Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Side 10
Gnúpur stefnir MaGnúsi Kristins S litastjórn Glitnis hefur stefnt fyrrverandi stjórnar- mönnum í Gnúpi: Magnúsi Kristinssyni, fjárfesti í Gnúpi og útgerðarmanni í Vestmanna eyjum, Kristni Björns- syni, fjárfesti og fyrrverandi hluthafa í Gnúpi, og Þórði Má Jóhannessyni, fyrrverandi forstjóra Gnúps, vegna meintrar ólögmætrar arðgreiðslu út úr Gnúpi um sumarið 2007. Þetta herma heimildir DV. Slitastjórn Glitnis höfðar mál- ið fyrir hönd fjárfestingafélagsins Gnúps sem bankinn yfirtók í byrj- un árs 2008. Krefst bankinn endur- greiðslu á hinni meintu ólögmætu arðgreiðslu sem nemur um þremur milljörðum króna samkvæmt heim- ildum DV. Lögmannsstofa Hróbjarts Jónatanssonar hæstaréttarlögmanns sækir málið fyrir hönd slitastjórnar- innar en hann hefur áður unnið tals- vert fyrir Glitni síðastliðin ár. Vilja endurheimta féð Stefnan í málinu var þingfest nú í júní en dómarinn í málinu er Eggert Óskarsson. Þremenningarnir mót- mæltu upphaflega þingfestingunni á þeim forsendum að hún ætti ekki rétt á sér og kröfðust málskostnaðar- tryggingar en Eggert féllst ekki á þá kröfu og var málið þingfest. Stefndu þá fengu greinargerðarfrest í málinu þar til í september næstkomandi. Einn af heimildarmönnum DV segir um málið: „Það voru tilteknar greiðslur sem fóru út úr Gnúpi árið 2007 sem menn telja að hafi ekki far- ið út úr Gnúpi með lögmætum hætti. Það er verið að reyna að endur- heimta það fé. Þetta byggist á því að þeir sem stjórnarmenn hafi ráðstaf- að peningum félagsins án þess að það hafi samræmst hlutafélagalög- um,“ segir einn heimildarmaður DV sem ekki vill koma fram undir nafni. Kannast ekki við stefnuna Magnús Kristinsson segist aðspurð- ur ekki kannast við stefnuna í mál- inu. „Ég hef ekki séð hana. Þú veist meira en ég,“ sagði Magnús í samtali við DV í síðustu viku. DV hafði sam- band við Magnús aftur í þessari viku og spurði hann hvort hann kann- aðist ekki við þessa stefnu. Þá sagði Magnús: „Nei, ég hef ekkert heyrt. Ég bara veit það ekki. Þú sagðir mér þessar fréttir í síðustu viku og ég hef ekkert séð,“ segir Magnús. DV hefur samt sem áður heim- ildir fyrir því að lögmaður Magn úsar, Þórarinn V. Þórarinsson, hafi tekið við stefnunni fyrir hans hönd og flutt málið um málskostnaðartrygging- una fyrir héraðsdómi.. „Það var skrif- að upp á stefnuna fyrir hann,“ segir einn af heimildarmönnum DV. Í sam- tali við DV neitar Þórarinn hins vegar að hafa tekið við stefnunni og kannast ekki við að Glitnir hafi stefnt Magnúsi. Tekið skal fram að DV spurði Þórar- inn hvort Glitnir hefði stefnt Magnúsi en ekki hvort Gnúpur hefi stefnt. Því má segja að Þórarinn hafi ekki farið með rangt mál við blaðið. Einn stærsti skuldari Glitnis Félög Magnúsar Kristinssonar voru meðal stærstu skuldara Glitnis á ár- unum fyrir hrun og námu lán til fé- lagasamstæðu hans 550 milljónum evra þegar mest lét eða sem nam um 22 prósentum af eiginfjárgrunni Glitnis á seinni hluta árs 2007. Þetta kemur fram í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis. Stærstu skuldararnir voru félög Magnús- ar sem hétu Smáey, BK-44 ehf. og áður nefnt félag, fjárfestingarfélagið Gnúpur, en það var stærsti einstaki skuldarinn af félögunum sem tengd- ust Magnúsi. Magnús hefur misst megnið af fyrirtækjaeignum sín- um eftir hrunið 2008: Meðal annars Toyota-umboðið, Domino‘s pizzur og útgerðin Bergur-Huginn var seld til Síldarvinnslunnar vegna skuld- setningar í fyrra. Magnús var einn stærsti hluthafi Gnúps sem átti stóra hluti í bæði FL Group og Kaupþingi fyrir hrunið 2008. Gnúpur fór á hliðina í árslok 2007, aðallega út af verðfalli á hlutabréfum í FL Group. Í lok árs 2007 og byrjun árs 2008 tóku Glitnir og Kaupþing sig saman um að reyna að minnka skað- ann af falli Gnúps með því að koma hlutabréfum félagsins í FL Group yfir til annarra aðila í kyrrþey. Glitnir kom hlutabréfum Gnúps í FL Group yfir til nokkurra aðila, meðal annars Pálma Haraldssonar, og Kaupþing seldi um tveggja