Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Blaðsíða 17
fyrirskipanir til hans eigin her-
manna, sýnir skýra andstöðu hans
við allar tegundir pyntinga.“ Blaða-
menn fundu Steele hvergi þrátt fyr-
ir að hafa reynt að ná sambandi við
hann í meira en ár.
„Eins og Gestapo“
Í umfjöllun fjölmiðlanna tveggja
kemur fram að SPC-sveitirnar hafi
meðal annars verið þekktar í Írak
fyrir að keyra um á pallbílum og
handtaka fólk sem oftar en ekki
fannst látið nokkrum dögum síðar.
Þá með ljóta áverka sem greinilega
mátti rekja til grófra pyntinga. Í ljósi
þessa hafa þær einnig verið kallaðar
„dauðasveitir.“ Samkvæmt banda-
rískum hermanni sem barðist í
borginni Samarra í Írak árið 2005,
minntu störf pyntingasveitanna á
það ljótasta sem fyrirfinnst í mann-
kynssögunni: „Þeir (SPC-sveitirnar)
voru eins og nasistar … í rauninni
eins og Gestapo. Þeir pyntuðu bók-
staflega alla þá sem þeir grunuðu
um að vita eitthvað, eða höfðu ver-
ið þátttakendur í uppreisninni, eða
studdu við hana, og fólk vissi þetta.“
Í rannsóknarvinnu sinni tóku
blaðamenn Guardian viðtöl við
sex fórnarlömb pyntingasveitanna.
Einn þeirra, maður sem segist hafa
verið í haldi sveitanna í tuttugu
daga, lýsti reynslu sinni svona: „Það
var enginn svefn. Pyntingarnar á
mér og hinum föngunum hófust
við sólarupprás […] Þeir vildu játn-
ingar. Þeir sögðu: „Játaðu það sem
þú hefur gert.“ Þegar þú svarað-
ir: „Ég hef ekkert gert. Á ég að játa
eitthvað sem ég hef ekki gert?“
sögðu þeir: „Já, þetta er okkar leið.
Bandaríkjamenn sögðu okkur að
koma með eins marga fanga hingað
og mögulegt væri til þess að halda
þeim [uppreisnarmönnum] hrædd-
um. […] Ég játaði ekkert á mig, þrátt
fyrir að ég hafi verið pyntaður og
þeir hafi rifið táneglurnar af mér.“
Föngum nauðgað
Neil Smith, 20 ára sjúkraliði sem
staðsettur var í Samarra á þessum
árum, man vel eftir því hvernig lágt
settir hermenn í Bandaríkjaher töl-
uðu um SPC-sveitirnar. Í heimilda-
myndinni segir hann flesta hafa
vitað af því hversu ofbeldisfull-
ar sveitirnar væru þegar kæmi að
pyntingum: „[Við vissum] að þeir
myndu berja fólk, gefa þeim rafs-
tuð, stinga það, og ég veit ekki hvað
meira … þessar aðferðir hljómuðu
hræðilega. Ef þú sendir náunga
þangað inn þá vissir þú að hann yrði
pyntaður og mögulega nauðgað eða
bara hvað sem er, niðurlægður og
beittur harðræði af sérsveitunum.“
Smith þessi hefur snúist til
kristinnar trúar. Hann býr núna í
Detroit og ræddi við Guardian þar
sem hann áleit það trúarlega skyldu
sína að tala út um það sem hann sá
í Írak. „Ég held að fólk heima í Am-
eríku hafi ekki hugmynd um það
hvað bandarískir hermenn voru
komnir út í þarna, þegar kemur að
pyntingum og ýmsu öðru.“ Guard-
ian komst í samband við þrjá
bandaríska hermenn sem höfðu
það hlutverk að færa fanga í hald
pyntingasveitanna. Þeir vildu ekki
koma fram undir nafni eða á mynd
en lýstu aðferðunum á svipaðan
hátt og Smith. „Ef einhver er hand-
tekinn og við færum hann í hend-
ur innanríkisráðuneytisins er alveg
ljóst að eistu hans enda í krækjum,
honum verður gefið rafstuð, eða
hann laminn eða nauðgað í rassinn
með kók flösku eða eitthvað það-
an af verra,“ sagði einn bandarísku
hermannanna.
