Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2013, Blaðsíða 32
32 Umræða 1.–3. nóvember 2013 Helgarblað Af hverju geta ríkis­ stjórnir ekki stjórnað? Á hvaða tímabili lifum við? Við upphaf 20. aldar var oft sagt að við lifðum á kreppu­ tímum, á tímum styrjalda og byltinga. Við upphaf 21. aldarinnar vantar hvorki kreppurn­ ar né styrjaldirnar, en byltingarnar láta á sér standa, að minnsta í þeim skilningi sem lagður var í þær fyrir hundrað árum. Kerfið sem þá átti að hrynja er jafnvel sterkara nú en þá og þau öfl sem áður vildu brjóta það niður reyna nú að styrkja það. Hið gamla neitar að deyja. Hið nýja getur ekki fæðst. „Úr liði er öldin!“ sagði Hamlet. Eftir seinna stríð var velferðar­ þjóðfélagið málamiðlun þjóðfélags­ átaka sem hæglega hefðu getað leitt til byltinga. Baráttan gegn fas­ ismanum hafði virkjað almenning og nú tók við stórveldistími jafnað­ armanna. Jafnvel Sjálfstæðisflokk­ urinn smitaðist af jafnaðarstefn­ unni. Jafnaðar menn fengu völdin á norðurhveli jarðar og skeið vel­ ferðarþjóðfélags rann upp með nor­ rænni samvinnu þar sem öll dýrin í skóginum áttu að vera vinir einsog í leikritinu sem flest börn á Íslandi kunna utanbókar. Við unga fólkið á Íslandi sátum í nýju lýðveldi og lás­ um Andrés Önd á dönsku á meðan húsmæðurnar sýndu kvennablöðum nágrannaríkjanna mikla ræktarsemi, bæði Feminu og Alt for damerne. Svona var velferðarþjóðfélagið gott „I was born in welfare state/ruled by bureaucracy/contained by civil servants/and people dressed in gray,“ söng hljómsveitin Kinks á plöt­ unni Muswell Hillbillies við upphaf áttunda áratugarins, nánar tiltekið árið 1971 þegar danska herskipið Vædderen sigldi inn í Reykjavíkur­ höfn og Danir afhentu okkur hand­ ritin sem ekki bara innsiglaði sjálf­ stæði Íslendinga og vináttu þjóðanna heldur gaf fyrirheit um hvernig aðr­ ar þjóðir gætu greitt úr fornum flækj­ um. Svona var velferðarþjóðfélagið gott. Synir og dætur alþýðunnar stóðu fluglæs á hafnarbakkanum og veifuðu fánum. En Adam var ekki lengi í Paradís. Við lok sama áratugar var Margaret Thatcher komin til valda í Englandi og hóf nú styrjöld við kolanámu­ menn, velferðarkerfið og verkalýðs­ hreyfinguna, allt eftir að Alþjóða­ gjaldeyrissjóðurinn hafði gripið inn í málefni Englands, fyrst Evrópuríkja. Líklega er pönktónlistin ein helsta menningarafurð Englendinga frá þessum tíma og að mörgu leyti við­ brögð við þeim þjóðfélagsbreyting­ um sem þá gengu í garð. No Future! varð slagorð tímans og þótti ýmsum sem nú væri tímabili fútúrismans lokið, þeirrar stefnu sem Rússar og Ítalir hófu til vegs og virðingar upp úr fyrri heimsstyrjöld, hvor með sín­ um hætti. En kannski var No Future! einmitt framtíðin og fútúrisminn að fæðast þarna, sá heimur sem við lif­ um í dag, einhvers konar blanda af sýndarveruleika og bóluhagkerfi hins skáldlega auðmagns sem engu eirir nema fjármagninu. Töskur fullar af skuldbindingum Það liðu tæp þrjátíu ár þar til Alþjóða­ gjaldeyrissjóðurinn greip inn í mál­ efni Íslands og var Ísland land númer tvö í Evrópu til að njóta þess heiðurs, á eftir Englendingum. Síðan hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verið gestur í svo mörgum Evrópulöndum að menn eru hættir að kippa sér upp við komu hans. Hvar sem full­ trúar hans koma hverfa þeir á braut með töskur fullar af skuldbinding­ um og því segja sumir að sjóðurinn komi fyrst þegar hann fer. Lánað er til að bjarga bönkum en skattgreið­ endur framtíðarinnar gerðir ábyrgir fyrir reikningnum. Það er kveðjan til hinna óbornu en minnir ekki á sam­ nefnt ljóð Bertolts Brecht. Auðmenn í jólasveinabúningum Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kom