Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Blaðsíða 7
Vikublað 17.–19. desember 20138 Fréttir
Vill halda áfram að
refsa hælisleitendum
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur refsingar fyrir skjalafals ekki ganga gegn flóttamannasamningnum
L
ögreglustjórinn á Suðurnesj-
um vill að íslensk stjórnvöld
haldi áfram að refsa hælisleit-
endum fyrir framvísun fals-
aðra skilríkja og telur það ekki
stangast á við 31. grein flóttamanna-
samnings Sameinuðu þjóðanna.
Ákvæðið kveður á um bann við því
að hælisleitendum sé refsað fyrir
ólöglega komu til landsins að því
gefnu að þeir gefi sig tafarlaust fram
við yfirvöld viðkomandi ríkis.
Þetta kemur fram í umsögn Sig-
ríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lög-
reglustjóra við þingsályktunar-
tillögu Vinstri grænna, en þar er lagt
til að Alþingi feli innanríkis ráðherra
og félags- og húsnæðismálaráð-
herra að undirbúa frumvarp til
heildarlaga um málefni útlendinga,
meðal annars með það að mark-
miði að hætt verði að dæma hælis-
leitendur í fangelsi fyrir að framvísa
fölsuðum skilríkjum. Ísland er að-
ili að flóttamannasamningi Sam-
einuðu þjóðanna en hefur ekki lög-
fest sáttmálann.
Í umsögn lögreglustjórans segir
að þetta veki áhyggjur löggæsluyfir-
valda í ljósi þess að „umsækjendur
um alþjóðlega vernd uppfylla fæstir
skilyrði 31. gr. flóttamannasamn-
ings Sameinuðu þjóðanna“. Er full-
yrðingin rökstudd á þá leið að margir
hafi „ekki í hyggju að sækja um hæli
hér á landi í upphafi en afskipti lög-
gæsluyfirvalda og þar með íhlutun
þeirra í ferðatilhögun verður til þess
að þeir sækja um hæli.“
Leiðbeiningarreglum ekki fylgt
Ljóst er að lögreglustjórinn styðst við
mun þrengri túlkun á ákvæði flótta-
mannasamningsins en leiðbein-
ingarreglur Flóttamannastofnunar
Sameinuðu þjóðanna kveða á um.
Samkvæmt þeim er ekki gerð krafa
um að flóttamaður gefi sig umsvifa-
laust fram við vegabréfaeftirlit við-
komandi ríkis, heldur nægi að hann
hyggist sækja um hæli fljótlega eftir
komu til landsins.
Í 31. grein flóttamannasamn-
ingsins kemur fram að hæl-
isleitandi skuli gefa sig fram við
stjórnvöld af sjálfsdáðum. Láti hæl-
isleitandi undir höfuð leggjast að
gera þetta, ber stjórnvöldum sam-
kvæmt leiðbeiningarreglum Flótta-
mannastofnunarinnar að kanna sér-
staklega ástæður þess. Af dómum
sem fallið hafa gegn hælisleitendum
hér á landi virðist sem sjaldan sé tek-
ið tillit til aðstæðna þeirra sem sækja
um hæli og ástæðna þess að þeir gáfu
sig ekki tafarlaust fram. Í Bretlandi
hafa hins vegar fallið dómar gegn
ríkinu fyrir að refsa hælisleitendum
sem ekki gáfu sig fram tafarlaust. Í
svokölluðum Adimi-dómi var til að
mynda vísað sérstaklega til leiðbein-
ingarreglna Flóttamannastofnunar-
innar í þessum efnum.
„Stöðvaðir á leið úr landi“
Í umsögn sinni segir lögreglustjórinn
á Suðurnesjum: „Þá skal því jafn-
framt haldið til haga að margir af
þeim sem sækja um alþjóðlega vernd
hér á landi hafa það ekki að mark-
miði að sækja um slíka vernd fyrr
en við afskipti yfirvalda og í nokkur
skipti hafa þeir dvalið í nokkra daga
í landinu en verið stöðvaðir á leið úr
landi, oftast til Kanada og óska þá
eftir alþjóðlegri vernd. Er því að mati
LSS engin vafi á því að framkvæmd-
in hér á landi hingað til standist
fyllilega ákvæði 31. gr. flóttamanna-
samningsins.“ Í mastersritgerð lög-
mannsins Hrefnu Daggar Gunnars-
dóttur kemur fram að krafan um
að gefa sig fram við stjórnvöld eigi
einungis við þegar flóttamaður er
kominn til þess lands sem hann vill
fá hæli í. Reglan eigi ekki við í við-
komulöndum, en á þetta hafi til að
mynda reynt í fyrrnefndum Adimi-
dómi.
