Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2013, Blaðsíða 24
Vikublað 17.–19. desember 2013 Lífsstíll 27 n Estelle borðar mat úr gámum í Reykjavík n Vill að matur sé nýttur n Íslendingar henda mat fyrir um 3 milljarða á ári ferska ávexti og grænmeti. Þegar ég finn mikið af sælgæti, kexi eða poppi, þá fá vinir mínir og samstarfsfélagar líka að njóta. Dagurinn sem ég fann 10 kíló af lambakjöti var líka góður fyrir mig og vini mína. Við borðuðum lambakjöt þrisvar á dag í viku,“ segir hún hlæjandi. Laukur, frábært! Fyrsti viðkomustaður okkar í gáma­ ferð dagsins er bak við matvörubúð í miðbænum. Við erum á ferðinni seinni partinn á föstudegi og göng­ um rakleiðis að gámnum sem er bak við búðina þar sem fáir eru á ferli. Estelle gengur beint til verks, hoppar upp á pall við gáminn og kíkir ofan í. Hún finnur strax eitt­ hvað sem henni líst á. „Laukur, frá­ bært!“ segir hún glöð í bragði. „Ég hef einmitt frestað því í vikunni að fara sjálf og kaupa lauk.“ Hún skoðar laukinn sem er í glærum plastpoka, ekkert virðist vera að honum. „Ég veit ekki af hverju þessu hefur verið hent,“ segir hún. „Það er reyndar oft þannig. Ef varan er ekki runnin út á dagsetningu þá getur oft verið vara­ samt að taka hana,“ segir hún. „Þá fer mann að gruna að eitthvað kunni að vera að. Ég passa alltaf mjög vel upp á að aðgæta hvort það sé vond lykt af matnum og allt það. Sérstaklega ef það er kjöt eða mjólkur vara. Þá getur eitthvað hafa gerst, hún hafi átt að vera í kæli en gleymst. Þá athugar maður hana vel.“ Ekki mikið í dag Laukurinn er í fínu lagi og hún skellir honum í bakpokann sinn. Hún dýfir sér lengra ofan í og er nánast kom­ in með allan búkinn í gáminn. „Það er ekki margt hérna núna,“ segir hún en lyftir upp kassa með ávöxtum í. „Þessi sítróna virðist vera í lagi,“ segir hún og gaumgæfir hana. Hún reynist í fínu lagi og endar ofan í pokanum. Estelle rótar örlítið meira en sér að það er fátt um fína drætti þarna í dag enda ekki búið að loka búðinni. „Ég hef komið nokkrum sinnum síðustu daga og veit þess vegna hvort það sé eitthvað meira á botninum, það hef­ ur ekki verið neitt merkilegt undan­ farið og lítið bæst við,“ segir hún og hoppar niður af pallinum fyrir fram­ an gáminn. Hún setur töskuna á bak­ ið og við höldum af stað í næsta gám. Mörgum finnst þetta skrýtið Estelle er ekki illa stödd fjár­ hagslega og segir marga misskilja tilgang hennar með því að sækja mat í ruslagáma. „Ég geri þetta ekki af því ég á ekki pening heldur af hug­ sjón. Það er alltof mikið fram­ leitt af mat í heiminum og alltof miklu hent. Með því að gera þetta þá er ég að kaupa af búðunum og því ekki að þrýsta á að það sé meira keypt inn í búðirnar. Það er alltaf allt stútfullt í búðunum, það þarf að vera nóg til af öllu. Svo rennur maturinn út og þá má ekki selja hann. Oft eru þetta vörur sem er í góðu lagi því að þó þær séu komnar á síðasta söludag þá eru þær ekki ónýtar. Ég hef fundið ótrúlegt magn af góðum mat í gámunum.“ Hún segir fólk oft verða hissa á því að hún stundi þetta. Margir spyrji hana og séu forvitnir að vita af hverju hún geri þetta. „Mörgum finnst þetta rosalega skrýtið og ég verð vör við það. Ég held að það sé vegna þess að fólk hefur ekki kynnt sér þetta. Þess vegna er ég reiðubúin til að tala um þetta því að þegar ég útskýri fyrir fólki af hverju ég geri þetta þá skil­ ur það mig. Flestir halda að fólk geri þetta bara af því að það eigi ekki pen­ ing en þannig er það ekki. Ég hef lent í því að fólk hefur rétt mér pening og sagt: „Ég veit það er erfitt hérna á Ís­ landi, hérna er smáræði“,“ segir hún hlæjandi. „Ég var svo hissa þegar ég lenti í þessu að ég vissi ekkert hvern­ ig ég ætti að bregðast við. Þá áttaði ég mig líka á því hvað fólk veit al­ mennt lítið um þetta og spáir lítið í það hversu miklu er verið að henda.“ Lögfræðingur í gámana Hún segir nokkuð stóran hóp stunda þetta á Íslandi. Það fer þó leynt því sumir skammast sín fyrir að opinbera þessa iðju sína en aðallega er það þó vegna þess að þegar fjallað hefur ver­ ið um þetta þá hafa matvöruverslan­ irnar tekið upp á því að læsa gámum fyrir utan búðir sínar. Estelle seg­ ir það óþarfi. „Við göngum vel um og það passa allir upp á að skilja við gámana eins og þeir koma að þeim.