Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Page 23
Fréttir 23Helgarblað 1.–3. nóvember 2013
Auðmenn Garðabæjar
5 Berglind Björk Jónsdóttir 44 ára
Eignir: 1.237 milljónir kr.
n Berglind Björk Jónsdóttir
er, eins og Guðmundur
Steinar hér að framan,
dóttir Jóns Guðmunds-
sonar, útgerðarmanns
í Hafnarfirði. Hann rak
og átti Sjólastöðina.
Berglind er menntaður
tónlistarkennari og er
gift Sigurði Arnari Eiríkssyni
tannlækni.
n Apótekarinn er ríkastur n 34 heimili eiga meira en 160 milljónir n „Steingrímur er búinn að ná þessu öllu af mér“
1 5
7
9
10
8
6
3
2
Framhald á
næstu opnu
1 Kristinn Gunnarsson 69 ára
Eignir: 2.391 milljón kr.
n Kristinn Gunnarsson apótekari
er ríkastur Garðbæinga. Hann
hagnaðist fyrst og fremst á
sölu á hlut sínum í Actavis
árið 2007. Auðæfi fjölmargra
Íslendinga má rekja til
lyfjafyrirtækisins sem er með
verðmætustu fyrirtækjum
landsins. Kristinn og kona hans
Ólöf Vigdís Baldvinsdóttir hafa fjárfest
í hinum ýmsu fyrirtækjum síðastliðin ár og er meðal
umsvifamestu fjárfesta landsins.
3 Berta Bragadóttir 66 ára
Eignir: 1.662 milljónir kr.
n Berta var eiginkona Jóns Helga Guð-
mundssonar í BYKO. Hann er skráður
með lögheimili á Lettlandi og kemst
því ekki á listann. Auðæfi hennar eru þó
með öllu sprottin af viðskiptaveldi hans
þar sem Berta starfar sem kennari. Jón
Helgi á eins og fyrr segir BYKO og átti
Kaupás, sem hann seldi fyrr á þessu
ári. Fjölmörg smásölufyrirtæki tilheyra
Kaupási svo sem Nóatún, Krónan, Inter-
sport og ELKO. Jón Helgi flutti lögheimili
sitt til Lettlands þar sem eignarhaldsfé-
lag hans Norvik starfrækir eina stærstu
timburiðju landsins. Fréttir bárust af því
í fyrra að fjárfestingafélag hans væri
stórskuldugt. Jón Helgi átti stóran hlut í
Kaupþingi þegar það fór á hausinn.
10 Stanley Páll Pálsson 68 ára
Eignir: 791 milljón kr.
n Stanley Páll er menntaður verk-
fræðingur og rekur Verkfræðistofu
Stanleys Pálssonar ehf. Hann
hefur auk þess komið nálægt ýmsum
fyrirtækjum svo sem Omega Farma
þar sem hann var stjórnarformaður.
Hann er og tengdur fasteignafé-
laginu Reginn hf. þar sem hann situr í
stjórn. Fasteignasafn Regins telur tæpar
fimmtíu fasteignir og er heildarfermetrafjöldi
fasteignasafnsins tæpir 200 þúsund fermetrar. Þekktustu
fasteignir félagsins eru Smáralindin og Egilshöll. Stanley
Páll segir í samtali við DV að lykillinn að velgengi sinni sé
bæði gott gengi verkfræðistofunnar og góð fjárfesting. „Ég
rak eigin verkfræðistofu í áratugi og svo var ég stóreigandi
í Omega Farma og svo fjárfesti ég mikið erlendis,“ segir
Stanley Páll.
8 Benedikt Sveinsson 75 ára
Eignir: 1.142 milljónir kr.
n Benedikt Sveinsson,
fjárfestir og athafna-
maður, er faðir Bjarna
Benediktsson fjármála-
ráðherra. Benedikt er
hæstaréttarlögmaður og
hefur setið í stjórn ýmissa
fyrirtækja og var meðal
annars stjórnarformaður
hjá Nesskipum sem og í Sjóvá,
Marel, SR mjöli og Eimskipum. Þá var
Benedikt bæjarfulltrúi í Garðabæ 1968 til
1998, þar af oddviti meirihlutans og for-
maður bæjarráðs í tíu ár. Maki Benedikts er
Guðríður Jónsdóttir