Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Blaðsíða 52
52 Lífsstíll 1.–3. nóvember 2013 Helgarblað 1000 gr. fylling í sængunum hjá okkur Laugavegi 86 - Sími: 511 2004 D V E H F. 11 ára með ljósmyndadellu n Stofnaði síðuna Gabríeĺ s Photomagic á Facebook L jósmyndun getur verið skemmti- legt áhugamál og margir kepp- ast við að fanga augnabliks- fegurð á fallega landinu okkar. Gabríel Tandri Bjarkason er aðeins 11 ára gamall og heldur úti síðunni Gabríel´s Photomagic á samskipta- vefnum Facebook. Hann segist hafa fengið áhuga á ljósmyndun í sumar. „Í fyrsta sinn sem ég tók mynd með afa þá vissi ég strax að þetta yrði áhuga- mál hjá mér,“ segir Gabríel í samtali við DV en hann segist síðar hafa feng- ið vasamyndavél í afmælisgjöf sem hann segir þægilega í notkun. „Ég fer bara meðfram sjónum og tek mynd- ir. Mér finnst skemmtilegast að taka myndir af sólsetri,“ segir Gabríel en hann er búsettur á Höfn í Hornafirði. Gabríel segir fjölskyldu og vini hafa hvatt sig áfram og á endanum stofn- aði hann síðuna á Facebook þar sem hann deilir myndum sínum með öðr- um. „Það eru komin 108 „like“ á bara einum mánuði. Ég er samt ekki búinn að taka mjög mikið af myndum,“ segir Gabríel en hann varð fyrir því óláni að hand- leggsbrotna í sumar og er í sjúkraþjálfun sem stendur. Óhappið átti sér stað á motocross- æfingu sem er annað áhugamál Gabríels. „Ég fór fram fyrir mig á mótorhjólinu og var heppinn að slasast ekki meir. En ég held að þetta sé eitthvað það skemmtilegasta sem ég hef gert – að fara í motocross,“ seg- ir Gabríel og segist hlakka til að geta sinnt áhugamálum sínum tveimur af fullum krafti að lokinni sjúkraþjálfun. Hann vonast til að myndirnar hans á Facebook fái góða athygli. „Endilega deilið síðunni minni og lækið,“ segir Gabríel að lokum. n svala@dv.is Sólsetur á Höfn í Hornafirði Eftir- lætismyndefnið er sólsetur að sögn Gabríels Tandra. Mynd Gabríel Tandri Með blæti fyrir svarthvítu R agnar Axelsson eða RAX ljósmyndari segist hafa fengið blæti fyrir svarthvít- um ljósmyndum á ung- lingsaldri, eitthvað sem varð fljótlega að áhugamáli og síðar ævistarfi. „Þetta er eins og að hafa áhuga á annaðhvort klassískri mús- ík eða rokki og róli,“ útskýrir Ragnar varðandi muninn á ljósmyndun í svarthvítu eða í lit. Galdur í myrkraherberginu „Ég byrjaði ungur að aldri að fram- kalla í myrkraherbergi og þessi galdur þegar myndin kemur fram í vökvanum var eitthvað sem festist í mér. Þaðan kemur þessi ástríða fyrir svarthvítu,“ segir Ragnar. Hann segir svarthvítar myndir búa yfir sterkari frásögn. „Þegar maður sér svarthvíta ljósmynd þá hoppar hún á mann, allt sem stendur upp úr í ljósmyndum er meira og minna svarthvítt,“ segir Ragnar sem not- ar bæði stafrænar og hefðbundnar filmuvélar í dag. Stafrænar myndavélar Með tilkomu stafrænna mynda- véla hafa vinnubrögð ljósmyndara breyst til muna og lítil vinna fer fram í framköllunarherbergjum. Ragnar segist nota Canon Eos Mark III og er spenntur fyrir þró- uninni þótt hann hafi ekki verið hlynntur tæknivæðingunni til að byrja með. „Ég var algjörlega á móti þessu fyrst en það er ekki nema á síðustu þremur til fjórum árum sem almennilegar stafrænar vélar hafa komið á markaðinn. Maður á bara að taka þessu fagn- andi.“ Uppgötvaði leica Monochrom Ragnar segist nýlega hafa fest kaup á Leica Monochrom sem er stafræn myndavél sem tekur ein- göngu svarthvítar myndir. „Það er æðisleg vél, mér líður eins og að ég sé að taka á filmu. Mér finnst eins og að ég sé að svindla ef ég tek lit- mynd og breyti henni í svarthvíta á stafrænni vél. Leica Monochrom er svarthvít þannig að mér líður eins og að ég hafi ekki svindlað,“ segir Ragnar í léttum dúr. ný tækni í gömlum umbúðum Leica-myndavélar eru þýsk hönnun og litu fyrstu vélarnar dagsins ljós árið 1913. Stafræna Monochrom-vélin kom á markað- inn árið 2012. „Þetta er pínulítil, ofboðslega flott vél en eldgömul hönnun. Boxið hefur ekkert breyst síðan 1936,“ segir Ragnar. „Að taka mynd á þessa vél er eins og að taka á risa plötumyndavél, hún er svo ofboðslega tær og flott. Það er hægt að fá hana á Íslandi en hún er svolítið dýr. Ég hefði selt húsið mitt fyrir hana,“ segir Ragnar og hlær. Tærari mynd Flagan í Leica Monochrom er ein- föld á meðan að litaflagan í öðrum vélum er þreföld. Myndir sem teknar eru á svarthvíta flögu verða því tærari. Ragnar segir vélina gefa svarthvítri ljósmyndun nýtt líf. „Það er svo mikið vesen að fram- kalla að maður fer að hugsa aftur til baka hvernig í fjandanum mað- ur fór að þessu. Maður var alltaf svo lengi í vinnunni. Það styttir vinnudaginn um fjóra tíma að þurfa ekki að framkalla en ég hef vissulega voða gaman af því enn- þá,“ segir Ragnar að lokum. n n Notar bæði filmuvélar og stafrænar myndavélar Svala Magnea Georgsdóttir blaðamaður skrifar svala@dv.is Fékk snemma áhuga á ljósmyndun Ragnar segist hafa fallið fyrir galdrinum í framköllunarherberginu sem unglingur. Á Grænlandi Ljósmynd tekin nýlega á Grænlandi með Leica Monochrom. Mynd raGnar axelSSon Svarthvít stafræn myndavél Leica- myndavélar eru þýsk hönnun frá árinu 1913. Stafræna Monochrom-vélin kom á markaðinn árið 2012. „Þetta er pínulítil, ofboðslega flott vél en eldgömul hönnun.“ Mynd raGnar axelSSon „Þetta er eins og að hafa áhuga á annaðhvort klassískri músík eða rokki og róli. ragnar axelsson Í fárviðri á Grænlandi með Leica Monochrom- myndavél í hendi sér. Ragnar gaf út bókina Andlit norðursins árið 2004 sem er uppseld og stendur til að endur- útgefa. Mynd Árni ValUr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.