Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Page 15
FME verður að
vakna í máli Dróma
Allt þetta er afleiðing
spillingar og græðgi
Vigdís Hauksdóttir segir FME hafa víðtækar heimildir til að grípa inn í. – Í bítiðBubbi Morthens um hrun Íbúðalánasjóðs. – Pressan.is
Dagar brauðs og rósa
1 Mótmæla því að Egill stýri Húkkara ballinu Segir Egil ítrekað
hafa gerst sekan um kynþáttafor-
dóma.
2 „Of feitar“ fyrir rennibrautina Systrum í Svíþjóð meinaður aðgangur
að vinsælli vatnsrennibraut.
3 Jóni Óttari stefnt út af Visa-skuld Stefnt vegna 1.400 þúsund
króna skuldar við MP-banka.
4 Kærasta Óla Geirs keppir í Ungfrú Filippseyjum Óli Geir
hvetur Íslendinga til að kjósa hana á
veraldarvefnum.
5 Í göngutúr á brjóstahaldaran-um Tónlistarkonunni Lady Gaga var
heitt í New York á dögunum.
6 Björn Valur stýrimaður á spariskipi Síldarvinnslunnar
Kominn aftur á sjóinn eftir fjögur ár í
þingmennsku.
7 Stefán undrast aðdáun Vig-dísar á Osborn Stefán Ólafsson
gagnrýnir Vigdísi Hauksdóttur fyrir
að taka undir með fjármálaráðherra
Bretlands.
Mest lesið á DV.is
H
efur einhver frétt eitthvað af
Bjarna Benediktssyni, formanni
Sjálfstæðisflokksins og fjár
málaráðherra? Hvar eru hinir
ráðherrar Sjálfstæðisflokksins,
ef undan er skilinn Illugi Gunnarsson,
og niðurskurðurinn hjá LÍN og stjórnar
mennirnir hans sem og Davíðslegt frum
varpið um RÚV, sem aðeins hefur gustað
um frá kosningunum? Hvað heita aftur
ráðherrar flokksins? Já auðvitað: Ragn
heiður Elín vill skattleggja túrismann í
auknum mæli – gjaldtaka sem þverpóli
tísk sátt ætti að geta skapast um – og já,
hún er fylgjandi álveri í Helguvík enda
sönn Suðurnesjakona. Jú og Kristján Þór
er heilbrigðisráðherra og kom fram í út
varpsþætti um liðna helgi og sagði svo
sem ekkert sem hann mátti ekki eða átti
ekki að segja – ólík rekstrarform eru al
þekkt víða um lönd í heilbrigðisþjónustu
nútímans. Hvar er Hanna Birna annars,
hún er ráðherra er það ekki? Hvar er allt
þetta fólk og hvað er það að gera?
Á meðan ráðherrar og þingmenn
Framsóknarflokksins hafa gerst sekir
um hvert pólitíska klúðrið á eftir öðru frá
kosningunum í vor, allt frá staðhæfing
um um lokun umhverfisráðuneytisins,
endurskoðun á friðlýsingu Þjórsárvera
og yfirlýsingum um að einstaka þing
menn hans séu málsvarar útgerðarinn
ar, til afnáms listamannalauna, lokunar
Evrópustofu og tölvupóstaklúðurs, hafa
þessir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins að
mestu setið á friðarstóli. Þeir geta sinnt
störfum sínum í ráðuneytunum án þess
að þurfa að eyða orku í að slökkva póli
tíska elda og bregðast við eigin skissum á
opinberum vettvangi með leiðréttingum
og málamiðlunum. Nokkrir af ráðherr
um og þingmönnum Framsóknarflokks
ins hafa ekki mikla pólitíska reynslu og
kunna ekki almennilega að stíga þann
fínlega dans sem stjórnmálin eru – þeir
eru eins og „klaufdýr á svelli“ í samskipt
um sínum við fjölmiðla, eins og Össur
Skarphéðinsson sagði um sjávarútvegs
ráðherrann Sigurð Inga Jóhannsson fyrir
nokkru. Þá tók Framsóknarflokkurinn á
sig mestu holskefluna út af umdeildasta
málinu sem ríkisstjórnin hefur keyrt í
gegnum þingið á stuttum líftíma sínum:
Lækkun veiðigjaldanna sem 35 þúsund
landsmenn lýstu sig andvíga. Nýjasta
skráveifa Framsóknar er svo Íbúðalána
sjóðsskýrslan en skuldinni fyrir óráð
síunni hjá sjóðnum er miklu frekar skellt
á Framsókn en Sjálfstæðisflokkinn. Best
er fyrir stjórnmálaflokka í ríkisstjórn að
vera nánast ósýnilegir – það þýðir að á
meðan er flokkurinn ekki umdeildur og
tapar því ekki fylgi út af vafasömum mál
um: Sjálfstæðisflokknum hefur tekist
þetta en Framsóknarflokknum ekki.
