Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Blaðsíða 48
48 1.–3. nóvember 2013 Helgarblað
„Bráðskemmtilegur
Jeppi í eðalmeðferð“
Jeppi á Fjalli
Benedikt Erlingsson
„Fínpússaður gullmoli“
FIFA 14
Tölvuleikurm e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g
Hvað er að
gerast?
1.–3. nóvember
Föstudagur1
nóv
Laugardagur2
nóv
Sunnudagur3
nóv
Bubbi í
Selfosskirkju
Þessir tónleikar eru hluti
af heimsókn Bubba til
nokkurra staða en hann
verður einn með kassagít-
arinn og mun líkt og svo oft áður leika
sambland af nýju og eldra efni. Að þessu
sinni verður hann í Selfosskirkju.
Selfosskirkja Kl. 20.30
Stóru börnin
Aðalæfing á leikriti Lilju
Sigurðardóttur fjallar
á margræðan hátt
um gildi ástarinnar.
Þó verkið hafi nokkuð
hefðbundna leikhús-
umgjörð er umfjöllunar-
efnið nýstárlegt og varpar
fram spurningum sem vel eiga heima í
nútímanum. Er ástin einungis einhvers
virði ef hún er ókeypis? Missir hún gildi
sitt ef borgað er fyrir hana? Hættir hún
þá að vera alvöru ást? Og síðast en ekki
síst: er sá sem selur ástina frjáls í því að
falbjóða?
Tjarnarbíó Kl. 20.00
Perlur íslensku
poppsögunnar
Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands og Gunnar
Þórðarson sameina krafta
sína með Tónlistarmiðstöð
Austurlands og Kór Fjarðabyggðar
undir stjórn Gillian Haworth á tónleik-
um helguðum helstu perlum íslensku
poppsögunnar frá árunum 1960–1980
þar sem lög Gunnars Þórðarsonar skipa
veigamikinn sess.
Hof Akureyri Kl. 20.00
Barnatónleikar
Eivarar
Eivör Pálsdóttir verður
með barnatónleika þar
sem hún flytur tónlistina
úr verðlaunaleiksýningunni
Skrímslið litla systir mín ásamt fleiri
af sínum lögum. Með henni verða Páll
Guðmundsson frá Húsafelli sem spilar á
steinhörpu og lítill stúlknakór.
Þjóðmenningarhúsið Kl. 16.00
Carmen í Hörpu
Ein frægasta ópera
sögunnar, Carmen, er
saga um ástríður, átök
og hefnd. Verkið gerist
á Spáni en hermaðurinn
Don José fellur fyrir töfr-
um hinnar glæsilegu Carmen-
ar, sem starfar í sígarettuverksmiðju.
Hann bjargar henni úr vanda og með þeim
takast ástir. En ekki líður á löngu uns
Carmen fær meiri áhuga á glæsilegum
nautabana, Escamillo, og snýr baki við
Don José. Hann sættir sig ekki við afneitun
hennar og grípur til örþrifaráða. Margir af
okkar fremstu óperusöngvurum fara með
hlutverk í óperunni en einnig munu nokkrir
kornungir söngvarar þreyta frumraun sína
á íslensku óperusviði. Auk einsöngvara
munu þrjátíu og sex manna Kór Íslensku
óperunnar, barnakór og sextíu manna
sinfóníuhljómsveit taka þátt í sýningunni
ásamt nokkrum dönsurum.
Eldborg Kl. 20.00
Einstakt dansverk
Tímar er dansverk byggt á stefnumóti
eldri og yngri kynslóða úr sögu íslenskrar
danslistar. Tímar er sýning sem á erindi
jafnt við þá sem þekkja til í íslenskum
dansheimi og hinna sem hér upplifa hjart-
slátt hans í fyrsta skipti, enda stefnt að
því að gefa áhorfendum í öðrum löndum
færi á kynnast sýningunni og sögunni.
