Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Blaðsíða 2
Helgarblað 3.–6. janúar 20142 Fréttir Fær hálfa milljón í mánaðarlaun Samkvæmt heimasíðu samtakanna eru allir starfsmenn Fjölskylduhjálpar sjálfboðaliðar É g fór á laun fyrir tveimur árum síðan, ástæðan var sú starfið var orðið mjög tíma­ frekt. Allt upp í sextán tíma á sólarhring og í raun þyrft­ um við eina manneskju á skrif­ stofu í hálfan dag. Við höfum þó ekki efni á því, höfum verið að spara mikið,“ segir framkvæmda­ stýra Fjölskylduhjálpar, Ásgerður Jóna Flosadóttir. Hún fær um hálfa milljón króna í mánaðarlaun og hefur haft slík laun síðustu tvö ár. Samkvæmt heimasíðu samtak­ anna eru allir starfsmenn í sjálf­ boðaliðavinnu og þær upplýsingar eru því ekki réttar. „Við eigum eftir að uppfæra heimasíðuna, við feng­ um hana gefins fyrir ári.“ Sjálfboðaliðastarf í lagi upp að vissu marki Ásgerður segir að ekki sé farið leynt með þá staðreynd að hún þiggi laun fyrir sína vinnu. „Það gekk í átta ár að ég væri án launa, en þróunin varð á þann veg að það var ekki hægt lengur vegna álags. Sjálfboðaliðastarf er allt í lagi upp að vissu marki. Í uppgjöri sem við dreifum til styrktaraðila, bæði einkaaðila og opinberra, kemur launakostnaður fram.“ Þessar upplýsingar er þó erfitt að finna á netinu og því geta þeir sem vilja styrkja samtökin í fyrsta sinn átt erfitt með að sjá annað en að allir peningastyrkir fari beint til þeirra sem sækja um aðstoð hjá samtök­ unum. Eins og fyrr segir kemur ekki annað fram á heimasíðu sam­ takanna en að þar séu einungis sjálfboðaliðar að störfum. Þá vekur það athygli að tvær vefsíður merkt­ ar samtökunum eru til, hvor með sinni endingunni. Hægt að skoða bókhald á skrifstofunni Samkvæmt upplýsingum frá Fjöl­ skylduhjálp er erfitt að loka gömlu síðunni. Þar eru nokkur gildi sam­ takanna efst á forsíðunni og eitt þeirra er „Gegnsæi.“ Það er út­ skýrt á þennan hátt: „Speglar það að bókhaldið er opið hverjum sem er og geta sýnt fram á að þínu fé er ráðstafað rétt.“ Á nýju síðunni eru þessi gildi hvergi að finna og ekki heldur upplýsingar um stjórn sam­ takanna. Þá er ársreikningur ekki gefinn út á rafrænu formi, þar sem engan skanna er að finna á skrif­ stofu samtakanna. Í gegnum tíð­ ina hefur þeim verið dreift til við­ takenda í pósti og ekki stendur sérstaklega til að gera breytingar þar á. „Það reyndist enginn áhugi á þessum reikningum sem við gáf­ um út og því ákváðum við að senda þá bara til opinberra stofnana og til stærstu styrktaraðila. Með því móti spöruðum við prentkostnað,“ segir Ásgerður Jóna. „Hver sem vill getur komið hingað til okkar og skoðað möppurnar okkar, þannig hefur það verið síðustu tíu ár. Það er þó ekki hægt að taka bókhaldið með sér út, eðlilega ekki.“ Hagnaður á síðasta ári Ásgerður lét blaðamanni árs­ reikning síðasta árs í té, en upp­ gjörstímabil er frá 1. júní til 31. maí. Samkvæmt rekstrarreikningi voru tekjur af styrkjum frá einstak­ lingum, fyrirtækjum og stofnun­ um rúmlega 63 milljónir, en árið áður voru þær rúmlega 32 milljón­ ir. Styrkir frá ríkissjóði og sveitar­ félögum lækkaði úr 5,3 milljónum í 2 milljónir. Fyrir þennan pening voru vörur keyptar fyrir tæpar 39 milljónir og hækkaði um tæplega þrjár milljónir, launagjöld voru 7,3 milljónir og hækkuðu um rúmlega 700 þúsund. Annar rekstrarkostn­ aður ríflega tvöfaldaðist, úr 6,6 milljónum í 13,9. Muninn má að mestu útskýra vegna leigu á nýju húsnæði Fjölskylduhjálpar í Iðu­ felli í Breiðholti, en þangað flutt­ ist starfsemi samtakanna á höfuð­ borgarsvæðinu fyrr á árinu. Þá jókst