Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Blaðsíða 30
Sandkorn V el heppnað listaverk hreyf- ir við áhorfandanum, ögrar og fær fólk til að hugsa út frá öðru sjónarhorni en áður. Með listinni getur listamað- ur varpað ljósi á fegurð, ljót- leika, aðstæður og ríkjandi gildi, jafn- vel allt í senn, og vakið upp spurningar. Þannig getur listin aukið skilning fólks á heiminum og þannig var gjörningurinn sem Jón Gnarr framdi í hlutverki borg- arstjóra. Jón gekk inn í hlutverkið á vor- mánuðum 2010, tveimur árum eftir að hér hafði orðið allsherjar hrun, sem var ekki aðeins efnahagslegt heldur einnig hrun hugmynda, trausts og gilda. Í kjöl- farið skapaðist reiði, tómarúm og þrá eftir nýjum hugmyndum. Á Alþingi urðu ríkisstjórnarskipti en kjarninn í því hvernig við nálguðumst pólitík og tók- um ákvarðanir var sá sami og áður. Í grunninn var leikurinn sá sami þótt leik- endur væru aðrir. Kerfið sem átti að verja hagsmuni almennings virkaði ekki þegar á reyndi en þetta gallaða kerfi virtist ósnertanlegt, eins og það væri engin leið til að gera hlutina öðruvísi. Það var ekki fyrr en með framboði Jóns og Besta flokksins sem ríkjandi hugmyndum var ögrað. Af því að okkur hættir til að stimpla fólk út frá fyrirfram- gefnum hugmyndum um það hvern- ig hlutirnir eiga að vera, var það eitt að hann væri í framboði ögrandi í sjálfu sér. Það er ekki hægt að ramma mann eins og Jón inn í neina hugmyndafræði þar sem hann passar hvergi inn. Og hann er eins langt frá hinum jakkafataklædda frambjóðanda sem hugsar í Excel og tal- ar í frösum og hægt er. Það hvernig hann nálgaðist pólitíkina var jafn ögrandi og hugmyndin um að maður eins og hann gæti stýrt borginni. Með gríni ögraði hann hugmyndum um stjórnmálamanninn, storkaði lögmál- inu með því að segja allt sem hann mátti ekki segja, lofaði spillingu og sviknum loforðum en var svo allt annað, og af- vopnaði andstæðinga sína sem vissu ekki hvernig þeir áttu að bregðast við þegar þeir gátu ekki notað hefðbundn- ar aðferðir, ráðist á hann og gert lítið úr honum. Með háði dró hann kerfið sundur og saman og afbakaði ímyndina af hinum heilaga pólitíkus sem er alltaf með svör á reiðum höndum, en veit kannski ekkert meira en Jón í raun. Í fjögur ár hélt hann gjörningnum gangandi. Honum tókst það sem fáum tekst, að ganga inn á vettvang stjórnmál- anna án þess að ganga inn í formið enda kominn til þess að storka kerfinu, teygja rammann og láta reyna á mörkin. Hann kom inn sem listamaðurinn, söguhetjan sem sagði líka söguna af því sem gæti gerst, og stýrði borginni eins og hann hefði viljað sjá aðra gera það. Í fjögur ár tókst honum að vera sam- kvæmur sjálfum sér og heill í gegn, kannski af því að hann gekk ekki inn í hlutverkið til þess að öðlast völd og hafði þar af leiðandi engu að tapa. Hann var ekki stjórnmálamaður sem ætlaði sér að hafa það að framtíðarstarfi heldur listamaður sem var að fremja gjörning. Gjörning sem var fullkomnaður daginn sem skopleikurinn varð að harmleik og söguhetjan, borgarstjórinn Jón fyrirfór sér, eða pólitískum ferli sínum og flokkn- um um leið, með hátt í fjörtíu prósenta fylgi. Besti flokkurinn var ekki gallalaus og hugmyndin ekki heldur, en hann skil- ur vonandi eitthvað eftir sig þegar Jón stendur upp og fer. Því honum tókst að sýna í verki hvernig pólitíkin getur orðið ef stjórnmálamenn einsetja sér að gera lífið skemmtilegra, innihaldsríkara og betra með því að leggja áherslu á þjón- ustu við kjósendur, góð samskipti, frið og gleði. Vonandi verður tómarúmið ekki fyllt af sömu gömlu hugmyndunum og áður, átakapólitík, hugleysi og leiðind- um. Vonandi tókst honum ekki bara að ýta við rammanum heldur að færa eitt- hvað til í átt að betri stað til frambúðar. n Meirihluti í uppnámi n Mikil gleði ríkir í her- búðum Sjálfstæðisflokksins vegna þeirrar ákvörðunar