“ Núna erum við komnar að næsta gámi sem var skammt frá þeim síðasta. Það eru líka fáir á ferli hér þó að stöku bíl sé ekið fram hjá. En hvað segja starfsmenn búð­ anna þegar þeir sjá hana dýfa sér í gáminn? Hefur einhvern tímann ein­ hver komið að henni? „Það stóð einn hérna fyrir utan um daginn að reykja og hann hló bara,“ segir hún. „Ég hef ekki lent í neinu veseni en hef heyrt af fólki sem hefur lent í því að vera rekið í burtu. Þá er bara best að fara og vera ekki með neitt vesen. Ég hef kynnt mér lagalegu hliðina á þessu vegna þess að lögfræðingur sem ég þekki stundar þetta líka. Í rauninni er það þannig að þegar búið er að setja matinn í gáminn þá er hann ekki lengur eign búðanna heldur gámafélagsins. Þannig að þær eiga í raun ekkert meiri rétt á ruslinu en annað fólk.“ Heilum kassa hent því ein brotnaði Við erum komnar að gámnum og hún gægist í hann – sér þar eitthvað sem henni líst á og gerir sig tilbúna til þess að dýfa sér inn. Leggur frá sér töskuna og klifrar upp í. Lyktin úr gáminum er stæk en hún lætur það ekki á sig á. Hún birtist fljótlega í gámaopinu með kassa af ávaxtaþeytingi í flösku. „Dá­ lítið skítugt,“ segir hún og lætur kass­ ann á jörðina fyrir framan gáminn. Hún skoðar kassann vel og sér að það hefur ein flaska brotnað og því eru hinar útataðar í bláberjaþeytingi. Hún kippir sér lítið upp við það. „Í svona aðstæðum kemur sér vel að hafa snjó!“ segir hún og byrj­ ar að tína flöskurnar upp úr kass­ anum og skola þær í snjónum. Í ljós kemur að aðeins ein flaska af tólf í kassanum var brotin. Hinar eru í góðu lagi og renna ekki út fyrr en á næsta ári. „Þessu hefur verið hent af því þeir hafa ekki nennt að þrífa hinar flöskurnar. Það er í góðu lagi með þetta. Það er oft sem maður finnur eitthvað svona,“ segir hún. Lítið annað er að finna í gáminum. „Ég hef líka komið hingað síðustu daga og það er ekkert merkilegt þarna neðst.“ Estelle raðar flöskunum í töskuna og hefst handa við ganga frá. Hún ætlar aftur í kvöld og vonast þá til að finna eitthvað sem nýtist henni. Hún seg­ ist samt líka vera glöð ef hún finnur ekkert því þá sé ekki verið að henda mat sem er í lagi. Kemur okkur öllum við Við röltum heim á leið, Estelle með matvælin sem hún fann á bakinu. Hún fann ekki mikið í þetta skiptið enda rétt að sýna hvernig hún fer að og hversu auðvelt það er að ná sér í mat úr ruslagámunum. En hvað ef það fjölgaði mikið meðal ruslara. Yrði þá nóg fyrir alla? „Já, það væri bara frábært. Því minna sem er hent, því betra. Fólk þarf að fara að gera sér grein fyrir því hversu miklu er hent. Þetta þarf að breytast. Af hverju eru matvæli sem eru komin yfir síðasta söludag ekki gefin þeim sem hafa ekki efni á mat? Með því að tala opin­ skátt um þetta vil ég reyna að opna umræðuna um það hversu miklum mat er hent og að fólk fari að hugsa út í þetta. Ekki endilega til þess að fleiri fara að kafa í ruslagáma og ná sér í mat heldur bara að íhuga þetta, bæði þeir sem framleiða matinn, þeir sem reka búðirnar og almenningur. Þetta kemur okkur öllum við.“ n „Ég heill- aðist af hugsuninni að baki þessu og fór að prófa Sófi úr pappa Estelle hefur sérstakan áhuga á að endurnýta hluti. Hér sést hún í sófa sem hún gerði úr pappakössum. Hvernig á að bera sig að? Ráð frá Estelle n Vertu í gömlum fötum og skóm sem mega verða skítug, gott er að hafa ljós á höfðinu og nauðsynlegt að vera með bakpoka. n Stundum þarf að dýfa sér ofan í gáminn en oft nægir að teygja sig inn eftir matnum. Nóg af káli Hér sést Estelle inni í gám fullum af grænmeti. Hún segist mjög oft finna gott græn-meti og ávexti í gámunum. Að “rusla“ n Dumster Diving eða að rusla hefur notið vaxandi vinsælda víða um heim. Þeir sem stunda þetta gera það margir af hugsjón þar sem gríðarlegu magni er hent í heiminum. Í heimildamyndinni Dive sem fjallar um þetta málefni eru þrjár reglur ruslara sagðar vera: 1. Sá sem kemur fyrstur að gáminum fer fyrstur inn. 2. Maður tekur ekki meira en maður þarf. 3. Gámurinn er skilinn eftir í sama ásigkomulagi og komið var að honum. Þ.e. passað upp á að ekki sé neitt rusl í kringum gáminn. Kíkt ofan í Stundum er nóg að kíkja ofan í gáminn en oft þarf Estelle að fara inn í gám- inn og leita.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.