Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Síða 6
6 Fréttir 17. júlí 2013 Miðvikudagur
Afskrifa hjá fasteignafélagi í Keflavík
n Ekkert fékkst upp í nærri 300 milljóna kröfur
K
röfuhafar eignarhaldsfélags
ins Inventa þurfa að af
skrifa nærri 300 milljón
ir af skuldum þess. Inventa
var fasteignafélag með aðsetur
í Reykjanesbæ. Félagið var úr
skurðað gjaldþrota í lok síðasta
árs. Um er að ræða enn eitt gjald
þrot fasteignafélags í Reykjanesbæ
en sparisjóðurinn í bænum veitti
mýmörgum slíkum félögum lán á
árunum fyrir hrunið. Kröfuhafar
félagsins lýstu rúmlega 376 millj
ónum í bú þess og fengust rúmar
85 milljónir upp í þær. Í ársreikn
ingum félagsins kemur fram að
það hafi verið fjármagnað af Spari
sjóðnum í Keflavík. Eigendur fé
lagsins voru þeir Þórður Karlsson
og Jens Beining Jia. Skiptastjóri fé
lagsins segir að stærstu kröfuhaf
arnir hafi verið Landsbankinn, sem
tók yfir gjaldþrota bú Sparisjóðs
ins í Keflavík á sínum tíma og hef
ur unnið að því að koma eignasafni
sjóðsins í verð. „Fasteignirnar voru
yfirveðsettar,“ segir Guðmund
ína Ragnarsdóttir, skiptastjóri fé
lagsins. Hún segir að félagið hafi
átt eina íbúð í Reykjanesbæ, þrjár
fasteignir undir atvinnuhúsnæði
og eina lóð. Hún segir að auglýst
hafi verið eftir tilboðum í eignirn
ar en þegar engin viðunandi tilboð
hafi borist hafi kröfuhafar félagsins
tekið eignir þess yfir. n
ingi@dv.is
OR efaðist um að
Beaty gæti borgað
n Orkuveitan fær 5,2 milljarða frá Landsbréfum í lok ágúst
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
O
rkuveitu Reykjavíkur var bent
á það í verðmati Íslands
banka á skuldabréfi sænska
fyrirtækisins Magma Energy,
þar sem Kanadamaðurinn
Ross Beaty er stærsti hluthafinn, að
mikil óvissa væri uppi um hvort fyrir
tækið gæti greitt upp rúmlega 8 millj
arða króna skuldabréfið á gjalddaga
þess 2016. Þetta kemur fram í verðmati
Íslandsbanka á bréfinu sem unnið var
fyrir Orkuveituna í mars síðast liðnum.
Þessi óvissa Orkuveitu Reykjavíkur átti
ugglaust þátt í því að fyrirtækið ákvað
að selja skuldabréfið í síðustu viku og
staðfesti Borgarráð Reykjavíkur sölu
bréfsins á fimmtudaginn. Greining
bankans var eitt af vinnugögnunum
sem Orkuveitan notaði við söluna.
Skuldabréfið má rekja aftur til
ársins 2009 þegar Magma keypti 30
prósenta hlut Orkuveitu Reykjavík
ur í HS Orku fyrir meira en tíu millj
arða króna og íslenska orkufyrirtækið
fjármagnaði 70 prósent af viðskiptun
um með kúluláni sem var á gjalddaga
árið 2016. Greining Íslandsbanka á
stöðu Magma Energy sýnir ágætlega
hversu sérstakur samningurinn sem
Orkuveitan gerði við Magma var, þar
sem engan veginn var tryggt að fé
lagið gæti greitt lánið til baka: Eina
tryggingin fyrir láninu var hluturinn
í HS Orku.
Áhyggjur Bjarna
Orðrétt segir í greinargerð Bjarna
Bjarnasonar, forstjóra Orkuveitu
Reykjavíkur, þar sem hann fjallar um
söluna á skuldabréfinu: „Íslandsbanki
bendir í verðmati sínu á að ekki sé
geta til staðar hjá Alterra Power Corp
til að mæta afborgununum bréfsins,
m.v. núverandi stöðu. Ekki sé þó úti
lokað að fjárhagsstaðan gæti batnað.“
Þessi vafi sem var uppi átti þátt í því að
Bjarni Bjarnason taldi að hugsanlegar
vanefndir Magma á greiðslu skulda
bréfsins væri ein helsta ástæðan fyr
ir því af hverju Orkuveita Reykjavíkur
ákvað að selja skuldabréfið.