Jóns Gnarr að draga sig í hlé frá stjórnmálum. Þegar Besti flokkurinn er horfinn aukast mjög líkurnar á því að Sjálf- stæðismenn nái vopnum sínum. Ólíklegt þykir að arf- taki Jóns, sem fer fram undir merki Bjartrar framtíðar, eigi eftir að ná nema broti af fylgi borgarstjórans. Þá þykir ekki líklegt að Dagur B. Eggerts- son vinni stórsigur í borginni. Það er því nagandi óvissa og uppnám innan meirihlutans. Fjölmiðlar tapa n Fréttablaðið var með ágæta umfjöllun um skuldir fjölmiðla á miðvikudag. Þar var farið ít- arlega og af alúð ofan í eiginfjárstöðu einstakra miðla og lánshæfi. Athygli vek- ur að ekki er greining á upp- blásnum efnahag 365 sem á og rekur Fréttablaðið. Þar er endursýningarréttur á sjónvarpsefni metinn á yfir milljarð króna. Sú aðferð til að auka lánshæfi félags- ins með bólutækni er rakin til skuggastjórnandans, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Loks er Fréttablaðið metið á upp- blásnu verði. Frumlegt loforð n Björn Jón Bragason sagn- fræðingur mun að líkindum raka inn einhverjum atkvæð- um út á kosn- ingaloforð sitt um að hann ætli að stuðla að betra veðri í Reykjavík. Loforðið er reyndar ekki út úr öllu korti því hann ætl- ar að efla skógrækt á höfuð- borgarsvæðinu og dempa þannig vind. Kvennatríó n Fullkomin óvissa er um það hver muni verða þess heiðurs aðnjótandi að leiða lista sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Margir hall- ast að því að Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir eða jafnvel Hildur Sverrisdóttir muni ná efsta sætinu. Reyndar var uppi orðrómur um að Hild- ur, Þorbjörg Helga og Áslaug Friðriksdóttir hefðu gert með sér bandalag. Sú virðist ekki vera raunin því Hildur vill fyrsta sætið og nýtur stuðn- ings ráðamanna í Sjálfstæð- isflokknum. Sú staðreynd að margir sækjast eftir fyrsta sætinu gæti síðan orðið Júlíusi Vífli til bjargar. Enn eitt höggið Finnst minn tími búinn María Rut Kristinsdóttir um hækkun skrásetningargjalds HÍ. – DV Jón Gnarr býður sig ekki fram í næstu kosningum. – Tvíhöfði Besti gjörningurinn„Gjörning sem var full- komnaður daginn sem skopleikurinn varð að harmleik S amtök um betri byggð (BB) telja að samkomulag ríkis og Reykja- víkurborgar um sex ára frestun á lokun NS-brautar á flugvellinum í Vatnsmýri marki dapurleg tímamót í seinni tíma stjórnmálasögu Íslendinga. Með þrjá borgarstjóra Reykvíkinga og sjálfan forsætisráðherrann í broddi fylkingar sameinast ríki og borg um að hafa að engu niðurstöðu úr almennri atkvæðagreiðslu í Reykjavík árið 2001 um að flugvöllur hverfi úr Vatnsmýri fyrir árslok 2016. Þetta samkomulag varpar skugga á sjálft lýðræðið í landinu og vekur upp áleitnar spurningar um sjálfs- ákvörðunarrétt íslenskra sveitarfé- laga. Niðurlæging borgarbúa er svo fullkomnuð með aðild einkarekins hlutafélags. Andi þessa samkomulags minnir óþægilega á ummæli sam- gönguráðherra nokkurs utan af landi á fundi með stjórn BB – að höfuðborgin mætti ekki verða of góð því þá ykist fólksflóttinn til borgarinnar! Margsvikin fyrirheit BB telja að þetta samkomulag sé jafn- ómarktækt og falskt og fyrri samningar ríkis og borgar um Vatnsmýri frá 1999 og 2005 því á móti mikilli eftirgjöf borg- arinnar kemur ekkert mótframlag ann- að en endurnýtt og margsvikið fyrirheit ríkisins. Þetta mat á óheilindum ríkisins styðja orð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um samkomulag- ið í Morgunblaðsgrein 29. október sl.: „… klárlega skref í rétta átt og áfangasig- ur …“ Með öðrum orðum, þetta er ekki lokasamningur eða hvað? Enda skuldbindur orðalagið í samkomulaginu um að NS-braut fái að vera í Vatnsmýri til 2022 borgina en ekki ríkið og merkir ekki að ríkið sætti sig við brotthvarf flugvallarins þegar þar að kemur. Ríkið gerir það líka að skilyrði að staður finnist fyrir nýja miðstöð inn- anlandsflugs á