Ekki í samræmi við alþjóðalög
Pia Prytz Phiri, framkvæmdastjóri
umdæmisskrifstofu Flóttamanna-
hjálpar Sameinuðu þjóðanna í
Norður- Evrópu, kom til Íslands í
október til að kynna sér aðstæður
hælisleitenda og fylgja eftir skýrslu
um stöðu ríkisfangslausra á Íslandi.
DV ræddi við hana um 31. grein
flóttamannasamningsins og fullyrti
hún að íslenska ríkið færi ítrekað á
svig við þetta ákvæði samningsins.
„Það er alveg skýrt að það á ekki að
refsa flóttamönnum fyrir ólöglega
innkomu til landsins. Þessi vinnu-
brögð eru ekki í samræmi við al-
þjóðalög og þau eru ekki í samræmi
við 31. grein flóttamannasamnings-
ins,“ sagði hún. Auk þess upplýsti Pia
að hún hefði tekið málið fyrir á fundi
með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur
innanríkisráðherra.
166 dæmdir fyrir skjalafals
Í svari Fangelsismálastofnunar
við fyrirspurn DV kemur fram að
95 erlendir ríkisborgarar hafi ver-
ið dæmdir fyrir framvísun falsaðra
skilríkja á árunum 2011–2013. Þá
hafa alls 166 erlendir ríkisborgar-
ar verið dæmdir frá árinu 2008.
Við skoðun þeirra dóma sem birtir
hafa verið á netinu kemur í ljós að
langflestir þeirra dæmdu komu
frá löndum utan Evrópu, svo sem
Afganistan, Alsír, Sýrlandi, Sómalíu,
Nígeríu eða Íran. Þá voru margir á
leiðinni til Kanada þegar þeir voru
stöðvaðir hér á landi, en Kanada
er algengur áfangastaður hælisleit-
enda.
„Hefja líf í nýju landi sem
dæmdir einstaklingar“
Í greinargerð sem fylgir þingsálykt-
un Vinstri grænna kemur fram að
breyta þurfi lögum til að taka af allan
vafa um að málsmeðferð hælisum-
sókna hér á landi standist flótta-
mannasamninginn. „Refsing vegna
framvísunar falsaðra skilríkja setur
flóttamenn, þ.e. þá hælisleitendur
sem hljóta vernd, í þá stöðu að hefja
líf í nýju landi sem dæmdir einstak-
lingar, sem aftur getur haft neikvæð
áhrif á umsókn þeirra um ríkis-
borgararétt,“ segir í greinargerðinni
auk þess sem hvatt er til þess að
íþyngjandi úrræðum verði einung-
is aðeins beitt ef brýn nauðsyn
krefur. Þingsályktunartillagan er
samhljóða meginmarkmiðum
frumvarps til nýrra útlendingalaga
sem lagt var fram í innanríkisráð-
herratíð Ögmundar Jónassonar en
dagaði uppi á þinginu. Var umsögn
lögreglustjórans upphaflega skilað
inn sem athugasemd við lagafrum-
varpið fyrr á þessu ári. n
Foreldrar telja sig fylgjast vel með netnotkun
Netvinskapur þróast í flestum tilvikum í eðlilegan vinskap
F
oreldrar telja sig ræða meira við
börn sín um öryggi á netinu en
svör barnanna sjálfra gefa til
kynna. Þetta leiðir könnun, sem
framkvæmd var fyrr á árinu á veg-
um verkefnisins SAFT (Samfélag, fjöl-
skylda og tækni), í ljós. Meðal annars
var spurt um hvort foreldrar ræddu við
börn sín um hvað þau geri á netinu,
hvort þau líti til þeirra eða sitji hjá
þeim. Í ljós kom að mikill munur var
á svörum foreldra og barna. Liðlega
47 prósent foreldra sögðust tala oft við
börn sín um netnotkun þeirra en að-
eins 16,2 prósent barna sögðu foreldra
sína gera það oft. Sama átti við um svör
við spurningum um hvort þau litu til
þeirra eða sætu hjá þeim.
