Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2014, Blaðsíða 52
50 Menning Sjónvarp T ökum á myndinni Borgríki II, Blóð hraustra manna, miðar vel en stefnt er að því að myndin verði frum- sýnd í haust. Myndin er sjálfstætt framhald myndarinnar Borg- ríki sem kom út árið 2011 og naut mikilla vinsælda. Myndin fjall- ar um Hannes, yfirmann innra eftirlits lögreglunnar, sem ákveð- ur að rannsaka spilltan yfirmann í fíkniefnadeildinni eftir að hafa fengið ábendingu frá fyrrverandi glæpaforingja, sem situr í fangelsi. Aðalhlutverk eru í höndum Darra Ingólfssonar, Ágústu Evu Erlendsdóttur, Ingvars E. Sigurðs- sonar, Sigurðar Sigurjónsson- ar, Zlatko Krickic og Hilmis Snæs Guðnasonar. Olaf de Fleur leikstýr- ir myndinni og skrifar jafnframt handritið ásamt Hrafnkeli Stefáns- syni. Framleiðendur eru þau Krist- ín Andrea Þórðardóttir og Ragnar Santos. Þetta er ekki það eina sem hefur verið að gerast í heimi Borgríkisins því að um jólin kom út annað sjálf- stætt framhald kvikmyndarinnar, á bókarformi. Þetta var spennusagan Blóð hraustra manna eftir Óttar M. Norðfjörð. Stefnt er á að gera að minnsta kosti tvær kitlur í viðbót áður en „trailerinn“ verður birtur næsta sumar. Myndin sjálf verður svo frumsýnd haustið 2014. n Helgarblað 3.–6. janúar 2014 Sjónvarpsdagskrá Sunnudagur 5. janúar RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 ÍNN Tökur í fullum gangi Blóð hraustra manna er framhald Borgríkis Á ramótaskaupið 2013 fór fram úr öllum mínum væntingum. Eftir slæm- ar minningar frá síð- ustu árum, þar sem lélegu brandararnir voru fleiri en þeir góðu, bjóst ég við miklu í ár. Handritshöfundar sem hafa framleitt frábært grínefni á síð- ustu árum gáfu góða ástæðu til þess. Fjölskyldan var öll sam- ankomin og þar var fólk á öll- um aldri sem hló oft saman. Í mínum augum er það merki um að vel hafi til tekist. Skaup- ið hófst á myndbandi sem ég er reyndar ekki viss um að allir hafi tengt við, enda sjást tónlist- armyndbönd varla í sjónvarp- inu lengur. Engu að síður var brandarinn frábær og mynd- bandið vel unnið. Ég mun seint gleyma Hannesi Óla í gervi Sig- mundar Davíðs, þar sem hann sveiflast nakinn um á kúlunni. Brandarinn gaf góð fyrirheit fyr- ir klukkutímann sem ég átti í vændum fyrir framan imbann. IKEA-þjófurinn stal senunni hins vegar, bókstaflega. Ari Eld- járn fór gjörsamlega á kostum í atriðinu með sinn sænska hreim. Ég efast um að viðskipta- vinir IKEA geti framvegis sagt nöfn á vörulínum verslunarinn- ar upphátt án þess að hugsa til Ara. Sexkanturinn varð svo til þess að allir sem horfðu með mér sprungu úr hlátri. Snilld. Pétur Jóhann fær einnig sérstakt hrós fyrir að bregða sér í hlut- verk margra þekktra einstak- linga með góðum árangri. Hann nær þó sennilega engum eins vel og Jóni Ársæli. Sennilega er Pétur betri í þessu hlutverki en Jón sjálfur. Gamlir þreyttir brandarar fyrri ára og pólitískar tengingar út í eitt fengu að víkja fyrir gríni sem náði að gera ótrú- lega mörgu skil. Af nógu var að taka, árið 2013 var í raun stór- skemmtilegt á margan hátt. Það sem var þó best við þetta skaup, var endurspeglunin á íslensku samfélagi sem vantað hefur síð- ustu ár. Ekkert þema og engar endurtekningar í sífellu. Bara gott grín, um það snýst