Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Blaðsíða 23
Fréttir 23Helgarblað 1.–3. nóvember 2013 Auðmenn Garðabæjar 5 Berglind Björk Jónsdóttir 44 ára Eignir: 1.237 milljónir kr. n Berglind Björk Jónsdóttir er, eins og Guðmundur Steinar hér að framan, dóttir Jóns Guðmunds- sonar, útgerðarmanns í Hafnarfirði. Hann rak og átti Sjólastöðina. Berglind er menntaður tónlistarkennari og er gift Sigurði Arnari Eiríkssyni tannlækni. n Apótekarinn er ríkastur n 34 heimili eiga meira en 160 milljónir n „Steingrímur er búinn að ná þessu öllu af mér“ 1 5 7 9 10 8 6 3 2 Framhald á næstu opnu  1 Kristinn Gunnarsson 69 ára Eignir: 2.391 milljón kr. n Kristinn Gunnarsson apótekari er ríkastur Garðbæinga. Hann hagnaðist fyrst og fremst á sölu á hlut sínum í Actavis árið 2007. Auðæfi fjölmargra Íslendinga má rekja til lyfjafyrirtækisins sem er með verðmætustu fyrirtækjum landsins. Kristinn og kona hans Ólöf Vigdís Baldvinsdóttir hafa fjárfest í hinum ýmsu fyrirtækjum síðastliðin ár og er meðal umsvifamestu fjárfesta landsins. 3 Berta Bragadóttir 66 ára Eignir: 1.662 milljónir kr. n Berta var eiginkona Jóns Helga Guð- mundssonar í BYKO. Hann er skráður með lögheimili á Lettlandi og kemst því ekki á listann. Auðæfi hennar eru þó með öllu sprottin af viðskiptaveldi hans þar sem Berta starfar sem kennari. Jón Helgi á eins og fyrr segir BYKO og átti Kaupás, sem hann seldi fyrr á þessu ári. Fjölmörg smásölufyrirtæki tilheyra Kaupási svo sem Nóatún, Krónan, Inter- sport og ELKO. Jón Helgi flutti lögheimili sitt til Lettlands þar sem eignarhaldsfé- lag hans Norvik starfrækir eina stærstu timburiðju landsins. Fréttir bárust af því í fyrra að fjárfestingafélag hans væri stórskuldugt. Jón Helgi átti stóran hlut í Kaupþingi þegar það fór á hausinn. 10 Stanley Páll Pálsson 68 ára Eignir: 791 milljón kr. n Stanley Páll er menntaður verk- fræðingur og rekur Verkfræðistofu Stanleys Pálssonar ehf. Hann hefur auk þess komið nálægt ýmsum fyrirtækjum svo sem Omega Farma þar sem hann var stjórnarformaður. Hann er og tengdur fasteignafé- laginu Reginn hf. þar sem hann situr í stjórn. Fasteignasafn Regins telur tæpar fimmtíu fasteignir og er heildarfermetrafjöldi fasteignasafnsins tæpir 200 þúsund fermetrar. Þekktustu fasteignir félagsins eru Smáralindin og Egilshöll. Stanley Páll segir í samtali við DV að lykillinn að velgengi sinni sé bæði gott gengi verkfræðistofunnar og góð fjárfesting. „Ég rak eigin verkfræðistofu í áratugi og svo var ég stóreigandi í Omega Farma og svo fjárfesti ég mikið erlendis,“ segir Stanley Páll. 8 Benedikt Sveinsson 75 ára Eignir: 1.142 milljónir kr. n Benedikt Sveinsson, fjárfestir og athafna- maður, er faðir Bjarna Benediktsson fjármála- ráðherra. Benedikt er hæstaréttarlögmaður og hefur setið í stjórn ýmissa fyrirtækja og var meðal annars stjórnarformaður hjá Nesskipum sem og í Sjóvá, Marel, SR mjöli og Eimskipum. Þá var Benedikt bæjarfulltrúi í Garðabæ 1968 til 1998, þar af oddviti meirihlutans og for- maður bæjarráðs í tíu ár. Maki Benedikts er Guðríður Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.