Borgarleikhúsið Kl. 20.00
komi okkur til Íslands“
B
andaríska indírokkhljóm
sveitin Caveman kom til
landsins á miðvikudags
morgun. Hljómsveitin
hjúfraði um sig á Kex hostel
á Skúlagötu og hyggst nýta gisti
aðstöðuna þar þá fjóra daga sem
sveitin er á landinu. Caveman mun
koma fram þrisvar sinnum á Iceland
Airwaves, en þeir félagar unnu
keppni á vegum REYKA um að koma
til landsins til að spila á tónlistar
hátíðinni margrómuðu. Blaðamaður
heimsótti hljómsveitina á dvalar
stað þeirra og settist niður með Jeff
Barrell, bassaleikara sveitarinnar.
„Umboðsmaðurinn fór með okk
ur í keppni hjá REYKA og í kjölfar
ið vorum við valdir til þess að koma
til Íslands,“ útskýrði Jeff. Caveman
var ekki eina hljómsveitin sem var
valin úr keppninni, en söngkonunni
Nite Jewel var einnig boðið til lands
ins. Alls tóku hátt í 400 hljómsveitir
þátt í REYKA Airwaves, sem er nafn
keppninnar, og því voru ansi margir
um hituna.
Vissi ekki af Iceland Airwaves
„Ég vissi ekki um Iceland Airwaves
áður en við fórum í þessa keppni. Ef
ég gæti spilað á hvaða tónlistar hátíð
sem er og ég mætti ráða hvar hún
yrði haldin, myndi ég velja Ísland!
Þetta er draumur sem rætist,“ sagði
Jeff og varð dreyminn á svip. Hann
hefur lesið sig mikið til um land og
þjóð og er til að mynda vel með
vitaður um sögurnar um víking
ana sem voru uppi hér á landi. Hins
vegar segist Jeff ekki vita eins mik
ið um íslenska tónlist og hann vildi,
en sér langþráð tækifæri til þess að
bæta úr því í stuttri heimsókn sinni
til landsins.
„Ég veit ekki næstum því nóg um
íslenska tónlist,“ sagði Jeff hreinskil
inn. „Ég mun kynna mér tónlistina
betur á næstu dögum.“ Iceland
Airwaves er fyrsti viðkomustað
ur sveitarinnar í nýhöfnu ferðalagi
hennar um Evrópu. Næsti mánuð
urinn verður undirlagður í tónleika
hald um álfuna og munu þeir heim
sækja fjölmörg lönd sem þeir hafa
aldrei komið til.
Tónlistin gerir kraftaverk
„Þetta er í raun byrjunin á ferða
lagi sveitarinnar um Evrópu. Við
höfum ferðast þrisvar, fjórum sinn
um um öll Bandaríkin. Við förum til
London og spilum í viku á Englandi.
Við gætum ekki verið meira spennt
ari,“ sagði Jeff. Hljómsveitina skipa
fimm manns og var hún stofn
uð í New York, heimaborg með
lima hennar. Í apríl gáfu þeir út nýja
plötu – nefnda eftir sveitinni sjálfri –
og hefur hún hlotið góðar viðtökur á
tónlistarmiðlum vestanhafs.
Í lok samtalsins barst talið að tón
listinni almennt og hefur Jeff orð á
því hversu heppinn hann er með
starfsvettvang. Tónlistin komi hon
um á marga staði og gefi honum færi
á að víkka sjóndeildarhringinn til
muna. „Það er ótrúlegt að tónlistin
komi okkur til lands eins og Íslands.
Þetta er í raun kraftaverk,“ sagði þessi
viðkunnanlegi bassaleikari fullur eft
irvæntingar fyrir hátíðinni. n
Ingólfur Sigurðsson
blaðamaður skrifar ingo@dv.is
Bandaríska sveitin Caveman leikur á tónlistarhátíð-
inni Iceland Airwaves í boði REYKA. Caveman var önn-
ur tveggja hljómsveita sem REYKA valdi úr tæplega
400 umsóknum. Blaðamaður spjallaði við Jeff Barrell,
bassaleikara sveitarinnar, um tónlistina, áhuga hans á
Íslandi og Evróputúrinn sem er fyrir höndum.
Spila einnig á off-venue Hljómsveitin Caveman mun leika off-venue í kvöld, föstudag,
klukkan 19.30 á Bar 11.
„Ótrúlegt að tónlistin
Á sviði í gærkvöldi
Hljómsveitin Caveman spilaði
fyrir fullu húsi í Listasafni
Reykjavíkur í gærkvöldi.
mynd dAVíð þór