höfuðborgarsvæðinu. Ákvörðun er ýtt inn í fjarlæga framtíð og möguleikum ríkisins er haldið opnum til að svíkjast undan og draga lappirnar. Samkomulagið hefur verið lengi í smíðum. Í samgönguáætlun ríkisins 2011–2022 er lögfest nær algert fjársvelti til höfuðborgarsvæðisins í meira en ára- tug, til ársins 2022, en á sama tíma legg- ur ríkið höfuðáherslu á a.m.k. þrenn þjóðhagslega óarðbær jarðgöng úti á landi fyrir a.m.k. 40 milljarða kr. Í tillögu að Aðalskipulagi Reykjavík- ur 2010–2030 er síðan tekið fullt tillit til hamlandi ákvæða samgönguáætl- unar ríkisins 2011–2022 varðandi upp- byggingu í Vatnsmýri, sem á ekki að hefjast að neinu marki fyrr en eftir 2022. Lokaatriði í leikþætti Holskefla rakalauss áróðurs hollvina flugvallarins annars vegar og hins vegar algert aðgerðaleysi borgaryfir- valda til að verja almannahag Reykvík- inga, t.d. með viðeigandi svörum og upplýsingum í fjölmiðlum, smellpassa inn í sérhannaða atburðarás. Þegar BB gagnrýna nú þetta samkomulag er svarað: „Hvað gátum við annað gert, tókuð þið ekki eftir vel heppn- aðri undirskriftasöfnun?“ Þannig nota borgaryfirvöld áróður hollvinanna til að réttlæta afarkosti í óþörfum nauða- samningi við ríkið. Undirskriftaviðhöfn í Hörpu þann 25. október sl. var því eins og hvert annað lokaatriði í leikþætti stjórn- málaelítunnar. Aðalhöfundurinn, Dagur B. Eggertsson, hefur setið allt í kringum borðið á yfirstandandi kjör- tímabili sem varaformaður Samfylk- ingarinnar á leið í landsmálin, sem formaður borgarráðs Reykjavíkur og sem formaður samgönguráðs ríkisins. Glæstri framtíð borgarsamfélagsins er þar með frestað um a.m.k. 6–8 ár. Borgaryfirvöld víkja víðtækum almannahag til hliðar með þessu samkomulagi, sem er sérsniðið að þröngum og léttvægum sérhagsmun- um landsmálaflokka (fjórflokksins) og að pólitískum einkahagsmunum helstu persóna og leikenda á sviði stjórnmálanna. Tapa milljörðum BB ítreka að frestun á brottför flug- vallarins gengur gegn víðtækum al- mannahagsmunum. Í sameiningu tapa ríki og borg m.a. mörgum tugum milljarða króna á frestuninni því mik- ill þjóðhagslegur ávinningur felst í að nýta sem fyrst byggingarlandið í Vatns- mýri. Frestunin kollvarpar meginmark- miði AR 2010–2030 um þéttingu byggðar því útþensla á höfuðborgar- svæðinu mun halda áfram nánast óheft og vítahringur bílasamfélagsins mun herðast að sama skapi. Fyrirheit um mannvænt, skilvirkt og menn- ingarlegt borgarsamfélag fölna. Markmið í 1. gr. skipulagslaga 2010 ná ekki fram að ganga, að sjálfbær þró- un, hagur heildarinnar, efnahagslegar, félagslegar og menningarlegar þarfir borgarbúa, heilbrigði þeirra og öryggi verði höfð að leiðarljósi. Misbeiting illa fengins valds Fyrir Reykvíkinga er í raun ekki um neitt að semja við ríkið, sem tók Vatns- mýrarlandið af þeim með ólögmætum hætti 1946 og hefur hvorki greitt lóðar- leigu né skaðabætur vegna gríðar- legs tjóns af flugvellinum í 67 ár. En skipulagsrétturinn er alfarið hjá Reyk- víkingum, sem kusu með því árið 2001 að flugvöllurinn færi fyrir árslok 2016! Frá 1946 hefur ríkið með blygð- unarlausum hætti misbeitt illa fengnu valdi misvægis atkvæða til að halda Reykvíkingum og kjörnum fulltrúum þeirra við efnið í Vatnsmýrarmálinu. Afleiðingin er eitt óskilvirkasta borgar- samfélag heims. Uppsafnað tjón á lýð- veldistímanum er næstum ólýsanlegt. Þó er ljóst að það nemur þúsundum milljarða kr. og sömuleiðis að það er ein helsta ástæða þess að lífskjör Ís- lendinga eru og hafa verið lakari en ella áratugum saman. Höfundar eru í framkvæmdastjórn Samtaka um betri byggð. Gunnar H. Gunnarsson Örn Sigurðsson Reykjavík má ekki verða of góð Leiðari Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 30 1.–3. nóvember 2013 Helgarblað Aðsent Gunnar H. Gunnarsson og Örn Sigurðsson skrifa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.