Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Blaðsíða 34
Helgarblað 3.–6. janúar 201426 Fólk Viðtal það hafði sum sé svona mikil áhrif á mig að ég veiktist og þurfti að leggjast inn í nokkra daga.“ Veikindi tengd náttúruhamförum Sigursteinn tengir veikindi sín við umbrot og hamfarir ýmiss konar. „Mín veikindi hafa mikið tengst hug­ myndum um náttúru og almættið. Það er svo merkilegt að ég hef alltaf veikst þegar það eru eldgos. Í fyrsta skipti sem ég veiktist árið 1996 var gos í Grímsvötnum og vatnið braust fram undir jöklinum frá Grímsvötnum að jaðri Skeiðárársjökuls. Ég hef lagst í fjögur skipti á geðdeild vegna veik­ indanna og þótt þetta séu fá skipti þá finnst mér nóg um. Ég hélt ég myndi aldrei veikjast aftur eftir þriðja skipt­ ið. Þegar ég er lagður inn í fjórða skiptið komu veikindin mér á óvart. Það sem spilaði líka inn í var að ég tók þá ákvörðun að taka ekki lítarex sem er liþíumafbrigði. Eitthvað við þessi náttúrulegu málmsölt sem eru í þessu virðast gera mér gott og ég hefði ekki átt að sleppa þeim.“ Mikilvægt að hafa tilgang Sigursteinn segist heppinn. Hann hefur ávallt haft að einhverju að hverfa eftir að hafa jafnað sig á veik­ indum sínum. Honum finnst mikil­ vægt að fólk hafi nóg fyrir stafni, reyni á sig sem fyrst eftir veikindi og finni sér tilgang. „Það sem varð mér bjargar í öll þau skipti sem ég veiktist er að ég hafði að einhverju að hverfa beint. Þetta skiptir mjög miklu máli. Að maður sé aldrei að daðra við þunglyndið. Að maður sé aldrei að taka einhverja mánuði í að jafna sig. Ég held að það sé mjög mikill misskilningur. Maður þarf að reyna á sjálfan sig eins fljótt og maður getur. Hafa nóg fyrir stafni og hafa tilgang. Ekki bara detta í eitthvað fönd­ ur sem hólfar mann niður sem ör­ yrkja. Ég hef litla trú á því. Það verða að vera raunhæf verkefni þannig að maður finni að maður sé að gera gagn, hafi tilgang og mað­ ur verður að hafa áhuga á verkefn­ inu.“ Hann nefnir sem dæmi að eft­ ir fyrstu veikindin hafi hann strax farið í að ljúka við gerð heimilda­ mynda um Guðmundar­ og Geir­ finnsmálið. „Ég var heppinn, ég fann mig knúinn til að ljúka verk­ efninu þrátt fyrir að hafa orðið fyrir svona miklu áfalli. Það gerði ég og heimildamyndirnar voru sýndar um vorið á RÚV.“ Sá njósnara á hverju götuhorni Í annað skipti sem Sigursteinn veik­ ist, 1998, er hann nauðungar vistaður eins og í fyrsta skiptið. Þá í Danmörku og því hefur hann samanburðinn. Á Íslandi þurfti móðir hans að nauð­ ungarvista hann og það reyndist þeim báðum óþarflega sárt en í Dan­ mörku var ákvörðunin tekin af lækn­ um eftir vandlega skoðun. „Ég fór beint í annað verkefni eft­ ir Guðmundar­ og Geirfinnsmálið sem var að gera heimildamynd um flóttafólkið í Júgóslavíu á stríðstím­ um þar í landi. Við vorum í Belgrad að ræða við serbneskt flóttafólk á leiðinni til Íslands þegar það brut­ ust út átök í Kosovo. Þangað fórum við og vorum meðal fyrstu fjölmiðla­ manna sem koma þangað fyrir utan Reuters. Við komum í algjörlega bar­ barískt ástand. Þarna veiktist ég aftur og í annað sinn. Þetta var árið 1998 og ég var nauðungarvistaður í Kaupmanna­ höfn á leiðinni til baka og fékk þar með ákveðinn samanburð á geð­ heilbrigðiskerfi beggja landa. Þá var það ekki móðir mín sem þurfti að fara fram á nauðungarvistun. Það er glæpur kerfisins gagnvart aðstand­ endum og sjúklingum að hafa þetta svona hér á landi. Í Danmörku voru það þrír læknar sem komust að þessu samdóma áliti að ég þyrfti