Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Blaðsíða 62
Á föstudagskvöldum fá frétta- mennirnir Benedikt og Fann- ar að láta ljós sitt skína í Kast- ljósi. Þátturinn þeirra heitir Hraðfréttir og er ekki lengri en fimm mínútur hverju sinni. Því þarf fréttaefnið að komast hratt og örugglega til skila og hafa þeir fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína. Vin- sældir þeirra eru miklar og uppátæk- in frumleg. Tilurð þáttanna má rekja nokkur ár aftur í tímann, eða þegar Fannar vann hjá Morgunblaðinu. „Þá byrjuðu ég, Friðrik Dór og Grímur, vinur minn, með sketsaþátt uppi á Mogga. Áður en MBL-sjón- varp varð til. Þættirnir hétu Synir Jesú,“ sagði Fannar við blaðamann og ljósmyndara DV sem komu í heimsókn í stúdíó þeirra. Misskilningur í símtali við Sigmar Hraðfréttir tóku núverandi mynd á sig skömmu síðar þegar sketsa- þátturinn rann sitt skeið og Bene- dikt gekk til liðs við Fannar. Það var hálfgerð tilviljun að þátturinn þeirra rataði á sjónvarpsvef Morgun- blaðsins. Móttökurnar fóru hins vegar fram úr björtustu vonum og fóru vinsældir þeirra stigvaxandi. Það kom því ekki á óvart þegar Ríkis- útvarpið falaðist eftir kröftum þeirra. „Þegar Sigmar [í Kastljósi] hringdi í mig og spurði hvort við vildum vera í Kastljósinu, þá sagði ég bara „já, auðvitað“. Þá spurði hann „hvað, eruð þið ekki samningsbundnir eða?“,“ sagði Fannar þegar hann rifj- ar þetta skemmtilega símtal upp. „Ég hélt að hann væri að tala um að við kæmum í viðtal og ég skildi ekk- ert hvað hann var að tala um. Síðan þegar maður áttaði sig á öllu saman þá brást maður öðruvísi við,“ bætti Fannar brosandi við. Hefur áhuga á að framleiða eigið efni Félagarnir eru samningsbundnir RÚV út þetta ár og er framtíðin eftir það óráðin. Fannar sér fram á að vera meira á bak við myndavélina, en hann spáir því að Benedikt vilji vera áfram fyrir framan hana. Hann vill þó ekki fullyrða það. „Ég lærði leikstjórn og hef áhuga á að framleiða mitt eigið efni og sjá hvar það endar,“ sagði Fannar um hugsanleg framtíðaráform. „Þegar þetta ævintýri er búið tekur eitthvað annað við.“ En hefur Fannar verið að skrifa nýtt efni samhliða Hraðfrétt- unum? „Nei, ég hef ekki komist í það eftir að ég byrjaði á RÚV. Það er alltaf í langtímaplönunum,“ sagði þessi vin- sæli hraðfréttamaður í sama mund og hann stillti upp myndatökuvél- inni fyrir tökur á næsta þætti. n 62 Fólk 1.–3. nóvember 2013 Helgarblað Bannað börnum n Djókaín Hugleiks í Reykjavík n Óformlega rætt um framhald Hulla L istamaðurinn Hugleikur Dagsson verður með uppi- stand 29. nóvember í Há- skólabíói og er miðasala hafin. Hugleikur hefur farið um landið þvert og endilangt með uppistandsefnið sitt, sem hann nefndi Djókaín eftir miklar vanga- veltur og valkvíða, og lýkur því ferðalagi í höfuðborginni. Hann segir að þrátt fyrir nafngiftina þá sé ekkert talað um kókaín í uppi- standinu. „Ég er með samansafn af því besta sem ég hef bullað uppi á sviði og þetta nær yfir klukku- tíma,“ sagði Hugleikur. „Ég var með þetta á Akureyri í september og þá fór þetta upp í einn og hálf- an tíma. Það veltur náttúrulega allt á salnum. Ef salurinn er góður, þá bulla ég meira.