Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Blaðsíða 8
Helgarblað 3.–6. janúar 20148 Fréttir Ríkið greiddi kostnað fyrir maka ráðherra Ferðakostnaður ráðherranna níu nemur fjörtíu og þremur milljónum króna frá kosningunum síðastliðið vor R áðherrar í ríkisstjórn Fram­ sóknar og Sjálfstæðisflokks hafa ferðast fyrir meira en fjörtíu milljónir króna frá kosningum. Þetta kemur fram í gögnum sem ráðuneytin tóku saman að beiðni DV. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur farið í flestar ferðir, eða tíu talsins, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í níu. Dýrasta ferðin sem farin hefur verið frá kosningum var ferð Gunnars Braga og fjögurra fylgdarmanna til New York á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna en ráðuneytið pungaði út 3,75 milljónum fyrir hana. Milljón á ferð Að jafnaði kostaði hver ferð ráð­ herranna um milljón krónur. Alls voru farnar fjörtíu og fimm ferð­ ir, samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir, og var heildarkostnað­ ur þeirra 43 milljónir króna. Gögnin ná mislangt aftur í tímann en ráðu­ neytin svöruðu hvert í sínu lagi og á mismunandi tímum. Gögnin ná þó yfir allar ferðir sem ráðherrarn­ ir fóru á kostnað ráðuneytanna á tímabilinu frá því að ný stjórn tók við völdum í maí til loka nóvember­ mánaðar í fyrra. Konan í boði ráðuneytisins Í gögnunum kemur fram að einu sinni hafi verið greitt fyrir maka ráð­ herra. Það var þegar Bjarni Bene­ diktsson, fjármála­ og efnahags­ ráðherra, fór til Washington D.C. í Bandaríkjunum vegna ársfundar Al­ þjóðagjaldeyrissjóðsins. Eiginkona Bjarna, Þóra Margrét Baldvinsdóttir, fór með í ferðina sem stóð í þrjá daga. Heildarkostnaður ráðuneytis­ ins vegna ferðarinnar var 1,25 millj­ ónir króna. Aðeins eitt annað dæmi er í gögnunum um að maki hafi verið með í för þegar ráðherra ferðað­ ist til útlanda en í það skipti borg­ aði ríkið ekki undir viðkomandi. Það var þegar Illugi Gunnars­ son, mennta­ og menningarmála­ ráðherra, fór með eiginkonu sinni, Brynhildi Einarsdóttur, til Feneyja á Ítalíu til að vera viðstödd Feneyjat­ víæringinn. Í þeirri ferð fóru þau tvö saman án fylgdarmanna og kostaði ferðin 230 þúsund krónur samtals. Kíktu á leik í Zagreb Ein af fjórum ferðum Illuga til útlanda frá kosningum var til Zagreb í Króatíu. Þá fór hann ásamt aðstoðarmanni sínum, Magnúsi Ragnarssyni, til að fylgjast með leik Íslands og Króatíu í undankeppni heimsmeistaramóts í knattspyrnu karla. Leikurinn endaði með tapi Íslendinga en þar með var HM draumurinn úti. Ferðin kostaði 273 þúsund krónur en enginn gisti­ kostnaður var greiddur af ríkinu í ferðinni samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu. Það er ekki einsdæmi að ráðherr­ ar sæki landsleiki Íslands en ekki er vitað til þess að ráðherrann hafi sótt aðra leiki í undankeppninni erlend­ is. Hann á þó fast sæti í heiðurs­ stúkunni á Laugardalsvelli og getur fylgst með öllum heimaleikjum ís­ lenska knattspyrnulandsliðsins. Gögnin sem tekin voru saman voru tekin saman í hverju ráðuneyti fyrir sig. Öll ráðuneytin fengu sams konar upplýsingabeiðni og höfðu öll nema eitt svarað fyrirspurninni um jólaleyti. Innanríkisráðuneytið svaraði á nýju ári. n Gunnar Bragi Sveinsson Utanríkisráðherra Hefur farið í tíu ferðir frá því að hann tók við völdum. Samtals hefur ferðakostn- aður hans og fylgdarmanna numið 14,59 milljónum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Forsætisráðherra Hefur farið í níu ferðir frá því að hann tók við völdum. Samtals hefur ferðakostn- aður hans og fylgdarmanna numið 9,35 milljónum. Ragnheiður E. Árnadóttir Iðnaðarráðherra Hefur farið í fimm ferðir frá því að hún tók við völdum. Samtals hefur ferðakostnað- ur hennar og fylgdarmanna numið 3,79 milljónum. Sigurður Ingi Jóhannsson Sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, umhverfisráðherra Hefur farið í fjórar ferðir frá því að hann tók við völdum. Samtals hefur ferðakostnaður hans og fylgdarmanna numið 3,22 milljónum. Bjarni Benediktsson Fjármála- og efnahagsráðherra Hefur farið í fjórar ferðir frá því að hann tók við völdum. Samtals hefur ferðakostn- aður hans og fylgdarmanna numið 2,89 milljónum. Illugi Gunnarsson Mennta- og menningarmálaráðherra Hefur farið í fjórar ferðir frá því að hann tók við völdum. Samtals hefur ferðakostn- aður hans og fylgdarmanna numið 2,69 milljónum. Eygló Harðardóttir Félags- og húsnæðismálaráðherra Hefur farið í þrjár ferðir frá því að hún tók við völdum. Samtals hefur ferðakostn- aður hennar og fylgdarmanna numið 2,21 milljón. Kristján Þór Júlíusson Heilbrigðisráðherra Hefur farið í eina ferð frá því að hann tók við völdum. Samtals hefur ferðakostn- aður hans og fylgdarmanna numið 565 þúsundum. Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is Hanna Birna Kristjánsd. Innanríkisráðherra Hefur farið í fimm ferðir frá því hún tók við völdum. Samtals hefur ferðakostnaður hennar og fylgdarmanna numið 3,99 milljónum króna. Á ferð og flugi Ráð- herrar ríkisstjórnarinn- ar hafa farið í fjörtíu ferðir frá kosningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.