á þessum vikum að halda á geðdeildinni. Ég síðan kærði þá ákvörðun til héraðs­ dóms í Danmörku en ákvað að draga kæruna til baka degi áður en ég átti að hitta dómarann. Þetta fyrirkomu­ lag er miklu eðlilegra. Samskiptin við móður mína eru eðlileg. Hún ber ekki ábyrgð á því að ég er lagður inn. Þetta er mjög stórt mál og þarf að laga hér. Nauðungarvistanir sem ættingj­ ar standa að hamla bataferli fjölda fólks og veldur ótrúlegum þjáning­ um og erfiðum samskiptum við fjöl­ skyldu. Það var lögregla sem kom og sótti mig. Ég fór bara með þeim í rólegheit­ um. Ég var búinn að vera mjög æstur í framhaldi af Kosovo­ferðinni, sá njósnara í hverju horni þarna í Kaup­ mannahöfn. Það var ekkert annað að gera þar en að leggjast inn þó svo að ég hafi verið ósammála innlögninni í fyrstu. Þetta fyrir komulag er viðhaft alls staðar á Norðurlöndunum, nema á Íslandi. Ég held að við getum bara borið okkur saman við Bandaríkin sem ég held að við viljum ekki gera þegar geðheilbrigðismál eru annars vegar.“ Beltaður og ólaður í Danmörku Reynsla Sigursteins af dönsku geð­ heilbrigðiskerfi var ekki algóð. Þar eru enn notuð belti og ólar á fólk. „Meðferðin inni á deildinni var ekki viðunandi. Danir nota belti og ólar á fólk á meðan ákvörðun var tekin 1932 að henda öllum beltum og ólum hér á Íslandi og tel ég að hún hafi verið til heilla. Það var Tómas Helgason geðlæknir sem á heiðurinn af þessu. Hann var alvöru hugsjónamaður síns tíma í geðheilbrigðismálum. Hann einfaldlega sendi ólar niður á Alþingi og spurði þingmenn hvort þeir væru til í að fara í þetta. Ef ekki, þá þyrfti að banna þetta.“ Sigursteinn leggur áherslu á að enn sé að finna hugsjónafólk á borð við Tómas í íslenskri geðheilbrigðis­ þjónustu en þrátt fyrir það sé erfitt að fá áherslum breytt. Kerfið sé of þungt og stofnanamiðað. „Það þarf að breyta geðheilbrigðis­ þjónustu úr hefðbundnum stofnana­ áherslum yfir í einstaklingsmiðaða samfélagsþjónustu. Sem er ótrúlegt að ekki sé búið að gera því bæði rann­ sóknir og almenn dómgreind segja okkur hvað þörfin er brýn. Þegar það þarf raunverulega að nauðungarvista fólk þá er svo mikilvægt hvernig að því er staðið.“ Vill róttækar og árangursmiðaðar breytingar Sigursteinn vill gera miklar breytingar á geðheilbrigðiskerfinu og sér fyrir sér heilsugæslu sem ein­ blínir jafnt á andlega sem líkamlega heilsu. „Bretar og Skotar hafa verið að byggja heilsugæsluna upp á þenn­ an máta. Þar er að finna nokkurs kon­ ar geðheilsustöðvar. Þær ættu að hafa innanborðs teymi fólks sem að sjá um það í viðkomandi hverfi að hitta fólk í þeirra umhverfi, fara með það til sinnu daglegu aðgerða og reka litl­ ar hvíldardeildir. Það geta verið falleg einbýlishús, þar sem fólk jafnar sig á því áfalli að hafa tapað áttum. Það jafnar sig síður í því umhverfi sem er boðið upp á í dag. Geðdeildirnar eru barn síns tíma, það er kominn tími til að við gerum þetta upp og við horf­ umst í augu við það að árangurinn af þeim er ekki nógu góður, það hafa verið yfir 90% og allt að 97% endur­ innlagnir á Klepp. Nafnið, fyrir bærið, stofnunin sem slík stendur fyrir gam­ aldags vinnubrögð, gamaldags hugs­ un. Við þurfum að breyta þessu. Það eru tveir milljarðar í geðheilbrigðis­ geiranum. Notum þá betur, ég hefði viljað sjá Pál Matthíasson stíga fastar niður þegar hann var í forsvari. Það eru allir í því að viðhalda kerf­ inu, það vantar svo margt til þess að breyta vel. Það vantar sýn, það vant­ ar þrýsting. Ég held að það sé hægt að færa rök fyrir því að ef maður er geðheilbrigðisstarfsmaður þá telur maður að starfið sitt sé betra og þægi­ legra innan ramma tiltekinnar stofn­ unar þar sem þú hefur betri stjórn á hlutunum. Allt er betur rammað inn í svona stofnanakassa en ef menn vilja hugsa um árangur og vellíðan sjúklinga, forvarnir og bata þá verð­ ur að brjóta kassana upp. Það er svo sorglegt að nú – árið 2014 – séum við litlu nær.