þáttur- inn. Vonandi hafa handritshöf- undar næsta áramótaskaups það í huga. n Sexkantur Ara sló í gegn Áramótaskaupið 2013 RÚV Leikstjóri: Kristófer Dignus Framleiðandi: Stórveldið Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is Pressa 07.00 Morgunstundin okkar07.01 Smælki (2:26) 07.04 Háværa ljónið Urri (43:52) 07.15 Tillý og vinir (2:52) 07.26 Ævintýri Berta og Árna 07.31 Múmínálfarnir (28:39) 07.40 Einar Áskell (9:13) 07.53 Hopp og hí Sessamí 08.17 Sara og önd (15:40) 08.25 Kioka 08.32 Kúlugúbbarnir (5:20) 08.55 Stella og Steinn (40:52) 09.07 Millý spyr (22:78) 09.14 Sveppir (22:26) 09.21 Kafteinn Karl (25:26) 09.32 Loppulúði, hvar ertu? 09.45 Skúli skelfir (12:26) 09.55 Undraveröld Gúnda 10.08 Chaplin (29:52) 10.15 Jólastundin okkar e 10.45 Músíktilraunir 2013 Upptaka frá lokakvöldi Músíktilrauna í vor. 888 11.50 Saga kvikmyndanna – Bíóið breytir heiminum (10:15). e 12.50 Nýárstónleikar í Færeyj- um 2012 e 15.05 Sæt lækningajurt (Viden Om: Söd Planter der helbreder) e 15.35 Fum og fát 15.40 Svipmyndir frá Noregi: Tónaflóð 15.45 Dansar í Eldborg á Lista- hátíð 2013 e 17.00 Táknmálsfréttir 17.10 Poppý kisuló (44:52) 17.21 Teitur (52:52) 17.31 Með afa í vasanum (10:10) 17.43 Engilbert ræður (45:78) 17.50 Fisk í dag 888 18.00 Stundarskaupið 2013 e 18.30 Basl er búskapur (1:10) 19.00 Fréttir 19.20 Veðurfréttir 19.25 Íþróttir 19.40 Landinn 888 20.10 Kristín Gunnlaugsdóttir Heimildarmynd um Kristínu Gunnlausgsdóttur mynd- listakonu. 21.00 Erfingjarnir (1:10) (Arvingerne) Glæný, dönsk þáttaröð sem gerist hittast eftir margra ára aðskilnað og verkefnið er að gera upp arf eftir móður sína, en það sem í fyrstu virðist tækifæri til sameiningar breytist í uppgjör leyndarmála og lyga sem tengjast lífi þeirra í nútíð og fortíð. 22.00 Kynlífsfræðingarnir (8:12) (Masters of Sex) Bandarískur myndaflokkur um William Masters og Virginiu Johnson sem voru frumkvöðlar á sviði kynlífs- rannsókna. Aðalhlutverk leika Michael Sheen og Lizzy Caplan. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. 23.00 Ástarsaga 6,8 (Love Story) Ástarsaga Olivers og Jennyar sem trúa á ástina í blindni þrátt fyrir mótbárur. Lífið virðist á réttri braut þegar örlögin taka í taumana og Jenny veikist alvarlega. Mannleg mynd sem lætur engan ósnortinn. Í aðalhlutverkum eru Ali MacGraw og Ryan O'Neal. 00.35 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok 08:00 FA bikarinn 09:40 FA bikarinn 11:20 FA bikarinn - upphitun 11:50 FA bikarinn (Nott. Forest - West Ham) B 14:05 FA bikarinn (Derby - Chelsea) B 16:20 FA bikarinn (Man. Utd. - Swansea) B 18:25 Ensku deildarbikarmörkin 18:55 Spænski boltinn 2013-14 (Barcelona - Elche) 20:35 FA bikarinn 22:15 FA bikarinn 23:55 FA bikarinn 01:35 FA bikarinn 11:30 Messan 12:45 PL Classic Matches (Everton - Manchester United, 1995) 13:15 West Ham - WBA 14:55 Football Legends (Michael Owen) 15:25 Enska B-deildin (Gillingham - Wolverhampton) 17:05 Man. City - Crystal Palace 18:45 Ensku mörkin - úrvalsd. 19:40 Premier League World 20:10 Newcastle - Arsenal 21:50 Chelsea - Liverpool 23:30 Norwich - Man. Utd. 01:10 Tottenham - Stoke 11:30 Life 13:20 The Young Victoria 15:05 Monster In Law 16:45 Life 18:35 The Young Victoria 20:20 Monster In Law 22:00 Good Thief 23:50 This Means War 01:30 Town Creek 03:05 Good Thief 17:55 Strákarnir 18:25 Friends (18:24) 18:45 Seinfeld (16:22) 19:10 Modern Family 19:35 Two and a Half Men 20:00 Viltu vinna milljón? 