Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2013, Blaðsíða 16
16 Neytendur 17. júlí 2013 Miðvikudagur
Réttindi flugfarþega
n Við seinkun eða aflýsingu flugs
Þ
að geta allir lent í því að flugi
sé seinkað eða því hreinlega
aflýst. Á heimasíðu Neytenda
samtakanna eru teknar saman
upplýsingar um þau réttindi sem
flugfarþegar hafa þegar þeir lenda í
slíku.
Þar segir að samkvæmt reglugerð
um réttindi flugfarþega beri flug
félögum að bjóða farþegum nýja
flugleið ef flugi þeirra er aflýst. Ef
tilkynning um aflýsingu berist inn
an við tveimur vikum fyrir upphaf
lega áætlaða brottför og tilboð flug
félagsins um breytta flugleið feli í sér
að farþegi kemur á ákvörðunarstað
meira en fjórum tímum seinna en
upphaflega var áætlað, geti flugfélag
ið þurft að greiða skaðabætur.
Skylda til greiðslu skaðabóta geti
hins vegar fallið niður ef ástæða
aflýs ingarinnar séu óviðráðanlegar
aðstæður, til dæmis ef fluginu sé af
lýst vegna eldgoss. Hins vegar geti
óviðráðanlegar aðstæður ekki átt
við þegar flugi er aflýst vegna tækni
legra vandamála tengdum flug
vélum og rekstri þeirra. Sé flugi af
lýst vegna tæknilegra vandamála er
skaðabótaskylda flugfélagsins að öll
um líkindum til staðar. Því sé mikil
vægt að flugfarþegar fái upplýsingar
um ástæðu aflýsingar til að þeir geti
metið réttarstöðu sína. Þegar flugi
er aflýst vegna verkfalls eigi farþegar
rétt á að velja um endurgreiðslu eða
breytingar á flugleið.
Ef um seinkun á flugi er að ræða
og hún er meiri en þrjár klukku
stundir og veldur því að farþegi kem
ur á lokaákvörðunarstað þremur
tímum síðar eða meira en uppruna
leg áætlun sagði til um, geta farþegar
átt rétt á skaðabótum. Þetta eigi þó
ekki við, geti flugrekandi sýnt fram á
að töfin hafi verið vegna óviðráðan
legra aðstæðna. Upphæð skaðabót
anna er 400 evrur fyrir flug á milli Ís
lands og Evrópu og 600 evrur á flugi
milli Íslands og Bandaríkjanna.
Flugfarþegar eru hvattir til að
kynna sér reglurnar á heimasíðu
Samgöngustofu. n
gunnhildur@dv.is
algengt verð 255,4 kr. 250,8 kr.
algengt verð 254,9 kr. 250,4 kr.
höfuðborgarsvæðið 254,8 kr. 250,3 kr.
algengt verð 255,4 kr. 250,8 kr.
algengt verð 256,4 kr. 250,9 kr.
Melabraut 255,1 kr. 250,5 kr.
Eldsneytisverð 16. júlí
Bensín Dísilolía
Fékk lengri
tíma í nuddi
n Lofið fær Nuddstofa Evu á Höfða
torgi en DV fékk eftirfarandi sent;
„Ég pantaði 50 mínútna nudd og
nuddarinn spurði hvort ég hefði
tíma til að vera örlítið lengur og
nuddaði mig í 80 mín
útur í kjölfarið því henni
fannst ég þurfa á því að
halda. Hún rukkaði mig
svo bara um 5.500
krónur fyrir
þetta en það er
það sem 50 mín
útna nudd kostar
hjá henni.“
Dýr færsla
n Lastið fær Landsbankinn en við
skiptavinur sendi afrit af kvittun
sem hann fékk vegna millifærslu
sem hann framkvæmdi í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar fyrir skömmu. Þar
sést að kostnaður við að millifæra
5.000 krónur er 300 krónur sem
honum þykir ansi mikið. Upphæð
in skiptist á þann veg að greiddar
eru 200 krónur fyrir bókhald og 100
krónur fyrir millifærsluna sjálfa.
DV fékk svar frá Þórmundi Jóna
tans syni hjá Landsbankanum; „Við
hjá Landsbankanum þökkum fyrir
ábendingu viðskiptavinarins. Ljóst
er að við afgreiðslu í útibúi þarf í
sumum tilvikum að greiða gjöld
og þau eru hærri og fleiri þegar
viðskiptavinir annarra banka eiga
í hlut. Rétt er að benda á að við
millifærslur er hagstæðast að nota
bæði netbanka og þjónustusíma.
Í þessu tilviki notar viðskiptavin
ur debetkort sitt, sem er úr öðrum
banka eða sparisjóði en Lands
bankanum, til að taka út umrædda
upphæð hjá gjaldkera en fyrir það
skal greiða 200 krónur samkvæmt
verðskrá bankans (liður 30.3). Síð
an leggur hann fjárhæðina inn á
reikning í öðrum banka og fyrir
það innheimtist gjald, 100 krón
ur, sömuleiðis samkvæmt verðskrá
bankans (liður 9.3). Gjaldtakan á
sér í báðum tilvikum hliðstæðu í
öðrum bönkum.
Á hinn bóginn er það mat bank
ans við skoðun á þessu máli að
ekki hafi verið rétt að innheimta
bæði gjöldin. Landsbankinn biðst
afsökunar á þessu og býður við
skiptavininum að
hafa samband
við Þjónustuver
bankans til að fá
gjaldið bakfært.