Foreldrar drengja eru líklegri til
þess að nota búnað eða þjónustu sem
sem hindrar aðgang að ákveðnum
vefsvæðum, en í heild sögðust um 37
prósent foreldra nota slíkt. Þá fylgj-
ast 83 prósent foreldra stundum með
notendasíðum barna
sinna á samskipta-
miðlum samkvæmt
þeirra svörum. Börnin
voru spurð sambæri-
legra spurninga og
sagði þá 71 prósent
þeirra að foreldrarnir
skoðuðu síður þeirra.
Samkvæmt svörum
barnanna athuga for-
eldrar frekar hvaða síður drengir skoða
en stúlkur. Hins vegar eru þeir duglegri
við að skoða samskiptasíður stúlkna
en stráka, notendasíður þeirra og vina-
beiðnir. Þessi munur kom ekki fram í
svörum foreldra.
Foreldrar virðast duglegir við að
setja börnum sínum reglur um net-
notkun og sögðu ríflega 75 prósent
barnanna að þau mættu ekki segja
neitt særandi um aðra eða við aðra.
Þá vekur athygli að 70 prósent þeirra
sögðu að þau mættu ekki hitta ein-
hvern sem þau kynntust á netinu eða
þekktu bara þaðan. Þá sögðu 64 pró-
sent barnanna að þau mættu ekki tala
við ókunnuga á netinu. „Það er fátt
sem kemur okkur á óvart, við erum í
skólum með fræðslu og tölum við börn
og foreldra allan veturinn. Á heildina
litið má segja að það dragi saman með
þann mun á því hvað foreldrar og börn
segja. Hann hefur verið meiri,“ seg-
ir Guðberg K. Jónsson, verkefnisstjóri
SAFT. Hlutfall þeirra barna sem segja
að þau megi ekki hitta einhvern sem
þau kynnast á netinu hefur farið vax-
andi á síðustu árum, úr 37 prósent
2003 í 62 prósent. „Það eru yfir 20 pró-
sent sem fara og hitta netvin og þau
kynni eru nánast alltaf góð. Einstak-
lingar kynnast í gegnum sameiginlega
vini eða áhugamál og sá netvinskapur
þróast í langflestum tilvikum út í eðli-
legan vinskap. Vitneskja foreldra um
þennan vinskap skiptir mestu máli
og hún hefur verið að aukast í síðustu
könnunum. Nú eru börnin líklegri til
þess að taka vin með sér og hittast á ör-
uggum vettvangi. Þörf er á því að for-
eldrar setji reglur slíkt. Hættan er hins
vegar alltaf til staðar, en tölfræðin sýn-
ir að það er ekki endilega hættulegt að
eignast vin í gegnum netið. Reglur um
slíkt þurfa að vera til staðar,“ segir Guð-
berg. n rognvaldur@dv.is
Harðorð í garð
stjórnvalda Talskona
Flóttamannahjálpar
Sameinuðu þjóðanna
segir að Ísland brjóti
ítrekað á flóttafólki við
komu þess til landsins.
Mynd Sigtryggur Ari
Jóhann Páll Jóhannsson
johannp@dv.is
„Það er alveg
skýrt að það
á ekki að refsa
flóttamönnum
fyrir ólöglega inn-
komu til landsins
Pia Prytz Phiri
Mótfallin tillögu Vinstri
grænna Lögreglustjórinn á
Suðurnesjum telur óæskilegt að
gerðar verði miklar breytingar á
löggæslu er varðar komu útlendinga
til landsins. Mynd kriStinn MAgnúSSon
reglur 70 prósent
foreldra setja börnum
sínum þær reglur að
þau megi ekki hitta
þá sem þau kynnast á
netinu.
guðberg k.
Jónsson