prósenta hlut fé- lagsins í Kaupþingi til fjárfestingar- félagsins Giftar. Glitnir yfirtók Gnúp í kjölfarið og höfðar bankinn nú málið gegn þremenningunum í nafni þess. Síðan þá hefur Gnúpi verið stýrt af Glitni, fyrst bankanum sjálfum fyrir bankahrunið 2008 og svo slitastjórn hans á liðnum árum. Glitnir átti því verulegra hagsmuna að gæta hjá Gnúpi og á enn. Lögmæti arðgreiðslunnar Í málinu stefnir Glitnir því fyrrver- andi stjórnarmönnunum þremur fyrir hönd Gnúps þar sem bankinn á Gnúp í dag. Einn heimildarmaður DV segir að í raun snúist málsóknin um það hvort stjórn hlutafélags geti tekið ákvörðun um það utan aðal- fundar að greiða út arð til hluthafa sinna. „Þetta snýst í grunninn um það hvort það megi taka ákvörðun um arðgreiðslu á öðrum fundi en aðal fundi líkt og gert var í þessu til- felli. Þarna var bara staða á miðju ári þar sem menn ákváðu að greiða sér út arð. Í hlutafélagalögum er hins vegar skýrt tekið fram að taka skuli ákvarðanir um útgreiðslu arðs á aðal fundi. Þetta byggir á því að við lok rekstrarársins skuli tekin ákvörðun um útgreiðslu. Ég tel að ákvörðun um frekari arðsúthlutun verði ekki tekin fyrr en við lok næsta rekstrarárs. Menn geta ekki bara tek- ið þá ákvörðun einhvern tím ann á rekstrarárinu að greiða sér út arð. Svo fer allt til helvítis í rekstrinum,“ segir heimildarmaðurinn. Segja má að þetta hafi gerst í til- felli Gnúps þar sem verulega fór að síga á ógæfuhliðina hjá Gnúpi á seinni helmingi ársins 2007, aðallega út af verðfallinu á FL Group samhliða gríðarlegu tapi þess félags á árinu. „Félagið var raunverulega ógjald- fært á rekstrarárinu 2007 og rúmlega það. Það verður tekist á um lögmæti þessarar arðgreiðslu fyrir dómi,“ seg- ir heimildarmaðurinn. Miðað við orð heimildarmanns- ins er það langt í frá svo að umrætt mál sé klippt og skorið og benda viðbrögð hinna stefndu til að svo sé í raun alls ekki. Fróðlegt verður að sjá hvernig málið muni enda fyrir dómi. Tók við 3 þúsund milljóna arði Umrædd útgreiðsla arðsins, sem deilt verður um í málinu, kemur ekki fram í ársreikningi Gnúps fyrir 2007. Hins vegar kemur fram að árið 2007 hafi Gnúpur tekið við arðgreiðslu upp á tæplega þrjá milljarða króna vegna rekstrarársins á undan. Sú arðgreiðsla er vegna hlutabréfanna sem félagið átti í Kaupþingi og FL Group en bæði félögin skiluðu mikl- 10 Fréttir 17. júlí 2013 Miðvikudagur n Stjórnarmönnum í Gnúpi stefnt út af meintri ólögmætri arðgreiðslu n Stefndu mótmæltu Ótrúlegar launagreiðslur n Fjárfestingafélagið Gnúpur greiddi starfsmönnum félagsins, sem voru samtals níu talsins, 405 milljónir króna í laun á árinu 2007, árið sem félagið féll. Þetta kemur fram í ársreikningi félags- ins sem samþykktur var á stjórnarfundi félagsins um miðjan júlí 2010. n Þórður Már Jóhann- esson, fyrrverandi forstjóri Gnúps, var tekjuhæsti starfs- maður félagsins. Ekki er tekið fram í ársreikningi Gnúps frá árinu 2007 hvað hann var með í laun en ætla má að hann hafi verið með töluvert hærri laun en meðallaun hjá Gnúpi sem námu tæpum 50 milljónum króna á ári. Því til stuðnings má nefna að Þórður Már var með 88 milljónir króna í laun árið 2006 þegar hann stýrði Straumi- Burðarási. Vel má áætla að Þórður hafi verið með meira en 100 milljónir króna í laun árið 2007. n Ofan á þessi laun bættist svo mikill rekstrarkostnaður vegna forstjórans en heimildir DV herma að meðal þess sem hann hafi stundað hafi verið þotuferðir hingað og þangað um heiminn. Slíkir þættir kunna að skýra að hluta af hverju rekstrarkostnaður Gnúps var eins hár og raun bar vitni. Líkt og kemur fram hér fyrir ofan nam launakostnaður félagsins samkvæmt ársreikningi 405 milljónum króna og „annar rekstrarkostnaður“ nam tæpum 170 milljónum króna. Kannast ekki við stefnuna Magnús Kristinsson kannast ekki við stefnuna í málinu þar sem honum er stefnt ásamt öðrum stjórnarmönnum í Gnúpi fyrir meinta ólögmæta arðgreiðslu um mitt ár 2007. „Svo fer allt til helvítis í rekstrinum Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.