Gerðar verða
ráðstafanir til að
tilvik af þessu tagi
komi ekki upp aftur.“
Lof og last
Sendið lof eða last á neytendur@dv.is
aflýsing flugs Flugfélagið gæti þurft að greiða skaðabætur.
N
ú eru nokkur fjarskiptafyrir
tæki farin að bjóða upp á
4G netþjónustu en Póst og
fjarskiptastofnun veitti í vor
tíðniheimildir til fjögurra
fyrirtækja. Það eru 365 miðlar, Voda
fone, Nova og Síminn.
Hvað er 4G?
4G er háhraða nettenging sem hent
ar vel fyrir heimili og vinnustaði og
nýtist sérstaklega vel fólki sem býr á
svæðum þar sem fastlínutengingar
eru ekki til staðar, til dæmis í dreif
býli og á sumarbústaðasvæðum.
Þjónustan gefur tíu sinnum meiri
hraða en 3G og 3 sinnum meiri hraða
en ADSL en viðskiptavinir tengjast
þjónustunni með boxi, hnetu eða
pung.
aukakostnaður sem hverfur
Kosturinn við þjónustuna er því að
notandinn getur tengst internetinu
um leið og hann kaupir þjónustuna
en hann þarf ekki að bíða eftir upp
setningu á línu heima hjá sér. Auk
þess er hægt að vera tengdur hvar
sem er og nýta sér þjónustuna til
dæmis í sumarbústaðnum eða á
vinnustaðnum.
Það má segja að það sé ákveðinn
sparnaður fólginn í 4G þar sem mað
ur sparar sér ýmsan aukakostnað svo
sem línugjald og leigu á beini. Ekki
er hægt að kaupa ljósleiðara eða
ADSL þjónustu án þess að kaupa
líka heimasíma eða heimlínuþjón
ustu auk þess sem greitt er mánaðar
gjald af beini áður en kemur að sjálfu
internetgjaldinu.
Nova býður upp á 4G þjónustuna
á höfuðborgarsvæðinu, í Skorradal
og Grímsnesi en síðar á árinu mun
hún einnig bjóðast á Akureyri og í
Reykjanesbæ. 4G þjónusta Voda fone
er í Skorradal, Eyjafirði og Gríms
nesi. Síminn og 365 miðlar hafa ekki
enn tekið upp 4G kerfið.
símtöl undir gagnaflutnings-
þjónustu
Þorleifur Jónasson, forstöðumaður
tæknideildar Póst og fjarskipta
stofnunar segir að eins og er sé
einungis um netþjónustu að ræða.
„Mér skilst að það séu einungis nokkrir
dagar eða vikur í að hægt verði að nota
síma á 4G. Það sem hindrar að hægt
sé að nota símtæki á 4G er að lausn
fyrir símtöl yfir gagnaflutningsnetið
í 4G er ekki tilbúin. Þess vegna er
beðið eftir lausn sem færir símann
yfir á 3G netið þegar framkvæma
á símtal eða taka við símtali. Síðar
verða símtölin einnig færð yfir í þessa
gagnaflutningsþjónustu. Þá verða
símtölin ekki lengur rásatengd eins
og í dag heldur hluti af gagnaflutningi
(IP símtöl),“ segir hann. Aðspurður
hvort um sparnað verði að ræða
fyrir neytendur segir hann að erfitt
sé að segja til um það og að reynslan
verði að sýna okkur hvernig það
breytist með breyttri þjónustu.
„Helsti sparnaðurinn og breytingin
enn sem komið er, er sá að með 4G
þarft þú ekki lengur fasta landlínu
eins og áður heldur einungis þessar
hnetur eða punga sem þú getur
tekið með þér hvert sem er.“ Nú séu
bara 3 til 4 tegundir af símum sem
styðja 4G kerfið. Það komi þó ekki
að sök því eins og áður var sagt þá
er enn um sinn fyrst og fremst um
gagnaflutningsþjónustu að ræða. n
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
n Einungis nettenging nú n Sparnaður kemur í ljós þegar símtölin detta inn
Svona virkar
4G þjónuStan
Evrópa með
önnur tíðnisvið
Þegar kaupa á tæki sem getur nýtt 4G
tækni er nauðsynlegt að hafa í huga
að þau tíðnisvið sem nota á fyrir þessa
þjónustu eru ekki samræmd um allan
heim. Hvert 4G tæki er byggt fyrir
notkun á ákveðnum tíðnisviðum og þau
svið sem notuð verða eru ekki þau sömu
í Evrópu og til dæmis í Bandaríkjunum.
Ísland fylgir Evrópu hvað varðar
skilgreind tíðnisvið fyrir ákveðna
notkun. Það verður því ekki hægt að
nota 4G tæki hér á landi eða annars
staðar í Evrópu sem byggð eru fyrir 4G
net í Bandaríkjunum eða í Kanada. Hins
vegar er ekki ólíklegt að þetta breytist
á næstu árum og ný tæki verði þróuð og
framleidd sem hægt verður að nota á
mismunandi tíðnisviðum.
UpplýsinGar af síðU póst- oG fjarskiptastofnUnar
Hneta, beinir og
pungur Koma í staðinn
fyrir fastlínutengingar.