“ Sýningin verður bönnuð börnum vegna klámfenginna brandara. Frændi Hugleiks, Ari Eldjárn, sagði að hann gæti geng- ið lengra með grínið sitt en gengur og gerist, vegna þess að klúrar bækur hans hafa náð svo miklum vinsældum. Hugleikur hefur verið með nóg á sinni könnu undanfarið. Eins og flestum er kunnugt náðu þætt- ir hans um Hulla miklu áhorfi í haust. Hugleikur var hræddur um viðtökurnar á þáttunum en segir að hann hafi fengið sönnun þess að það sem manni finnst sjálfum fyndið, finnist öðrum líka fyndið. Eftir miklar vinsældir þáttanna veltir fólk vöngum yfir því hvort Hulli verði að annarri þáttaröð. „Við stefnum á að koma með framhald, en það er of snemmt að staðfesta það,“ sagði Hugleikur dulur. „Það hefur ekkert verið formlega rætt. Við höfum blaðrað um það og það virðist vera von í loftinu um að það gerist.“ n ingosig@dv.is Á forsíðu í Noregi Alexandra Mjöll Ágústsdóttir er búsett í Noregi og hefur sam- hliða námi lagt rækt við rokktón- list í hljómsveitinni So What. Svo skemmtilega vildi til að hljóm- sveitin var valin ásamt þremur öðrum að koma fram á Rockens Weekend í bænum Odda í Suð- ur-Noregi og var fjallað um framkomu Alexöndru og hljóm- sveitarinnar á forsíðu dag- blaðsins. Alexandra er að vonum ánægð með framgöngu hljóm- sveitarinnar í ljósi þess að þetta var í fyrsta sinn sem hún kom fram opinberlega. Með nóg á sinni könnu Vinsældir Hugleiks eru miklar um þessar mundir. „Eruð þið ekki samn- ingsbundnir eða?“ n Sigmar hringdi og bauð þeim í Kastljós n Byrjuðu fyrir hálfgerða tilviljun Ingólfur Sigurðsson blaðamaður skrifar ingo@dv.is Í settinu Fannar á von á því að Benedikt vilja vera áfram fyrir framan myndavélarnar. „Ég lærði leikstjórn og hef áhuga á að framleiða mitt eigið efni og sjá hvar það endar. Á langtímaplönum að skrifa sjálfur efni „Ég lærði leikstjórn og hef áhuga á að framleiða mitt eigið efni og sjá hvar það endar,“ segir Fannar. Dóra Takefusa opnar Bast Dóra Takefusa opnaði á dögun- um nýjan stað, Bast Reykjavík, og er hann staðsettur að Hverfisgötu 20, skáhallt á móti Þjóðleikhúsinu. Staðurinn er hinn glæsilegasti og gefur þar að líta flott graffití- verk eftir myndlistarmanninn Örn Tönsberg. Dóra er mikil athafna- kona og hefur um árabil rekið skemmtistaðinn Jolene í Kaup- mannahöfn sem hún hefur fjar- stýrt úr Reykjavík. Þá var staður- inn Dolly á hennar snærum og Bast enn ein rósin í hnappagat athafnakonunnar Brúnaþungur og furðulegur Heiða Kristín Helgadóttir gerir upp samstarfið við Jón Gnarr í fjörugum pistli í Kjarnanum. Hún lýsir þar einnig fyrstu kynnum sín- um af félögunum Birni Blöndal og Óttari Proppé og hvernig hallaði á konur í Besta flokknum. „Björn var brúnaþungur með skjalatösku og Óttarr furðulegur. Það hallaði verulega á konur í Besta flokknum þegar ég kom við sögu. Ekki vegna þess að það væri ekki vilji til að hafa þær með – þvert á móti reyndum við mikið að kalla þær til, en það var erfitt að selja þessa hugmynd. Ég fór í að kynbæta listann. Jón kynnti mig fyrir Elsu Yeoman, listakokki og húsgagnasmið, sem talaði mest um sleipiefni og New Jersey á fyrsta fundinum okkar – sem mér þótti áhugavert. Hún var til í allt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.