til okkar einn dag í október árið 2008 um svipað leyti og forsætisráðherr­ ann birtist í sjónvarpinu og bað guð að blessa landið í beinni út­ sendingu. En hvernig átti guð að fara að því þegar Mammon hafði messað í átján ár og Margret Thatcher verið einsog María mey, hin heilaga jóm­ frú úr járni? Þegar bankarnir voru einkavæddir sögðu fulltrúar þeirra að nú færi hið dauða fjármagn í um­ ferð, óveiddir fiskar veðsettir og allt keypt með lánsfé. Sögunni var lokið, öll samstaða út í hött. Allt varð gam­ aldags sem ekki var hægt að veð­ setja. Lágvöruverðsverslanir áttu að koma í staðinn fyrir stéttabaráttu, auðmenn í jólasveinabúningum leysa opinbera þjónustu af hólmi og bankarnir sjá um menningarvið­ burði. Á Íslandi gaf Viðskiptaráð tóninn samanber þessa stefnuyfirlýsingu: „Röksemdir gegn opinberri reglu­ setningu og eftirliti á fjármagns­ markaði eru meira sannfærandi en röksemdir með slíkum opinberum afskiptum. Miklu skynsamlegra væri að láta markaðsaðilum það eftir að setja sér eigin reglur og framfylgja þeim.“ Og um árangurinn af þessari stefnu segir: „Athugun Viðskipta­ ráðs sýnir að Alþingi fór í 90% tilfella að hluta eða öllu leyti eftir tilmælum ráðsins.“ Það þurfti ekkert ofbeldi til að koma þessum breytingum á, þvert á móti runnu þessar hugmynd­ ir smurðar í gegnum Alþingi án þess að nokkuð stæði í vegi fyrir þeim. Það var frekar einsog löggjafinn væri í vinnu hjá viðskiptalífinu. Næsta skotmark: Velferðarkerfið Hið norræna velferðarkerfi fékk nýtt nafn og var kallað „forsjár­ hyggja ríkis valdsins“ og nú hvísl­ uðu frjálshyggjumennirnir hver að öðrum: Múrinn er hruninn! Næsta skotmark: Velferðarkerfið. Í byrj­ un hrukku auðvitað nokkrir brauð­ molar af borðum. Nú áttum við ekki lengur að miða okkur við Norður­ lönd, við vorum svo miklu fremri á flestum sviðum. Okkar menn fóru um Norðurlönd og keyptu fyrir láns­ fé verslanir, stórhýsi, tryggingafé­ lög, banka og fjármálastofnanir. Við­ skiptalífið tók völdin í landinu. Þessi bylting er stundum nefnd þögla byltingin og hún fór fram víðar en á Íslandi. Þessu lauk með hruni. For­ sætisráðherrann gafst upp og bað guð að blessa landið. Hægrisinnuðu flokkarnir fóru frá völdum eftir að hafa nánast sett landið á hausinn og skuldsett íbúana langt inn í framtíð­ ina eða réttara sagt, fjöldamótmæli leiddu til þess að þeir sögðu af sér. Eldar loguðu á Austurvelli. Þing­ húsið var grýtt. Mjólkurafurðir og egg láku niður veggi þess og eftir gangstéttum. Meira að segja jólatréð sem Norðmenn gefa okkar árlega stóð í ljósum logum. Þetta eru mestu uppþot sem orðið hafa í landinu. Að lokum fór ríkisstjórnin frá og boð­ að var til kosninga. Vinstriflokkarnir sigruðu. Fyrsta vinstristjórnin með hreinan meirihluta var mynduð. Hún kallaði sig Norrænu velferðar­ stjórnina og var mynduð í Norræna húsinu. Allt hafði þetta yfir sér tákn­ rænan blæ, að snúið væri af braut frjálshyggjunnar og inn á braut hinnar norrænu jafnaðarstefnu. Skrifuð var rannsóknarskýrsla um hrunið, níu bindi, og embætti sér­ staks saksóknara var stofnað til að rannsaka afbrot sem þátt í hruninu. Einnig voru sett fram loforð um nýja stjórnar skrá, nýtt kerfi í sjávarútvegi og fleira mætti telja. Stóðu vörð um velferð Norrænu velferðarstjórninni eða vinstristjórninni tókst sumt, Ritsmíð Einar Már Guðmundsson rithöfundur „Viðskipta ­ lífið tók völdin í landinu „Jómfrú úr járni“ „Hvernig átti guð að fara að því þegar Mammon hafði messað í átján ár og Margret Thatcher verið einsog María mey, hin heilaga jómfrú úr járni?“ MyNd ReuTeRS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.