“ Ekki viljað vera án geðhvarfa Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort veikindin hafi breytt honum og hvort hann myndi sleppa þeim hefði hann val um. Góð og gild spurning þar sem geðsjúkdómar gefa innsæi og þroska jafnt og þeir geta leitt til eyðileggingar. „Ef ég ætti val um það hvort ég hefði veikst eða ekki veikst þá myndi ég auðvitað velja það að hafa sleppt því. Þá ekki síst móður minnar vegna. Mér finnst eiginlega verst við þessi veikindi hvað ég hef lagt á hana. Það er þyngra en tárum taki. Ég tala ekki um að þurfa að nauðungavista son sinn. Þetta er svo ljótt, það er svo ljótt þjóðfélag sem lætur fólknauð­ ungarvista einstaklinga. Í stað þess að gera þetta eins og við vitum að virkar annars staðar. Ég sjálfur hefði hins vegar ekki viljað vera án geðhvarfanna. Án þess að þurfa að fara í gegnum þá sjálfsskoðun sem ég þurfti að gera, þroska. Ef ég hefði ekki fengið geð­ hvörfin þá hefði ég ekki tekið þá stefnu sem ég tók, að taka ábyrgð og hafa áhrif. Ég hefði ekki farið í formennsku fyrir Geðhjálp og ekki barist fyrir viðhorfsbreytingu í sam­ félaginu. Ég hefði aldrei farið í Ör­ yrkjabandalagið og unnið að málefn­ um fatlaðra og sjúkra. Ég hefði aldrei farið í þessi verk efni. Ég hef feng­ ið innsæi og reynslu sem er ómet­ anleg. Ég myndi hins vegar aldrei ræða sjúkdóminn á þessum nótum nema af því ég hef tök á sjúkdómn­ um og hann ekki á mér. Ég lít á hvern dag sem verkefni. Þannig að ég þarf að bregðast við ef eitthvað neikvætt kemur upp yfir daginn. Eitthvað sem mér hættir til að taka alvarlega. Þá þarf ég að grandskoða það, hugsa í sjálfsvörn og velja bestu viðbrögð­ in. Undanfarin ár hef ég þróað að­ ferð sem ég kalla Andlega sjálfsvörn sem grundvallast á því að tengja saman líkam lega og andlega heilsu og horfa á þetta heildstætt. Líkamleg sjálfsvarnartækni getur hjálpað til að öðlast þennan skilning því lögmálin eru hin sömu. Þegar einhver ýtir mér eða heldur mér niðri skiptir öllu máli að telja upp á þremur, hugsa hvaða möguleika maður hefur og bregðast rétt við en ekki að láta reiði, fyrstu hugsun ráða. Brasilískt Jiu Jitsu hefur verið mér gagnlegt í þessu en ýms­ ar aðrar sjálfsvarnaríþróttir eru líka gagnlegar. Það er aldrei aðeins einn möguleiki í hverri aðstöðu. Það er ekki hægt að leggja of mikla áherslu á ábyrgðina sem fylgir því að veikjast. Ef maður tekur lífs­ stílinn ekki föstum tökum, matar­ æðið, hreyfinguna, svefninn, sam­ skiptin þá skiptir engu máli í hversu marga sálfræðitíma maður fer. Hvaða lyf maður tekur og hvaða geðlækna maður hittir. Þetta er allt saman aukaatriði. Þetta verður að vera í lagi. Þetta breytir lífinu.“ n „Ég sá eldgosið sem risastórt viðvörunar- merki til mannkyns Fékk ekki að skrifa fréttir eða svara í síma Sigursteinn segist hafa verið brotinn niður í vinnu sinni á Stöð 2. Honum var gert að vinna uppsagnarfrest án þess að skrifa fréttir eða svara síma. Þetta hefur hann fyrirgefið. „Ég vappaði um fréttastofuna án þess að gera nokkuð á 11 tíma vöktum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.