Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Qupperneq 52
52 Lífsstíll 1.–3. nóvember 2013 Helgarblað
1000 gr. fylling í
sængunum hjá okkur
Laugavegi 86 - Sími: 511 2004
D
V
E
H
F.
11 ára með ljósmyndadellu
n Stofnaði síðuna Gabríeĺ s Photomagic á Facebook
L
jósmyndun getur verið skemmti-
legt áhugamál og margir kepp-
ast við að fanga augnabliks-
fegurð á fallega landinu okkar.
Gabríel Tandri Bjarkason er aðeins
11 ára gamall og heldur úti síðunni
Gabríel´s Photomagic á samskipta-
vefnum Facebook. Hann segist hafa
fengið áhuga á ljósmyndun í sumar. „Í
fyrsta sinn sem ég tók mynd með afa
þá vissi ég strax að þetta yrði áhuga-
mál hjá mér,“ segir Gabríel í samtali
við DV en hann segist síðar hafa feng-
ið vasamyndavél í afmælisgjöf sem
hann segir þægilega í notkun. „Ég fer
bara meðfram sjónum og tek mynd-
ir. Mér finnst skemmtilegast að taka
myndir af sólsetri,“ segir Gabríel en
hann er búsettur á Höfn í Hornafirði.
Gabríel segir fjölskyldu og vini hafa
hvatt sig áfram og á endanum stofn-
aði hann síðuna á Facebook þar sem
hann deilir myndum sínum með öðr-
um. „Það eru komin 108 „like“ á bara
einum mánuði. Ég er samt ekki búinn
að taka mjög mikið af myndum,“
segir Gabríel en hann varð fyrir því
óláni að hand-
leggsbrotna í
sumar og er í
sjúkraþjálfun
sem stendur.
Óhappið átti sér
stað á motocross-
æfingu sem er annað
áhugamál Gabríels. „Ég fór fram fyrir
mig á mótorhjólinu og var heppinn að
slasast ekki meir. En ég held að þetta
sé eitthvað það skemmtilegasta sem
ég hef gert – að fara í motocross,“ seg-
ir Gabríel og segist hlakka til að geta
sinnt áhugamálum sínum tveimur af
fullum krafti að lokinni sjúkraþjálfun.
Hann vonast til að myndirnar hans á
Facebook fái góða athygli. „Endilega
deilið síðunni minni og lækið,“ segir
Gabríel að lokum. n
svala@dv.is
Sólsetur á Höfn í Hornafirði Eftir-
lætismyndefnið er sólsetur að sögn Gabríels
Tandra. Mynd Gabríel Tandri
Með blæti fyrir svarthvítu
R
agnar Axelsson eða RAX
ljósmyndari segist hafa
fengið blæti fyrir svarthvít-
um ljósmyndum á ung-
lingsaldri, eitthvað sem
varð fljótlega að áhugamáli og síðar
ævistarfi. „Þetta er eins og að hafa
áhuga á annaðhvort klassískri mús-
ík eða rokki og róli,“ útskýrir Ragnar
varðandi muninn á ljósmyndun í
svarthvítu eða í lit.
Galdur í myrkraherberginu
„Ég byrjaði ungur að aldri að fram-
kalla í myrkraherbergi og þessi
galdur þegar myndin kemur fram í
vökvanum var eitthvað sem festist
í mér. Þaðan kemur þessi ástríða
fyrir svarthvítu,“ segir Ragnar.
Hann segir svarthvítar myndir búa
yfir sterkari frásögn. „Þegar maður
sér svarthvíta ljósmynd þá hoppar
hún á mann, allt sem stendur upp
úr í ljósmyndum er meira og minna
svarthvítt,“ segir Ragnar sem not-
ar bæði stafrænar og hefðbundnar
filmuvélar í dag.
Stafrænar myndavélar
Með tilkomu stafrænna mynda-
véla hafa vinnubrögð ljósmyndara
breyst til muna og lítil vinna fer
fram í framköllunarherbergjum.
Ragnar segist nota Canon Eos
Mark III og er spenntur fyrir þró-
uninni þótt hann hafi ekki verið
hlynntur tæknivæðingunni til að
byrja með. „Ég var algjörlega á
móti þessu fyrst en það er ekki
nema á síðustu þremur til fjórum
árum sem almennilegar stafrænar
vélar hafa komið á markaðinn.
Maður á bara að taka þessu fagn-
andi.“
Uppgötvaði leica Monochrom
Ragnar segist nýlega hafa fest
kaup á Leica Monochrom sem er
stafræn myndavél sem tekur ein-
göngu svarthvítar myndir. „Það er
æðisleg vél, mér líður eins og að ég
sé að taka á filmu. Mér finnst eins
og að ég sé að svindla ef ég tek lit-
mynd og breyti henni í svarthvíta
á stafrænni vél. Leica Monochrom
er svarthvít þannig að mér líður
eins og að ég hafi ekki svindlað,“
segir Ragnar í léttum dúr.
ný tækni í gömlum umbúðum
Leica-myndavélar eru þýsk
hönnun og litu fyrstu vélarnar
dagsins ljós árið 1913. Stafræna
Monochrom-vélin kom á markað-
inn árið 2012. „Þetta er pínulítil,
ofboðslega flott vél en eldgömul
hönnun. Boxið hefur ekkert breyst
síðan 1936,“ segir Ragnar. „Að taka
mynd á þessa vél er eins og að
taka á risa plötumyndavél, hún er
svo ofboðslega tær og flott. Það er
hægt að fá hana á Íslandi en hún
er svolítið dýr. Ég hefði selt húsið
mitt fyrir hana,“ segir Ragnar og
hlær.
Tærari mynd
Flagan í Leica Monochrom er ein-
föld á meðan að litaflagan í öðrum
vélum er þreföld. Myndir sem
teknar eru á svarthvíta flögu verða
því tærari. Ragnar segir vélina gefa
svarthvítri ljósmyndun nýtt líf.
„Það er svo mikið vesen að fram-
kalla að maður fer að hugsa aftur
til baka hvernig í fjandanum mað-
ur fór að þessu. Maður var alltaf
svo lengi í vinnunni. Það styttir
vinnudaginn um fjóra tíma að
þurfa ekki að framkalla en ég hef
vissulega voða gaman af því enn-
þá,“ segir Ragnar að lokum. n
n Notar bæði filmuvélar og stafrænar myndavélar
Svala Magnea Georgsdóttir
blaðamaður skrifar svala@dv.is
Fékk snemma áhuga á ljósmyndun
Ragnar segist hafa fallið fyrir galdrinum í
framköllunarherberginu sem unglingur.
Á Grænlandi Ljósmynd tekin
nýlega á Grænlandi með Leica
Monochrom. Mynd raGnar axelSSon
Svarthvít stafræn myndavél Leica-
myndavélar eru þýsk hönnun frá árinu 1913.
Stafræna Monochrom-vélin kom á markaðinn
árið 2012. „Þetta er pínulítil, ofboðslega flott
vél en eldgömul hönnun.“ Mynd raGnar axelSSon
„Þetta er eins og
að hafa áhuga á
annaðhvort klassískri
músík eða rokki og róli.
ragnar axelsson
Í fárviðri á Grænlandi
með Leica Monochrom-
myndavél í hendi sér.
Ragnar gaf út bókina
Andlit norðursins árið
2004 sem er uppseld
og stendur til að endur-
útgefa. Mynd Árni ValUr