins sem heldur utan um eignirnar ver­ ið auglýst til sölu. Tekið skal fram að Pétur sat um tíma í stjórn Glitnis fyrir hrunið 2008. Eignarhaldsfélag Péturs, Höfðatorg ehf., fékk 15 milljarða króna skuldaaf­ skrift árið 2011 áður en Íslandsbanki leysti eignirnar sem voru inni í fé­ laginu til sín. Pétur fékk samt að halda eftir ríflega fjórðungshlut í eignun­ um. Nú byggir verktakafyrirtæki hans stærsta hótel landsins á Höfðatorgs­ reitnum á sama tíma og Íslandsbanki reynir að selja fasteignirnar sem fyrir eru á reitnum upp í skuldir. Í frétt DV um söluna í síðasta mánuði kom fram að Pétur myndi fá hlutdeild í söluand­ virði eignanna við Höfðatorg. n ingi@dv.is Ingi Freyr Vilhjálmsson ritstjórnarfulltrúi skrifar ingi@dv.is „Þetta eru bara peningar frá amgen“ n Fjárfestingarleið Seðlabankans notuð til innflutnings fjármagns frá Amgen „Þetta er hluti af þessum mekanisma sem Seðla- bankinn hefur sett upp til að laða erlent fjármagn til landsins Skuldabréfaútboð Decode Decode fór í skuldabréfaútboð í síðasta mánuði til að flytja inn peninga frá eiganda sínum, Amgen í Bandaríkjunum. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Decode. Ákærður fyrir að ræna stúlku Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru í máli karlmanns á fertugs­ aldri sem grunaður er um að hafa þvingað tíu ára stúlku upp í bíl til sín í vesturbæ Reykjavíkur, ekið henni upp í Heiðmörk og brjóta þar á henni kynferðis­ lega. Fréttastofa RÚV greindi frá þessu á þriðjudag. Maðurinn var handtekinn skömmu eftir atvikið, eða þann 14. maí, og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Maður­ inn ók stúlkunni aftur vestur í bæ og hafði í hótunum við hana áður en hann hleypti henni út úr bíln­ um. Stúlkan gat gefið greinargóðar lýsingar á manninum og bíl hans og leiddu þær til þess að hann var handtekinn skömmu síðar. Skipað í stjórn Trygginga- stofnunar Eygló Harðardóttir, félags­ og hús­ næðismálaráðherra, hefur skip­ að í stjórn Tryggingastofnunar ríkisins. Formaður stjórnarinn­ ar er Stefán Ólafsson. Samkvæmt lögum um almannatryggingar skipar ráðherra fimm manna stjórn Tryggingastofnunar ríkis­ ins, formann og varaformann úr þeim hópi og jafnmarga menn til vara. Stjórn stofnunarinnar skal staðfesta skipulag hennar, árlega starfsáætlun og fjárhagsáætlun og marka henni langtímastefnu. Stjórnin skal jafnframt hafa eftir lit með starfsemi stofnunarinnar og sjá til að rekstur hennar sé innan ramma fjárlaga á hverjum tíma. Eftirtaldir voru skipaðir í stjórn stofnunarinnar frá 5. júlí síðast liðnum. Aðalmenn eru Stefán Ólafsson, prófessor sem jafn­ framt er formaður stjórnar, Ásta Möller, fyrrverandi alþingismaður sem einnig er varaformaður. Aðrir aðalmenn eru Halldóra Magný Baldursdóttir, fulltrúi gæðamála hjá OR, Kristinn Jónasson, bæjar­ stjóri í Snæfellsbæ og Sigrún Aspelund, skrifstofumaður. Sala og bygging hótels Eykt á verulegra hagsmuna að gæta á Höfða- torgsreitnum þar sem fyrirtækið á ennþá nærri 28 prósenta hlut í Turninum og byggingunni þar við hliðina. Nú mun Eykt einnig reisa hótel á reitnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.