Fyrsta ástæðan sem Bjarni nefnir
í greinargerð sinni er lausafjárvandi
Orkuveitu Reykjavíkur. Salan á bréf
inu til fjárfestingarsjóðs Landsbréfa
þýðir í reynd að í stað þess að orku
fyrirtækið fái eingreiðslu frá Magma
Energy upp á meira en 8 milljarða
króna árið 2016 fær orkuveitan tæpa
5,2 milljarða króna nú í lok ágúst og
eftirstöðvar söluverðsins, rúma 3,4
milljarða króna, þegar skuldabréf
ið fellur á gjalddaga í lok árs 2016.
Lausafjárinnspýtingin fyrir rekstur
Orkuveitunnar er því umtalsverð.
Arðurinn of lítill
Í greiningu Íslandsbanka á möguleik
um Magma Energy til að greiða kúlu
lánið til baka samkvæmt samningn
um við Orkuveitu Reykjavíkur eru
verulegir fyrirvarar um að fyrirtækið
geti staðið við greiðslurnar. Bankinn
bendir á að Magma hafi einungis átt
þrjár leiðir færar til að greiða skulda
bréfið til baka.
Í fyrsta lagi með því að nota arðinn
sem félagið fengi frá HS Orku en Ís
landsbanki benti á að ólíklegt væri
að arðgreiðslurnar myndu nægja til
að fjármagna uppgreiðslu lánsins þar
sem hagnaður HS Orku væri ekki það
mikill. „Ljóst er að arðgreiðslur HS
Orku nægja hvergi nærri til að unnt
verði að standa skil á þessu tiltekna
skuldabréfi sem hér um ræðir, jafn
vel þótt allur sá arður sem félli í skaut
Magma yrði eingöngu nýttur til þess
en slíkt hlýtur að teljast ólíklegt.“
Önnur ástæðan sem Íslandsbanki
nefndi var sú að ólíklegt væri að ein
hver annar aðili myndi endurfjár
magna skuldir Magma Energy en að
þetta væri ólíklegt þar sem engin önn
ur eign en hlutabréfin í HS Orku væru
inni í Magma Energy og því þyrfti við
komandi fjármálastofnun að taka veð
í þeim hlutabréfum líkt og Orkuveita
Reykjavíkur hefði gert. „Sé litið til þess
að engin starfsemi er til staðar í hinu
sænska félagi, og að arðgreiðslugeta
HS Orku er ólíkleg til að þjóna þeirri
skuldsetningu, sbr. umfjöllun að ofan,
er ólíklegt að utanaðkomandi aðili,
s.s. ótengdur fjárfestir eða lánastofn
un, endurfjármagni skuldirnar að
nokkru leyti.“
Staða Alterra ekki góð
Þriðja ástæðan sem Íslandsbanki
nefndi var fjármögnun frá móðurfé
lagi Magma Energy, Alterra Power
Corp, en bankinn var ekki bjartsýnn
á að það fyrirtæki gæti staðið undir
slíkum greiðslum en benti reyndar á
að ef önnur verkefni félagsins myndu
ganga vel þá gæti þessi stað breyst.
Orðrétt segir í greiningu Íslands
banka:
„Kemur þá til álita hver fjárhags
staða móðurfélagsins Alterra Power
Corp er. Virði hlutabréfa þess í kaup
höllinni í Toronto hefur sveiflast mik
ið á liðnum misserum og var á verð
matsdegi 0,345 CAD/hlut, sem er
lægsta gengi frá skráningu félagsins
um mitt ár 2009 (...) Þá er einnig ljóst
af ársreikningum félagsins að ekki
er til staðar geta hjá því til að mæta
þessum afborgunum, m.v. núverandi
stöðu. Komi hins vegar til þess að þró
unarverkefni félagsins gangi vel gæti
staðan breyst til hins betra.“
Íslandsbanki var því verulega ef
ins, svo ekki sé meira sagt, um að
Magma Energy hefði getað staðið við
samning sinn við Orkuveitu Reykja
víkur um uppgreiðslu skuldabréfsins.