kostnaður við reikningslega aðstoð um rúmlega eina milljón króna á milli ára og var 2,2 millj­ ónir á síðasta ári. Hagnaður varð af rekstri samtakanna um tæplega þrjár og hálfa milljón króna, sam­ anborið við tap upp á 12,6 millj­ ónir árið áður. Á síðasta ári var óráðstafað eigið fé þeirra rúmar 17 milljónir króna. n Leigja húsnæði Rekstrarkostnaður hækkaði mikið á milli ára samkvæmt síð- asta ársreikningi Fjölskylduhjálpar. Kemur það til vegna þess að starfsemin var flutt í leiguhúsnæði fyrr á árinu. mynd Sigtryggur ari „Það gekk í átta ár að ég væri án launa, en þróunin varð á þann veg að það var ekki hægt lengur vegna álags. rögnvaldur már Helgason rognvaldur@dv.is Mengun var innan marka Styrkur svifryks fyrstu klukku­ stundina árið 2014 var 245 míkrógrömm á rúmmetra í mælistöðinni við Grensásveg í Reykjavík. Meðaltalsstyrk­ urinn á nýársdag var hins vegar 18 míkrógrömm á rúmmetra. Heilsuverndarmörk­ in á sólarhring eru þar með 50 míkrógrömm á rúmmetra, sem er undir heilsuverndarmörkum. Eðli málsins samkvæmt er tals­ vert meira af svifryki í lofti rétt eftir miðnætti á nýársdag, enda höfuðborgarbúar iðnir við að skjóta upp flugeldum. Þá má geta þess að fyrstu klukkustundina árið 2013 var styrkurinn 475 en árið 2012 var hann 1.014. Ástæða fyrir lágu svifryksgildi þessi ára­ mót er falin í veðurskilyrðum sem voru afar góð í ár. Hér verður þrettándagleði Kýr tala mannamál og kynjaverur mæta á brennur Á þrettándanum má sjá hinar ýmsu kynjaverur skemmta sér við brennur sveitarfé­ laga, en víða um landið notar fólk tækifærið og gerir sér glaðan dag á síðasta degi jóla. Samkvæmt þjóðtrúnni tala kýr mannamál á þrettándanum, og því eflaust einhverjir sem hafa varann á sér í fjósum landsins. Í Hafnarfirði verður þrettánda­ gleði á Ásvöllum á mánudagskvöld, en dagskráin þar hefst klukkan hálf sjö um kvöldið. Þar verður álfa­ brenna, söngur, glens og gaman og Grýla og Leppalúði mæta á svæð­ ið og lýkur hátíðahöldunum með flugeldasýningu klukkan hálf átta. Í Grindavík verður mikil dagskrá, að vanda munu börn ganga í hús og sníkja nammi og þá verður skemmti­ dagskrá í íþróttahúsinu og flugelda­ sýning á vegum Björgunarsveitar­ innar Þorbjarnar. Þar sem þrettándann ber upp á mánudegi þetta árið nota sum sveitarfélög tækifærið og flytja há­ tíðahöldin yfir á helgina, sums staðar er jafnvel haldið upp á þrettándann tvisvar. Til dæmis verður þrettándagleði ungmenna­ félagsins Baldurs í Flóahreppi haldin á laugardaginn, 4. janúar, en þrettándagleði ungmennafé­ lagsins Vöku verður mánudags­ kvöldið 6. janúar. Þrettánda­ gleði í Vestmannaeyjum fer fram yfir helgina en á Akureyri verður þrettándagleði Þórs haldin á plan­ inu við Hamar sunnudaginn 5. janúar. n astasigrun@dv.is Brenna Við brennurnar birtast oft hinar ýmsu kynjaverur. mynd davíð Þór Vinsæll seðill Notkun á tíu þúsund króna seðli, sem settur var í umferð á haust­ mánuðum, er talsvert mikil. Nú eru um 550 þúsund tíu þúsund króna seðlar í umferð utan Seðla­ banka Íslands eða um 5,5 millj­ arðar króna. Samkvæmt upp­ lýsingum frá Seðlabankanum er hlutdeild seðilsins um 12,5 pró­ sent af andvirði seðla í umferð í lok árs, en alls eru um 44,2 millj­ arðar króna í seðlum í umferð. Seðlabankinn segir að til­ gangur með útgáfu tíu þúsund króna seðilsins hafi verið að gera greiðslumiðlun á Íslandi liprari og hagkvæmari, meðal annars með því að fækka seðlum í um­ ferð. Telja forsvarsmenn bankans að það hafi tekist, þar sem fimm þúsund króna seðlum í umferð hefur fækkað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.