Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Blaðsíða 25
Heilsa 3. janúar 2014 S aga Garðarsdóttir hefur stundað íþróttir frá unga aldri og segist eiga fjöl- breyttan íþróttaferil að baki. Hún þjálfar nú lík- amsræktarhópinn Saga Class, en hann samanstendur af nokkrum vinkonum úr Hlíðunum sem hittast á Klambratúni tvisvar í viku og stunda fjölbreyttar æfingar undir harðri stjórn Sögu. Töff stuðkonur Saga Class-hópurinn var myndaður af Tinnu Lind Gunnarsdóttur, leikkonu og vinkonu Sögu. „Tinna Lind hafði fengið þá hugmynd að hana langaði til að hreyfa sig meira en vildi ekki kaupa sér kort í lík- amsræktarstöð. Og þar sem hana langaði til að stunda líkamsrækt utan dyra brá hún á það ráð að hóa saman vinkonunum í hverfinu og fá einhvern til að koma og þjálfa þær. Og af því að hún vissi að ég hef verið mikið í leik- fimi og ýmsum íþróttum þá hringdi hún í mig og spurði hvort ég hefði áhuga á þessu,“ segir Saga og bætir við að hún hafi ekki hugsað sig tvisvar um. „Mér fannst þetta hljóma mjög fyndið og skemmtilegt svo ég sam- þykkti þetta. Síðan hefur hópurinn stækkað og er orðinn þetta líka ógeðs- lega skemmtilegt sam- ansafn af töff stuðkonum úr Hlíðunum og öðrum bæjarhlutum. Þetta er nefnilega svo skemmti- legt að konur víðs vegar að hafa verið að bætast í hópinn.“ Brandarakunnátta nauðsynleg „Það hjálpar mjög mik- ið að þekkja einhvern í hópnum af því að ég er nú ekki að gera þetta fyrir neinar stórkostlegar fjárhæðir,“ segir Saga, spurð hvort hópurinn sé opinn öll- um áhugasömum. „Þetta er því smá klíka en það sem hjálpar þér til að komast inn er annaðhvort að þekkja einhvern í hópnum eða að kunna alveg ógeðslega marga skemmtilega brandara.“ Líkt og fyrr segir stundar Saga Class-hópurinn æfingar sínar á Klambratúni, en um er að ræða blöndu af hinum ýmsu leikfimi- æfingum. „Þetta er einhvers konar blanda af Boot Camp, Víkingaþreki og æf- ingum sem ég hef lært í fótbolta og íþróttalýðháskólanum sem ég var í. Svo gerum við líka æfingar úr hallærislegri, gamaldags leikfimi þannig að þetta er svona sitt lítið af hverju. Ég vel það besta úr öllu.“ Fólk mætir á eigin ábyrgð Saga hefur stundað íþróttir af miklum móð frá því að hún var ung stelpa. „Ég hef verið í fótbolta, hand- bolta, íþróttalýðháskóla og á skíð- um í Noregi. Ég á mjög fjölbreytt- an og skrýtinn íþróttaferil að baki,“ segir hún en tekur þó fram að hún sé ekki menntaður íþróttakennari og taki því ekki ábyrgð á meiðslum nemenda sinna. „Ég hef ekkert próf upp á það að enginn muni slasast þannig að ég biðla til lesenda að kæra mig ekki. En ég kalla mig heldur ekki leikfimiþjálfara, heldur myndi ég frekar segja að ég væri leikfimileik- ari,“ segir hún og bætir við að fólk mæti á eigin ábyrgð í tímana. „Fólk hefur líka verið að gubba algjörlega á eigin ábyrgð í tímun- um og svo var ein kona sem fór til læknis um daginn, eftir æfingu. Við höfðum tekið svo mikið af magaæfingum og hún fékk eitt- hvað í magann en var svo rosa- lega montin þegar læknirinn sagði að hún væri komin með íþrótta- meiðsl. Hann sagði að þetta væru „hardcore“ íþróttameiðsl sem að fullt af mjög þekktum íþróttaköpp- um væru með. Þannig að við erum allavega að hamast.“ n horn@dv.is Velur bestu æfingarnar Saga stýrir leikfimi á Klambratúni m y n d k r iS Ti n n m a g n ú SS o n U m s j ó n : V i k t o r í a H e r m a n n s d ó t t i r / v i k t o r i a @ d v . i s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.