Ísland greiddi ferðakostnað
Í skýrslu um Írak sem unnin var
fyrir Bandaríkjaþing í júlí árið 2005
er fjallað um stuðning Atlantshafs-
bandalagsins við öryggisstarfsemi í
Írak. Fram kemur að árangur her-
námsaflanna í landinu sé ótvíræður,
meðal annars vegna fyrrnefnds
þjálfunarverkefnis NATO. Þær
öryggissveitir sem fengið hafa
þjálfunina eru taldar upp, en þeirra
á meðal eru Special Police Comm-
andos-sveitirnar sem gerðust sekar
um einhverjar grófustu pyntingarn-
ar í Írak á meðan hernámið stóð yfir.
Í svari íslenska utanríkisráðuneyt-
isins kemur fram að ákveðið hefði
verið á leiðtogafundi NATO í Istan-
búl í júní 2004 að koma að þjálfun
öryggissveita Íraks, meðal annars
með fjárstuðningi: „Þjálfunaráætl-
un NATO (NATO Training Mission
NTM-I) var komið á fót sem lið í
endurreisnarstarfi í Írak en verk-
efnið átti sér lagastoð í ályktun ör-
yggisráðs SÞ (UNSCR 1546).“
Þá kemur fram að Ísland hafi
stutt þjálfunaráætlunina „með
framlagi í sjóð sem greiddi ferða-
kostnað og uppihald Íraka sem
fengu þjálfun utan heimalands síns
á vegum NATO.“ Liðsmenn SPC-
sveitanna voru á meðal þeirra, en
þeir fengu þjálfun í gegnum verk-
efnið. Alls nam stuðningur Íslands
við þennan hluta verkefnisins 300
þúsund evrum. Í svari utanríkis-
ráðuneytisins kemur einnig fram
að Ísland hafi lagt til þrjá upplýs-
ingafulltrúa til þjálfunarverkefn-
isins, sem sinntu slíku starfi á ár-
unum 2005–2007, eða þangað til
þáverandi utanríkisráðherra, Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, ákvað „að
hætta stuðningi við verkefnið og
leggja frekar áherslu á framlög og
þátttöku í starfi sem sneri beint að
endurreisn samfélagsins í Írak og
stuðningi við íbúana.“ Davíð Odds-
son og Geir H. Haarde gegndu starfi
utanríkisráðherra þegar ákvarðan-
ir um fjárveitingarnar voru teknar
og Halldór Ásgrímsson var forsætis-
ráðherra. n
Fréttir 17Helgarblað 1.–3. nóvember 2013
Fjármögnun pyntingasveita
„miðaði að aukinni menntun“
n Talsmaður utanríkisráðuneytisins segir íslensk yfirvöld ekkert hafa vitað n Ísland fjármagnaði þjálfun pyntingasveita
Íslenskt fjármagn Íslenska utanríkis-
ráðuneytið sendi 300 þúsund evrur í sérstakt
þjálfunarverkefni NATO en pyntingasveitirn-
ar fengu þjálfun í gegnum það verkefni.
David Petraeus Var yfirmaður þjálfunar-
verkefnisins sem íslenska ríkið fjármagn-
aði að hluta með öðrum ríkjum NATO. Í
umfjöllun Guardian og BBC kemur fram að
hann hafi haft fulla vitneskju um pyntingar
sveitanna.
Halldór Ásgrímsson var utanríkisráðherra
þegar hann og Davíð Oddsson, sem þá
gegndi stöðu forsætisráðherra, ákváðu
að styðja við innrásina í Írak. Meðlimir
stjórnarandstöðunnar á þeim tíma gagn-
rýndu ákvörðunina harkalega. Ein af þeim
röksemdum sem Davíð og Halldór notuðu
var sú að Saddam Hussein hefði beitt íbúa
sína miklu ofríki og ofbeldi. Þá var talað
um pyntingaklefana sem fyrirfyndust í
landinu.