20:45 Krøniken (9:22) 21:45 Ørnen (9:24) (Örninn) 22:40 Neyðarlínan 23:05 Meistarinn (12:15) 00:05 Without a Trace (15:23) 00:50 Ally McBeal (11:23) 01:35 Viltu vinna milljón? 02:15 Krøniken (9:22) 03:15 Ørnen (9:24) (Örninn) 04:15 Popptíví 16:00 Extreme Makeover: Home Edition (10:26) 16:45 Top 20 Funniest (7:18) 17:25 Make Me A Millionaire Inventor (6:8) 18:10 Dads (7:22) 18:30 Mindy Project (16:24) 18:50 Mad 19:00 The Amazing Race (6:12) 19:45 Offspring (4:13) 20:30 The Vampire Diaries 21:15 Do No Harm (5:13) 21:55 The Glades (2:13) 22:40 Men of a Certain Age 23:25 The Amazing Race (6:12) 00:10 Offspring (4:13) 00:55 The Vampire Diaries 01:35 Do No Harm (5:13) 02:20 Popptíví 14:00 Frumkvöðlar 14:30 Eldhús Meistaranna 15:00 Vafrað um Vesturland 15:30 Panorama 16:00-20:00 Hrafnaþing 21:00 Auðlindakistan 21:30 Fiskikóngurinn 22:00 Hrafnaþing 23:00 Eldað með Holta 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:01 Strumparnir 07:25 Villingarnir 07:50 UKI 07:55 Doddi litli og Eyrnastór 08:05 Waybuloo 08:25 Ávaxtakarfan - þættir 08:40 Algjör Sveppi 08:45 Könnuðurinn Dóra 09:10 Kalli litli kanína og vinir 09:35 Ben 10 10:00 Grallararnir 10:25 Loonatics Unleashed 10:50 Tasmanía (Taz-Mania) 11:10 Leðurblökustelpan 11:35 Victorious 12:00 Nágrannar 12:20 Nágrannar 12:40 Nágrannar 13:05 The Big Bang Theory (1:24) 13:30 How I Met Your Mother 14:00 Masterchef USA (1:25) 14:50 Gnarr Heimildarmynd um Jón Gnarr, grínistann sem varð borgarstjóri í Reykjavík. 16:25 Áramótabomban Logi Bergmann blæs til sann- kallaðrar áramótabombu. 17:35 60 mínútur (14:52) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (19:30) Íþróttamenn Stöðvar 2 Sport fara yfir það helsta úr heimi íþróttanna í liðinni viku, taka viðtöl við sérfræðingana og sýna brot frá því helsta sem fór fram. 19:10 Sjálfstætt fólk (16:30) Jón Ársæll Þórðarson kann listina að nálgast viðmæl- anda sinn og hér heldur hann áfram að taka hús á áhugaverðum Íslendingum sem hafa sögur að segja. 19:45 Hið blómlega bú - hátíð í bæ (5:6) 20:10 Breathless (1:6) Dramat- ískir þættir um lækna og hjúkkur á spennandi tímum. Þættirnir gerast snemma á sjöunda áratug síðustu aldar og þeir hafa því verið bornir saman við bandarísku verð- launaþættina Mad Men en hér er aðalsöguhetjan kvensjúkdómalæknirinn Otto Powell. 20:55 The Tunnel (6:10) Glæný, bresk/frönsk spennu- þáttaröð sem byggðir eru á dönsku/sænsku þáttaröð- inni Brúin. 21:40 Banshee 8,0 (1:10) Magnaðir spennuþættir um Lucas Hood sem er fyrrum fangi og afar útsmoginn þjófur. Hann tekur upp nafn og starf látins lögregluvarðstjóra í Amish-bænum Banshee í Pennsylvaníu og heldur þar áfram á glæpabrautinni í skjóli starfs síns. En fortíðin bankar alltaf uppá á endan- um og alltaf virðist koma að skuldadögunum. 