Stærsta og alvarlegasta málið er svo
það að Framsóknarflokkurinn hefur ekki
hugmynd um hvernig hann ætlar að efna
kosningaloforðin um skuldaniðurfell
ingar og skuldaleiðréttingar sem flokkur
inn gaf kjósendum sínum fyrir kosningar
og reynir eftir fremsta megni að þæfa
umræðuna um þau og tefja – það óhjá
kvæmilega og stórfellda fylgishrun sem
kosningasvik flokksins munu hafa í för
með sér er enn ekki komið í ljós. Sjálf
stæðisflokkurinn gaf kjósendum sín
um hins vegar miklu færri loforð og því
er minna sem flokkurinn þarf að reyna
að standa við og þar af leiðandi miklu
minni hluti kjósenda flokksins sem mun
snúa baki við honum en Framsókn þegar
gylliboðin reynast ekki framkvæmanleg.
Sjálfstæðisflokkurinn var miklu ábyrgari
en Framsóknarflokkurinn í loforðum
sínum í aðdraganda kosninganna og má
segja að munurinn á flokkunum tveim
ur hafi að vissu leyti kristallast í þeim
mun: Á aðra höndina ertu með sjóaða
atvinnustjórnmálamenn sem hugsa
lengra fram í tímann en á hina ertu með
hóp málaliða – jafnvel nýliða í flokkn
um – sem lætur skammtímasjónarmið
ráða för, öll prinsipp fara lönd og leið á
atkvæða veiðunum.
Við sjáum hvert þessir fyrstu mán
uðir ríkisstjórnarinnar hafa leitt þá og að
hluta til vitum við af hverju: Sjálfstæðis
flokkurinn bætir og bætir við sig fylgi
samkvæmt skoðanakönnunum á með
an fylgi Framsóknarflokksins hrynur af
flokknum. Samkvæmt nýjustu könnun
MMR frá því vikunni er fylgi Sjálfstæðis
flokksins nú rétt tæp 30 prósent á meðan
Framsóknarflokkurinn mælist með tæp
20 prósent. Í kosningunum í vor fékk
Framsóknarflokkurinn hins vegar 24,4
prósenta fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn
26,7 og fengu báðir flokkarnir nítján
þingmenn. Á einungis tveimur og hálf
um mánuði hefur þessi staða flokkanna
tveggja því breyst umtalsvert. Sjálfstæðis
flokkurinn er nú, samkvæmt könnunum,
með um tíu prósentustigum meira fylgi á
landsvísu samanborið við rúmlega 2 pró
sentustigum meira í kosningunum í vor.
Þetta fylgistap Framsóknarflokksins
er ekki óskiljanlegt þegar litið er til þess
hversu mörg umdeild mál hafa komið
upp í tengslum við þingmenn flokksins á
fyrstu mánuðum hans í ríkisstjórnarsam
starfinu við Sjálfstæðisflokkinn sem og til
þeirra væntinga sem kjósendur flokksins
gerðu til hans í vor – ég hef talað við all
nokkra einstaklinga sem kusu flokkinn
bara af því að hann bauð best í skulda
málunum. Ekki er ólíklegt að stór hluti
þess fylgis sem tætist af Framsóknar
flokknum fari yfir til Sjálfstæðisflokks
ins. Á meðan Framsóknarflokkurinn
býður fylgishrun, sem hingað til hefur
verið hratt en gæti orðið hægfara út kjör
tímabilið, situr Sjálfstæðisflokkurinn í
pólitísku sólskini með hendur á hnakka
og horfir á fylgi sitt aukast jafnt og þétt
í ójöfnu ríkisstjórnarsamstarfi. Miðað
við framsóknarmennina líta sjálfstæðis
mennirnir bara svo andskoti vel út: Sjálf
stæðisflokkurinn þarf eiginlega ekki aðra
vini í íslenskri pólitík en Framsóknar
flokkinn.