Þann 19. maí 2004 svaraði Halldór fyrir
ákvörðunina í ræðu á Alþingi: „Svívirði-
leg og kerfisbundin mannréttindabrot
voru framin þar til ógnarstjórn Saddams
Husseins féll og þá er verið að tala um tugi
eða hundruð þúsunda myrtra. […] Íslensk
stjórnvöld studdu aðgerðir til að koma
Saddam Hussein frá völdum. Það hefur nú
tekist.“ Þá rökstuddi hann ákvörðun sína
á þeim forsendum að Saddam Hussein
hefði ríkt yfir þjóð sinni „sem grimmur
harðstjóri og miskunnarlaus böðull.“
Þessu svipar til röksemda þáverandi
Bandaríkjaforseta, George Bush, þegar
hann ávarpaði íbúa Íraks, stuttu eftir
innrásina: „Þið eigið betra skilið en harð-
stjórn, og spillingu og pyntingaklefa. Þið
eigið skilið að lifa sem frjálst fólk. Og ég
get fullvissað hvern einasta borgara Írak.
Þjóð ykkar mun bráðum verða frjáls.“
Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks,
sagði þetta um málið í samtali við DV í síð-
ustu viku: „Þegar öll rök fyrir innrásarstríð-
inu voru hrunin, engin gereyðingarvopn
fundust og engin tengsl Saddams við
al-Kaída, héldu menn ennþá á lofti þeim
rökum að þrátt fyrir allt hefði verið þjóð-
þrifamál að losna við þann harðstjóra;
Saddam hefði jú pyntað og drepið eigin
þegna. Nú er hins vegar komið á daginn að
þau stjórnvöld sem tóku við héldu áfram
þessum viðbjóði og Ísland er samábyrgt
öðrum þjóðum í þeim efnum. Þar er hrunin
síðasta aumkunarverða, móralska rök-
semdin fyrir þessum herleiðangri.“
Pyntingar rök fyrir stríði
n Halldór talaði um „böðulinn Saddam“
Ljóst er að á þeim tíma sem þjálfunarver-
kefnið stóð yfir var Ísland eitt af þeim 54
ríkjum sem heimiluðu fangaflug leyniþjón-
ustu Bandaríkjanna um landamæri sín.
Í skýrslu sem Guardian greindi frá fyrr á
árinu kemur fram að án aðstoðar þessara
ríkja hefði fangaflugið aldrei verið mögu-
legt, en í þeim fólst að menn grunaðir
um hryðjuverk voru numdir á brott og
flogið með þá í leynifangelsi víða um heim
þar sem þeir voru pyntaðir. Með þessu
þverbrutu Bandaríkin alþjóðalög, meðal
annars Genfarsáttmálann um verndun
stríðsfanga, og skýldu sér á bak við að ekki
væri um hefðbundna stríðsfanga að ræða
heldur stórhættulega hryðjuverkamenn.
Þegar upp komst um fangaflugið setti
stjórnarandstaðan, sérstaklega þing-
menn Vinstri grænna, mikinn þrýsting á
stjórnvöld og fordæmdi þátttöku þeirra
í mannréttindabrotum Bandaríkjahers.
Í kjölfarið setti ríkisstjórnin af stað
rannsókn sem virðist fyrst og fremst hafa
þjónað þeim tilgangi að friða stjórnar-
andstöðuna og stöðva óþægilega
umræðu um málið. Samkvæmt skjali frá
13. júlí árið 2007 gerðu íslenskir embættis-
menn lítið úr rannsókninni á fundi með
bandarískum diplómötum. Lýstu þeir
henni sem „æfingum í gegnsæi“ sem væru
til þess fallnar að hrifsa vopn úr höndum
stjórnarandstöðunnar.
Yfirmaður varnarmála hjá utanríkis-
ráðuneytinu, Friðrik Jónsson, fullyrti að
tilkynning, sem þá hafði verið gefin út um
rannsóknina, væri fyrst og fremst viðleitni
til að vængstýfa þáverandi formann
Vinstri grænna áður en hann yrði til
„frekari vandræða“ gagnvart utanríkis-
ráðuneytinu. Finnur Thor Birgisson, annar
starfsmaður, bætti því við að rannsóknin
snerist um að láta líta út fyrir að utanrík-
isráðuneytið hefði gegnsæi í hávegum.
Enn fremur voru fulltrúar Bandaríkjanna
fullvissaðir um að ekki stæði til að fram-
kvæma formlega rannsókn í lagalegum
skilningi.
Sýndarrannsókn vegna fangaflugs
n Fangaflugið auðveldaði mannréttindabrot
„Þið eigið betra
skilið en harð-
stjórn, og spillingu og
pyntingaklefa.
21. 10. 2013