Þessi vafi átti þátt í því að ákveðið var
að selja skuldabréfið.
DV hefur gert tilraunir til að ná tali
af Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orku
veitu Reykjavíkur, og meðal annars
skilið eftir skilaboð handa honum.
Blaðið hefur hins vegar ekki náð að
spyrja Bjarna um málið. n
„Þá er einnig ljóst af
ársreikningum fé-
lagsins að ekki er til stað-
ar geta hjá því til að mæta
þessum afborgunum.
Íslandsbanki efins Íslandsbanki
vann greiningu fyrir Orkuveitu Reykja-
víkur á sölu stofnunarinnar á skulda-
bréfi Magma Energy. Þar var komist
að því að ólíklegt væri að Beaty gæti
borgað OR af hlutabréfunum.
Enn eitt fasteignafélagið Inventa er
enn eitt fasteignafélagið sem Sparisjóð-
urinn í Keflavík fjármagnaði sem verður
gjaldþrota og afskrifa þarf hjá.
Sala áfengis dróst saman um 9,7
prósent í júní á breytilegu verð
lagi miðað við sama mánuð í fyrra.
Þetta kemur fram í smásöluvísi
tölu Rannsóknarseturs verslun
arinnar. Verð á áfengi var 0,7 pró
sentum hærra í júní síðastliðnum
en í sama mánuði í fyrra. Í tilkynn
ingu frá Rannsóknarsetri versl
unarinnar kemur fram að freist
andi sé að túlka þessa minnkandi
veltu í áfengisverslun með blautu
veður fari undanfarið. Þar kemur
þó fram að líklegri skýring sé sú að
í júní í fyrra voru fimm föstudagar
en í ár voru þeir einungis fjórir.
Þegar tekið hefur verið tillit til
þessa dagamunar kemur fram að
veltan hafi verið svipuð á milli ára.
Hvað aðra þætti varðar í smá
söluvísitölunni jókst velta yfir
leitt talsvert milli ára: 9,1 prósent
í fataverslun, 11,8 prósent í skó
verslun og 10,6 prósent í hús
gagnaverslun. Lítil breyting var
hins vegar í veltu með mat og
drykkjarvörur.
Litlar breytingar urðu í flestum
tegundum verslunar þegar horft
er yfir fyrstu sex mánuði ársins
í samanburði við sama tímabil í
fyrra og virðist því nokkuð jafn
vægi komið á í verslun. Þannig
jókst raunvelta dagvöruverslunar
um 0,7 prósent, velta áfengisversl
unar dróst saman um 0,7 prósent,
fataverslun jókst um 0,9 prósent
og húsgagnaverslun jókst um 3,8
prósent.
Greiðslukortavelta heimil
anna jókst um 2,1 prósent í júní
miðað við sama mánuð í fyrra og
nam um 60,6 milljörðum króna.
Erlendir ferðamenn greiddu um
11 milljarða króna með greiðslu
kortum hér á landi í júní sem er
16,2 prósentum hærri upphæð en
í júní í fyrra.
Sala áfengis
dróst saman
Harma ákvörðun
bænda
Landvernd harmar þá ákvörðun
nokkurra bænda í Rangárvalla
sýslu að reka fé sitt á Almenninga
í Rangárþingi eystra. Þetta kemur
fram í yfirlýsingu sem Landvernd
hefur sent frá sér en þar kemur
fram að afrétturinn hafi verið
metinn óbeitarhæfur af vísinda
mönnum Landbúnaðarháskóla
Íslands. „Með ákvörðun sinni
ganga bændurnir þvert gegn
stefnu íslenskra stjórnvalda um
sjálfbæra nýtingu auðlinda og
skaða ímynd íslensks landbún
aðar. Ákvörðunin hlýtur að vekja
neytendur til umhugsunar um
afstöðu sína til neyslu lamba
kjöts sem alið er á óbeitarhæfum
auðnum landsins. Landvernd
telur mikilvægt að ná sátt í þessu
máli,“ segir í yfirlýsingunni. Þá
kemur fram að hið opinbera geti
ekki varið ríkisstuðningi til fram
leiðslu landbúnaðarafurða þar
sem hún er stunduð á ósjálfbær
an hátt.