Stundum er sagt að eins dauði sé
annars brauð og á þessi orðskviður vel
við í ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna:
Sjálfstæðisflokkurinn græðir á því að
vera ábyrgari, ósýnilegri og óumdeildari
aðilinn í þessu samstarfi auk þess sem
Framsókn fer með forsætisráðuneytið.
Ég held að sú ákvörðun Bjarna Bene
diktssonar að sættast á að gefa forsætis
ráðuneytið eftir til Sigmundar Davíðs í
vor, jafnvel þó að flokkur hans hafi fengið
meira fylgi en Framsókn, hafi verið klók.
Bjarni gæti verið kominn í þá stöðu eftir
eitt ár eða tvö í samstarfinu, að Sigmund
ur Davíð mun ekki geta neitað honum
um forsætisráðherrastólinn þegar fylgi
Framsóknarflokksins verður komið
enn meira niður og Sjálfstæðisflokk
urinn gæti hafa bætt enn meira fylgi við
sig. Þá mun Sigmundur vera orðinn ör
væntingarfullur og samningsstaða hans
verður ekki eins góð og í vor og Bjarni
mun í reynd hafa sjálfdæmi varðandi
áframhaldandi samstarf sem Sigmund
ur Davíð mun ólmur vilja til að halda
völdum. Þessir mánuðir frá kosningum
hafa því verið dagar brauðs og rósa fyrir
Sjálfstæðisflokkinn sem mun græða á því
að hafa hugsað til lengri tíma en Fram
sókn sem enn og aftur stefnir í að verða
fórnarlamb eigin skammtímahugsunar –
skiljist – kosningabrigsla og óheiðarleika
gagnvart kjósendum. n
Sumar Það getur verið notalegt að sitja við sjávarsíðuna jafnvel þótt sumarhitar láti standa á sér. Meðalhiti í júlí stefnir í að vera sá lægsti í þrjátíu ár.
Mynd Sigtryggur ariMyndin
Umræða 15Miðvikudagur 17. júlí 2013
Kjallari
Ingi F. Vilhjálmsson
ritstjórnarfulltrúi skrifar
ingi@dv.is
„Sjálfstæðisflokk-
urinn bætir og bæt-
ir við sig fylgi samkvæmt
skoðanakönnunum á með-
an fylgi Framsóknarflokks-
ins hrynur af flokknum.
Var ekkert
stressuð
Aníta Hinriksdóttir, heimsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna undir 17 ára. – RÚV
„Hann særir
fjölda fólks og
talar niðrandi
um kynþætti og kven-
fólk. Er það ekki alveg
nóg til þess að hafa
hann á hliðarlínunni,
allavega á ekki að
lofsyngja hann og gera
að fyrirmynd óharnaðra
ungmenna.“
Hjálmtýr Heiðdal um
mótmæli gegn því að
Egill Einarsson stýri Húkk-
araballinu á Þjóðhátíð.
„Mér finnst
missir að
svona mönn-
um af þingi.“
Karl Löve um Björn Val
Gíslason, sem hefur verið
ráðinn stýrimaður á skipi
Síldarvinnslunnar.
„Gerið nú það
að láta þetta
ekki enda á
okkur skattgreiðend-
um!“
aðalsteinn Svan Hjelm
um áform um að byggja
stærsta hótel landsins við
Höfðatorg.
„Tólf mánuðir
fyrir að stinga
innbrotsþjóf.
Átta mánuðir fyrir að
brjóta kynferðislega á
börnum. Það er eitthvað
ekki alveg í lagi.“
Jóhann ingi Ólafsson um
mann sem fékk eins árs
fangelsisdóm, skilorðs-
bundinn, fyrir að stinga vin sinn.
„Mikið er ég
glaður að
þetta hafi
farið svona. Þetta gefur
gott fordæmi fyrir því
að svona hegðun eigi
ekki rétt á sér.“
Elías rafn Heimisson
um sigur Maríu Birtu
Bjarnadóttur í meiðyrða-
máli gegn stúlku sem setti inn
vændisauglýsingu á Einkamál.is í
hennar nafni.
Vinsæl
ummæli
við fréttir DV.is í vikunni
81
33
12
32
9