22:40 Banshee 7,7 (2:10) 23:30 60 mínútur (13:52) 00:15 Hostages (13:15) 01:05 World Without End (8:8) 01:55 Mad Men (1:13) 02:45 The Untold History of The United States (1:10) 03:45 Harry Brown 05:25 Fréttir 06:00 Pepsi MAX tónlist 13:50 Dr. Phil 14:35 Dr. Phil 15:20 Dr. Phil 16:05 Family Guy (9:21) 16:30 Happy Endings (18:22) Bandarískir gaman- þættir um vinahóp sem einhvernveginn tekst alltaf að koma sér í klandur. Þótt spilakvöld geti oft verið huggulegt getur einn tapsár einstaklingur skemmt út frá sér. 16:55 Parks & Recreation (18:22) Geggjaðir gaman- þættir með Amy Pohler í aðalhlutverki. Dýraathvarf borgarinnar þarfnast endurskipulagningar og Leslie lætur ekki segja sér það tvisvar. 17:20 The Bachelor (10:13) 18:50 Hawaii Five-0 (8:22) Steve McGarrett og félagar handsama hættulega glæpamenn í skugga eld- fjallanna á Hawaii í þessum vinsælu þáttum. Tölvurefur veldur miklum usla og þarf sérsveitin að grípa inn í ef ekki á illa að fara. 19:40 Judging Amy (21:24) 20:25 Top Gear ś Top 41 (7:8) Richard Hammond fer hér yfir 41 bestu augnablikin yfir síðastliðinn áratug í þess- um vinsælustu bílaþáttum heims. 21:15 Law & Order: Special Victims Unit (19:23) Bandarískir sakamálaþætt- ir um kynferðisglæpadeild innan lögreglunnar í New York borg. Hópur sjálfskip- aðra lögreglumanna kemur böndum á nauðgara en þegar hún beinir spjótum sínum að lögreglunni verður hún að bregðast við af hörku. 22:00 The Walking Dead - NÝTT 8,7 (1:16) Þættir sem hafa slegið öll fyrri áhorfsmet áskriftarstöðva í Bandaríkjunum. Rick Grimes og félagar þurfa að glíma við uppvakninga utanfrá og svikara innanfrá í þessum hrollvekjandi þáttum sem eru alls ekki fyrir viðkvæma. 22:50 The 11th Victim Hörku- spennandi mynd um saksóknara í Atlanta sem eltist við fjöldamorðingja. 00:50 Necessary Roughness (5:10) Vinsæl þáttaröð um sálfræðinginn Dani sem aðstoðar marga af bestu íþróttamönnum Bandaríkj- anna þegar andlega hliðin er ekki alveg í lagi. 01:40 The Walking Dead (1:16) 02:30 Beauty and the Beast (6:22) Bandarísk þáttaröð þar sem þetta sígilda ævin- týri er fært í nýjan búningi. Aðalhlutverk eru í höndum Kristin Kreuk og Jay Ryan. Ástarþríhyrningur verður til þess að Vincent gerir hluti sem hann á síðar eftir að sjá eftir. 03:20 Excused 03:45 Pepsi MAX tónlist Blóð hraustra manna Hér sést Ingvar E. í hlutverki sínu í myndinni. Á laugardag verður sýnd á Skjá Einum heimildamynd um stórstjörnuna Beyoncé Knowles. Myndin er afar persónuleg en hún leikstýrði henni og framleiddi sjálf. Áhorf- endur fá einstaka og áður óþekkta sýn inn í heim sönggyðjunnar sem svo margir dýrka. Í myndinni er fylgst með henni á opinberum vettvangi sem og innan veggja heimilisins en henni er einnig fylgt eftir á tónleikaferðalagi. Söngkonan hefur aldrei áður talað jafn opinskátt um einka- líf sitt og hún gerir í myndinni. Hún talar meðal annars um eigin- mann sinn, Jay-Z, og segir frá því þegar hún missti fóstur áður en hún varð ólétt að dóttur sinni, Blue Ivy. Það þarf því kannski engan að undra að þegar myndin var frum- sýnd á HBO-sjónvarpsstöðinni snemma árs 2013 þá sló hún öll áhorfsmet. 1,8 milljónir manna horfðu á myndina. Þetta er mynd sem enginn að- dáandi Beyoncé ætti að láta fram- hjá sér fara. n Beyoncé á persónu- legu nótunum Persónuleg Í myndinni hleypir Beyoncé aðdá- endum sínum inn á gafl. Sömdu skaupið Ari Eldjárn, Steindi Jr., Ilmur Kristjánsdóttir, Pétur Jóhann Sigfússon, Saga Garðarsdóttir, Bragi Valdimar og Guðmundur Pálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.